Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 15
Helgarblað 30. maí –2. júní 2014 Fréttir 15 n Staða þeirra sem hafa búið við fátækt í lengri tími fer versnandi n Síhækkandi leiguverð að sliga marga Vilborg segir marga skjól- stæðinga Hjálparstarfs kirkjunnar eiga það sameiginlegt að hátt leigu- verð sé að sliga þá. „Húsnæðiskostn- aður er orðinn svo gífurlegur. Ein- stætt foreldri er kannski að leigja á 200 þúsund krónur og fær rétt rúm- lega 200 þúsund krónur útborgað- ar. Það sér það hver maður að þetta gengur ekki upp.“ Þá segir hún marga þeirra sem leita á náðir samtakanna vera búna að missa sitt félagslega net. „Þessi hópur sem kemur hingað er einhvern veginn svo einn. Það er enginn til þess að hjálpa. Að koma til Hjálparstarfs kirkjunnar er síð- asta úrræðið. Fólk er búið að reyna allt áður.“ Margir þyrftu meiri aðstoð Ásgerður Jóna Flosadóttir segir ákveðna þöggun hafa ríkt þegar kemur að fátækt á Íslandi. „Það er mikil fátækt á Íslandi en það er fyrst Erfið staða margra núna sem þetta er eitthvað aðeins að komast upp á yfirborðið.“ Að hennar mati eru þeir sem voru fátækir fyrir hrun ennþá fátækari í dag. „Það er mjög döpur staða hjá fátæku fólki í dag. Margir sem leita til okkar þyrftu að koma oftar en við getum leyft þeim,“ segir Ásgerður Jóna en þeir sem sækja matargjafir hjá samtök- unum geta einungis sótt slíka aðstoð einu sinni í mánuði. Í nýútkominni skýrslu Rauða krossins á Íslandi sem ber heitið Hvar þrengir að? kemur fram að al- menningur telji öryrkja, einstæða foreldra og aldraða standa verst fjárhagslega. Þá telja þátttakendur í könnun Rauða krossins að það sé hafið yfir allan vafa að í landinu séu að verða til nýir hópar fá- tækra og bágstaddra einstaklinga. Sérfræðingar voru allir sammála um að fátækt fyrirfinnist á Íslandi. „Ég tel ekki að það sé til fátækt á Ís- landi, ég veit það,“ svaraði einn sér- fræðinganna. „Það eru um 9 prósent landsmanna undir fátækramörkum og um 13 prósent eiga á hættu að verða fátækir. Ég mæti þessu fólki daglega í mínu starfi og fer yfir fjár- hag þess.“ Festast í fátæktargildru Í skýrslu Rauða krossins er jafnframt vitnað í félagsfræðingana Stefán Ólafsson og Hörpu Njálsdóttur en þau hafa komist að þeirri niður- stöðu að lágar bætur velferðarkerfis- ins færi íslenskum bótaþegum, sem engar aðrar tekjur hafa, lífskjör und- ir fátæktarmörkum: „Reglur tekju- tengingarinnar festa bótaþegana síð- an í fátæktargildru, þar eð þeir eiga litla möguleika á að rífa sig upp úr að- stæðunum nema þeim takist að stór- bæta hag sinn,“ segir Stefán Ólafsson. Þá segir hann enn fremur: „Auka- tekjurnar sem bótaþegi gæti aflað sér skerða lífeyri almannatrygginga svo fljótt að raunbati kjara hans verður lengi vel afar lítill. Til að geta rifið sig lausan úr kviksyndi tekju- tengingarinnar þurfa aukatekjur hans að vera umtalsverðar. Þetta er fyrirkomulag sem gerir fátæklingum erfiðara fyrir í lífsbaráttunni þegar markmiðið ætti að vera að hjálpa þeim til sjálfshjálpar út úr fátækt- inni. Öryrkjar sem hafa litla eða enga vinnugetu til umfangsmikillar tekjuöflunar eiga oft litla möguleika á að sleppa úr kviksyndi fátæktar- innar í slíku kerfi.“ n Félagsleg vandamál Í skýrslu sem gerð var fyrir Hafnar- fjarðarbæ um virkni og endur- skipulagningu félagsþjónustu er meðal annars vitnað til þess hvern- ig Erla B. Sigurðardóttir félagsráð- gjafi dregur afleiðingar atvinnu- leysis saman: „Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir og/eða án virkni um langt skeið eiga oft við fjölþætt félagsleg, heilsufarsleg og annars konar vandamál að etja og þurfa því þverfaglega þjónustu við endurhæfingu og virkni. Rannsóknir hafa sýnt að þegar fólk hefur verið óvinnufært lengur en tvo mánuði dregur fljótt úr sjálfsöryggi, sjálfsbjargarviðleitni og fótfestu á vinnumarkaði sem getur orðið að vítahring. Því er afar brýnt að geta gripið fljótt inn í þennan vítahring til að fyrirbyggja að viðkomandi verði öryrki fyrir lífstíð. Félagsleg og sálræn vandamál samfara atvinnuleysi eru vel þekkt og að vandi fólks eykst því lengur sem það er án atvinnu. Þessari stöðu fylgir oft líðan sem einkennist af skömm, sektarkennd, kvíða og þunglyndi. Félagsleg tengsl minnka og hefur neikvæð áhrif á fjölskyldulíf.