Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 37
Helgarblað 30. maí –2. júní 2014 Fólk Viðtal 37 í föðurhúsum áður en ég fór að spjara mig á eigin fótum með Sigga mínum. En það er með áföllin eins og hamingj- una, maður sér þau betur þegar fram líða stundir. Auðvitað var þetta gríðar- leg breyting, það var erfitt að þykkna undir belti í gagnfræðaskóla og sárt að finna umtalið auk þess tilfinninga- lega róts sem varð þegar móðurástin hvolfdist yfir stúlku sem var nýorðin 17 ára. Það var eins og að verða undir fossi. Barnsfæðingin var mikil bylting í mínu lífi og ekki sjálfgefið að svona ung manneskja standi undir því. En ungar mæður gera það yfirleitt. Það er eins og manneskjan aðlagist því sem náttúran krefst af henni og ég var svo heppin að ég gerði það líka. Mér fannst ég fullfær um að vera móðir á þessum aldri og hlakkaði til að takast á við uppeldishlutverkið. Ég tók þessu með jákvæðni en ef ég horfi til baka sé ég að þetta var auðvitað stórt verkefni fyrir unga manneskju.“ Lítið í partíum Eftir eins árs dvöl við kennslustörf á Húsavík fluttu ungu hjónin til Reykja- víkur, hófu nám við Háskóla Íslands og fóru að raða niður börnum. „Þetta var annasamur tími sem krafðist skipulags og dugnaðar. Mér fannst þetta samt aldrei erfitt. Við völdum okkur áfanga eftir stundaskrá svo við gætum verið heima með börnin þangað til þau komust á leikskóla. Við vorum mikið heima hjá börnun- um en þau hafa alist upp við það að hafa nánast alltaf haft annað foreldr- ið heima. Auðvitað missir maður af mörgu þegar maður þarf að þrosk- ast svona hratt og fer á annan stað en jafnaldrarnir. Samt var ég mjög virk félagslega. Við vorum bæði í stúd- entapólitíkinni en kannski minna í partíum. Það voru helst þess konar hlutir sem urðu útundan og það er allt í lagi. Ég saknaði þess ekki.“ Allt á fleygiferð Eftir háskólann lá leiðin í hasar fjöl- miðlanna. Ólína starfaði sem blaða- maður, tók þátt í NT-ævintýrinu og varð sjónvarpsfréttamaður. „Svo fór bara allt á fleygiferð næsta áratuginn. Ég leiddi lista Nýs vettvangs, sem var nýtt afl, við borgarstjórnarkosn- ingarnar 1990, og flaug inn í borgar- stjórn þar sem ég varð oddviti minni hlutans. Ég var í fullu námi með borg- arpólitíkinni en þegar ég varð ófrísk að yngsta syninum fannst mér rétt að staldra aðeins við. Drengurinn fæddist árið 1994 en þá var ég farin að kenna í háskólanum og byrjuð í doktorsnámi. Með því að losna úr pólitíkinni gat ég einbeitt mér betur að náminu með fram því að hugsa um börnin,“ segir hún en fjölskyldan flutti á þessum tíma til Danmerkur þar sem Ólína vann að doktorsverkefni sínu um galdramál 17. aldar. Féll út af þingi Enn urðu tímamót í lífi fjölskyldunn- ar árið 2001 þegar Ólína var ráðin skólameistari við Menntaskólann á Ísafirði. „Menntaskólinn hafði verið á niðurleið um nokkra hríð þegar þetta var. Ég svaraði kalli þegar skorað var á mig að sækja um sem skólameist- ari og gegndi því starfi í fimm ár. Eftir að þeirri embættistíð lauk hélt ég að líf mitt yrði rólegra. En skömmu síð- ar varð efnahagshrun og áður en ég vissi var ég svo orðin alþingismaður fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjör- dæmi, á erfiðasta kjörtímabili þing- sögunnar. Þessi fjögur ár liðu eins og örskot. Svo gerðist það að