Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Side 34
Páskablað 15.–22. apríl 201434 Umræða Þ að kostar peninga að byggja nýjan Landspítala. Pen­ ingarnir eru til. Lífeyrissjóð­ irnir voru reiðubúnir til að leggja fé í verkið á síðasta ári. Lánsfé. Þeir þurfa 3,5% vexti af sínum fjármunum samkvæmt lögum. Lög­ um er hægt að breyta. Kosti nýr spít­ ali 50 miljarða kostar það fjármagn 1,5–2,0 miljarða á ári. Árleg rekstrar­ hagræðing í nýju húsnæði skilar 2,5 til 3 miljörðum króna á ári upp í fjár­ magnskostnað og aukinn rekstrar­ kostnað húsnæðis. Þjóð sem hefur efni á að borga sjálfri sér 80 miljarða í umdeildar skuldaleiðréttingar hefur efni á að kosta nýjan Landspítala. Mér ofbauð málflutningur fram­ bjóðenda um Landspítalann fyrir síðustu kosningar. Þar var ábyrgðar­ leysið yfirgengilegt. Landspítalinn á yfirleitt fáa vini á stjórnmálasviðinu. Það þekki ég frá þeim tíma þegar ég var heilbrigðisráðherra. Reyndi þá aftur og aftur að gera tillögur um fjár­ veitingar til spítalans til Alþingis. Það voru stundum myndarlegar tölur í fjárlagafrumvarpinu á haustin en þær voru ævinlega skornar niður í meðför­ um þingsins. Peningarnir voru þó ekki teknir af heilbrigðiskerfinu heldur voru þeir fluttir til annarra sjúkrahúsa sem áttu vini. Sjúkrahúsa úti á landi og Borgarspítalans og Landakotspítalans sem áttu vini þó þeir væru í Reykja­ vík. Samt tókst að halda Landspítal­ anum við og vel það. Það var byggt og byggt. Landspítali háskólasjúkrahús varð seinna til úr þremur spítölum í Reykjavík. Þá var ljós framundan Þegar afleiðingar hinnar villtu frjáls­ hyggju lögðust yfir land og þjóð í hruninu þá hlaut heilbrigðiskerfið og Landspítalinn líka að finna fyrir því. Starfsfólkið lagði líf sitt í verkefnin og sjúklingarnir treystu spítalanum fyrir lífi sínu eins og áður. Það sem bjarg­ aði málum var duglegt starfsfólk, fórnfús forysta og skilningur þjóðar­ innar, sjúklinganna og aðstandenda þeirra. En það var líka ljós framund­ an: Það átti að byggja nýjan Landspít­ ala. Steingrímur J. Sigfússon fjár­ málaráðherra og Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra höfðu kjark til að taka utan um verkið og sjá: Fyrir lágu tillögur um endurreisn sjúkrahússins, tillögur sem kostuðu um 45 miljarða króna. Og það sem meira var: Það lá einnig fyrir að unnt var að fjármagna verkið með fjármagni úr lífeyris­ sjóðunum. Það fjármagn átti að taka að láni en sparnaðurinn í rekstri hefði borgað lántökukostnaðinn eins og Björn Zoëga fráfarandi forstjóri spít­ alans benti á. Þannig hefði mátt dreifa þessum fjárfestingarkostnaði á tíu til tuttugu ár! Skuggi leggst yfir Landspítalann En þá steig úrtölukórinn fram á sviðið: Greinar um hvað þetta væri dýrt birt­ ust í þeim fáu blöðum sem eftir eru, heilu kastljósin og silfrin voru undir­ lögð af úrtölumönnum og við sem erum stuðningsmenn Landspítalans vorum ekki nógu dugleg að verjast. Þegar kom að kosningum í fyrra lá tvennt fyrir: Talsmenn stjórnarand­ stöðuflokkanna töluðu flestir illa um Landspítalann og margt var reynt til að gera verkefnið tortryggilegt. Nýi Landspítalinn tapaði kosningabar­ áttunni. Þessu var framhaldið eftir kosningar. Sumir stjórnarþingmenn fyrrverandi stjórnar voru heldur lufsulegir í þessu máli eins og öðr­ um. Nú eru stjórnarandstöðuþing­ mennirnir orðnir stjórnarþingmenn. Hvað er þá að gerast? Skuggi færð­ ist yfir sviðið síðastliðið sumar þegar ný ríkisstjórn tók við. Dæmi: „Að fara að byggja hér nýjan steinsteypukubb upp á 60–80 milljarða á meðan starfs­ fólk er að ganga út af Landspítalanum – það er ekki nokkuð einasta vit í því. Við framsóknarmenn höfum talað skýrt; þjóðin hefur ekki efni á nýjum spítala í dag, það eru alveg hreinar línur.“ Vigdís Hauksdóttir í viðtali við morgunútvarp Rásar 2 31.07. 2013. En sem betur fer heyrðust aðrar raddir og nú er að rofa til. Það birtir á ný Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði ég grein um þessi mál í Fréttablaðið og sagði: „Bjartsýnisáætlun Landspítal­ ans þarf að verða til. Sú áætlun þarf að ná til sjúklinganna og aðstandend­ anna, til starfsmannanna, kjara þeirra og starfsaðstæðna, og til framtíðar. Það á að hefjast handa við að byggja nýjan Landspítala – ekki seinna en nú þegar.