Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 4
Helgarblað 30. maí –2. júní 20144 Fréttir Fjölbreyttar vörur í öllum litum fyrir bæjarhátíðina! FAXAFEN 11 • 108 REykjAvík • 534-0534 Eyjamenn bíða eftir Magnúsi n Salan á Bergi-Hugin ógilt n Magnús verður að selja Eyjamönnum Þ að er alveg ljóst að hvort sem þessi útgerð eða aðrar verða seldar frá Vestmanna- eyjum þá munum við krefj- ast forkaupsréttar,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, aðspurður um stöð- una á viðskiptum með útgerðina Berg-Hugin. Í byrjun maí ógilti hér- aðsdómur sölu eignarhaldsfélags Magnúsar Kristinssonar á útgerðinni Bergi-Hugin til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Niðurstaðan í málinu var söguleg í þeim skilningi að um var að ræða fyrsta mál sinnar tegundar þar sem sveitarfélag lætur reyna á forkaups- rétt sinn á íslenskri útgerð sem selja á úr heimabyggð. Fordæmisgildi máls- ins er mikið og er spurning hvort önnur sveitarfélög nýti sér þessa leið til að koma í veg fyrir að störf og aflaheimildir í sjávarútvegi færist annað. Til dæmis gæti Hafnarfjarðar- bær látið reyna á sama lagaákvæði varðandi nýlega sölu á Stálskipum til Samherja. Engin viðskipti Magnús gat því ekki selt útgerðina frá Vestmannaeyjum og þar við situr segir Elliði. „Þar með hafa engin viðskipti átt sér stað, eða þau viðskipti sem áttu sér stað voru ógilt. Það er enginn samn- ingur um kaup og sölu á Bergi-Hugin. Þar við situr gagnvart okkur.“ Elliði segist ekki hafa heyrt neitt um fyrirætlanir Magnúsar, hvort hann hyggist áfrýja málinu, eiga út- gerðina áfram eða selja útgerðina til heimamanna í Eyjum svo störfin og kvótinn sem henni fylgir fari ekki úr bænum. „Við höfum hvorki átt sam- ræður við seljanda útgerðarinnar eða kaupanda.“ Elliði segir að á meðan sé útgerðin rekin með venjubundnum hætti í Vestmannaeyjum – hún gerir út tvö togskip, Vestmannaey og Bergey, frá Eyjum. DV náði ekki tali af Magnúsi til að spyrja hann um fyrirætlanir hans með Berg-Hugin, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Góður rekstur – erfið skuldastaða Rekstur Bergs-Hugins gengur vel og skilaði félagið rúmlega 735 milljóna króna hagnaði árið 2012 – ársreikn- ingur félagsins fyrir 2013 liggur ekki fyrir. Fyrirtækið var með tekjur upp á tæpa tvo milljarða króna og greiddi félagið laun og annan starfsmanna- kostnað upp á tæplega 700 milljónir króna. Ef fyrirtækið færi úr Eyjum hefði það því sannarlega sitt að segja. Vandamál Bergs-Hugins eru hins vegar erfið skuldastaða en ekki reksturinn sjálfur. Í árslok 2012 voru eignir fyrirtækisins tveimur milljörðum króna lægri en skuld- irnar – fyrirtækið átti rúmlega fjóra milljarða en skuldaði rúmlega sex. Í skýringu í ársreikningnum kemur fram að þessi erfiða skuldastaða sé ástæðan fyrir sölunni á fyrirtæk- inu til Síldarvinnslunnar. Orðrétt segir: „Við fall ís- lensku krónunnar hækk- uðu skuldir félagsins tengdar erlendum gjald- miðlum umtalsvert. Auknar skuldir urðu til þess að eiginfjárstaða fé- lagsins varð neikvæð og er félagið enn að vinna sig úr þeirri stöðu. Síldar- vinnslan hf. á Neskaupstað keypti allt hlutafé í félaginu í ágúst 2012. Áætl- anir félagsins gera ráð fyrir að Bergur- Huginn ehf. verði áfram rekið sem sjálfstætt fé- lag. En ráð- gert er að endurskipu- leggja reksturinn á næstu mánuð- um með hagræðingu í huga. Þessi viðskipti eru vísbending um að rekstrarhæfi félagsins sé til staðar.