Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 12
Helgarblað 30. maí –2. júní 201412 Fréttir Dagur næsti borgarstjóri Spennan snýst um hvort Framsókn nái inn manni á kostnað Sjálfstæðisflokksins A llt stefnir í sigur Samfylk- ingarinnar undir stjórn Dags B. Eggertssonar í borgarstjórnarkosningun- um á laugardag. Flokk- urinn mælist með yfir þrjátíu pró- senta fylgi í könnunum sem tryggir flokknum fimm eða sex fulltrúa í borgarstjórn. Arftaki núverandi samstarfsflokks Samfylkingarinnar í meirihlutanum, Björt framtíð, mælist svo með þrjá til fjóra menn inni og er því meirihlutasamstarf flokkanna tveggja nokkuð tryggt. Hrun Sjálfstæðisflokksins er lík- lega það merkilegasta í skoðana- könnunum síðustu vikna en sam- kvæmt síðustu könnun MMR, sem birt var 26. maí síðastliðinn, var flokkurinn á barmi þess að missa sinn fjórða fulltrúa til Framsóknar- flokksins og í könnun sem birt var 28. maí hafði flokkurinn misst full- trúa til Framsóknar. Í könnun Fé- lagsvísindastofnunar sem Morgun- blaðið birti á fimmtudag var það sama uppi á teningnum. Þar mæld- ist Sjálfstæðisflokkurinn með 20,9 prósent en gangi það eftir þýðir það sögulegt hrun flokksins í borginni. Vinsælir þrátt fyrir ákvarðanirnar Þó að nústandandi kjörtímabil, sem lýkur á laugardag, hafi einkennst af talsvert meiri stöðugleika en það síðasta, þegar fjórir mismunandi aðilar gegndu stöðu borgarstjóra, hafa ekki öll mál meirihlutans verið vinsæl. Í Kosningaprófi DV, sem um þrjátíu þúsund kjósendur hafa tek- ið undanfarnar þrjár vikur, kemur í ljós að meirihluti kjósenda er á önd- verðum meiði við borgarstjóraefni meirihlutaflokkanna tveggja í veiga- miklum málum. Eitt af stærstu málum kjör- tímabilsins hefur verið nýtt aðal- skipulag sem gerir ráð fyrir brott- hvarfi flugvallarins og þéttingu byggðar, svo dæmi séu tekin. Þetta eru bæði Dagur B. og S. Björn Blön- dal, oddviti Bjartrar framtíðar og aðstoðarmaður núverandi borgar- stjóra, sammála um að sé til heilla. Meirihluti kjósenda er hins vegar á því að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni og að þétting byggðar eigi ekki að verða á kostnað byggingar nýrra hverfa. Ris á síðustu metrunum Augu flestra eru hins vegar á Fram- sóknarflokknum sem virðist vera á hraðri leið með að tryggja sér sæti í borgarstjórn miðað við skoðana- kannanir. Í kosningaspá doktors Baldurs Héðinssonar sem hann birtir reglulega á vefnum kosninga- spa.is sést hvernig Framsóknar- flokkurinn hefur risið hægt og ró- lega í síðustu dögum. Ellefu dögum fyrir kosningar sýndi kosningaspá hans, sem byggir á birtum skoð- anakönnunum Félagsvísindastofn- unar Háskóla Íslands, Capacent og MMR, 3,8 prósenta stuðning við flokkinn en í spá sem hann birti 28. maí var fylgið komið í 5,5 prósentu- stig. Á sama tíma dregur úr fylgi Sjálfstæðisflokks, Pírata og Vinstri grænna, samkvæmt spánni. Píratar og Vinstri græn halda þó sínum manni inni. Tveir aðrir flokkar bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum en eru langt frá því að ná inn manni sam- kvæmt þessu. Dögun mælist með um tveggja prósenta fylgi og Al- þýðufylkingin, sem hefur verið lítið áberandi í aðdraganda kosning- anna, mælist vart með fylgi, eða í kringum 0,3 prósentustig. Langt í næsta mann hjá VG og Pírötum Fulltrúar Pírata og Vinstri grænna eru öruggir inni miðað við síðustu kannanir en þeir eru ekki líklegir til að ná inn öðrum fulltrúa. Fimmt- ándi og síðasti maður inn í borgar- stjórn samkvæmt nýjustu könnun MMR og kosningaspá Baldurs er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins. Næst á eftir henni er svo fjórði full- trúi Sjálfstæðisflokksins en þar á eftir koma fulltrúar Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Talsverðar breytingar þarf til að koma inn næsta fulltrúa Pírata en fulltrúi VG er ekki í augsýn. n Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is S. Björn Blöndal - Björt framtíð „Það sem drífur okkar aðallega áfram er að þróa þessa borg áfram í þá átt sem búið er að leggja línur að. Gera þetta að betri borg, alvöru borg, og auð- vitað með þessum mannréttindavinkli. Við fögnum því að vera fjölbreytt. Við þurfum ekki öll að vera eins. Styrkleikar okkar aukast svo rosalega ef við áttum okkur á því að styrkurinn felst í fjölbreytninni. