Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 56
56 Menning Sjónvarp Helgarblað 30. maí –2. júní 2014
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
L
eikstjórinn Duncan Jones
sagði nýverið frá því í færslu á
Twitter-síðu sinni að tökum á
myndinni Warcraft væri lokið,
en áætlað er að frumsýna myndina
í mars árið 2016.
Myndin er byggð á Warcraft-
leikjunum, sem Blizzard Enterta-
inment gefur út, og fjallar um
átök milli manna og orka í ævin-
týraheiminum Azeroth. Myndin er
sögð vera nokkurs konar blanda af
Avatar og Game of Thrones.
Leikstjórn er eins og áður
sagði í höndum Duncans Jones,
sem hefur meðal annars leikstýrt
myndunum Source Code og Moon,
sem hafa báðar fengið ágætt lof.
Þess má til gamans geta að Jones er
sonur rokkgoðsagnarinnar Davids
Bowie.
Það er spurning hvort Jones
sleppi við þá bölvun sem virðist
fylgja myndum sem byggðar eru á
tölvuleikjum en slíkar myndir sem
fengið hafa góðar viðtökur má nán-
ast telja á fingrum annarrar hand-
ar.
Það er þó spurning hvort þessari
mynd muni ganga betur, sérstak-
lega ef horft er á það að World
of Warcraft er til að mynda sölu-
hæsti tölvuleikur allra tíma og síð-
an hann var gefinn út fyrir áratug
hafa notendur hans náð 100 millj-
ónum. n
Myndin er byggð á söluhæsta tölvuleik allra tíma
Tökum á Warcraft lokið
Föstudagur 30. maí
Stöð 2 Sport 2
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
ÍNN
15.40 Ástareldur e
(Sturm der Liebe)
16.30 Ástareldur e
(Sturm der Liebe)
17.20 Litli prinsinn (22:25)
17.43 Undraveröld Gúnda (3:11)
18.05 Nína Pataló (25:39)
18.15 Táknmálsfréttir
18.25 Pricebræður bjóða til
veislu e (2:5) (Spise med
Price) Matgæðingarnir í
Price-fjölskyldunni töfra
fram kræsingar við öll tæki-
færi. Adam Price er einnig
þekktur sem aðalhandrits-
höfundur og framleiðandi af
sjónvarpsþáttunum Borgen.
19.00 Fréttir
19.25 Veðurfréttir
19.30 Íþróttir
19.40 Sveitarstjórnarkosn-
ingar 2014 - Leið-
togaumræður Oddvitar
allra framboða í Reykjavík
takast á í beinni sjónvarps-
og útvarpsútsendingu um
stefnumál flokkanna fyrir
sveitarstjórnakosningarnar.
Umsjónarmenn þáttarins
eru Sigríður Hagalín Björns-
dóttir og Lára Ómarsdóttir.
21.30 Rokkbáturinn 7,4
(Pirate Radio) Meinfyndinn
breskur húmor í bland við
bandaríska uppreisn og
góða tónlist. Bretar hafa
sett lögbann á rokktónlist
í útvarpi 7. áratugarins en
bandarískur uppreisn-
arseggur kann ráð við
því. Aðalhlutverk: Philip
Seymour Hoffman, Bill
Nighy og Nick Frost. Leik-
stjóri: Richard Curtis. Atriði
í myndinni eru ekki við hæfi
ungra barna.
23.40 Foringi og heiðursmaður
6,9 (An Officer and a
Gentleman) Dramatísk
óskarsverðlaunamynd
með Richard Gere, Debru
Winger og Louis Gossett Jr.
í aðalhlutverkum. Einfari
gengur til liðs við sjóherinn
en þjálfunin reynist hönn-
um önnur áskorun en hann
hafði gert ráð fyrir. Atriði í
myndinni eru ekki við hæfi
ungra barna.
