Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 61
Páskablað 15.–22. apríl 2014 Lífsstíll 61 Æ fleiri hafa þann sið að búa til sitt eigið súkkulaðiegg fyrir pásk­ ana. Margt kemur til. Bæði er það skemmti­ legt og þá er kostur fyrir marga að fá að ráða því hvernig súkkulaði er not­ að og hverju er raðað í eggin. Þeir sem þjást af fæðuóþoli eða ofnæmi geta þannig búið sér til ljúffengt páskaegg sem þeir geta borðað án þess að hafa áhyggjur og sælkerarnir geta ráðið sér sjálfir og valið súkkulaðið og sætindin í eggin. Þá skemmir ekki fyrir að búa til eigin málshætti eða lauma heilu skemmtibréfunum inni í eggin. Form fyrir páskaeggin fást til dæmis í Pipar og salti, Hagkaupum og fleiri verslun­ um. Gott er að hafa við höndina eftir­ farandi í eldhúsinu svo páskaeggja­ gerðin verði leikandi létt. n Gott súkkulaði n Páskaeggjaform n Sprautupoki n Góð skál til að bræða súkkulaðið í, helst úr stáli. n Bökunarpappír eða plast til að leggja eggin á. Heimagerð súkkulaðiegg Hægt er að gera páskaegg auðveld­ lega úr gæðasúkkulaði, bæði úr dökku súkkulaði með kakóinnihaldi frá um 50–70% og jafnvel dekkra og hvítu súkkulaði. Athugið að engum auka­ efnum þarf að bæta við súkkulaðið, aðeins þarf að vanda til verka við að tempra það. Börn eru hrifnari af hvítu súkkulaði og mjólkursúkkulaði. Gott ráð er að blanda saman mjólkursúkkulaði og dökku súkkulaði. Svona bræðir þú súkkulaðið: Byrjaðu á að saxa súkkulaðið og bræða það við vægan hita í skál yfir vatnsbaði. Hrærðu í því á meðan það bráðnar. Varastu að það ofhitni (þeir sem eiga hitamæla passa að hitastig­ ið fari ekki yfir 50°C). Helltu mest­ öllu súkkulaðinu á kalda, slétta borð­ plötu eða marmarabretti og smyrðu því jafnt út með spaða. Hrærðu svo í því og skafðu það fram og aftur með plastsköfu eða sleikju. Haltu áfram þar til það er farið að þykkna og kólna. Skafðu það þá aftur yfir í skál­ ina, hrærðu því saman við súkkulaðið sem eftir var í henni og settu skálina aftur yfir pott með heitu vatni. Hitaðu súkkulaðið (fyrir þá sem eiga hitamæli, upp í um 32°C). Blaða­ maður á ekki hitamæli og fylgist hreinlega með þar til súkkulaðið verð­ ur slétt og gljáandi. Þá er súkkulað­ ið tilbúið til páskaeggjagerðar. Ef það stendur til að gera mörg egg er gott að hafa vatn í pottinum til suðu og saxað súkkulaði tilbúið til að bæta í skál­ ina. Það má alltaf blanda aftur í skál­ ina saman við leifarnar, það eina sem þarf að gæta að er að súkkulaðið of­ hitni ekki, þá verður það matt, líflaust og leiðinlegt að vinna með. Svona ferðu að: Takið páskaeggjaform og látið nokkrar skeiðar af súkkulaðinu í formið, hallið forminu hægt fram og til baka þannig að súkkulaðið renni um formið og þeki það alveg. Setjið formin á bakka með smjör­ pappír eða þykkri plastfilmu og látið storkna. Þetta tekur nokkrar mín­ útur, það er vel hægt að flýta fyrir ferlinu með því að setja formin inn í kæli (jafnvel í frystinn í skamma stund). Þetta er endurtekið nokkrum sinnum þar til skelin er orðin ákjós­ anleg að þykkt (þrisvar sinnum ætti að duga). Þegar skeljarnar eru tilbúnar er listin að losa varlega um þær svo þær brotni ekki. Þegar skeljarnar eru allar klárar og botnarnir líka ef þeir hafa verið gerðir, má setja egg­ ið saman. Þeir sem vilja geta sett sælgæti og málshætti inn í eggin áður. Það má líka gera annars konar páskasælgæti með skeljum, til dæm­ is skjaldböku með marsipanfætur eins og sýnd er hér. Það er þægilegast að loka eggj­ unum með því að nota bráðið súkkulaði til að festa það saman. Svo má skreyta ójafna kanta með bráðnu súkkulaði og skrauti. n Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Gerðu páska- eggin sjálfur n Auðvelt að gera eigin páskaegg n Solla í Gló gefur súkkulaðiuppskrift Súkkulaði- uppskrift frá Sollu í Gló Solla í Gló er vön að gera súkkulaðiegg með fjölskyldunni fyrir páskahátíðina og stundum gerir hún sitt