Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 58
58 Menning Sjónvarp Helgarblað 30. maí –2. júní 2014
Djöfull hlakka ég
til á mánudaginn
É
g geri mér fulla grein fyr-
ir því hversu mikilvægt og
merkilegt það er að vera með
kosningarrétt. Það er alls
ekki sjálfsagt. Eins og flestir
vita eru sveitarstjórnarkosningar á
laugardag og ég hreinlega get ekki
beðið. Ekki eftir því að kjósa heldur
eftir því að þeim ljúki.
Það er nefnilega fátt leiðinlegra
en kosningabarátta flokkanna
og þessi barátta hefur verið sér-
staklega niðurdrepandi og pirr-
andi. Yfir leitt hef ég reynt að fylgj-
ast með en er það bara ég eða
eru þessir frambjóðendur orðnir
óvenju óþolandi? Það eru allir að
rífast eða svo ógeðslega hressir og
sniðugir að það er óeðlilegt. Allir
svo kátir og hressir og til í allt. Eða
óþægilega pirraðir að bölva hinum
og þessum trúarbrögðum eða bara
hverju sem er.
Kannski er það Facebook að
kenna hversu pirrandi allir eru.
Þar hafa nefnilega allir skoðanir á
öllu. Síðustu vikur hef ég ekki haft
undan við að „hide“-a fólk sem
rífst yfir moskum og flugvöllum.
Hatar eða elskar Framsóknarflokk-
inn eða pirrar sig á því að það sé
ekki fjallað nógu mikið um þeirra
flokk. Ég nenni aldrei í lífinu að
lesa meira um moskur og flugvelli.
Eða sniðuga frambjóðendur að
reyna koma sér á framfæri. Það er
allt reynt.
Framsókn ætlaði að tefla fram
eina sniðuga manninum í flokkn-
um sínum til þess að mögulega
koma manni inn í borgarstjórn.
Það gekk ekki eftir þannig þau
ákváðu að höfða til þeirra sem hata
múslima og elska flugvelli. Og það
er stór hópur. Þeir kunna þetta
þarna í Framsóknarflokknum enda
benda nýjustu kannanir til þess að
Vigdís Hauks 2 muni komast inn í
borgarstjórn.
Fréttir bárust af því að Sjálf-
stæðisflokkurinn ætlaði að reyna
skipta oddvitanum út þegar í ljós
kom að hann var ekki að moka inn
atkvæðum. Og Björt framtíð reynir
hvað hún getur til að vera sniðug
og öðruvísi. Halló, maður teflir
ekki fram manni með fornafnið S.
í kosningabaráttu. Þetta er fokking
ruglingslegt.
Píratar reyndu elsta trikkið
í bókinni, fóru úr fötunum og
pósuðu. Dögun kemst hvergi að og
Samfylkingunni dugar Dagur hár-
prúði. Vinstri græn … já, Vinstri
græn, hvað eru þau að gera?
Eru fleiri í framboði? Ég veit það
ekki og ég veit ekkert hvað ég ætla
að kjósa. Ég veit bara hversu djöf-
ull fegin ég verð þegar þessu verð-
ur lokið á mánudag og allir verða
aftur eðlilegir. Á sunnudag verða
allir brjálaðir í smá tíma en svo tek-
ur sama rútínan við. Nema enginn
Jón Gnarr. Kannski er þessi deyfð af
því að við erum búin að „óverdósa“
af sniðugheitum undanfarin fjögur
ár. Ég veit það ekki. Ég veit bara að
ég get ekki meira af þessu rugli. n
„Á sunnudag
verða allir brjál-
aðir í smá tíma en svo
tekur sama rútínan við.
Nema enginn Jón Gnarr.
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
Helgarpistill
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
L
eikstjórinn Quentin Tarantino
greindi frá því nýverið að hann
langi til að gera þáttaseríu
byggða á kvikmyndinni Django
Unchained, sem væri í formi fjögurra
klukkustundarlangra sjónvarpsþátta.
Tarantino tjáði sig um hugmyndina
þegar hann talaði fyrir framan áhorf-
endur á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
„Ég fékk þá hugmynd að klippa saman
fjögurra klukkustunda langa kvik-
mynd. Ég myndi skipta henni niður í
fjóra kafla. Eins konar fjögurra hluta
þáttasyrpa. Og sýna hana á kapal-
stöð, kannski klukkustund í senn.
Fólk ranghvolfir augunum þegar það
heyrir að kvikmynd sé fjórir klukku-
tímar að lengd, en það elskar svona
þáttasyrpur og getur ekki beðið eftir
að horfa á alla hlutana. Þannig gæti
þetta virkað,“ sagði leikstjórinn.
