Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Síða 50
Páskablað 15.–22. apríl 201450 Sport D regið var í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á föstudag og eins við var að búast eru hörkuleikir framundan. Real Madrid og Bayern München drógust saman og fer fyrri leikurinn fram í Madrid. Þá mætast Atletico Madrid og Chelsea og fer fyrri leikurinn fram á heimavelli Atletico. Leikirnir fara fram 22. og 23. apríl og 29. og 30. apríl. Úr- slitaleikurinn verður í Lissabon laugardaginn 24. maí. Spánarslagur í Portúgal DV fékk Kristján Guð- mundsson, þjálf- ara Keflavíkur, til að spá í spilin fyrir undan- úrslitaleikina. Hann á von á hörkuleikj- um, sem eðlilegt er, og reikn- ar með að Real Madrid og Atletico Madrid mætist í úr- slitum. Það verði því spænskur slagur í Portúgal í maí. Bale og Ronaldo afgreiða Bayern Aðspurður um ein- vígi Real Madrid og FC Bayern segir Kristján að um æsispennandi einvígi verði að ræða, enda séu liðin ákaf- lega vel mönnuð. Sem kunn- ugt er stóðu Bæj- arar uppi sem sigurvegarar í Meistaradeildinni síð- asta vetur. „Þessi rimma á milli Real og Bayern verður svakaleg. Það er eitt- hvað sem segir mér að Real slái þá út og þeir standi jafnvel uppi sem sig- urvegarar í keppninni,“ segir Krist- ján. Hvorugt lið bauð upp á flugelda- sýningu í 8-liða úrslitunum; Real Madrid vann Dortmund, 3–2 saman- lagt, á meðan Bayern sló Manchester United úr keppni, 4–2 samanlagt. Kristján segist hafa trú á því að Real Madrid komist áfram þar sem stórstjörnurnar Cristiano Ronaldo og Gareth Bale geri gæfumuninn. Hann tekur þó fram að lykilatriði sé fyrir Madrid að Ronaldo verði búinn að jafna sig á meiðslum sem hafa hrjáð hann. Sterkari liðsheild Atletico Madrid og Chelsea mætast í hinu undanúrslitaeinvíginu. Atletico sló út Barcelona, 2–1 samanlagt, í 8-liða úrslitunum á meðan Chelsea lagði PSG að velli. Bæði lið skor- uðu 3 mörk í einvíginu en Chelsea fór áfram þar sem því tókst að skora mark á útivelli ólíkt PSG. Kristján telur að Diego Simeone og lærisveinar hans í Atletico Madrid takist hið ómögulega og komist í úr- slitaleikinn. „Ég held að Atletico fari áfram og það muni engu breyta þó Thibaut Courtois verði ekki í mark- inu,“ segir Kristján en sem kunn- ugt er er Courtois lánsmaður frá Chelsea. Greint var frá því á dögun- um að Atletico þurfi að reiða fram fimm milljónir punda, tæpan millj- arð króna, ef þeir tefla honum fram. „Atletico er svo ofboðslega sterk liðs- heild og það er mjög erfitt að skora hjá þeim. Það hjálpar Chelsea að eiga seinni leikinn á heimavelli en Atletico gæti verið með góða forystu eftir fyrri leikinn. Ég held, þegar á heildina er litið, að Atletico sé sterk- ari liðsheild,“ segir Kristján og bætir við að vinnusemi Atletico í varnar- leiknum geri það að verkum að erfitt verði fyrir framherja Chelsea að skora. n Spánarslagur í úrslitaleiknum n Kristján Guðmundsson telur að Atletico fari í úrslit á liðsheildinni en Real á stórstjörnunum n Bayern München Leiðin í undanúrslit: Bæjarar eru feiknasterkir í ár, eins og í fyrra. Liðið vann fimm af sex leikjum sínum í D-riðli, eins og Manchester City (eina liðið sem þeir töpuðu fyr- ir). Viktoria Plzen og CSKA Moskva stóðu þeim langt að baki. Í 16-liða úrslitum mættu Bæjarar Arsenal og