Samfylk- ingin galt afhroð í síðustu kosning- um og missti meira en helming sinna þingmanna. Þá féll ég út af þingi. Eftir það hef ég verið að líta í kring- um mig eftir föstu starfi, en ég hef samt nóg að gera í sjálfstæðum verk- efnum. Til dæmis rek ég lítið gisti- heimili hér á neðri hæðinni í Miðtún- inu á Ísafirði og er þegar farin að taka á móti gestum sumarsins. Ég sinni líka fræðastörfum og skriftum, er núna að skrifa bók um Ísafjarðardjúp í samvinnu við Ferðafélag Íslands. Í sumar verð ég fararstjóri í gönguferð um galdra- og vígaslóðir á Snæfjalla- strönd. Það er því nóg að gera fram á haust,“ segir hún og bætir því við að- spurð að hún sakni ekki þingsins. „Upplausnin var algjör“ „Ég sakna margs úr pólitíkinni en þingsins sakna ég ekkert sérstaklega mikið. Ég fann fyrir meiri söknuði þegar ég hætti í borgarpólitíkinni og var hún nú samt strembin á köflum. Þegar ég gekk út af þinginu tveim dög- um fyrir þinglok í fyrra gerði ég mér grein fyrir að ég ætti ekki eftir að koma aftur í bráð; ég kvaddi það eiginlega í huganum. Ég var ekki einu sinni við- stödd þingslit því ég var svo ósátt við það sem var að gerast þarna á loka- sprettinum. Upplausnin var algjör. Ég fór heim í hérað, reið við flokkinn minn og ósátt við það sem var að ger- ast í þinginu. Ég hellti mér út í kosn- ingabaráttu heima fyrir, vitandi þó að sá leikur var tapaður áður en hann hófst. Þetta fór eins og mig grunaði.“ Undirferli og baktjaldamakk Spurð hvort hún sé búin að fá nóg af pólitíkinni segir hún ágætt að hvíla sig á henni. „En auðvitað á maður aldrei að útiloka neitt. Mér finnst ágætt að vera á hliðarlínunni núna og er ekki viss um að ég eigi eftir að snúa til baka. Mig langar að snúa mér að öðru. Ég er fræðimaður og rithöfundur og hef alltaf þrifist vel í háskólaum- hverfi. Ég væri til í að hverfa til fræði- starfanna aftur. Þau freista mín meira en pólitískt vafstur. Auðvitað var þetta ágætis reynsla og skemmileg upplifun stundum, en þetta var líka neikvæð reynsla. Í þinginu viðgangast ýmsir óskemmti- legir hlutir, undirferli, baktjaldamakk og ýmislegt annað sem gerist á bak við tjöldin sem maður vill ekki vera þátttakandi í. Kannski vegna þess að þarna eru allir að togast á um áhrif og einstaka hagsmuni og margir ýta frá sér ábyrgð. Manneskjan er eins og hún er, á stundum erfitt með að fylgja leikreglum og þær eru því beygðar og sveigðar eftir þörfum. Það voru helstu vonbrigðin við þingreynsluna að átta sig á því að formreglurnar eru oft á tíðum bara leiktjöld. Svo fara menn sínu fram.“ Ekki átakasækin manneskja Það er sjaldan lognmolla þar sem Ólína fer en sjálf segir hún að sér hafi aldrei líkað átök. „Ég er ekki átaka- sækin manneskja. Ég er föst fyrir og tek á móti þegar sótt er að mér, en ég er ekki áleitin við aðra, að minnsta kosti ekki viljandi eða meðvitað. Hins vegar finnst mér ég ekki bara hafa leyfi til að hafa mínar skoðan- ir heldur beri mér skylda til að vera heiðarleg varðandi skoðanir mínar. Fólk á að hafa heiðarleika í sér til að tala ekki þvert um hug sér. Það get- ur hins vegar orðið til þess að ein- hver hjólar í mann. Þá þarf að vega og meta hvort maður tekur slaginn, lætur undan eða reynir að settla mál- in. Ég hef ekki gaman af átökum en ef menn eru í átökum og hagsmunir