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að þessu.“ Hjartans mál oddvitanna Foringjar framboðanna í Reykjavík lýsa því hver þeirra hjartans mál eru, hvaða mál umfram önnur það eru sem drífa þá áfram í baráttunni um sæti í borgarstjórn. Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir - Framsókn Ekki náðist í Sveinbjörgu áður en DV fór í prentun þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir. Það sem hún og flokkurinn hafa helst talað um í aðdraganda kosninga er að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri. Sóley Tómasdóttir - Vinstri græn „Mitt hjartans mál er að tryggja raunverulegt réttlæti í Reykjavík. Ef að við ætlum að tryggja raunverulegt réttlæti í Reykjavík þá mismunum við ekki börnum eftir efnahag foreldra þeirra, þá einkavæðum við ekki grunnþjónustuna eða þau samfélagslegu fyrirtæki sem eru í eigu borgarbúa, þá umgöngumst við umhverfi og náttúru þannig að komandi kynslóðir geti notið sömu lífsgæða og við, þá ölum við ekki á fordómum og misrétti í samfélaginu heldur virðum rétt allra. Kannanir gefa vísbendingu um að það sé raunveruleg hætta á að Vinstri græn detti út úr borgar- stjórn. Það má ekki gerast. Skýrasti valkosturinn til að tryggja réttláta Reykjavík og andstöðu við fordóma og misrétti er Vinstri græn. Það mun engin flokkur standa með samfélaginu eins og Vinstri græn og rödd okkar má ekki þagna í borgarstjórn.“ Þorvaldur Þorvaldsson - Alþýðufylkingin „Það er auðvitað almennt hagsmunir alþýðunnar, fyrir auknum jöfnuði og réttlæti. Aftur á móti höfum við aðra skoðun á því en hefur verið ríkjandi. Við teljum að félagslegar lausnir séu skilyrði fyrir því að árangur náist á þessu sviði, auknum jöfnuði og réttlæti. Einmitt vegna þess að því hefur ekki verið fylgt eftir á þann hátt stöndum við jafnvel verr en fyrir nokkrum árum.“ Halldór Halldórsson - Sjálfstæðisflokkurinn „Mitt hjartans mál er að íbúarnir í borginni fái betri þjónustu en þeir fá í dag án þess að það þurfi að kosta þá meira. Þess vegna þarf að gera betur í rekstri borgarinnar því að góður rekstur, þegar öllu er á botninn hvolft, snýst um hag borgarbúa.“ Þorleifur Gunnlaugsson - Dögun „Ef ég tek eitt mál út þá er það að vinna lausnamiðað með þessa barnafátækt sem er í borginni. Það er ekki líðandi í svona ríku samfélagi að sextán prósent barna sé í mikilli hættu á að lenda í vandræðum vegna fátæktar. Það er algjör óþarfi. Auðvitað er hægt að vinna með þetta á marga vegu en við leggjum til að strax verði farið í tekjutengingar í gjaldskrá er snerta börn. Þá erum við að tala um leikskólana, skólamáltíðir og frístundaheimili en einnig frístundakort svo að þessi börn hafi möguleika á því að stunda íþróttir og tómstundir á við önnur börn.“ Halldór Auðar Svansson - Píratar „Mínu hjartans máli mætti í raun lýsa með slagorðinu „Ekkert um okkur án okkar“ sem Öryrkjabandalagið setti sér og ýmis önnur réttindasamtök hafa tekið upp á sína arma. Þetta þýðir að allir eigi að hafa rétt á aðkomu að málum sem þá varða. Í allri stjórnsýslu eru einhverjir að taka ákvarðanir um málefni einhverra annarra og þá þarf alltaf að hafa virkt samráð til að tryggja að þessar ákvarðanir séu eitthvað sem viðkomandi geta unað við. Grundvöllur allra samfélaga verður að vera eins konar sáttmáli þar sem virðing fyrir réttindum og mannhelgi allra einstaklinga er höfð að leiðarljósi. Í borginni er brýnasta málið að opna stjórnsýsluna fyrir ytra aðhaldi og auka aðkomu íbúanna að ákvarðanatöku.“ Dagur B. Eggertsson - Samfylkingin „Það eru húsnæðismálin. Þau hafa tekið mestan tíma minn á þessu á kjör- tímabili og munu gera það áfram. Ég sogast að því sem kalla mætti pólitík hins daglega lífs og þetta er mjög brýnt verkefni sem margir finna fyrir, eiga erfitt með að láta enda ná saman. Það bara vantar fjölbreyttara húsnæði. Bæði til að kaupa en sérstaklega að leigja og það er gagnvart leiguhlutan- um sem borgin hefur hlutverki að gegna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.