Leikstjórinn sagði að þrátt fyrir
að Django hafi verið tveir tímar og
þrjú korter að lengd hafi mikið efni
verið klippt út til að stytta myndina og
myndi það efni nýtast í þáttasyrpuna.
Það er spurning hvort hugmynd
leikstjórans verði nokkurn tíma að
veruleika, en hann hefur fengið svip-
aðar hugmyndir áður. Til dæmis ætl-
aði hann alltaf að gefa út sérstaka út-
gáfu af Kill Bill sem héti The Whole
Bloody Affair. Sú hugmynd gekk út
á að sýna báðar Kill Bill-myndirnar
sem eina heild, en það varð aldrei að
veruleika.
Leikstjórinn vinnur nú að næstu
mynd sinni, sem er einnig vestri og
ber heitið The Hateful Eight. n
jonsteinar@dv.is
Vill gera kvikmyndina Django Unchained að þáttasyrpu fyrir sjónvarp
Tarantino vill Django í sjónvarpið
Sunnudagur 1. júní
Stöð 2 Sport 2
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
ÍNN
07.00 Morgunstundin okkar
07.01 Smælki (15:26)
07.04 Háværa ljónið Urri (31:52)
07.14 Tillý og vinir (42:52)
07.25 Múmínálfarnir
07.35 Hopp og hí Sessamí
07.59 Sara og önd (34:40)
08.06 Kioka (11:52)
08.13 Kúlugúbbarnir (5:18)
08.35 Tré-Fú Tom (5:26)
08.57 Disneystundin (21:52)
08.58 Finnbogi og Felix (20:26)
09.20 Sígildar teiknimyndir
09.27 Herkúles (21:21)
09.49 Chaplin (45:52)
09.55 Vasaljós e (3:10)
10.20 Lína á ferð og flugi e
12.00 Fréttir
12.25 Í garðinum með
Gurrý II e (4:6)
12.55 Nýsköpun - Íslensk
vísindi
13.25 Mono Town e
14.25 Inndjúpið 888 e (2:4)
15.10 HM veislan e
15.40 Villta Brasilía e (2:3)
(Wild Brazil)
16.30 Leiðin á HM í Brasilíu e
17.00 Táknmálsfréttir
17.10 Fisk í dag 888 e
17.20 Stella og Steinn (4:42)
17.32 Friðþjófur forvitni (5:10)
17.56 Skrípin (14:52)
18.00 Stundin okkar 888 e
18.25 Camilla Plum - kruð og
krydd (4:10) (Camilla Plum
- Krudt og Krydderi)
19.00 Fréttir
19.25 Veðurfréttir
19.30 Íþróttir
19.45 Sveitastjórnarkosningar
2014 888 (Leið-
togaumræður)
20.20 Sjómannslíf 888 (1:3)
(Fljótandi frystihús)
20.45 Ferðastiklur 888 (8:8)
(Reykjarfjörður)
21.25 Inndjúpið 888 (3:4)
22.00 Dansað á ystu nöf 7,5
(4:5) (Dancing on the Edge)
Bresk sjónvarpsþáttaröð
um þeldökka jazzhljóm-
sveit í London á fjórða
áratug síðustu aldar. Aðal-
hlutverk: Chiwetel Ejiofor,
Matthew Goode, Angel
Coulby, John Goodman og
Jacqueline Bisset sem hlaut
Golden Globe verðlaun fyrir
hlutverk sitt í þáttunum.
23.00 Biutiful 7,5 Javier Bardem
er hér í hlutverki Uxbals,
einstæðs föður og glæpa-
manns í Barcelona, sem
fær að vita að hann er með
ólæknandi krabbamein.
Uxbal þarf að koma sínum
málum á hreint. Hann
þarf að slíta sig lausan úr
undirheimum borgarinnar
og reyna að tryggja framtíð
barna sinna tveggja en
mamma þeirra er sjúk á geði
og ófær um að ala önn fyrir
þeim. Spænsk bíómynd frá
2010. Atriði í myndinni eru
ekki við hæfi barna.
01.25 Útvarpsfréttir í
dagskrárlok
09:20 Meistaradeildin í
handbolta - Final Four
12:00 Moto GP (Ítalía)
13:05 Meistaradeildin í
handbolta - Final Four
14:35 Þýsku mörkin
15:05 NBA
15:50 Meistaradeildin í
handbolta - Final Four
17:20 IAAF Diamond League
19:20 Meistaradeildin í
handbolta - Final Four
22:00 Moto GP (Ítalía)
23:00 UFC Live Events
11:00 PL Classic Matches
11:30 Premier League 2013/14
13:10 HM 2002 (Brasilía - Tyrkland)
15:10 Premier League Legends
15:40 Enska úrvalsdeildin
17:25 HM 2002
19:25 Everton - Man. Utd.