01.40 Útvarpsfréttir í
dagskrárlok
07:00 NBA úrslitakeppnin
(San Antonio - Oklahoma)
08:50 Borgunarmörkin 2014
12:55 Þýski handboltinn
2013/2014
14:20 Þýsku mörkin
14:50 Borgunarmörkin 2014
16:05 NBA (NB90's: Vol. 4)
16:30 NBA úrslitakeppnin
(San Antonio - Oklahoma)
18:20 Austurríki - Ísland
20:25 Meistaradeild Evrópu -
fréttaþáttur
20:55 Þýski handboltinn
2013/2014
22:25 Austurríki - Ísland
00:05 NBA
00:30 NBA úrslitakeppnin
13:40 Destination Brazil
14:10 Premier League 2013/14
15:15 Ensku mörkin - neðri
deild
15:45 Premier League 2013/14
(Sunderland - Swansea)
17:25 Season Highlights
18:20 Tottenham - Newcastle
20:00 Manstu
20:50 Premier League Legends
(Peter Schmeichel)
21:20 Arsenal - Tottenham
23:05 Premier League 2013/14
(Cardiff - Chelsea)
10:30 Pitch Perfect
12:20 Mrs. Doubtfire
14:25 To Rome With Love
16:15 Pitch Perfect
18:05 Mrs. Doubtfire
20:10 To Rome With Love
22:00 The Great Gatsby
00:20 Braveheart
03:15 The Escape Artist (1:2)
04:45 The Great Gatsby
17:30 Jamie's 30 Minute
Meals (14:40)
17:55 Raising Hope (15:22)
18:15 The Neighbors (5:22)
18:35 Up All Night (6:11)
19:00 Top 20 Funniest (1:18)
19:45 The Cougar (1:8)
20:30 The Secret Circle (2:22)
21:10 Free Agents (5:8)
21:35 Community (10:24)
21:55 True Blood (6:12)
22:50 Sons of Anarchy (9:13)
23:35 Memphis Beat (10:10)
00:15 Dark Blue
00:55 Top 20 Funniest (1:18)
01:40 The Cougar (1:8)
02:25 The Secret Circle (2:22)
03:05 Free Agents (5:8)
03:30 Community (10:24)
03:50 True Blood (6:12)
04:45 Sons of Anarchy (9:13)
18:00 Strákarnir
18:30 Friends (12:24)
18:55 Seinfeld (7:21)
19:20 Modern Family
19:40 Two and a Half Men (20:24)
20:05 Wipeout - Ísland (9:10)
21:00 The Killing (8:13)
21:45 Boss (1:8)
22:45 It's Always Sunny In
Philadelphia (13:13)
23:10 Footballer's Wives (6:8)
00:00 Wipeout - Ísland (9:10)
00:50 The Killing (8:13)
01:35 Boss (1:8)
02:30 It's Always Sunny In
Philadelphia (13:13)
20:00 Kling klang Íslenska
poppflóran 2:6
21:00 Rölt yfir lækinn Randver
og Rakel halda áfram í
Kópavogí
21:30 Eldað með Holta
Úlfar og Holtakræsingar
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:00 Malcolm In The
Middle (7:22)
08:25 Making Attenborough's
Galapagos
09:15 Bold and the Beautiful
09:35 Doctors (161:175)
10:20 Fairly Legal (11:13)
11:10 Last Man Standing (5:24)
11:35 Hið blómlega bú
12:15 Heimsókn
12:35 Nágrannar
13:00 Bowfinger
15:10 Young Justice
15:35 Hundagengið
16:00 Frasier (21:24)
16:25 Mike & Molly (19:23)
16:45 How I Met Your
Mother (21:24)
17:10 Bold and the Beautiful
17:32 Nágrannar
17:57 Simpson
-fjölskyldan (15:21)
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Ísland í dag (1:50)
19:20 Stóru málin
20:05 One Direction: This is Us
21:35 101 Reykjavík 6,9
Rómantísk gamanmynd um
Hlyn Björn sem er Reykvík-
ingur á fertugsaldri og býr í
móðurhúsum. Líf hans er í
föstum skorðum þar til Lola,
spænskur flamíngó kennari
með lesbískar hvatir, flyst
inn til þeirra mæðgina.