takast á verður fólk að fylgja einhverj- um leikreglum. Mér hafa í gegnum tíðina fundist þessi gustar í kringum mig vera mest umtal, fordómar og hagsmuna árekstrar eins og títt er um stjórnmálamenn. Allir sem komast til áhrifa og í valdastöður verða að búa sig undir að lenda í slíku. Ef maður er í þeirri stöðu að ógna hagsmunum annarra getur maður ekki búist við því að fá að sigla sinn veg í friði og ró,“ segir hún og nefn- ir sem dæmi átökin í kringum breytingar á kvótakerfinu. Sögð athyglissjúk „Þar takast á miklir hagsmunir, enda ekkert venjulegt hvernig LÍÚ hefur gengið fram í því máli. Það hafa allir fundið sem hafa blandað sér í sjávar- útvegsumræðuna hvernig LÍÚ beitir sér gegn fólki persónulega. Sjálf hef ég ekki farið varhluta af því, enda hef ég verið talsmaður þeirra breytinga sem þeir óttast mjög. Það er þekkt taktík í pólitískum áróðri að reyna að sverta andstæðinginn og fara í manninn en ekki boltann. Þeir hikuðu ekkert við það þegar þeir fóru um landið í áróð- ursfundaherferðum sínum að spand- era glærum á mig og mína persónu. Þeir töluðu ekki um rök mín eða efn- istök, heldur bara mig persónulega. Á opnum fundum blandaði Þor- steinn Már Baldvinsson inn í um- ræðuna alls kyns óskyldum hlutum sem vörðuðu mig, meðal annars ferð- um mínum um Hornstrandir löngu áður en ég settist á þing og frétta- flutningi af meintum ísbjarnaferðum þar um slóðir sem áttu víst að sanna að ég væri „athyglissjúk“ og „hefði ekki hundsvit“ á sjávarútvegsmálum, svo notuð séu þeirra eigin orð sem bergmáluðu síðan úr munni fulltrúa þeirra í þinginu. Og á aðalfundi LÍÚ var ýtt við mér þar sem ég stóð með kaffibolla í fundarhléi. Það skiptið var líka haft í óbeinum hótunum við mig og haft á orði að ég væri „stórhættu- legur þingmaður sem mætti missa sig“ eins og sá maður orðaði það. Tilraunir til að sverta mig persónulega voru bæði meðvitaðar og skipulagðar en ég hef séð ýmis sambærileg dæmi gagnvart fleirum. Það er til dæmis nokkuð augljóst hvað er að gerast þegar einn og sami maðurinn skrifar 11 greinar á innan við tveimur árum í Morgunblaðið um mig persónulega undir yfirskyni sjáv- arútvegsumræðu, þar sem nafn mitt er gjarnan afbakað í fyrirsögnum og eða mér lýst sem hálfgerðri fordæðu í fyrstu málsgreinum. Ég tók þetta ekki nærri mér en mér fundust þessi hæls- bit þreytandi til lengdar. Ég verð alltaf jafn sorgmædd þegar menn eru ekki tilbúnir að ræða málin og fjalla efn- islega um hlutina heldur rjúka eins og hælbítar í þann sem stendur fyrir málstaðnum.“ Viðbjóðslegt netníð Hún segir kyn sitt skipta málið að ein- hverju leyti. „Það er öðruvísi látið við konur en karla í lífinu. Kvenfyrirlitn- ing og kvenótti íslenskra karlmanna birtist í því hvernig er talað um og við konur. Það er reynt að þagga nið- ur í þeim, sniðganga þær og niður- lægja. Ég hef lent í slíku eins og fleiri, til dæmis hef ég orðið fyrir netníði þannig að börnin mín og aðrir ástvin- ir hafa mátt lesa alls kyns rugl og við- bjóð. Auðvitað hafa fleiri orðið fyrir þessu og sumir verr en ég. En stjórnmálamenn mega ekki kveinka sér. Maður verður sjálfur að ganga fram með kurteislegum hætti og vona að það hafi áhrif á um- ræðuna. Hinir, sem ekki valda því, verða sér til skammar yfirleitt. Þeirra málflutningur hjaðnar um síðir. Lífið væri bara svo miklu auð- veldara ef fólk hefði spilin uppi á borði og færi eftir leikreglum. Svo held ég líka að sá stjórnmálamaður sem enginn hefur skoðun á sé lítils virði. Aumur er umtalslaus maður, segir máltækið. Það er nokkuð til í því.