Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 64
Helgarblað 30. maí –2. júní 2014
41. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Undan hverju
var hann
að hlaupa?
Enginn flengdur
fyrir límmiða
n Fyrir rétt tæpri viku voru
Píratar í Reykjavík gagnrýndir
fyrir að líma miða merkta flokkn-
um víðs vegar um miðborgina.
Létu þó sumir ekki segjast líkt
og sjá mátti á spjallsíðu flokks-
ins á Facebook á miðvikudag. Þar
deildi einn Pírati ljósmynd sem
sýndi umræddan miða límdan á
enni brjóstmyndar Davíðs Odds-
sonar í ráðhúsinu. Þingmannin-
um Helga Hrafni Gunnarssyni
var ekki skemmt yfir þessu. „Ég
er nú ekki að leggja til að neinn
verði flengdur á
almannafæri
fyrir þetta, en
mér finnst
þetta bara
ekki gefa rétt
skilaboð,“
skrifaði hann.
Gúrkutíð hjá
ráðherra
n Félags- og húsnæðismálaráð-
herra, Eygló Harðardóttir, virð-
ist hafa tekið ástfóstri við agúrk-
ur af Facebook-vegg hennar að
dæma. Á miðvikudag hóf ráð-
herra að deila myndum af græn-
metinu og spurði hún meðal
annars aðstoðarmann forsætis-
ráðherra, Jóhannes Þór Skúla-
son, hvort hann ætti myndir
af Sigmundi Davíð haldandi á
gúrkum. Því næst deildi
ráðherra mynd
af kjól búnum
til úr gúrkum.
„Er ekki kom-
inn tími til að
íhuga dress-
ið fyrir kosn-
ingavökuna?“
spurði Eygló.
Í heildina
voru stöðu-
uppfærslur
hennar um
agúrkur
sex talsins
á einum
sólar hring.
Framsókn
„the real thing“
n Björn Bjarnason, fyrrverandi
ráðherra, hældi oddvita Fram-
sóknarflokksins, Sveinbjörgu Birnu
Sveinbjörnsdóttur, á bloggi sínu
á dögunum fyrir kröftuga baráttu.
Samkvæmt Birni einkennist hins
vegar kosningabarátta Sjálfstæðis-
flokks af ládeyðu. „Listi sem leggur
áherslu á að nota slagorðið „dá-
samlegur“ stundar ekki neikvæða
kosningabaráttu og telur ekki einu
sinni miklu skipta að auðvelda
kjósendum valið með því að draga
skýr skil á milli sín og keppi-
nauta sinna. Þessi
átakafælni leiðir
einfaldlega til
þess að kjósend-
ur halla sér að
„the real thing“
en ekki eftirlík-
ingum,“ skrifar
Björn.
Gæði fara aldrei úr tísku
Hitastýrð
blöndunartæki
Stílhrein og
vönduð
Hljóp í 35 tíma og 43 mínútur
Gunnlaugur Júlíusson tók þátt í Grand Union Canal Race í annað skipti
Á
meðan flestir landsmenn tóku
því rólega síðustu helgi hljóp
Gunnlaugur Júlíusson 240 kíló-
metra leið frá Birmingham í
Englandi, með bökkum Grand Union-
skipaskurðarins, til London. Þetta er
í annað skipti sem Gunnlaugur tekur
þátt í hlaupinu sem nefnist Grand
Union Canal Race.
110 hlauparar lögðu úr hlaði klukk-
an 6 á laugardagsmorgni. 35 klukku-
stundum og 43 mínútum síðar kom
Gunnlaugur í mark, í tuttugasta og
níunda sæti. Þá hafði tæplega helm-
ingur þátttakenda helst úr lestinni, en
61 keppandi kláraði hlaupið.
Einungis 10 drykkjarstöðvar eru
á leiðinni, en þar geta hlaupararnir
skipt um skó og föt og fengið sér
næringu. Gunnlaugur segist hafa
gætt sér á próteindrykk, borðað kjöt-
bollur og fengið enskan morgunverð
á sunnudagsmorgninum. Á
áningarstöðunum er þó enginn tími
fyrir hvíld og má ekki dvelja á hverj-
um þeirra lengur en í 40 mínútur.
Í undirbúningi fyrir hlaupið hef-
ur Gunnlaugur hlaupið 70 til 90
kílómetra á viku, en þó ekki lengra
en 30 til 40 kílómetra í hvert skipti.
„Það sem skiptir máli í þessu er
að hafa reynslu og geta fyrirbyggt
vandræði – fyrirbyggja blöðrur,
skafsár og reyna að fyrirbyggja að
maginn fari upp í loft og svo fram-
vegis,“ segir Gunnlaugur. Hann segir
andlegu hliðina vera hluta af áskor-
uninni. „En mér líkar það ekkert illa
að vera svona einn með sjálfum mér
í þennan tíma. Maður er bara að
hugsa allan tímann um eitthvað sem
skiptir máli.“
Veðrið gerði keppendum erfitt
fyrir í ár, en á laugardeginum rigndi
samfleytt í 12 tíma. „Stígurinn var
blautur og víða undirlagður af leðju
og vatni,“ útskýrir Gunnlaugur. Því
segir hann erfitt að bera saman ár-
angurinn í ár og þegar hann tók þátt
fyrir tveimur árum þegar aðstæður
voru umtalsvert betri. n
Stoltur Gunnlaugur er eini Íslendingurinn
sem hefur tekið þátt í Grand Union Canal-
hlaupinu. MynD GunnlauGur JúlíuSSOn