Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 12
12 Fréttir Páskablað 15.–22. apríl 2014 uuPassíusálmarEitt helsta trúarrit Íslendinga í gullfallegri útgáfu.Sígilt listaverk.Fermingargjafirsem fylgjabarninu Lífsreglurnar fjórar eru einfaldar en öflugar og vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði.salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík Bókabúð Sölku opin 9-17 virka daga M óðir mín á erfitt með svefn út af þessu og grætur bara,“ segir aðstandandi íbúa á Höfn, öldrunarmiðstöð í Hafnarfirði. Íbúar þar eru í miklu uppnámi vegna fyrirsjáan- legra breytinga á högum sínum en þeir þurfa að reiða fram háar fjár- hæðir til að tryggja áframhaldandi búsetu á Höfn. Aðstandandinn seg- ist hafa áhyggjur af því að þetta hafi mikil áhrif á heilsu móður sinnar og þetta verði til þess að henni hraki. „Það væri mjög sorglegt því hún er mjög hress, sjálfbjarga og dugleg,“ segir aðstandandinn og bætir við: „Það eru allir mjög áhyggjufullir og kvíðnir.“ Miklar skuldir Höfn er öldrunarmiðstöð sem rekin er sem sjálfseignarstofnun í Hafnar- firði. Stofnunin á 78 íbúðir í tveim- ur húsum í Hafnarfirði og er íbúðar- réttur í húsunum seldur út til eldri borgara, auk þess sem Hafnar- fjarðarbær á nokkrar íbúðir í blokk- unum. Íbúarnir eignast ekki íbúðirnar sjálfar heldur aðeins búseturéttinn í þeim sem hvílir á íbúðinni óháð eignarhaldi hennar. Þegar íbúarn- ir flytja af Höfn, eða falla frá, greið- ir sjálfseignarstofnunin kaupverð búseturéttarins til baka. Nú er svo komið að vegna skulda byggingar- sjóðs Hafnar þurfa allir íbúar í hús- unum tveimur að yfirtaka eignarrétt- inn á sinni íbúð. Byggingarsjóðurinn var rekinn með 20 milljóna tapi árið 2013 og er ljóst að ekki er hægt að reka hann áfram. Ef íbúarnir gera þetta tryggja þeir sér eignarrétt á íbúðunum, en hafa í dag aðeins bú- seturétt, sem áður sagði. Kaupa eignarrétt Til þess að kaupa eignarréttinn þurfa flestir íbúarnir að taka lán og reiða fram á bilinu 1,4 milljónir króna og allt að fjórum milljónum fyrir hann. Greiðslubyrði af slíkum lánum, ef miðað er við lán til tíu ára, er sögð vera frá tuttugu þúsund krónum til þrjátíu og fimm þúsunda króna á mánuði. „Þetta er mjög mikið fyr- ir fólk á þessum aldri. Eldri borgar- ar hafa ekki úr miklum peningum að moða,“ segir aðstandandinn sem DV ræddi við. „Þar að auki er erfitt að sjá hvern- ig þeir fá þessar tölur út. Þeir eru að krefjast þess að fólk kaupi hlut í sam- eigninni, en það virðist vera mis- stór hlutur eftir því hvar íbúðin er og hversu stór hún er. Það finnst mér einkennilegt,“ segir hann. Áhyggjur „Við höfum haft miklar áhyggjur af þessu í nokkurn tíma. Mér finnst þetta allt svo skrítið því það er ver- ið að þrýsta svo mikið á íbúana. Þeir hafa einn mánuð til þess að sam- þykkja þetta, sem er alltof stuttur tími,“ segir aðstandandinn. „Fólkinu hefur samt liðið vel þarna og myndað góð tengsl sem gerir þetta enn verra.