“ Harðari eftir átökin Hún játar því að átökin hafi hert hana. „Ég er allavega komin með reynslu. Það má kannski kalla það skráp en sumir hlutir eru þannig að þú færð aldrei skráp fyrir þeim. Það fyrirfinnst auðvitað persónuleg og sár upplifun í pólitíkinni, þegar verið er að naga æru fólks, ljúga upp á það og reyna að niðurlægja. Sú hefur verið tilhneig- ingin í umræðunni á Íslandi síðustu fimm, sex árin. Stjórnmálamenn með taugar og tilfinningar fá ekki skráp fyrir slíku en þeir fá reynslu. Þú harðnar, verður yfirvegaðri, taktískari í vinnubrögðum og fljótari að greina hluti og sjá hvað er að gerast. Ef þú verður fyrir ósanngirni eða árás er ekkert sem getur varið þig nema eig- in samviska og réttlætiskennd; að þú vitir fyrir hvað þú stendur og vitir að þú sért að gera rétt.“ Berst við mannýgan fíl Hún segir breytingar á kvótakerfinu erfiðasta málið sem hún hefur barist fyrir. „Að eiga við þá sem ekki taka rökum heldur þjösnast áfram í krafti fjármagns og þeirra ítaka sem fylgja peningum er svona álíka og að eiga við þrjóskan mannýgan fíl sem þekk- ir engin mörk. Þessir menn fara sínu fram og ég sé ekki betur en þeir hafi þá í vasanum sem þeir vilja. Þeir eiga sína fulltrúa í öllum flokkum, í öllum kjördæmum og inni í sjávarútvegs- ráðuneytinu. Það skjálfa allir fyrir þeim.“ Annað mál tengt Ólínu sem vakti mikla athygli var þegar Sigrún Stefáns dóttir var ráðin í starf forseta hug- og félagsvísindadeildar Háskól- ans á Akureyri þrátt fyrir að Ólína hefði verið metin hæfust í starfið og fræðasvið hug- og félagsvísinda hafi formlega mælt með henni við rektor eftir atkvæðagreiðslu þar sem hún varð hlutskörpust. „Þáverandi há- skólarektor gekk gróflega gegn vilja fræðasviðsins án þess að nokkur mál- efnaleg rök styddu þann verknað hans, og réð þann umsækjanda sem fékk næst fæstu atkvæðin í kosningu fræðasviðsins. Þar með braut hann bæði lög um háskóla og stjórnsýslu- lög. Ég vísaði málinu til umboðs- manns Alþingis þar sem það er til meðferðar, og við skulum bara spyrja að leikslokum.“ Deilurnar lítill hluti Hún viðurkennir að átök síðustu ára hafi tekið á. „Allt hefur áhrif á mann, andlega og líkamlega líðan, og ég hef lent í átökum sem hafa gengið nærri heilsunni en það hefur alltaf jafnað sig. Svona er lífið. Þú mæðist skamma hríð en svo safnar þú kröftum og heldur áfram. Það er misjafnt hvað menn haldast lengi úti á vellinum. Sumir slasast og láta bera sig út af. Ég er enn inni á vellinum, er búin að fá pústra og skrámur en er í leikformi ennþá,“ segir hún og hlær. „Allt sem á daga mína hefur drifið eru vörður á mínum þroskaferli. Þess vegna get ég litið til baka og blessað þetta allt saman sem mismunandi lit- brigði í sjálfri lífsmyndinni,“ segir hún og bætir við að hún skilgreini sig ekki út frá átökunum. „Yfirleitt eru atvikin í lífi mínu mér til gleði og lífsfyllingar, ef frá eru talin einhver stjórnmála- átök sem tengjast sjávarútveginum og írafár sem varð til í Menntaskól- anum á Ísafirði af því að þar þurfti að taka á málum og sópa úr skúmaskot- um. Deilur eru afskaplega lítill hluti af lífi mínu og skipta mig engu þegar ég met lífshamingjuna eða það sem á daga mína hefur drifið. Það er svo ótal margt annað sem hefur vakið mér ánægju og góðar minningar.