unnu fyrri leikinn 2–0 í London. Heimaleiknum lyktaði með jafntefli og sæti í 8-liða úrslitum tryggt. Annað enskt lið, stórveldi Manchester United, var næst á dagskrá. Liðin gerðu 1–1 jafntefli á Old Trafford en Bayern vann öruggan 3–1 sig á heimavelli. Englandsmeistararnir reyndust ekki mikil hindrun. Evrópumeistaratitlar: 5 (1973–74, 1974–75, 1975–76, 2000–01, 2012–13) Staða í deild: 1. sæti Markahæstur: Thomas Müller (5 mörk) Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Spennandi leikir Kristján á ekki von á öðru en undanúrslitaleikirnir verði spennandi. Hann telur þó að spænsku liðin leiki til úrslita. Mynd SigtRygguR ARi n Chelsea Leiðin í undanúrslit: Chelsea vann E-riðil nokkuð örugglega í vetur. Liðið tapaði báðum leikjunum gegn Basel en vann Schalke og Steua Bucarest tvívegis hvort. Í 16-liða úrslitum mætti liðið Galatasaray. Chelsea vann 2–0 á Brúnni í seinni leiknum eftir að liðin höfðu gert jafntefli, 1–1 í Tyrklandi. Zlatan og félagar í Paris Saint Germain voru verðugir andstæðingar í 8-liða úrslitum. Chelsea tókst á ögurstundu í síðari leiknum að skora annað markið í leiknum, sem nægði til að bæta fyrir 3–1 tap í París. Kænska Mourinho og fjarvera Zlatan, sem meiddist í fyrri leiknum, skipti þar sköpum. Evrópumeistaratitlar: 1 (2011–2012) Markahæstur: Demba Ba (3 mörk) Staða í deild: 2. sæti n Atletico Madrid Leiðin í undanúrslit: „Litla“ liðið í Madrid hefur heldur betur slegið í gegn. Liðið fór taplaust í gegn um G-riðil og varð tíu stigum á undan næsta liði. Í 16-liða úrslitum mætti Atletico stórveldi AC Milan. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann báða leikina, samtals 5–1. Risarnir í Barcelona voru næstir á dagskrá, í 8-liða úrslitum. Jafn- tefli á Nývangi voru frábær úrslit fyrir Atletico sem vann síðari leikinn 1–0 heima. Óhætt er að segja að Atletico Madrid hafi stolið senunni á yfirstandandi leiktíð, enda trónir liðið á toppi spænsku deildarinnar. Lærisveinar Diego Simeone eru til alls líklegir. Evrópumeistaratitlar: 0 Staða í deild: 1. sæti Markahæstur: Diego Costa (7 mörk) n Real Madrid Leiðin í undanúrslit: Madrid bar höfuð og herðar yfir önnur lið í B-riðli. Liðið fékk 16 stig af 18 mögulegum, gegn Galatasaray, Juventus og FC København. Eina jafnteflið kom á útivelli í Kaupmannahöfn. Madrid hefur farið mikinn í útsláttarkeppninni. Liðið náði fádæma úrslitum í Þýskalandi þegar það vann 6–1 sigur í fyrri leiknum gegn Schalke. Samtals vann Real einvígið 9–2. Í 8-liða úrslitum voru silfurverðlaunahafarnir frá því í fyrra, Dortmund, í veginum. Segja má að liðið hafi sloppið með skrekkinn eftir slakan seinni leik. Litlu mátti muna að 3–0 sigurinn í fyrri leiknum nægði ekki. En Madrid slapp fyrir horn. Evrópumeistaratitlar: 9 (1955–56, 1956–57, 1957–58 1958–59, 1959–60, 1965–66, 1997–98, 1999–2000, 2001–02. Staða í deild: 2. sæti Markahæstur: Cristiano Ronaldo (14 mörk) „Ég held að Atletico fari áfram og það muni engu breyta þó Thi- baut Courtois verði ekki í markinu. „Þessi rimma á milli Real og Bayern verður svakaleg. Ekki aftur Ef spá Kristjáns rætist mun Bayern ekki verða fyrsta liðið til að verja Meistaradeildartitil sinn. Þeir unnu sem kunnugt er Borussia Dortmund í úrslitum í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.