Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Qupperneq 27
Páskablað 15.–22. apríl 2014 Fréttir Erlent 27 í fjöldagöngu í höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, þegar vopnaður mað- ur réðst að honum og skaut hann af stuttu færi í brjóstið. Hann lést sam- stundis. Martin hafði á ferli sínum fengið virt verðlaun á sviði blaða- og fréttamennsku og hann átti eiginkonu og tvö börn þegar hann var myrtur. Skotinn í Kabúl Fyrir skömmu var annar sænskur blaðamaður, að þessu sinni fyrir sænska ríkisútvarpið (SR), skotinn til bana við störf sín í Kabúl, Afganistan. Um var að ræða einn besta frétta- mann SR á sviði erlendra frétta, Nils Horner. Greinarhöfundur bjó í Sví- þjóð frá 1996–2007 og hlustaði iðulega á áhugaverðan og fræðandi frétta- flutning Horners. Hann lagði sig mjög fram við það að gefa viðmælendum sínum rödd og klippti fréttir sínar og frásagnir einstaklega skemmtilega saman. Hann var með mjög þægilega og áheyrilega útvarpsrödd og hafði gríðarlega þekkingu á umfjöllunar- efnum sínum. Þegar hann var myrtur var hann staddur á götu úti í Kabúl og var að ræða við almenna borgara í sambandi við forsetakosningarnar sem fram fóru í landinu fyrir skömmu. Skyndilega komu tveir menn íklædd- ir vestrænum klæðnaði upp að Horn- er, annar tók upp byssu og skaut hann í höfuðið af stuttu færi. Morðið kom mönnum mjög á óvart, þar sem Horner var í hverfi í Kabúl, sem talið var tiltölulega öruggt og mörg erlend hjálparsamtök voru til dæmis með starfsemi þar. En dauði Nils Horner staðfestir einungis að enginn getur verið algerlega öruggur gagnvart morðingjum. Samkvæmt frétt á vef Dagens Nyheter er fjöldi myndavéla á því svæði sem Horner var myrtur og því binda menn vonir við að hægt verði að bera kennsl á morðingjana. Umfjöllun sýnir að daglega legg- ur fréttafólk sig um allan heim í mikla lífshættu við að færa okkur, frétta- og fjölmiðlaneytendum, frásagnir af gangi mála, fréttaskýringar og afhjúp- un. Þetta fólk vinnur mikilvæg störf og kemur til dæmis í veg fyrir að spilling þrífist enn frekar. Það vinnur að því að sannleikurinn nái fram að ganga og að tjáningar- og upplýsingafrelsið sé virkt í samfélaginu. n Hættulegustu löndin árið 2013 Sýrland Írak Egyptaland Malí Brasilía Filippseyjar Rússland Sómalía Pakistan Indland Skotinn í Kabúl Nils Horner, einn þekkt- asti fréttamaður sænska ríkisútvarpsins, var við störf í Kabúl um miðjan mars síðastliðinn, þegar tveir menn í vestrænum klæðnaði gengu upp að honum og skutu hann af stuttu færi í höfuðið. Hann var 51 árs. Mynd ReuteRS Myrt í Moskvu Rússnesk kona heldur á ljósmynd af blaðakonunni Önnu Politkovskaju, sem fannst myrt í Moskvu árið 2006. Hún hafði meðal annars verið harður gagnrýnandi Vladimírs Pútín og stefnu hans. Mynd ReuteRS Féll í Mogadishu Sænsk-breski verðlaunablaðamaðurinn Martin Adler var myrtur í mótmælagöngu í landi lög- leysunnar, Sómalíu, árið 2006. Fallin við störf Mynd þessi er talin vera af bandaríska blaðamanninum Ernie Pyle, sem féll fyrir japanskri kúlu í bardögum á Kyrrahafinu árið 1945. Gengið á land Bandarískir hermenn vaða í land í Normandí, til móts við Þjóðverja, og Robert Capa myndar.Í fremstu vÍglÍnu n Fjöldi blaða- og fréttamanna lætur árlega lífið n Eru einnig fangelsaðir n Sýrland hættulegast n Af þessum löndum sem hér eru talin upp er Sýrland talið hættulegast, en að öðru leyti er taflan ekki í sérstakri röð, öll löndin eru talin hættuleg fyrir blaða- og frétta- menn. Heimild: CPJ.org
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.