“ Hangir úr þyrlum Ólína er fjölskyldukona og hefur gaman af ritsmíðum, fræðastörfum, útivist og ferðalögum. Hún var hesta- maður í áratugi og átti margan góðan gæðinginn. „Já, ég var hestamaður í 40 ár eða þangað til ég fór í hundana,“ segir hún og hlær. „Þegar ég var 48 ára gerðist ég nefnilega björgunarsveitar- maður með leitar- og björgunarhund. Ég er á útkallslista með A-hund og fer þess vegna í lífleitir með hund- inn, sama hvernig stendur á nánast. Ég hef þurft að fara úr umræðum í þinginu til að fara í leitarútköll. Ég hef hangið neðan í þyrlum, legið ofan í djúpum snjóholum og klifið í klettum með hundgreyið, og reynt ýmislegt. Svo hef ég sungið í kórum og mætt á hagyrðingakvöld til að skjóta fram gamanvísum. Ég slaka best á þegar ég er eitt- hvað að gera, vinna í garðinum eða prjóna. Ég á fimm barnabörn svo það er alltaf nóg á prjónunum. Við hjónin göngum líka mikið saman og förum í nokkurra daga gönguferðir á Horn- strandir á hverju ári. Að æfa hundinn eða fara á skíði, þetta eru mínar slök- unarstundir.“ Drifin áfram af ástríðu Það verður líklega seint sagt um Ólínu Þorvarðardóttur að þar fari skaplaus kona. Hún játar það fús- lega. „Ég er snögg upp og var skap- mikill krakki og unglingur; sannkall- aður tilfinningafuni. En með árunum og reynslunni hef ég náð góðri stjórn á skapinu og hef lært að beisla mínar tilfinningar og skapsmuni. Núorðið er ég háttvís kona, róleg og yfirveguð þegar ég þarf að vera það. En ég er ekki skaplaus, verandi af vestfirskum ættum. Ég er ástríðufull og ástríðan drífur mig áfram og mótar umgengni mína við menn og málefni. Sjálfsagt er ég umdeild, hver getur verið óumdeildur eftir tæp 56 ár, þar af hálfa ævina í opinberri umræðu? Það versta sem ég gæti hugsað mér væri að reyna að lifa þannig að öll- um líki. Það er ekki hægt. Maður get- ur bara lifað eftir eigin sannfæringu og verið sá sem maður er. Ég vil reyn- ast fólkinu mínu vel, og þeim sem til mín leita og þurfa á mér að halda. Það skiptir máli. Vina- og fjölskyldu- tengslin haldast í gegnum lífið. Allt annað er bara hjóm og gusugangur, ástvinirnir eru stólparnir sem standa upp úr. Það verður svo bara að hafa það ef fólk úti í bæ er með fordóma eða leiðindi. Ég vil ekki láta það hafa áhrif á mig – held bara mínu striki. Ég er ágæt eins og ég er. Það erum við erum flest.“ n „Mér hafa í gegnum tíðina fundist þessi gustar í kringum mig vera mest umtal, fordómar og hags- munaárekstrar eins og títt er um stjórn- málamenn. Hjónin Ólína segir þau ákaflega ánægð með hvort annað en þau Sigurður hafa verið saman frá því í menntaskóla. MynD Úr EinkASAFni Unglingurinn Þegar Ólína fluttist vestur varð hún sýslumannsdóttirin og vakti athygli og umtal. MynD Úr EinkASAFni Göngugarpur Ólína á fjölmörg áhugamál. Eitt þeirra er að ganga um landið. MynD Úr EinkASAFni Í björgunarsveit Ólína hefur þurft að yfirgefa ræðustól á þingi til að sinna björg- unarstörfum. Hún á leitarhund og hefur hangið úr þyrlum. MynD Úr EinkASAFni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.