Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Side 21
Páskablað 15.–22. apríl 2014 Neytendur 21 S júkrasjóðir stéttarfélaga greiða út sjúkradagpen- inga eftir sérstökum regl- um, svo sem eftir að veik- indaréttindi eru fullnýtt, eða kostnað við dýrar læknisað- gerðir erlendis. Þeir sem lenda í langvarandi veikindum ættu að kynna sér það nánar. En auk þess greiða sjúkrasjóðirnir styrki vegna forvarna og endurhæfingar, sem flestir kannast við sem líkams- ræktarstyrki og endurgreiðslu á gleraugum. En það er margt fleira sem sjóðirnir styrkja og hér á síð- unni má sjá dæmi um hvað er endurgreitt og hversu mikið hjá nokkrum stéttarfélögum. Umfjöll- un er langt frá því að vera tæmandi og er lesendum bent á að skoða nánar sjúkrasjóði og styrki hjá sínu stéttarfélagi. Sex mánaða lágmark Í öllum tilfellum er skilyrði fyrir greiðslum úr sjúkrasjóði að hafa greitt í hann í ákveðinn tíma. Þannig miðast hámarksstyrkur hjá Eflingu í langflestum tilfellum við að félagsgjald sex mánuðina þar á undan sé 8.568 krónur eða meira. Sama er uppi á teningnum hjá SFR en þar miðast styrkirnir við starfs- hlutfall sjóðfélaga sem þarf að vera minnst 25%. Í reglum um sjúkrasjóði BHM segir að rétt eigi þeir sem greitt hefur verið fyrir sjúkrasjóðsfram- lag í samtals sex mánuði, þar af samfellda þrjá mánuði áður en at- burður sem leiðir til styrkumsókn- ar átti sér stað. Séu iðgjöld vegna sjóðfélaga lægri en 1.500 krónur á mánuði á hann rétt á hálfum styrk. Sjóðfélagi í aðildarfélagi KÍ öðl- ast rétt til úthlutunar úr sjóðnum eftir sex mánaða iðgjaldagreiðslur. Varasjóður VR Félagsmenn VR hafa aðgang að einkasjóði, VR varasjóði, en í hann runnu árið 2013 0,39% af heildar- launum. Sjóðinn má nota til kaupa á líkamsræktar-, endurhæfingar-, sálfræði-, og læknis- og tann- læknisþjónustu, kaupa á hjálpar- tækjum s.s. gleraugum og heyrnar- tækjum, vegna heilsubrests, kaupa á líf-, slysa- og sjúkdómatrygging- um, kaupa á orlofstengdri þjón- ustu, vegna tómstunda barna að 18 ára aldri, námsorlofs og kaupa á menntunarþjónustu, námsgagna barna félagsmanns, að 18 ára aldri og framfærslu samhliða at- vinnuleysisbótum. Hlutfall endur- greiðslu er því ekki skilgreint sér- staklega fyrir hvert atriði eins og hjá hinum stéttarfélögunum með undantekningu um líkamsræktar- styrki. Sálfræðiviðtöl Nokkur samhljómur er milli stéttarfélaga um hvað skuli greitt en auk þess sem hér er upp talið má nefna að Efling býður félags- mönnum sínum endurgreiddan kostnað vegna greiningar á les- blindu að hámarki 15.000 krónur. Kennarasambandið býður 60.000 króna endurgreiðslu á aðstoð við þyngdarstjórnun, og SFR býður möguleika á styrk verði sjóðfélagi fyrir launamissi vegna sérstakra aðstæðna. Flest stéttarfélögin niðurgreiða kostnað við sálfræðiviðtöl, viðtöl við geðhjúkrunarfræðinga, félags- ráðgjafa eða fjölskylduráðgjafa og ýmsa aðra. Lesendur eru hvattir til að leita nánari upplýsinga hjá sínu stéttarfélagi um hvað er endur- greitt. Upphæðin á við um hámarks- styrki sem greiddir eru en oft er aðeins greitt ákveðið hlutfall, oft helmingur upphæðar þó hámarks- heimild sé hærri. Líkamsrækt n Efling: 17.000 kr. á ári en aldrei meira en 50% af kostnaði. n SFR: Hámark 20.000 kr. á ári.