eigið súkkulaði sem hún deilir hér uppskrift að með lesendum DV: n ½ dl kaldpressuð kókosolía n ½ dl kakósmjör n 1 dl 100% hreint kakóduft n ½ dl kókospálmasykur eða önnur sæta (eða „sykurlaus“ sæta) n smá sjávarsalt og nokkur korn cayenne-pipar ef vill Til að kókosolían verði fljótandi: látið heitt vatn renna á kókosolíu­ krukkuna eða setjið krukkuna í skál með um 50°C heitu vatni. Til að kakósmjörið verði fljótandi: setjið pokann í um 40°C heitt vatn eða bræðið yfir vatnsbaði. Blandið öllu saman í skál, nú eruð þið komin með fljótandi súkkulaði. Leiðbeiningar Sollu eru eins og þær að ofan og þeim má fylgja til að útbúa páskaegg úr heimagerða súkkulaðinu. Heimagerðir málshættir Börnin geta skemmt sér við að búa til málshættina sjálf handa foreldrum sínum og velja þá það sem þeim þykir henta í skilaboðin. Mynd Kolfinna Mjöll Heimagert súkkulaði Þetta súkkulaðiegg úr hvítu súkkulaði gerði blaðamaður með fjölskyldu og vinum fyrir nokkrum árum og heppnaðist vel. Mynd Kolfinna Mjöll Egg úr dökku súkkulaði Faðir blaðamanns fékk þetta páskaegg að gjöf með upphafs- stöfum hans. Margt má gera skemmti- legt til skrauts á eggjunum. Mynd Kolfinna Mjöll Skjaldbökur úr súkkulaði Skelj- ar sem misheppn- ast þurfa ekki að fara í súginn, þær verða fyrirtaks skjaldbökur með marsipanfætur. Mynd Kolfinna Mjöll Af hverju höldum við páska? Páskar eru haldnir hátíðlegir víða um heim, en af hverju? Hvað gerðist á þessum tíma, af hverju borðum við páskaegg og hver valdi kanínu eða gulan lit sem tákn þessa tíma? Páskaegg Saga páskaeggsins í Evrópu er lengri en hér á landi, en Ís­ lendingar tóku þessa hefð upp í kringum 1920. Á miðöldum rukkuðu land­ eigendur leigjendur sína um skatt fyrir afnot af landeign sinni og var þessi skattur innheimtur í kringum páska. Á þessum tíma árs voru hænurnar nýbyrjaðar að verpa á ný eftir vetrarhlé og þótti því eftirsóknarvert að fá greitt með eggjum. Sá siður að gefa börnum páskaegg er dreginn af þessari hefð. Á barokktímanum byrj­ aði yfirstéttin að gefa skreytt egg og oft var lítið gat gert á skurnina og litlu spakmæli, rímu eða ljóði stungið í eggið. Í dag eru egg í öll­ um regnbogans litum framleidd úti um allan heim og tilheyra páskum líkt og pakki á jólum. Páskakanínan Gyðjan Eastre, var gyðja vorsins, morgunsins, endurfæðingar­ innar og barna. Eastre breytti uppáhaldsgælufugl­ inum sínum í kanínu. Kanínan gladdi síðan börn með því að færa þeim marglit egg að gjöf frá vor­ gyðjunni. Páskakanínan er ekki beint tengd hinum kristna boðskap páskanna heldur á hún rót sína að rekja til goðsögunnar um ger­ mönsku vorgyðjuna Eastre. Skírdagur Á skírdag borðaði Jesús ásamt læri­ sveinum sínum síðustu kvöldmál­ tíðina. Jesús tilkynnti lærisveinum sínum að einn þeirra myndi svíkja sig. Enginn af lærisveinunum vildi viðurkenna það og töldu það af og frá, en ekki leið á löngu þar til Júd­ as, einn lærisveinanna, sveik hann fyrir 30 silfurpeninga. Jesús var handtekinn í kjölfarið og dæmdur til dauða. föstudagurinn langi Hermenn afklæddu Jesú og flétt­ uðu þyrnikórónu og settu á höf­ uð hans. Jesús var krossfestur á Golgatahæð og lést á krossinum sama dag. Um kvöldið var hann lagður í gröf sem var inni í kletti. Jesús hafði sagt áður að hann myndi rísa upp á þriðja degi eftir dauða sinn. Þess vegna var stórum og þungum steini velt fyrir opið að gröfinni og átti það að koma í veg fyrir að lærisveinarnir næmu lík­ ama Jesú á brott. Páskadagur María Magdalena og María, móð­ ir Jakobs, keyptu ilmsmyrsl til að smyrja líkama Jesú. Þegar þær komu árla morguns að gröf hans sáu þær að búið var að velta stein­ inum frá grafaropinu. Þær héldu inn í gröfina og hittu þar fyrir ungan mann sem var klæddur í hvíta skikkju og sagði konunum að vera óhræddar, því Jesús væri risinn upp frá dauðum. iris@dv.is- Heimild: Vísindavefurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.