Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 51
Helgarblað 30. maí –2. júní 2014 Sport 51 Leitin að síðasta púsLinu n Stöður sem öll liðin í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur þurfa að styrkja n Hundruð milljónum punda verður eytt í sumar n Hvað gera United, Chelsea, Arsenal, Liverpool og City? n Everton Sæti í deild: 5. sæti Þarf að kaupa: Sóknarmann Það eru allir glaðir í Liverpool-borg eftir þetta tímabil. Bæði liðin stóðu sig vel og Ev- erton veitti Arsenal harða keppni í baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liðið, í höndum Robertos Martinez, virðist eiga bjarta framtíð. Tveir lánsmenn gerðu þó gæfumuninn í vetur; þeir Gareth Barry og Romelu Lukaku. Þeirra nýtur ekki við lengur en svo gæti reyndar farið að Everton takist að semja við Barry, sem hefur lausan samning. Jack Rodwell hefur verið orðaður við Everton á nýjan leik en skarðið sem Lukaku skilur eftir sig er stórt. Hann gæti freistað þess að verða sóknarmaður númer eitt hjá Chelsea á næsta tímabili – og óvíst að hann snúi aftur á Goodison Park. Ef Martinez tekst aftur að fá öflugan framherja til liðs við félagið þetta sumarið, verður liðið til alls líklegt á næsta tímabili. Hver veit nema Meistaradeildarsæti náist? n Hull City Sæti í deild: 16. sæti Þarf að kaupa: Miðjumann Hull stóð sig vonum framar í úrvalsdeildinni í vetur eftir að hafa komið upp um deild. Eftir góða byrjun slakaði liðið á klónni eftir að sæti í úrslitaleik bikarkeppninnar var tryggt, og endaði í 16. sæti. Liðið er nokkuð vel mannað. Steve Bruce fékk tvo öfluga sóknarmenn í janúar, Nikica Jelavoc og Shane Long, og þá var vörnin ágætlega stöndug í vetur með Curtis Davies fremstan meðal jafningja. Miðjan var einnig sterk í vetur þar sem Tottenham-mennirnir Tom Huddlestone og Jake Livermore voru í aðalhlutverki. Þar sem Livermore var bara á lánssamningi snýr hann aftur til Tottenham og því þarf Hull að leita að manni til að fylla í skarðið. Möguleiki er á að Livermore verði keyptur til félagsins sem yrðu frábærar fréttir fyrir Hull. Breiddin á miðjunni er hins vegar lítil og gæti liðið þurft á frekari mann- afla að halda á miðjuna í sumar. n Leicester City: Sæti í deild: 1. sæti í Championship Þarf að kaupa: Framherja Leicester rúllaði yfir Championship-deildina í vetur og var einfaldlega langbesta liðið. Nú tekur erfiðara verkefni við, sjálf úrvalsdeildin. Liðið er ágætlega mannað og ætti stjórinn Nigel Pearson ekki að þurfa að hafa áhyggjur af varnarleiknum. Liðið fékk nýlega reynsluboltann Matthew Upson sem gæti reynst liðinu happafengur. Þá fékk liðið Marc Albrighton, fyrrverandi leikmann Aston Villa, á dögunum sem er fín viðbót á miðjuna. Eftir stendur framlínan. David Nugent skoraði 20 mörk í Champ- ionship-deildinni en hann hefur fengið ófá tækifæri í úrvalsdeildinni og aldrei staðið undir væntingum. Ætli Leicester að halda sjó í úrvalsdeildinni næsta vetur þarf liðið markaskorara sem getur potað inn sigurmörkum á örlagastundu. Annars gæti farið fyrir því eins og Cardiff City sem féll úr úrvalsdeildinni í vor eftir stutta viðkomu. n Liverpool Sæti í deild: 2. sæti Þarf að kaupa: Miðvörð Það sannaðist vel í vetur að lið geta illa unnið titla án þess að vera með góða vörn. Liverpool-liðið skoraði nánast að vild í vetur, sérstaklega þeir félagar Luis Suarez og Daniel Sturridge, en fékk aftur á móti á sig of mörg mörk. Þó Liverpool hafi endað í 2. sæti fékk liðið á sig 50 mörk, eða rúmlega mark í leik að meðaltali. Það vantar ekki miðverðina í lið Liverpool en spurningin er einfaldlega sú hvort þeir búi yfir nógu mikl- um gæðum til að vera í liði sem ætlar sér að verða Englandsmeistari. Þó að miðverðir verði væntanlega ofarlega á innkaupalista Brendans Rodgers í sumar mætti liðið einnig við því að fá í hópinn sterka bakverði, bæði hægri og vinstri. Glen Johnson er veikur hlekkur í liðinu og þá er Jon Flanagan enn ungur að árum. Liverpool-liðið verður í Meistaradeildinni næsta vetur og þarf að auka breiddina til að höndla álagið. n Manchester City Sæti í deild: 1. sæti Þarf að kaupa: Miðvörð Það er ekki marga vankanta að finna á feiknasterku liði Manchester City sem varð Englandsmeistari í vor. Liðið er vel mannað í flestum stöðum en ef mætti setja út á eitthvað er það vörnin. Það vita allir hvað Vincent Kompany getur en er Martin Demichelis nógu góður til að vera við hlið hans næsta vetur? Hvað með Mateja Nastasic? Joleon Lescott fær ekki nýjan samning hjá City og til að byggja ofan á árangur vetrarins þarf Manuel Pellegrini að finna sterkan miðvörð við hlið Kompanys. Það segir ýmislegt um styrk City þegar