21:10 Goals of the Season
22:05 Premier League 2013/14
11:10 The Best Exotic
Marigold Hotel
13:15 Journey 2: The
Mysterious Island
14:50 Here Comes the Boom
16:35 The Best Exotic
Marigold Hotel
18:40 Journey 2: The
Mysterious Island
20:15 Here Comes the Boom
22:00 The Lucky One
23:40 Killing Them Softly
01:15 Youth in Revolt
02:45 The Lucky One
15:20 Top 20 Funniest (1:18)
16:05 Take the Money
and Run (1:6)
16:50 Time of Our Lives (1:13)
17:45 Grand Designs (1:12)
18:35 Bleep My Dad Says (6:18)
19:00 Bob's Burgers (17:23)
19:25 American Dad (2:19)
19:50 The Cleveland Show (18:22)
20:15 Neighbours from
Hell (1:10)
20:40 Brickleberry (10:13)
21:05 Bored to Death (3:8)
22:45 Glee 5 (17:20)
23:25 The Vampire Diaries (16:22)
00:05 Bob's Burgers (17:23)
00:30 American Dad (2:19)
00:55 The Cleveland Show (18:22)
17:10 Strákarnir
17:40 Friends (15:25)
18:05 Seinfeld (9:21)
18:30 Modern Family
18:55 Two and a Half Men (22:24)
19:20 Viltu vinna milljón?
20:15 Nikolaj og Julie (8:22)
21:00 The Killing (10:13)
21:45 Hostages (6:15)
22:30 Sisters (1:22)
23:20 The Newsroom (4:10)
00:20 Viltu vinna milljón?
01:00 Nikolaj og Julie (8:22)
18:00 Árni Páll
18:30 Perlur Páls Steingríms.
19:00 Í návígi
19:30 Á ferð og flugi
20:00 Hrafnaþing
21:00 Auðlindakistan
21:30 Suðurnesjamagasín
22:00 Kling klang
23:00 Rölt yfir lækinn
23:30 Eldað með Holta
07:00 Barnatími Stöðvar 2
07:01 Strumparnir
07:25 Waybuloo
07:45 Ævintýraferðin
08:00 Algjör Sveppi
09:35 Grallararnir
09:55 Ben 10
11:35 Victourious
12:00 Nágrannar
12:20 Nágrannar
12:40 Nágrannar
13:00 Nágrannar
13:25 Mr Selfridge (5:10)
14:15 Breathless (3:6)
15:05 Lífsstíll
15:30 Ástríður (3:10)
16:00 The Big Bang
Theory (13:24)
16:25 Höfðingjar heim
að sækja
16:45 60 mínútur (34:52)
17:30 Eyjan
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Sportpakkinn (40:50)
19:10 The Crazy Ones (15:22)
19:30 Britain's Got Talent (5:18)
20:20 Mad Men 8,7 (1:13) Sjö-
unda þáttaröðin þar sem
fylgst er með daglegum
störfum og einkalífi auglýs-
ingapésans Dons Drapers
og kollega hans í hinum
litríka auglýsingageira á
Madison Avenue í New York.
Samkeppnin er hörð og
óvægin, stíllinn settur ofar
öllu og yfirborðsmennskan
alger. Dagdrykkja var hluti
af vinnunni og reykingar
nauðsynlegur fylgifiskur
sannrar karlmennsku.
21:10 24: Live Another Day 9,4
(5:12) Kiefer Sutherland snýr
aftur í hlutverki Jack Bauer
sem núna er búinn að vera
í felum í nokkur ár. Þegar
hann kemst að því að hryðju-
verkamenn ætla að láta til
skarar skríða í London grípur
hann til sinna ráða.
21:55 Shameless 8,7 (10:12)
Bráðskemmtileg þáttaröð
um skrautlega fjölskyldu.
22:45 60 mínútur (35:52)
23:30 Daily Show: Global
Edition
23:55 Suits (16:16)
00:40 Al Capone & The
Untouchables Einstakur
heimildarþáttur um Al
Capone og hans síðustu
daga áður en Elliot Ness
hneppti hann í varðhald
og gerði útaf við hans
glæpaferil.
