Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 18
18 Fréttir Helgarblað 30. maí –2. júní 2014
„Menn verða bara
að treysta mér“
n Þingmaður Framsóknarflokksins er bæjarfulltrúi í Grindavík og hluthafi í Vísi
P
áll Jóhann Pálsson, þing
maður Framsóknarflokks
ins, á fimm prósenta hlut
í útgerðinni Vísi hf. á móti
föður sínum og systkinum.
Vísir undirbýr nú flutning á allri fisk
vinnslu til Grindavíkur, en þar gegn
ir Páll Jóhann stöðu bæjarfulltrúa
og formanns hafnarstjórnar Grinda
víkurhafnar. Pétur Hafsteinn Pálsson,
bróðir Páls, er framkvæmdastjóri Vísis
en faðir þeirra er stjórnarformaður og
stofnandi fyrirtækisins.
Með flutningunum verða starfs
stöðvar Vísis á Djúpavogi, Þingeyri
og Húsavík lagðar niður í áföngum
en starfsfólki boðin vinna í Grinda
vík. Skipulagsbreytingarnar hafa
verið gagnrýndar harðlega af stéttar
félögum, sveitarstjórnarmönnum
og starfsmönnum Vísis í fyrrnefnd
um byggðarlögum. Þá hafa áform
fyrir tækisins verið rædd á Alþingi og
stjórnarliðar sakaðir um sinnuleysi.
Komst ekki á aðalfund
Páll Jóhann fullyrðir að hann hafi
ekki átt þátt í þeirri ákvörðun að færa
starfsstöðvar Vísis til Grinda víkur,
enda hafi hann ekki komist á síðasta
aðalfund Vísis. „Auðvitað er þetta
mikið áfall fyrir þessa staði, svo það er
skiljanlegt að menn spyrni við fótum
og sveitarstjórnarmenn geri allt sem
þeir geta til að halda þessum störf
um í heimabyggð. Ég sem sveitar
stjórnarmaður í Grindavík og sem al
þingismaður skil það vel,“ segir hann
í samtali við DV. Þingmaðurinn seg
ir þó augljóst að rekstur útgerðarinn
ar verði hagkvæmari með því að flytja
starfsstöðvarnar á einn stað.
En hvað með starfsfólkið og
byggðaröskunina? „Fólkinu er ekki
sagt upp, því er gefinn frestur og boð
ið að vinna áfram hjá fyrirtækinu á
öðrum stað.“ Vegna flutninganna hef
ur fjölskyldufyrirtæki Páls verið sak
að um skeytingarleysi og lítilsvirðingu
gagnvart starfsfólkinu á Djúpavogi,
Þingeyri og Húsavík. „Á móti spyr ég,
ef Vísir hefði sagt öllu þessu fólki upp,
hefði það ekki verið lítilsvirðing? Vís
ir hefur boðist til að vinna áfram að
því að gera þetta með sem minnstri
röskun. Þetta er alvarlegt mál og Vís
ir vill milda það eins og hægt er,“ seg
ir þingmaðurinn og bendir á að stefnt
sé að því að ný starfsemi hefjist þar
sem stöðvar Vísis voru áður til húsa.
„Það er engan búið að reka, og boð
ist er til að vinna með samfélögunum
að þessum breytingum eins og hægt
er. Að vísu er fólki boðin vinna áfram
hjá fyrir tækinu á öðrum stað og það er
eins og það sé stóra syndin.“
Ræddi mál fyrirtækisins
við aðra þingmenn
Í samtali við DV vakti Páll Jóhann
athygli á því að líkt og byggðarlögin
þrjú hefði Grindavík orðið fyrir ýmiss
konar röskun í fortíðinni. „Bræðslan
hér, sem var máttarstólpinn í Grinda
víkurhöfn, fór að stærstum hluta á
Neskaupstað með öllu sem því fylgir.
Svo fór Grindvíkingurinn núna síðast
til Vestmannaeyja og ekkert heyrð
ist frá neinum héðan,“ nefnir hann
sem dæmi. „Það eru líka flutningar frá
Grindavík, blóðtaka hér. Allt er þetta
breytingum háð.“
Páll segist hafa rætt við þingmenn
um málefni fyrirtækis síns og gagn
rýnt þá fyrir að segja ekki allan sann
leikann þegar rætt er um sjávar
útvegsmál. Hann segir að þegar
Byggðastofnun hafi sett 100 milljóna
króna hlutafé í rekstur Fjölnis á Þing
eyri hafi minna verið rætt um þá stað
reynd að Vísir hafi lagt 250 milljónir
til félagsins. „Á meðan Byggðastofn
un setti 100 milljónir setti Vísir 250
en menn voru ekkert að segja það.
Menn bara sögðu hvað Vísir væri búið
að græða síðan. Menn þurfa að passa
sig þegar þeir vita betur að segja allan
sannleikann. Það voru ákveðnir þing
menn sem ég hitti og reyndi að benda
þeim á að þeir ættu nú að reyna að
segja allan sannleikann,“ segir Páll
Jóhann.
„Líf eftir Vísi“
Hvað finnst þingmanninum um mál
flutning sveitarstjórnarmanna í litlu
byggðarlögunum þess efnis að stjórn
völd hafi ekki brugðist nægilega við
flutningum Vísis? „Stjórnvöld hafa
verið að vinna í þessum málum, en
það eru takmörk fyrir því hvað stjórn
völd, ráðherrar og þingmenn geta
gert,“ svarar hann og bætir við: „Á
þessu eina ári sem ég hef setið á þingi
hefur alls kyns fólk komið að máli við
mig sem heldur að maður geti bara
gengið inn í ráðuneyti og sagt emb
ættismönnum að gera hitt og þetta.
