Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 78
Páskablað 15.–22. apríl 201478 Fólk Á ferð um páskana: Hjólreiðar, afslöppun og fitness Þ etta verður mikil áskorun fyrir okkur,“ segir bæjar- fulltrúinn Oddur Helgi Halldórsson á Akureyri sem er á leiðinni í átta daga hjólaferð yfir páskana um Evrópu með eiginkonu sinni, Margréti Hörpu Þorsteinsdóttur. Oddur Helgi, sem hefur verið viðloðandi pólitíkina á Akureyri síðustu 20 árin, tilkynnti nýlega að hann ætli ekki að gefa kost á sér í efstu sæti L-listans fyrir kosn- ingarnar í vor. Hjólatúrinn ætti því að verða fín leið til að hefja nýtt líf utan stjórnmálanna. Oddur, sem var frambærilegur handboltamaður í denn, segist hafa fengið hjóladellu eftir að þau hjónin leigðu sér hjól þegar þau voru stödd í Slóveníu í fyrra. „Við urðum gjörsamlega ástfangin af hjólreiðum og keyptum okkur hjól þegar við komum heim. Í æsku voru til hjól í fjölskyldunni en hvor- ugt okkar hafði nokkurn tímann átt hjól áður svo þetta eru okkar fyrstu hjól. Síðan höfum við hjólað mikið innanbæjar.“ Nennum ekki út í rigningu Hjónin munu fljúga til München og aka til Passau þar sem þau munu hjóla meðfram Dóná alla til leið Vínarborgar. „Þetta eru um 50 kíló- metrar á dag. Þetta er tiltölulega slétt og létt leið og líklega ein vin- sælasta hjólaleið í Evrópu. Ef við verðum þreytt og nennum ekki að hjóla nema kannski 40 kílómetra einn daginn þá getum við alltaf hoppað upp í lest því það er hjólað á milli bæja,“ segir Oddur Helgi og bætir við að farangri þeirra verði ekið á milli hótela sem þau gista á. Oddur og Margrét Harpa hafa verið dugleg að æfa sig fyrir átökin. „Þetta verður erfitt. Við þorum ekki að hjóla yfir veturinn en höfum æft okkur á þrekhjóli. Okkar þrekhjól er örugglega eitt af fáum þrekhjólum í heimahúsum sem eru virkilega notuð. Svo fyrir hálfum mánuði gátum við loksins tekið hjólin út. Við förum bara út að hjóla þegar veðrið er gott. Við nennum ekki út í rigningu,“ segir Oddur og bætir við að þau hafi verið að hjóla allt upp í 17 kílómetra á dag sem sé einn þriðji af dagleiðinni. Hann segist ekki búast við því að verða svo forfallinn hjólreiðamað- ur að næst muni hann skipuleggja ferð þar sem bakpokinn verði á bakinu með tjaldi og öllu tilheyr- andi. „Ég er ekki viss um það en ef þetta verður skemmtilegt efast ég um að þetta verði okkar síðasta hjólaferð.“ n Fastar til heiðurs Jesú Helgi Jean Claessen, ritstjóri Menn.is „Ég eyði páskunum með fjöl- skyldunni. Við föstum öll til heiðurs Jesú – og „köttumst“ þar af leiðandi mjög mikið niður. Það endar á því að við höldum lítið bikiní-fitness mót. Pabbi vann í fyrra – en ég mér finnst hann vera heldur „vatnaðri“ í ár. Þetta verður spennandi.“ Á skíði eftir margra ára hlé Rúnar Freyr Gíslason leikari „Ég ætla að fara norður á Akur- eyri með alla fjölskylduna. Þar ætlum við að slaka á, fara á skíði og njóta frídaganna. Ég rifjaði upp skíðakunnáttuna um daginn eftir margra ára hlé og sá þá að ég hef engu gleymt! Þetta er frábært sport og ég er búinn að panta námskeið fyrir börnin í Hlíðarfjalli, þannig að við hlökkum öll til.“ „Mér finnst páskarnir alveg, hreint út sagt, dásamlegir. Við Finnur, maðurinn minn, ætlum að fara vestur til Stykkishólms þaðan sem hann er. Ég held ég eigi bestu tengdaforeldra í heimi því það er alltaf jafn yndislegt að koma til þeirra. Við ætlum bara að slaka á og hafa það huggulegt – enda er ég komin á áttunda mánuð með prinsinn okkar. Við brunum svo í bæinn á páskadag til þess að fara í matarboð til mömmu minnar – það verð- ur eitthvað geggjað. Ég get ekki beðið!“ Helgi Sæmundur Guðmunds- son úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur „Það fer eftir veðri hvort ég fari norður í bústað með fjölskyldunni minni eða loki mig af í stúdíóinu við Klapparstíg og vinni að næstu plötu Úlfur Úlfur.“ Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari í Retro Stefson: „Ég verð á Ísafirði á Aldrei fór ég suður og síðan held ég að ég kíki í Bjarnar- fjörð á Ströndum eftir hátíðina.“ Kristján Hafþórsson leikari: „Ég ætla að njóta páskanna í faðmi fjölskyldu og vina. Ég ætla að kíkja í sumarbústað, fá mér nokkur páska- egg og nýta smá tíma í lærdóm.“ Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, þjálfari Hauka í knattspyrnu „Við Haukarnir ætlum að vera í Berlín frá skírdegi til þriðjudags. Tókum okkur sjálfir til og pöntuðum ferð til heimsborgarinnar og æfum þar með menninguna og söguna í forgrunni.“ „Við förum bara út að hjóla þegar veðrið er gott. Við nennum ekki út í rigningu. Oddur Helgi og Margrét Bæjarfull- trúinn Oddur Helgi Halldórsson á Akur- eyri er á leiðinni í átta daga hjólaferð yfir páskana um Evrópu með eiginkonu sinni. MyNd BJaRNi EiRíKSSON Beðið eftir prinsi í afslöppun Erla Tryggvadóttir viðskiptastjóri Karin Sveinsdóttir, söngkona í Highlands „Ég mun spila á Aldrei fór ég suður með Highlands og slaka á.“ andrea Röfn Jónasdóttir, fyrirsæta „Ég ætla að eyða páskunum með vinkonu minni í Los Angeles. Ís- lensku páskaeggin eru að sjálfsögðu með í för.“ daníel Óliver, tónlistarmaður „Ég fer nú bara á smá roadtrip með vinunum! Ætlum að grilla, fara í pottinn, verða svoldið full og njóta lífsins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.