“ n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Við höfum hvorki átt samræður við seljanda útgerðarinnar eða kaupanda. Tíðindamikill mánuður Nú í maí hefur héraðsdómur ógilt söluna á útgerð Magnúsar Kristinssonar, Bergi-Hugin, auk þess sem greint var frá tæplega 70 milljarða skiptalokum hjá fyrirtæki í hans eigu, Smáey ehf. Ekkert heyrt Fyrirætlanir Magnús- ar Kristinssonar um Berg-Hugin liggja ekki fyrir. Forkaupsréttur Eyjamanna er skýr, segir Elliði Vignisson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum. Mynd SIGTryGGur ArI Ekki hægt að kaupa sig inn á lista „Við munum endurskoða okkar vinnubrögð í markaðsmálum, vanda okkur betur við pósta sem frá okkur fara og reyna að gera enn betur í ritstjórnarlegri um- fjöllun okkar um konur í atvinnu- lífinu. Þegar okkur verður á er ekkert annað að gera en biðjast afsökunar og bæta sig. Hér með geri ég það fyrir hönd blaðsins,“ segir Benedikt Jóhannesson, út- gefandi Frjálsrar verslunar. Ásthildur Sturludóttir, bæjar- stjóri í Vesturbyggð, greindi frá því á dögunum að henni hafi ver- ið boðið að vera þátttakandi í veg- legu afmælisriti um áhrifamestu konurnar á Íslandi, en fyrir það þyrfti hún þó að greiða 127 þús- und krónur. Þá sagðist Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, í viðtali í Morgunblaðinu hafa heyrt rætt um að hægt væri að kaupa sig inn á listann yfir áhrifamestu konurn- ar. Þessu neitar Benedikt en hef- ur birt afsökunarbeiðni þar sem hann segir vinnubrögðin verða endurskoðuð. Vilja bætur Forsvarsmenn Sól- valla vilja bætur frá bænum vegna hjúkrunarheimilis sem bærinn ætlaði að byggja en gerði ekki. Vilja fá 12 milljónir Hafnarfjarðarbær auglýsti öldrunarheimili sem ekki var byggt S jálfseignarstofnunin Sólvellir ses. hefur stefnt Hafnar- fjarðarbæ og krefst skaðabóta frá bænum upp á 12 milljón- ir króna. Þetta kemur fram í stefnu frá Sólvöllum sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjaness þann 4. júní næstkomandi. Hafnarfjarðar- bæ er stefnt en forsvarsmaður hans er Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri. Stefnan snýst um það sem forsvarsmenn Sólvalla telja misbrest í framkomu stjórnenda Hafnar- fjarðarbæjar vegna öldrunarheim- ilis sem til stóð að byggja á Völlun- um í bænum og sem auglýst var árið 2010. Sólvellir vildu reka öldr- unarheimilið og skiluðu inn tilboði þess efnis ásamt öðrum fyrirtækjum. Á endanum stóð tilboð Sólvalla ses. eitt eftir. Forsvarsmenn Sólvalla vilja meina að Hafnarfjarðarbær hafi ekki staðið við það sem fram kom í aug- lýsingum um byggingu og rekstur öldrunarheimilisins og því hafi stofnunin lagt út í rúmlega 12 millj- óna kostnað að óþörfu og vitanlega eytt tíma til einskis. Hætt var við að byggja hjúkrunarheimilið sem aug- lýst var 2010 en í fyrra var birt auglýs- ing um sams konar hjúkrunarheim- ili. Fjármunum Sólvalla hafi því verið varið til einskis. n ingi@dv.is Fær skaðabætur Íslenska ríkið hefur verið skikkað til að greiða Matthíasi Ólafssyni 200 þúsund krónur í skaðabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sat í er lögreglan rannsakaði meint auðgunarbrot hans árið 2008. Matthías var handtekinn grunaður um aðild að Virðingar- málinu svokallaða en málið leiddi ekki til ákæru. Hann var grunaður um stórfellt auðgunarbrot ásamt þeim Friðjóni og Haraldi Þórðar- syni. Friðjón var forstöðumaður verðbréfamiðlunar Virðingar hf. á þeim tíma. Taldi efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra mennina meðal annars hafa notfært sér upplýsingar sem Friðjón hafði yfir að ráða til gjaldeyrisviðskipta. Matthías var hnepptur í fjögurra daga gæsluvarðhald vegna rann- sóknar málsins í nóvember 2009.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.