eini leikmaðurinn sem mögulega þarf að kaupa er einn miðvörður. Liðið hefur verið orðað við Mehdi Benatia sem átti frábært tímabil hjá Roma á Ítalíu í vetur. Það er leikmaður sem hefur fulla burði til að standa sig vel í úrvalsdeildinni. Hver veit nema hann sé púslið sem Pellegrini vantar? n Sunderland Sæti í deild: 14. sæti Þarf að kaupa: Miðjumann Þó að einu framherjar Sunderland, eins og staðan er núna allavega, verði Jozy Altidore og Connor Wickham eru meiri líkur en minni á að Gus Poyet leggi áherslu á að styrkja miðjusvæðið í sumar. Poyet vill láta boltann ganga innan liðsins og pressa á andstæðinginn þegar hann er með boltann. Jack Colback og Sebastian Larsson eru á förum frá félaginu og þá er lánssamningur Suður-Kóreumannsins Ki Sung-yueng á enda. Ki var lykilmaður hjá Sunderland í vetur og nokkuð ljóst að liðið þarf á léttleikandi miðjumanni að halda við hlið Lee Cattermole sem er meira fyrir það að tækla og vinna boltann en finna lykilsendingarnar. Það gæti orðið erfitt fyrir Poyet að finna rétta manninn, eða mennina, í þessar stöður og ljóst að talsverð vinna er fyrir höndum hjá stjórn Sunderland. n Swansea Sæti í deild: 12. sæti Þarf að kaupa: Miðvörð Swansea átti ekki í teljandi vandræðum með að skora mörk í vetur enda eru hæfileikaríkir leikmenn í fremstu stöðum. Garry Monk, sem mun stýra liðinu á næsta tímabili, vill spila sóknarleik og það er alls ekki útilokað að hann muni freista þess að kaupa öflugan sóknarmann í sumar til að dreifa álaginu með Wilfried Bony. Áherslan verður þó líklega á vörnina enda gæti farið svo að Ashley Williams yfirgefi klúbbinn í sumar. Þá átti Chico Flores á heildina litið frekar slaka leiktíð. Swansea þarf á öflugu miðvarðapari að halda til að treysta stöðu sína í deildinni og væntanlega verður lögð áhersla á að finna slíka leikmenn. Liðið var í talsverðu basli í vetur, sérstaklega eftir áramót, og var níu stigum fyrir ofan fallsæti þegar upp var staðið í vor. Ef ekki hefði verið fyrir Wilfried Bony hefði getað farið illa. n Tottenham Hotspur Sæti í deild: 6. sæti Þarf að kaupa: Bakverði Tottenham hefur sankað að sér leikmönn- um á undanförnum árum og ljóst að liðið skortir ekki breidd. Þó að Tottenham hafi ekki skorað mikið í vetur munu Roberto Soldado og Emmanuel Adebayor að líkindum fá að sanna sig á næsta tímabili. Miðjan er sterk hjá Tottenham og það sama má segja um vængmennina. Ef hægt er setja spurningarmerki við einhverjar stöður í Tottenham-liðinu eru það bakverðirnir, einna helst vinstri bakvarðarstaðan. Kyle Walker og Danny Rose eru fínir hægri bak- verðir og efnilegir leikmenn þótt þeir hafi ekki sýnt sitt rétta andlit á nýliðnu tímabili. Vinstri bakverðir liðsins eru hins vegar ekki í nógu háum gæðaflokki, hvorki Kyle Naughton, Zeki Fryers né Jan Verthongen sem er bestur í stöðu miðvarðar. Mauricio Pochettino þarf að leysa þennan vanda. n West Bromwich Albion Sæti í deild: 17. sæti Þarf að kaupa: Framherja Munið þið þegar Romelu Lukaku og Shane Long skipuðu sóknarlínu West Brom fyrir tveimur árum? Þá gekk liðinu allt í haginn, spilaði skemmtilegan sóknarbolta, skoraði fullt af mörkum og náði 8. sætinu. Ári síðar var enginn Lukaku í hópnum, enda láns- maður frá Chelsea, og Shane Long hvarf síðar á braut auk Stephane Sessegnon. Þetta voru allt sterkir sóknarmenn og afleiðingin var sú að West Brom var í mikilli fallbaráttu og bjargaði sér í raun og veru í síðustu umferðunum í vor. Liðið skoraði allt of fá mörk en fékk reyndar of mörg á sig einnig. Það er augljóst að West Brom vantar framherja fyrir næsta vetur, helst einhvern sem getur skorað 15–20 mörk í deildinni líkt og Lukaku gerði. Annars er hætta á að illa gæti farið fyrir stjóralausu West Brom-liði næsta vetur. n West Ham Sæti í deild: 13. sæti Þarf að kaupa: Bakverði West Ham-liðið er í sjálfu sér ágætlega mannað. Andy Carroll er hættulegur í teignum og Stewart Downing og Matt Jarvis geta gefið hættulegar fyrirgjafir. Á miðjunni eru Kevin Nolan, Mohamed Diame og Ravel Morrison sem eru ólíkir en frábærir leikmenn. Vörnin var ágæt á löngum köflum í vetur, en samt er eitthvað sem vantar. Bakverðir liðsins eru langt því frá nógu sterkir fyrir úrvalsdeildina. Guy Demel á það til að vera klaufskur og er ekki nógu ógnandi í sóknarleik liðsins. Þá er Pablo Armero, lánsmaður frá Napoli, farinn aftur til Ítalíu og samningur George McCartney var ekki endurnýjaður. Sam Allardyce þarf að leggja áherslu á að fá tvo öfluga bakverði til félagsins. Gangi það eftir gæti West Ham verið til alls líklegt næsta vetur. baldur@dv.is/ einar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.