Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Qupperneq 23
Fréttir 23Páskablað 15.–22. apríl 2014  „Höfðum búið okkur undir það versta.“ Fabian og Carolin leggja bæði stund á geimtæknifræði í heimalandi sínu og munu því að vonum starfa við það að smíða geimflaugar í framtíðinni. Þau spila tennis í frítíma sínum og þá er Fabian einnig liðtækur áhugaljósmyndari að eigin sögn. Parið gaf sér góðan tíma til að skoða landið. „Við komum hingað fyrir tveimur vikum, leigðum okkur bíl og keyrðum hringinn í kringum landið. Góða veðrið sem við fengum á ferðalaginu kom okkur skemmtilega á óvart en við höfðum búið okkur undir það versta.“ Aðspurð um uppáhaldsviðkomustaði sína á ferðinni um landið nefna þau Varmá við Hveragerði og Hverfjall við Mývatn. Fólkið á bak við tölurnar  Hittu dónalegan Bandríkja- mann Aaron er verkfræðingur en Amy vinnur á auglýsinga- stofu. Helstu áhugamál þeirra eru vatnsíþróttir af ýmsum toga og ferðalög. Þau höfðu haft augastað á Íslandi í mörg ár þegar þau ráku augun í gott tilboð á flugi hingað til lands og ákváðu loksins að láta drauminn rætast. „Bandaríkjamaðurinn á hótelinu okkar var heldur dónalegur, en annars hefur upplifun okkar af landinu verið mjög góð,“ segja þau og hlægja. Þau voru nýlent þegar DV náði tali af þeim en þau höfðu áformað að fara bæði í norðurljósabátsferð og Gullna hringinn áður en þau halda heim aftur í næstu viku.  „Við værum alveg til í að sjá eldgos“ „Vinir mínir kalla mig Sam. Það er auðveldara,“ segir Viacheslav þegar blaðamaður biður hann um að skrifa niður nafnið sitt. Hann er skipstjóri á fraktskipi en Marina er sálfræðingur. Viacheslav hafði lengi látið sig dreyma um að heimsækja Ísland en Marina hefði heldur kosið hlýrri áfangastað. Starfs hans vegna gátu þau ekki undirbúið ferðina með miklum fyrirvara heldur var ferðin bókuð í síðustu viku. „Við værum alveg til í að sjá eldgos,“ segja þau og hlægja, „en gætum þurft að koma seinna til að ná því.“  Íslensk hönnun heillar upp úr skónum Matargerð er þeirra helsta áhugamál ásamt tónlist og gönguferðum. Sandy er að auki mikill áhugamaður um lestir og sagði skort Íslands á þeim algjöra synd. „Við komum hingað fyrir matinn,“ segja þau en Ísland er í þeirra augum fyrst og fremst mataráfangastaður. Arkitekt- úrinn og íslensk hönnun hafi hins vegar heillað þau upp úr skónum við komuna til landsins. „Við eigum einn uppkominn son sem starfar sem bakari í Edinborg þannig við munum þræða bakaríin í Reykjavík á meðan við erum hérna.“ n Spjallað við erlenda ferðamenn í miðborg Reykjavíkur n Reiknað er með milljón ferðamönnum á næsta ári n Hámenntaðir ferðamenn hrífast af íslenskum mat og hönnun Aaron (32) og Amy (31) Bandaríkin, Texas Fabian (25) og Carolin (23) Þýskaland Marina (30) og Viacheslav (46) Rússland, St. Pétursborg Sandy (64) og Heather (62) Skotland
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.