01:30 The Americans (12:13)
02:15 Vice (7:12)
02:45 Britain's Got Talent (5:18)
03:45 Art of Getting By
05:10 Fréttir
06:00 Pepsi MAX tónlist
12:00 Dr. Phil
12:40 Dr. Phil
13:20 Dr. Phil
14:00 Gordon Ramsay Ultima-
te Home Cooking (20:20)
14:25 7th Heaven (21:22)
15:05 Once Upon a Time (21:22)
15:50 90210 (20:22)
16:40 Design Star (6:9)
17:30 The Good Wife (16:22)
18:20 Hawaii Five-0 7,5 (22:22)
19:10 Læknirinn í eldhúsinu
(7:8) Læknirinn Ragnar
Freyr Ingvarsson hefur
lengi haldið úti dagbók
um matargerð á netinu og
síðustu jól gaf hann út sína
fyrstu matreiðslubók sem
bar heitir Læknirinn í eld-
húsinu. Nú er læknirinn með
ljúffengu réttina mættur
á SkjáEinn þar sem hann
mun elda, baka og brasa
allskonar góðgæti.
19:35 Judging Amy (18:23)
20:20 Top Gear USA (2:16)
Bandarísk útgáfa Top Gear
þáttanna hefur notið mik-
illa vinsælda beggja vegna
Atlantshafsins þar sem
þeir félagar Adam Ferrara,
Tanner Foust og Rutledge
Wood leggja land undir fót.
21:10 Law & Order (16:22)
Spennandi þættir um störf
lögreglu og saksóknara í
New York borg. Rithöfundur
er myrtur og svo virðist sem
kínverska ríkisstjórnin hafi
eitthvað með málið að gera.
22:00 Leverage 7,8 (5:15) Þetta
er fimmta þáttaröðin af
Leverage, æsispennandi
þáttaröð í anda Ocean’s
Eleven um þjófahóp sem
rænir þá sem misnota vald
sitt og ríkidæmi og níðast á
minnimáttar.
22:45 Málið (8:13) Hárbeittir
fréttaskýringarþættir frá
Sölva Tryggvasyni þar sem
hann brýtur viðfangsefnin
til mergjar. Sölvi beinir
spjótum sínum að aðstöðu-
leysi á Hjartagátt Landspít-
alans, hann bregður sér
einnig til Svíþjóðar þar
skoðaður verður munurinn
á aðbúnaði á spítölum á
Íslandi annars vegar og í
Svíþjóð hins vegar.
23:15 Elementary 8,0 (21:24)
Sherlock Holmes og Dr.
Watson leysa flókin sakamál
í New York borg nútímans.
Síðustu þáttaröð lauk með
því að unnusta Sherlocks,
Irine Adler var engin
önnur en Moriarty prófessor.
Óvænt endurkoma bróður
Sherlocks, Mycroft, til New
York veldur misklíð á milli
Sherlocks og Watson.
00:05 Agents of
S.H.I.E.L.D. (7:22)
00:55 Scandal (19:22)
01:45 Beauty and the
Beast (9:22)
02:35 Leverage (5:15)
03:20 Pepsi MAX tónlist
Django Myndin var mjög vinsæl og
vann til tvennra Óskarsverðlauna.
Framhald á My Big
Fat Greek Wedding
G
old Circle og HBO í sam-
starfi við Playtone Product-
ions hafa hafið framleiðslu
á framhaldsmynd vinsælu
kvikmyndarinnar My Big Fat Greek
Wedding.
Stjörnur myndarinnar, Nia
Vardalos og John Corbett, munu
snúa aftur í nýju myndinni. Varda-
los mun skrifa handritið og leika
ásamt Ritu Wilson og Tom Hanks.
Í myndinni verður áfram sagt
frá skemmtilegu en háværu Porto-
kalos-fjölskyldunni sem mun
koma saman til að halda enn
stærra brúðkaup en síðast.
Vardalos sló á létta strengi í til-
kynningu til fjölmiðla þar sem
hún viðurkenndi að önnur þeirra
kjaftasagna sem væri á kreiki um
hana væri sönn. „Sumir halda því
fram að ég hafi barist fyrir fram-
haldinu vegna þess að ég á enga
peninga. Aðrir halda að ég sé að
þessu bara til þess að fá að kyssa
John Corbett aftur. Önnur þessara
slúðursagna er sönn.“
Vardalos er þessa dagana
við framleiðslu á kvikmyndinni
Leftovers sem Paramount stend-
ur fyrir. Auk þess er hún dugleg að
ferðast um Bandaríkin og kynna
metsölubók sína, Instant Mom. n
indiana@dv.is
Nia Vardalos Leikkonan mætir aftur og
mun líka skrifa handritið.