Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Side 68

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Side 68
68 Menning Blúshátíð í Reykjavík Hvar: Hilton Reykjavík Nordica Hvenær: 12. til 17. apríl Þrennir stórtón- leikar verða haldnir á Blús- hátíðinni í Reykjavík. Meðal þeirra sem koma fram eru Pálmi Gunnars- son, KK og Egill Ólafsson. Þá munu Victor Wainwright og fé- lagar koma fram á miðvikudags- kvöldinu. Victor er margverð- launaður tónlistarmaður og ein skærasta stjarnan í blúsheimin- um um þessar mundir. Kaleo Hvar: Græni Hatturinn, Akureyri Hvenær: Miðvikudagur 16. apríl Hljómsveitin Kaleo sló svo sannarlega í gegn í fyrra með laginu Vori í Vaglaskógi. Fyrir jólin í fyrra sendi sveitin frá sér sína fyrstu plötu sem hlaut góð- ar viðtökur. Þá var hún kosin bjartasta von tónlistarsenunnar á Íslensku tónlistarverðlaununum. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Hvar: Menningarhúsið Hof, Akureyri Hvenær: Fimmtudagur 17. apríl Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar að fagna 20 ára afmæli sínu með því að leika 6. sinfóníu Mahlers í Hofi. Verkið er talið eitt það magnaðasta sem hefur verið samið en sagt er að Mahler hafi með tónsmíðum sínum fullkomn- að sinfóníuna. Rétt um 100 manns verða á sviði og leika undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Aldrei fór ég suður Hvar: Ísafirði Hvenær: 18. til 19. apríl Fjölmargir úrvals listamenn leika á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Retro Stefson, Highlands og Mammút eru meðal hljóm- sveita sem koma fram. Hátíðin er vel sótt á ári hverju en hún var stofnuð árið 2003 af tónlistar- manninum Mugison. Páskablað 15.–22. apríl 2014 Öskrað og grátið n Segir Enter 4 eiga mikið inni n Kynntust öllum hliðum veikinda Högna V ið hugsum ekki um neitt annað þessa dagana,“ segir Viktor Orri Árna- son, fiðluleikari Hjaltalín, spenntur fyrir stórtónleik- um sveitarinnar sem kemur fram í Eldborgarsal Hörpu á morgun, miðvikudag. Hjaltalín verður þá fyrsta hljómsveitin af yngri kyn- slóðinni til að halda sína eigin tón- leika í hinum tilkomumikla sal. „Við ætlum að leggja mikið í sviðs- myndina og höfum aldrei farið jafn ítarlega yfir hana eins og núna.“ Ný lög leikin á tónleikunum Megináhersla sveitarinnar í undir- búningi fyrir tónleikana hefur ver- ið lögð á að leggja lokahönd á ný lög. „Við ætlum að spila mest af Enter 4 og síðan frumflytja nokk- ur ný lög,“ segir Viktor Orri. „Þetta verða töluvert lengri tónleikar hjá okkur en alla jafna,“ en sveitin hef- ur haft nóg á sinni könnu á undan- förnum mánuðum. Þau sömdu tónlistina fyrir leikritið Engla al- heimsins, sem sló í gegn á Stóra sviði Þjóðleikhússins, og kvik- myndina Days of Gray en þau hlutu íslensku tónlistarverðlaunin fyrir samnefnda plötu sem kom út í fyrra. „Það mun hljóma eitthvað af þeim lögum. Við þurfum þó að hugsa um heildarmynd tónleik- anna. Það er ákveðinn hljóðheim- ur í gangi og lögin verða að passa inn í hann.“ Hjaltalín hlaut einróma lof gagnrýnenda fyrir plötuna Enter 4 sem kom út, eins og þruma úr heiðskíru lofti, rétt fyrir jólin árið 2012. Kvað við nýjan tón í lög- um sveitarinnar. Þau voru held- ur þyngri og drungalegri en áður, sem má rekja til þess að Högni Egilsson, söngvari og gítarleikari sveitarinnar, greindist með geð- hvörf fyrr um árið. Viktor Orri segir að veikindi Högna hefðu haft mikil áhrif á sveitina. „Maður vissi ekki alveg hvernig maður átti að bregð- ast við þegar hann veiktist. Við erum öll svo náin og fengum að kynnast öllum hliðum sjúkdóms- ins. Það var öskrað og grátið,“ segir Viktor Orri. Veikindi Högna hristu hópinn saman „Sveitin upplifði svo margt saman og varð því enn þá sterkari fyrir vikið. Það má segja að veikindi Högna hafi hrist okkur saman og breytt samskiptum okkar, neytt okkur til að sýna hvert öðru meiri skilning og veita hvert öðru meira pláss,“ útskýrir Viktori Orri. „Það getur þó verið erfitt þegar margir plássfrekir karakterar eru saman- komnir í einu bandi,“ bætir hann við og hlær. Viktor Orri segir meðlimi sveit- arinnar byrjaða að hittast til að leggja drög að nýrri plötu. Hann segir að þeim liggi þó ekki lífið á að senda frá sér nýtt efni. „Okkur líður eins og Enter 4 eigi mikið inni og því erum við ekki að flýta okk- ur neitt. Við ætlum að gefa okkur góðan tíma til þess að vinna að næstu plötu,“ segir Viktor Orri að lokum. n Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is Verum þjóðleg um páskana „Okkur líður eins og Enter 4 eigi mikið inni MyNd Facebook-Síða VIktorS orra Sló í gegn Platan Enter 4 kom út fyrir jólin 2012 og sló í gegn. Högni greindist með geðhvörf fyrr um árið og var platan einhvers konar uppgjör hans við veikindin. Hvað er að gerast?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.