23:05 Mýrin Íslensk kvikmynd
sem er byggð á samnefndri
metsölubók Arnaldar
Indriðasonar. Sagan segir
frá rannsókn Erlendar og
Sigurðar Óla á morði á tæp-
lega sjötugum karlmanni
sem reynist hafa átt flókna
og skuggalega fortíð.
00:40 Djúpið 6,7 Mögnuð mynd
Baltasars Kornáks með
Ólafi Darra Ólafssyni í
aðalhlutverki sem byggir
á sannri sögu og segir frá
þeim einstæða atburði
þegar einn sjómaður náði
að bjarga lífi sínu eftir að
bátur hans fórst. Myndin
gefur okkur einnig innsýn
inní líf íslenskra sjómanna
í gegnum tíðina og hinar
óblíðu aðstæður sem þeir
og fjölskyldur þeirra hafa
búið við í sjávarplássum um
allt land við að draga björg
í bú. Myndin hlaut alls 11
Edduverðlaun 2013 þar af
fyrir besta leik, leikstjórn og
sem besta mynd ársins.
02:10 Argo Frábær mynd sem
hlaut Óskarsverðlaunin
fyrr á þessu ári sem besta
myndin auk þess sem
hún hlaut verðlaun fyrir
handritið og klippingu. Alls
var myndin tilnefnd til sjö
Óskarsverðlauna.
04:05 Certain Prey
05:30 Fréttir og Ísland í dag
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Everybody Loves
Raymond (2:26)
08:25 Dr. Phil
09:05 Pepsi MAX tónlist
16:05 Necessary
Roughness (6:16)
16:50 90210 (19:22)
17:35 Gordon Ramsay Ultima-
te Home Cooking (20:20)
18:00 Læknirinn í eldhúsinu (7:8)
18:25 Dr. Phil
19:05 Minute To Win It
19:50 Secret Street Crew (4:6)
Ofurdansarinn Ashley Banjo
stjórnar þessum frumlega
þætti þar sem hann æfir
flóknar dansrútínur með
ólíklegasta fólki.
20:35 America's Funniest
Home Videos (33:44)
21:00 Survior - NÝTT (1:15) Það
er komið að 25. þátta-
röðinni af Survivor með
kynninn Jeff Probst í farar-
broddi og í þetta sinn er
stefnan tekin á Filippseyjar.
Keppendur eru átján talsins
að þessu sinni. Fimmtán
þeirra eru nýliðar en þrír eru
að spreyta sig í annað sinn
eftir að hafa dottið út á
sínum tíma sökum veikinda
eða meiðsla.
21:45 Wedding Crashers 7,0
Frábær grínmynd með
Vince Vaughn og Owen
Wilson í aðalhlutverkum.
Þeir eru óforbetranlegir
kvennabósar sem hafa
fundið fullkominn stað til
að kynnast stúlkum sem
eru til í tuskið. Þeir mæta
óboðnir í brúðkaup og heilla
dömurnar upp úr skónum.
En allt breytist þegar
þeir gerast boðflennur í
brúðkaupi ársins og annar
þeirra fellur fyrir trúlofaðri
dóttur áhrifamikils og
sérviturs stjórnmálamanns.
Það leiðir til villtrar helgar
á óðali fjölskyldunnar
þar sem boðflennurnar
komast fljótt að því að
þetta “verkefni” er enginn
hægðarleikur.
23:45 Royal Pains (7:16) Þetta
er fjórða þáttaröðin um
Hank Lawson sem starfar
sem einkalæknir ríka og
fræga fólksins í Hamptons
Á meðan Hank hefur rúss-
neskan kaupsýslumann til
meðferðar fellur hann fyrir
túlkinum hans.
00:35 The Good Wife (16:22)
01:25 Leverage (4:15)
02:15 Survior (1:15)
03:05 Pepsi MAX tónlist
Þessar verða
á Skjaldborg
Fjölmargar nýjar íslenskar heimildarmyndir frumsýndar
B
úið er að opinbera hvaða
nýju íslensku heimildar-
myndir verða sýndar á
Skjaldborg, hátíð íslenskra
heimildamynda í ár. Hátíðin fer
fram á Patreksfirði um hvíta-
sunnuna, 6.–9. júní næstkomandi.