* n BHM: 30.000 kr. á ári. n VR: Hámark 50.000 kr. á ári úr varasjóði. Tannlækningar n Efling tekur ekki þátt í tannlæknakostnaði n SFR: Hámark 80.000 kr. eða 30% kostnaðar umfram 80.000 kr. annað hvert ár.* n BHM: Hámark 200.000 kr. á ári eða 40% af heildarkostnaði yfir 75.000 kr. n KÍ: Hámark 200.000 kr. á ári eða 70% af kostnaði umfram 400.000 kr. á ári. Krabbameins- skoðun kvenna n Efling: 4.200/6.300 kr. á ári. n SFR: 4.200/6.300 kr. á ári. n BHM: 4.200/6.300 kr. á ári.** n KÍ: 6.300 kr. á ári. Önnur krabbameinsskoðun: n Efling: 10.000 kr. á ári. n SFR: 10.000 kr. á ári. n BHM: 20.000 kr. á ári. n KÍ: 20.000–30.000 kr. á ári. Dvöl á heilsu- stofnun t.d. Bláa lóninu eða NFLÍ n Efling: 2.000 kr. á dag í 42 daga á ári. n SFR: 2.000 kr. á dag í 20 daga á ári.* n BHM: 50.000 kr. á tveggja ára fresti. n KÍ: 5.000 kr. á dag í 28 daga á ári. Hjartavernd – áhættumat n Efling: 10.000 kr. á ári eða 50%. n SFR: 16.000 kr. á ári. n BHM: 20.000 kr. á ári.** n KÍ: 20.900 kr. á ári. Sálfræðingar og ráðgjafar n Efling: 6.000 kr. eða 50% 15 sinnum á ári. n SFR: 5.000 kr. 15 sinnum á ári.* n BHM: 65.000 kr. á ári.** n KÍ: 6.600 kr. 10 sinnum á ári. Námskeið til að hætta reykingum n Efling: 15.000 kr. á ári. n KÍ: 25.000 kr. á ári. Gleraugu eða linsur n Efling: 17.000 kr. á ári eða 50% n SFR: 30.000 kr. þriðja hvert ár eða 20% af upphæð yfir 10.000 kr. n BHM: 40.000 kr. þriðja hvert ár. n KÍ: 30% af kostnaði, nái hann 60.000 kr. annað hvert ár. Svefngrímur CPAP n Efling: Greitt er allt að 1.125 kr. á mánuði eða allt að kr. 13.500 kr. á ári á hverjum 12 mánuðum. n BHM: 65.000 kr. á ári.** Heyrnar- tækjastyrkur n Efling: 100.000 kr. eða 50% þriðja hvert ár. n SFR: 150.000 kr. eða 50% af kostnaði umfram 50.000 kr. n BHM: 150.000 kr. þriðja hvert ár. n KÍ: Allt að 30% af kaupverði. Laser-augnaðgerðir n Efling: 50.000 kr. fyrir hvort auga eða 50%. n SFR: 50.000 kr. fyrir hvort auga. n BHM: 60.000 kr. fyrir hvort auga. n KÍ: 60.000 kr. fyrir hvort auga. Glasa- eða tæknifrjóvgun n Efling: 100.000 kr. eða 50%. n SFR: 120.000 kr. eða 30%.* n BHM: 130.000 kr. eða 40%. n VR: 150.000 kr. n KÍ: 120.000 kr. Ættleiðing erlendis frá n Efling: 200.000 kr. n SFR: 220.000 kr. n BHM: 200.000 kr. n VR: 150.000 kr. n KÍ: 200.000 kr. Fæðingarstyrkur n Efling greiðir ekki fæðingarstyrk n SFR: 220.000 kr. vegna hvers barns. n BMH: 150.000 kr. n KÍ: 200.000 kr. Endurhæfing og sjúkraþjálfun n Efling: 2.000 kr. 20 sinnum á ári. n SFR: 1.500 kr. 25 sinnum á ári. n BHM: 65.000 kr. á ári.** n KÍ: 2.600 kr. 20 sinnum á ári. Dánarbætur og útfarir n Efling: 348.695 kr. n SFR: 200.000 kr. n BHM: 350.000 kr. n KÍ: 350.000 kr. *Sumir styrkir eru einungis ætl- aðir þeim sem hafa verið meira en ár í sjóðnum og í einhverjum tilfell- um eingöngu eftir nokkur ár. **Hjá BHM eru 65.000 kr. á ári ætlaðar til endurgreiðslu á ýmsum kostnaði sem önnur stéttarfélög telja saman. Þess vegna eru þær upphæðir stjörnumerktar í úttekt- inni. n Þú átt inni peninga Stéttar- og verkalýðsfélög endurgreiða ekki bara gleraugu og líkamsrækt Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.