Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Qupperneq 22
22 Fréttir E rlendum ferðamönnum hefur fjölgað látlaust á um- liðnum árum. Á síðasta ári komu tæplega 800 þúsund erlendir gestir til landsins og þá er talið að meira en millj- ón ferðmenn muni leggja leið sína til Íslands á næsta ári. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands námu tekjur af erlendum ferða- mönnum alls tæplega 275 millj- örðum króna á árinu 2013. Ferðaþjónusta er því ört vax- andi atvinnuvegur á Íslandi og ljóst að margir vilja taka þátt í þeirri uppbyggingu. Minna er hins vegar rætt um fólkið á bak við tölurnar – ferðamennina sjálfa. Við sjáum bara appelsínugula úlpu, myndavél á lofti og hugs- um; ferðamaður. DV fór á stúfana, í rigningu og slagviðri, og náði tali af nokkrum erlendum ferða- mönnum í miðborg Reykjavíkur sem létu veðrið svo sannarlega ekki á sig fá. n Páskablað 15.–22. apríl 2014 Fólkið á bak við tölurnar Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is  Ævintýraferð ákveðin með sex klukkutíma fyrirvara Þessar bandarísku konur eiga það sameiginlegt að finnast fátt skemmtilegra en að ferðast. Erin, sem starfar hjá Amazon þar ytra, er forsprakkinn í hópnum en hún leiddi hinar tvær saman í ævintýraferð til Íslands – ákvörðun sem var tekin með sex klukkustunda fyrirvara. Tekla, sem vinnur hjá Starbucks, og Claire, sem starfar fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, voru því að hittast í fyrsta skipti þegar þær settust í flugvélina á leið sinni til Íslands. „Við ætlum í Bláa lónið, að Geysi og síðan eigum við bókaða ferð til Hafnar í Hornafirði í næstu viku,“ segja þær kátar í samtali við DV.  Sá dansandi unglinga í miðbænum Gad er læknir í heimalandi sínu en hefur einnig áhuga á ljósmyndun, fjallgöngum og siglingum. Hann kom hingað til lands ásamt konunni sinni, en hún tók þátt í svokölluðum rit höfundabúðum hér á landi í síðustu viku. „Ég hef því bara verið að skoða Reykjavík á meðan,“ segir Gad. Aðspurður hvort eitthvað hafi komið honum á óvart í heimsókninni segist hann nýlega hafa rekist á stóran hóp ungmenna í skrautlegum búningum, syngjandi og dansandi í miðbænum. Hann hafi síðar komist að því að með þessum hætti fagna Ís- lendingar útskrift. „Þetta þótti mér einstaklega skemmtilegt. Kanadamenn fagna ekki með jafn áberandi hætti,“ segir hann brosandi.  „Maturinn hérna er mjög góður.“ Hjónin Yvonne og Per eru hér á landi ásamt sonum sínum og tengda- dætrum að fagna sextíu ára afmæli Yvonne. Hún er hjúkrunarfræðing- ur, hann er ráðgjafi hjá bandarísku fyrirtæki og þau búa í grennd við Stokkhólm. „Þessar húfur eru glænýjar,“ segja hjónin hlægjandi þegar þau stilla sér upp fyrir ljósmyndara DV. Þau höfðu aldrei áður komið til Íslands og höfðu því ekki hugmynd um hverju þau mættu eiga von á. „Maturinn hérna er mjög góður. Við höfum þegar farið á fjölmarga góða veitingastaði í borginni. Humarsúpan sem við fengum niðri við höfnina er til að mynda sú besta sem við höfum nokkurn tíma smakkað.“  „Við munum klárlega mæla með Íslandi“ Þessir kumpánlegu Norðmenn eru allir lands- lagsarkitektar og eru hér í starfsmannaferð á vegum fyrirtækisins. Þeir voru nýkomnir úr fjórhjólaferð þegar DV náði tali af þeim. „Þetta er í fyrsta skipti sem við gerum eitthvað þessu líkt vinnufélagarnir en þetta er mjög góð leið til þess að þjappa hópnum saman. Við mun- um klárlega mæla með Íslandi í ferðir af þessu tagi,“ segir Simen sem talar fyrir hönd hópsins. Framundan er síðan ferð um Gullna hringinn og í Bláa lónið.  Vilja ólm smakka ekta íslenskt smjör Hjónin Jeanette og Mark eru hér á landi ásamt sonum sínum Neil og Rob. Jeanette og Neil hafa áður heimsótt Ísland og vildu ólm sýna hinum tveimur fjölskyldumeðlimun- um hvað landið hefði upp á að bjóða. Jeanette vinnur í skóla í London, sér um óþekku börnin að eigin sögn, en Mark er rafvirki. Neil vinnur síðan í banka en Rob er smiður. „Það var betra veður þegar við komum hingað síðast en það var líka í maí,“ segir Jeanette. Framundan er stíf dagskrá hjá fjölskyldunni en þau ætla að fara Gullna hringinn og þá stefna bræðurnir á að verja degi í að kafa á Þingvöllum. Fjölskyldan er einnig mjög spennt fyrir því að smakka ekta íslenskan bjór. n Spjallað við erlenda ferðamenn í miðborg Reykjavíkur n Reiknað er með milljón ferðamönnum á næsta ári n Hámenntaðir ferðamenn hrífast af íslenskum mat og hönnun Gad (55) Kanada, Ottawa Tekla (36), Claire (32) og Erin (31) Bandaríkin, Seattle Jeanette, Mark, Neil og Rob England, London Simen, André, Hákon, Stein, Marius og Fredrik Noregur Yvonne (60) og Per (60) Svíþjóð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.