Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 28
Helgarblað 30. maí –2. júní 201428 Umræða Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík Kjallari V iltu flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni? Það viljum við og því verður hvergi hnikað. Sjálfstæðisflokk­ urinn læðist eins og köttur í kringum heitan graut varðandi flug­ vallarmálið og núverandi meirihluti vill flugvöllinn í burtu og hann fer í burtu ef þeir fá áframhaldandi stuðning til að stjórna borginni í þögn og án samráðs og í samræmi við vilja borgarbúa. Strax á þessu ári er heimild til að loka neyðarbrautinni og rífa í burtu fluggarða, því borgarstjóri og innan­ ríkisráðherra hafa gert samkomulag sín á milli þess efnis, þrátt fyrir að hin margrómaða Rögnunefnd, með Dag B. Eggertsson innanborðs, sé að störfum. Af hverju liggur borgar­ stjórn Reykjavíkur, allri, ekki bara meirihlutanum, svona mikið á að koma flugvellinum í burtu? Þeim liggur svo mikið á að þeir gera samkomulag, bakdyramegin, áður en að nefndin sem þeir skipuðu sjálf­ ir fær að klára sína vinnu. Það er ein­ falt að svara því. Borgarstjórn sam­ þykkti nýtt aðalskipulag í Reykjavík í lok síðasta árs sem byggir á því að flugvöllurinn fari. Þar kemur fram að 2/3 allra nýrra íbúða á skipulags­ tímabilinu rísi í Vatnsmýrinni, mið­ borginni­gömlu höfninni og í Elliða­ árvogi. Á dýrstu stöðum í borginni. Það er því ljóst að núverandi borgar­ stjórn er búin að lofa upp í ermina á sér, í andstöðu við vilja þeirra 70% borgarbúa sem vilja að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Geri aðrir betur Gert er ráð fyrir því í nýsamþykktu aðalskipulagi Reykjavíkur að fram til ársins 2030 verði byggðar sam­ tals 14.000 íbúðir í Reykjavík eða 700 íbúðir á ári. Á allt að 25% íbúðanna að vera leigu­ og búseturéttaríbúðir. Ef það gengur eftir þá eru það sam­ tals 175 leigu­ og búseturéttaríbúðir á ári eða samtals 3.500 leigu­ og bú­ seturéttaríbúðir fram til ársins 2030! Á þessu kjörtímabili hefur lítið sem ekkert verið byggt. Gleymdist að byggja og kaupa félagslegt húsnæði? Einungis bættust 67 íbúðir við eigna­ safn Félagsbústaða á kjörtímabilinu en áttu að vera 400. Þetta gera alveg 16,75 íbúðir á ári. Miðað við þennan uppbyggingarhraða tæki það 149 ár að fjölga um 2.500 íbúðir. Geri aðrir betur. Miðað við skoðanakannanir þá ætla borgarbúar að verðlauna nú­ verandi meirihluta fyrir hversu dug­ legir þeir hafa verið að byggja og tryggja húsnæðisöryggi borgarbúa með því að endurkjósa þá á grund­ velli kosningaloforðs sem þeir hafa ekki hugað að síðastliðin 4 ár og ætla að vera nokkur kjörtímabil að efna. Í Úlfarsárdal átti fyrst að rísa um 20.000 íbúa hverfi. Samkvæmt nýja aðalskipulaginu á þar einungis að vera 9.000 íbúa hverfi og nær því ekki að verða sjálfbært. Það verð­ ur að fjölga íbúðarhúsnæði, jafnt fé­ lagslegu og almennu, þ.á.m. leigu­ íbúðum og búseturéttaríbúðum. Fólk býr í ólöglegu húsnæði úti um allan bæ, húsnæðisöryggi er lítið og bitnar þetta ástand einna helst á þeim sem minna mega sín. Meiriháttar skipulags- mistök í uppsiglingu Í uppsiglingu eru meiriháttar skipulagsmistök svo sem á hafnar­ bakkanum og í Laugardalnum. Það þurfa að koma til raunhæfar hug­ myndir, auka þarf lóðaframboð, lækka lóðaverð og endurskoða að­ alskipulagið til að hægt sé að byggja í Reykjavík fyrir venjulegt fólk og koma í veg fyrir skipulagsmistök. Við teljum einnig mikilvægt að viðhalda og halda áfram upp­ byggingu íþróttamannvirkja inni í hverfunum. Nærþjónusta við íbúana þarf að vera inni í hverfun­ um. Við viljum leggja aukna áherslu á frístundaakstur til þess að auð­ velda börnum og unglingum að sækja íþrótta­ og tómstundastarf og þannig minnka bílaumferð, spara tíma og draga úr streitu hjá barna­ fjölskyldum. Við viljum útvíkka gildi frístundakortsins sem Framsóknar­ flokkurinn kom á með því að leyfa samnýtingu þess milli systkina. Það þarf að auka fjármagn til leik­ og grunnskóla með því að forgangsraða í fjármálum borgarinnar og tryggja börnunum okkar þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Foreldrar fatlaðra, misþroska og einhverfra barna þurfa að hafa lögbundið val um skóla líkt og á við um önnur börn, samanber almenna skóla á móts við t.d. Kletta­ skóla. n Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdótt- ir og Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifa. Þær skipa 1. og 2. sæti á lista Framsóknar og flugvallarvina