Hvað er í valdi stjórnvalda? Þau geta
varla skyldað Vísi eða önnur fyrirtæki
til að vinna aflann hér eða þar.“
Aðspurður hvort hann telji það
ekki skapa hagsmunaárekstra að sitja
á Alþingi og eiga hlut í stórri útgerð
bendir Páll á að hann hafi ekki greitt
atkvæði um veiðigjöldin. „Ég held mig
bara til hlés þegar þetta er rætt á þingi
og blanda mér ekki í þá umræðu. Ég
á tæp fimm prósent í Vísi, var búinn
að selja mig út úr fyrirtækinu, svo ég
hefði þess vegna geta sagt við fólk að
það væri nú líf eftir Vísi. Þekki það
sjálfur. Svo fékk ég arð og þar voru
þessi fjögur prósent. Annars hef ég
ekki unnið hjá Vísi í tólf ár.“
Mótfallinn róttækum
breytingum
Sem áður segir er útgerðin alfarið í
eigu nærfjölskyldu Páls. „Hitt er ann
að mál að minn tilgangur og yfirlýsing
áður en ég fer inn á þing er að miðla
minni þekkingu úr útgerð og af sjó.
Ég hef verið á sjó á litlum færabát
um og 3.000 tonna uppsjávarskipum,
verið skipstjóri, vélstjóri og á dekk
inu. Þessari reynslu er ég tilbúinn að
miðla á þingi, svo menn verða bara að
treysta mér. Sumir gera það en aðrir
ekki eins og gengur,“ segir hann.
Páll telur mikilvægt að skoða
hvernig vernda megi sjávarbyggðir
fyrir byggðaröskun í framtíðinni.
Hann telur þó ekki ástæðu til að gera
róttækar breytingar á fiskveiðistjórn
unarkerfinu. „Það er nú verra að gera
róttækar breytingar, það er sama
hvernig það er,“ segir Páll og bætir því
við að kúvendingar séu sjaldan far
sælar lausnir þótt Íslendingar telji sér
stundum trú um að svo sé.
Bróðir Páls fái frið
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for
sætisráðherra hefur hvatt til þess að
Vísi og viðsemjendum verði gefinn
friður til að finna lausn á málinu. „Rík
isstjórnin hefur að sjálfsögðu sett sig
inn í málið og fylgist með því en for
stjóri fyrirtækisins sem um ræðir hefur
lýst því yfir í fréttum að hann og fyrir
tækið séu að vinna að því með heima
mönnum á hverjum stað að ná niður
stöðu sem verði ásættanleg fyrir alla,“
sagði hann á Alþingi þann 2. apríl en
forstjórinn sem Sigmundur vísar hér
til er sem fyrr segir bróðir Páls.
Viðræðurnar hafa nú skilað því að
lokun stöðvarinnar á Djúpavogi verð
ur frestað um eitt ár. Bæði Sigmund
ur og Sigurður Ingi Jóhannsson, land
búnaðar og sjávarútvegsráðherra,
virðast líta flutningana alvarlegum
augum og hafa heimsótt Djúpavog
og rætt við sveitarstjórnarmenn þar.
Samkvæmt heimildum DV hafa fleiri
þingmenn lagt leið sína þangað og lýst
yfir áhyggjum af þróun mála. n
Jóhann Páll Jóhannsson
johannp@dv.is
Fulltrúi útgerðarinnar
Áframsendir smáskilaboð frá þeim til ráðherra
Athygli vakti í fyrra þegar Páll Jóhann
lýsti því yfir að hann liti á sig sem fulltrúa
útgerðarmanna á Alþingi. Þetta sagði
hann bæði í umræðum á þingi og í ræðu á
aðalfundi Landssambands íslenskra út
vegsmanna. Fjölmiðillinn Skástrik greindi
frá því að á fundinum hefði Páll sagst oft
fá smáskilaboð frá útgerðarmönnum um
slægingarstuðla sem hann áframsendi til
ráðherra.
„Ég reyni að gera eins og ég mögulega
get. Ég lofa ykkur því. Ég er búinn að lýsa
því yfir, meira að segja úr pontu Alþingis,
að ég sé bara fulltrúi útgerðarmanna,“
sagði Páll að því er fram kom í umfjöllun
Skástriks.
Páll situr í atvinnuveganefnd. Þrátt
fyrir að hann hafi ekki greitt atkvæði
um lækkun veiðigjalds tók hann þátt í
nefndarstörfum við vinnslu lagabreyting
anna, tjáði sig um þær og greiddi atkvæði
með meirihlutaáliti atvinnuveganefndar.
Í ljósi þess að veiðigjöld Vísis lækkuðu úr
450 milljónum króna í 231 milljón má segja
að umrædd lög hafi sparað fjölskyldufyrir
tæki Páls rúmlega 200 milljónir.
„Ef Vísir hefði sagt
öllu þessu fólki
upp, hefði það ekki verið
lítilsvirðing?
Vel tengdur Páll Jóhann
Pálsson er þingmaður Fram
sóknarflokksins, bæjarfulltrúi
í Grindavík, formaður hafnar
stjórnar Grindavíkurhafnar
og á hlut í Vísi hf. á móti
systkinum sínum og föður.