Fjölmargar nýjar íslenskar heim-
ildamyndir eru frumsýndar á há-
tíðinni.
Myndirnar sem verða sýndar
í ár eru: Aumingja Ísland, ern eft-
ir aldri eftir Ara Alexander Ergis
Magnússon, Börn hafsins eftir Jó-
hann Sigfússon, Brot eftir Kára G.
Schram, Crime Into the Future eft-
ir Hegla Felixson og Titta Johnson,
Salóme eftir Yrsu Roca Fannberg,
Bækur með remúlaði eftir Höllu
Ólafsdóttur, Finnbogi Pétursson
eftir Hákon Má Oddsson og Guð-
berg Davíðsson, Rót vandans: Ís-
land og loftslagsbreytingar eftir
Jón Braga Pálsson, The More You
Know, The More You Know eftir
Körnu Sigurðardóttur, Úti að aka
eftir Svein M. Sveinsson, Valsmað-
ur fram í rauðan dauðann eftir Hall
Örn Árnason og Vertíð eftir Dóru
Hrund Gísladóttur. Auk þess verða
sýnd brot úr myndum sem eru í
vinnslu og tvær myndir eftir rúss-
neska heimildamyndasmiðinn
Victor Kossakovsky, Wednesday
19.07.1961 og ¡Vivan las Antipodas!
Forsala armbanda fer nú fram í
Bíó Paradís. n
viktoria@dv.is
dv.is/blogg/skaklandid
Stefán Bergsson skrifar
Skáklandið
Í
slandsmótið í skák er nú í full-
um gangi í Stúkunni í Kópavogi.
Þegar þessar línur eru ritaðar er
sjötta umferð í gangi í Lands-
liðs- og Áskorendaflokki. Lands-
liðsflokkur er geysisterkur í ár, sá
sterkasti í sögunni þegar litið er til
meðalstiga keppenda. Einnig má
líta til fjölda stórmeistara í flokkn-
um en af keppendunum tíu eru sex
stórmeistarar. Má segja að línur séu
að einhverju leyti farnar að skýrast
en þó ekki. Flokkurinn er jafn og
allir að vinna alla eins og það kall-
ast.Margir bjuggust við Hannesi
Hlífari og Hjörvari Steini Grétars-
syni í toppbaráttunni en þeir hafa
misst niður nokkra vinninga og
eru um miðju flokksins. Það er þó
stutt á toppinn þar sem trjóna nú
Henrik Danielsen og Guðmundur
Kjartans son báðir með fjóra vinn-
inga af fimm mögulegum. Henrik
hefur jafnan staðið sig vel í Lands-
liðsflokki og varð Íslandsmeistari
árið 2008. Guðmundi hefur hins
vegar yfirleitt ekki gengið vel í
flokknum og jafnan ekkert gengið
sérstaklega í skákum sínum gegn
sterkustu íslensku skákmönnunum
en verið þeimur duglegri að leggja
erlenda keppendur að velli. Hann
hefur einn stórmeistaraáfanga sem
hann náði á skoska meistaramótinu
fyrir fáeinum árum. Ef hann held-
ur dampi í Landsliðsflokknum má
gera ráð fyrir því að hann geri harða
atlögu að sínum öðrum stórmeist-
araáfanga. Hvernig sem það fer er
ljóst að Guðmundur hefur gefið
Jóni L. Árnasyni landsliðseinvaldi
skýr skilaboð um að hann er klár á
Ólympíumótið í Tromsö í ágúst ef
kallið kemur. Að lokum er vert að
geta skemmtilegrar taflmennsku
Þrastar Þórhallsonar í mótinu en
hann hefur teflt í skemmtilegum
sóknarstíl þar sem styrkleikar hans
svo sannarlega liggja. Gamli Ís-
landsmeistarinn frá 2012 er ekki
dauður úr öllum æðum þó hættur
atvinnumennsku sé! n
Guðmundur og
Henrik efstir
Duncan Jones Leikstjórinn lauk tökum á
myndinni nýlega.
Skjaldborg Heim-
ildamyndahátíðin er
haldin á Patreksfirði
um hvítasunnuna.