Verðlaun fyrir framtaksleysi? S kemmtilegri – en nokkuð ró­ legri – kosningabaráttu er að ljúka. Á laugardag er kjör­ dagur. Umræðan hefur ein­ kennst af því að Reykjavík stendur að mörgu leyti vel. Það hefur verið kærkomin ró yfir stjórn borg­ arinnar á liðnu kjörtímabili. Ég er stoltur af því að við leystum farsæl­ lega úr afleitri stöðu Orkuveitunnar, atvinnuleysi hefur minnkað hratt og við höfum komið fjármálum borgar­ innar á lygnan sjó. Við höfum spar­ að, sýnt ábyrgð og tryggt stöðugleika við stjórn borgarinnar. Við höfum tekið sundlaugarnar okkar í gegn og lýðheilsumálin fastari tökum. Hjólreiðar og útivist eru að eflast og mun fleiri borgarbúar nýta nú þjón­ ustu Strætó. Hugmyndir borgarbúa hafa fengið að njóta sín eins og sést í framkvæmdum í öllum hverfum. Og framtíðarsýnin sem birtist í nýju að­ alskipulagi er mikilvægt leiðarljós til að gera góða borg betri. Að stjórna borg snýst fyrst og síðast um þetta, að auka lífsgæði borgar búa í öllu sem við gerum. Húsnæðismálin eru númer eitt Næstu ár verða mjög mikilvæg. Leigumarkaðurinn er í ólestri og við þurfum að hefja byggingu 2.500– 3.000 nýrra leigu­ og búseturéttarí­ búða á næstu þremur til fimm árum. Því vil ég koma í verk í góðu samstarfi við reynslumikla aðila eins og Bú­ seta, Félagsstofnun stúdenta, verka­ lýðshreyfinguna og Félagsbústaði. Við þurfum að bæta kjör barnafjöl­ skyldna og horfa á það sem skiptir þær mestu máli, aðbúnað barnanna okkar og menntun í skólum, leik­ skólum og frístundastarfi. Við þurf­ um að stuðla að jöfnum tækifærum allra Reykvíkinga, fatlaðra og ófatl­ aðra, hinna eldri og hinna yngri, innfæddra sem aðfluttra í öllum hverfum og um alla borg. Reykjavík á að vera lífsgæðaborg fyrir alla, eða eins og Jón Gnarr orðaði það svo fal­ lega: Alls konar borg, fyrir alls kon­ ar fólk. Ég hvet alla til að mæta á kjör­ stað. Ég mun gera mitt allra besta til að standa undir trausti borgarbúa fái ég umboð til að leiða stjórn borg­ arinnar næsta kjörtímabil. n Ég hvet þig til að kjósa S tefna Vinstri grænna gengur út á að bæta samfélagið. Réttlátt og friðsælt samfélag í sátt við umhverfi og náttúru er okkar markmið. Vinstri græn hafa kynnt aðgerðir til að sporna gegn fátækt og tryggja börnum jöfn tækifæri til menntun­ ar óháð efnahag foreldra þeirra. Með því að afnema gjaldheimtu vegna leikskóla, skólamáltíða og frístunda­ heimila aukum við ráðstöfunartekj­ ur barnafjölskyldna, viðurkennum leikskólann sem fyrsta skólastigið og stuðlum að félagslegu réttlæti. Stöndum vörð um almannaþjónustu Vinstri græn munu standa vörð um almannaþjónustuna og eigur almennings. Borgin á að bjóða upp á fjölbreytta og góða þjón­ ustu í samræmi við þarfir og vilja borgarbúa, án aðkomu einkaað­ ila. Stöndum með starfsfólki borg­ arinnar, bætum kjör og aðstæður til starfsþróunar. Grunnþjónustan á að vera rekin í þágu almennings en ekki í hagnaðarskyni af einka­ aðilum. Vinstri græn leggja þunga áherslu á húsnæðismál. Það verður að jafna aðstöðumun leigj­ enda og eigenda húsnæðis með aðgerðum borgarstjórnar. Til þess þarf að stuðla að uppbyggingu leigu­ og búseturéttaríbúða á fé­ lagslegum grunni, mögulega með aðkomu borgarinnar. Auk þess þarf að mæta biðlistum eftir félagslegu húsnæði og hækka húsaleigubætur. Vinstri græn líta á það sem skyldu borgarbúa að bregðast við loftslagsbreytingum af manna­ völdum. Borgarstjórn verður að stuðla að ábyrgari lifnaðarháttum, minni neyslu og sóun, breyttum samgönguháttum og miklu ábyrgari auðlindanýtingu. Vinstri græn munu hafa þetta að leiðar­ ljósi í allri stefnumótun og ákvarð­ anatöku á vettvangi borgarinnar. Mannréttindi og frelsi virt Vinstri græn leggja höfuðáherslu á að mannréttindi og frelsi borgarbúa séu virt. Hugmyndafræði sem gengur gegn mannréttindum og elur á ras­ isma er beinlínis hættuleg og á ekk­ ert erindi í pólitík. Allir borgar búar eiga að njóta sömu réttinda, frelsis og tækifæra, um það verða ekki gerðar málamiðlanir af okkar hálfu. Atkvæði greitt Vinstri grænum er í þágu réttlætis í Reykjavík. Vinstri græn hafa skýra sýn og kjark til að fylgja henni eftir. Vinstri græn eru reiðubúin til að stíga róttæk en nauðsynleg skref til í átt að betra samfélagi, komumst við í aðstöðu til þess á næsta kjörtímabili. Betra sam­ félag er raunhæft markmið. n Betra samfélag er raunhæft markmið Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Kjallari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.