“ Dregur úr sjálfsöryggi, sjálfsbjargarviðleitni og fótfestu Fjögur raunveruleg dæmi um fólk sem býr við fátækt U m sex til sjö þúsund manns leita til Hjálparstarfs kirkj- unnar árlega eða um tvö pró- sent landsmanna. Fólkið er í misalvarlegri stöðu en allir eiga eiga þessir einstaklingar það sameigin- legt að laun þeirra eða bætur nægja ekki fyrir mánaðarlegum útgjöld- um. Hér á eftir má sjá raunveruleg dæmi um stöðu nokkurra einstak- linga sem leitað hafa til Hjálpar- starfs kirkjunnar á síðustu misser- um. Nöfnum hefur verið bætt við. Danek og Iwona eiga tvö börn. Þau eru í fullri vinnu en launin duga ekki fyrir nauðþurftum. Samanlagðar tekjur þeirra eftir skatt eru 451 þúsund krón- ur, að viðbættum barna- og húsaleigubótum. Samanlögð mánaðar leg útgjöld þeirra, svo sem húsaleiga, hiti/rafmagn, bíll, tryggingar og leikskóla- gjöld, eru 318 þúsund krónur. Þetta þýðir að þau eiga einungis 133 þúsund krónur eftir þegar þau hafa greitt mánaðar- lega reikninga. Sú upphæð þarf að duga fyrir mat, lyfjum og öðrum ófyrirséðum kostnaði. Samkvæmt viðmiðum Hjálparstarfs kirkjunnar eru þau 53 þúsundum króna undir mörkum, og þyrftu þau að hafa 186 þúsund krónur hið minnsta á milli handanna um hver mánaðamót. Pálína er öryrki með tvö börn. Hún fær 273 þúsund krónur frá Tryggingastofnun og 55 þúsund krónur í barnabætur, eða saman- lagt 328 þúsund. Sonur Pálínu varð átján ára í mars og við það lækkuðu bætur henn- ar frá Tryggingastofnun um rúmar 50 þúsund krónur. Þá munu barna- og húsaleigubætur hennar lækka á næstu misser- um vegna þessa þrátt fyrir að sonur hennar sé í skóla og ekki að vinna. Hún á 175 þúsund krónur eftir um hver mánaða- mót sem þurfa að duga fyrir mat, lyfjum og ófyrirséðum kostnaði. Samkvæmt viðmiðum Hjálpar- starfs kirkjunnar er hún 38 þús- und krónum yfir mörkum og á því ekki rétt á aðstoð frá samtök- unum. Guðrún er einstæð móðir með þriggja ára barn. Hún fær 155 þúsund krónur frá Vinnumála- stofnun mánaðarlega. Þá fær hún 25 þúsund krónur í meðlag og 30 þúsund krónur í barnabætur. Samanlagt gera þetta 210 þús- und krónur. Hún leigir íbúð á 120 þúsund krónur, greiðir 24 þúsund krónur í leikskólagjöld, 20 þús- und krónur í afborganir af láni, 15 þúsund krónur í tryggingar og 44 þús- und krónur fara í rekstur á bíl. Samanlagt gera þetta 223 þúsund krónur sem er 13 þúsund krónum meira en tekjur hennar. Þannig á hún ekki krónu fyrir mat, lyfjum eða ófyrirséðum kostnaði og skuldirnar hækka. Sólveig er einstæð, tveggja barna móðir í láglaunastarfi. Hún fær 150 þúsund krónur í laun eft- ir skatt. Að viðbættum meðlögum, barna- og húsaleigubótum eru tekjur hennar alls 305 þúsund krónur. Mánaðarlegu út- gjöldin eru hins vegar 219 þús- und krónur og því einungis 86 þúsund krónur eftir um hver mánaðamót sem þurfa að duga fyrir mat, lyfjum og ófyrirséðum kostnaði. Þá er ólíklegt að eitthvað sé eftir til þess að gera sér glaðan dag. Sól- veig á rétt á aðstoð hjá Hjálpar- starfi kirkjunnar sem getur með- al annars falist í inneignarkorti fyrir mat. Erlend hjón með tvö börn Einstæð móðir á örorkubótum Atvinnulaus einstæð móðir Einstæð móðir í láglaunastarfi Fjöldi á heimili: 4 Tekjur eftir skatt: 451.000 Mánaðarleg útgjöld: 318.000 Það sem eftir er fyrir mat, lyfjum og ófyrirséðum kostnaði: 133.000 Fjöldi á heimili: 3 Tekjur eftir skatt: 328.000 Mánaðarleg útgjöld: 153.000 Það sem eftir er fyrir mat, lyfjum og ófyrirséðum kostnaði: 175.000 Fjöldi á heimili: 2 Tekjur eftir skatt: 210.000 Mánaðarleg útgjöld: 223.000 Það sem eftir er fyrir mat, lyfjum og ófyrirséðum kostnaði: –13.000 Fjöldi á heimili: 3 Tekjur eftir skatt: 305.000 Mánaðarleg útgjöld: 218.000 Það sem eftir er fyrir mat, lyfjum og ófyrirséðum kostnaði: 86.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.