“ Og nú er þessi áætlun orðin til. Í vikunni urðu til ný samtök á Ís­ landi. Það er frétt. Það var troðfullur salur og stemningin þvílík að klapp­ inu ætlaði aldrei að linna fyrir þeim fáu ræðum sem haldnar voru. Sam­ tökin heita Spítalinn okkar. Á stofn­ fundinum voru nokkrir fyrrverandi heilbrigðisráðherrar auk tuga annarra forystumanna úr þjóðlífinu, meðal annars frambjóðendur til borgar­ stjórnar. Og það er ekki eftir neinu að bíða. Þetta er að vísu ekki spretthlaup heldur langhlaup eins og Magnús Pétursson fundarstjórinn, ríkissátta­ semjari og fyrrverandi forstjóri spít­ alans minnti á. Anna Stefánsdóttir var kosin formaður samtakanna og mælti hvatningarorð til fundarmanna sem fóru út af samkomunni með eld í hjarta. Nú skal það takast! Næsta mál er að semja um fjármunina við þá sem fjármuni eiga. Það eru lífeyrissjóðirnir og ríkissjóður. Landspítalinn er reyndar ekki bara heilbrigðismál. Þjóð sem ekki á gott stofnsjúkrahús stendur ekki undir því að geta heitið fullvalda þjóð. Skjaldar­ merkið er mikilvægt tákn um sjálf­ stæði þjóðarinnar að ekki sé minnst á margvíslegar stofnanir samfélagsins eins og Alþingi og Hæstarétt. En fari svo að við verðum að senda fleiri og fleiri sjúklinga til meðferðar erlend­ is þá er voðinn vís; þá er sjálfstæði þjóðarinnar í hættu. Öflugur Landspítali er mikilvægari sjálfstæðri þjóð en skjaldarmerkið að ekki sé minnst á margar þær útbelgdu ræður um þjóðmenninguna sem haldnar eru þessa dagana. Með því að byggja nýjan Landspít­ ala erum við reyndar ekki aðeins að svara kalli framtíðarinnar. Það er meira að segja hægt að færa rök fyr­ ir því að nýi Landspítalinn sé of lítill. En með því að byggja hann erum við líka að bæta fyrir vanrækslu fortíðar­ innar. Á árunum 1965–1984 var byggt húsnæði fyrir Landspítalann – öll hús hans – upp á 65 þúsund fermetra. Nýja byggingin er 77 þúsund fermetrar. Á árunum 1965–1984 voru þjóðartekjur á mann um 60% af því sem þær eru nú. Frá 1995 til 2004 voru byggðir 14 þúsund fermetrar fyrir þau sjúkrahús sem nú eru Landspítali. Ef við hefð­ um haldið áfram eins og gert var á ár­ unum fyrir 1983 þá væri löngu búið að byggja nýja Landspítalann. Með því að byggja hann núna værum við því líka að bæta fyrir vanrækslu síð­ ustu ára þegar allt átti að vera í blóma í efnahagslífinu en var greinilega ekki. Efnahagslíf án góðrar heilbrigðis­ þjónustu er veikt efnahagslíf. Ertu bjartsýnn á að nýr Landspítali rísi spurði einhver forstjóra spítalans Pál Matthíasson. Það er skrýtin spurn­ ing sagði Páll; það er eins og að spyrja mann sem er í miðri Krossá á leið í Þórsmörk hvort hann sé bjartsýnn á að hann komist yfir. Hann ætlar yfir og er bjartsýnn á að hann komist yfir. Ég er bjartsýnn, sagði Páll, á því að nýr Landspítali rísi sagði hann í eldmessu sinni sem hann flutti í lok fundarins. Ég er bjartsýnni núna eftir fundinn og stofnun samtakanna. n Spítalinn okkar Að svara kalli framtíðar og bæta fyrir vanrækslu síðustu ára Rökin eru skýr 1 Þjónustuþörfin mun aukast verulega á næstu áratugum. Legudagar 60 ára og eldri verða yfir 200 þúsund árið 2050; voru um 100 þúsund 2010. Tvöföldun. 2 Spáð er að árlegur meðalfjöldi greindra krabbameina verði yfir 2100 að jafnaði á ári 2027-2031; hefur verið liðlega 1400 á ári að undanförnu. Fjölgun um 50 %. 3 Byggingar Landspítalans eru gamlar. Þær skapa ekki forsendur fyrir samhæfða starfsheild, sveigj- anleika, nýjungar. Þar er ekki pláss né burðarþol fyrir nútimatækjabúnað. 4 Landspítalinn er spítali allra landsmanna; sem sést á tölum um fjölda legudaga. „Þjóð sem hef- ur efni á að borga sjálfri sér 80 miljarða í umdeildar skuldaleið- réttingar hefur efni á að kosta nýjan Landspítala. Svavar Gestsson Höfundur var heilbrigðisráðherra 1980-1983 Kjallari Við Hringbraut „Landspítalinn á yfirleitt fáa vini á stjórnmálasviðinu. Það þekki ég frá þeim tíma þegar ég var heilbrigðisráð- herra.“ Mynd SiGtryGGur Ari „Með því að byggja hann erum við líka að bæta fyrir van- rækslu fortíðarinar 40.000 m² 35.000 m² 30.000 m² 25.000 m² 20.000 m² 15.000 m² 10.000 m² 5.000 m² 0 1905-1914 1915-1924 1925-1934 1935-1944 1945-1954 1955-1964 1965-1974 1975-1984 1985-1994 1995-2004 2005-2014 Svona var byggt fyrir Landspítalann á árum áður Nýi spítalinn er svipaður að byggingamagni og byggt var fyrir spítalana í Reykjavík á árunum 1965 til 1984. Súlan lengst til hægri sýnir það sem byggt var (í fermetrum) þegar allt átti að vera í blóma og talað er um sem uppgangsskeið á Íslandi. Þá voru eingöngu byggðar viðbyggingar við Landspítala.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.