“ Vilja sjá ársreikninga DV hefur heimildir fyrir því að fjöl- margir aðstandendur hafi krafist þess að fá ársreikninga. Þá eru margir ósáttir við það að í janúar síð- astliðnum var haldinn fundur með íbúum þar sem þeim var ekki greint frá þessum vandræðum, þvert á móti var fólki sagt að allt væri eðlilegt. Fundurinn á föstudag var þeim því mikið áfall. Mjög alvarleg staða 2009 Í desember síðastliðnum greindi DV frá því að Höfn hefði stofnað til mik- illa skulda og væri með neikvæða eiginfjárstöðu. Þá skuldaði Höfn fyrrverandi íbúum sínum og ættingj- um þeirra 86 milljónir króna í lok árs 2010. Þetta voru skuldir sem öldrunar- miðstöðin, sem rekin er sem sjálfs- eignarstofnun, skuldaði íbúunum og hafði ekki getað endurgreitt þeim. Á sama tíma var eiginfjárstaða félags- ins neikvæð um tæplega 58 millj- ónir króna. Þessi skuld Hafnar við íbúana var stærsta einstaka skuld öldrunarheimilisins en heildar- skuldirnar námu ríflega 240 milljón- um króna. Staðan var svo alvarleg að í bréfi með ársreikningi fyrir árið 2009 benti Guðmundur Óskarsson, endurskoð- andi félagsins, á að félagið gæti orðið gjaldþrota. Þá greindi DV einnig frá því að Höfn hefði fengið lán upp á 25 milljónir frá einum íbúa. Það lán var tilkomið vegna þess að konan hafði látið framkvæmdastjórann, Kristján Guðmundsson, hafa umrædda fjár- muni til ávöxtunar en svo rötuðu þeir inn í reksturinn sem bókfært lán. 27 milljónir og fjórar í viðbót DV greindi á sunnudag frá því að íbúi í húsinu hefði nýlega greitt 27 millj- ónir fyrir búseturétt og þyrfti nú að taka fjögurra milljóna króna lán til að greiða fyrir eignarréttinn. „Móðir mín býr þarna og ég hef gengið á eftir því núna í þrjú eða fjögur ár að fá afrit af ársreikningum félagsins en þeir hafa aldrei fengist. Þeir pössuðu sig á því að dreifa ekki ársreikningnum á fundinum heldur voru þeir með hann í tölvu og vörp- uðu honum upp á myndvarpa. Fólk fékk enga pappíra í hendurnar. Svo fengu þau bara umslag þegar þau löbbuðu út, hver íbúi, þar sem kem- ur fram hvað hver og einn á að borga á þessum tíu árum,“ sagði maðurinn sem DV ræddi við um helgina. Segjast ekki vera að neyða fólk Íslandsbanki segist ekki hafa sett íbúum Hafnar, né forsvarsmönnum öldrunarmiðstöðvarinnar afarkosti. Í tilkynningu bankans segir að öldr- unarmiðstöðin hafi leitað til Ís- landsbanka um aðstoð vegna fjár- hagsörðugleika, en að miðstöðin sé ekki í vanskilum gagnvart þeim. Að- koma bankans er því fyrst og fremst sú að koma að mögulegum lausnum á fjárhagsvanda Hafnar. „Í því felst meðal annars að Íslandsbanki hef- ur veitt félaginu vilyrði fyrir því að aðstoða við fjármögnun mögulegrar lánveitingar þess til íbúa Hafnar ef á þarf að halda,“ segir í tilkynningunni. Nauðvörn Fram hefur komið að Gylfi Ingvars- son, stjórnarmaður öldrunarmið- stöðvarinnar Hafnar, segir að hið gamla rekstrarform, það er kaup á bú- seturétti, gangi ekki lengur. Það verði því að finna leiðir til þess að tryggja áframhaldandi öryggi íbúa á Höfn. Því verði að breyta ákvæðinu um íbúðar- rétt í eignarréttar ákvæði. n Íbúar eru kvíðnir og áhyggjufullir n Þurfa að kaupa eignarrétt á íbúðum Hafnar og steypa sér í skuldir Kaupa eignarrétt „Við höfum haft miklar áhyggjur af þessu í nokkurn tíma,“ segir aðstandandi MyNd Sigtryggur Ari Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Svo fengu þau bara umslag þegar þau löbbuðu út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.