Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 40
40 Skrýtið Sakamál Helgarblað 30. maí –2. júní 2014 Lögregluþjónn skaut ræningja Fyrrverandi lögregluþjónn hjá lögreglunni í New York, Derek Bis- hop, skaut 18 ára mann, Manuel Ocampo, til bana eftir að sá síð- arnefndi reyndi að ræna hann. Atvikið átti sér stað aðfaranótt þriðjudags í Brooklyn. Tveir menn, þar á meðal Ocampo, gengu að bifreið Dereks og freistuðu þess að stela henni. Drógu þeir upp byssu og voru ógnandi í framkomu, að sögn Dereks. Segir Derek við banda- ríska fjölmiðla að hann hafi rétt Ocampo það litla sem hann var með á sér, en Ocampo hafi verið ósáttur við það og sagst ætla að skjóta hann í höfuðið. Bishop, sem var á vakt sem öryggisvörð- ur umrætt kvöld, var fyrri til og dró upp skammbyssu sem hann var með á sér. Tvö skot hæfðu Ocampo og lést hann af sárum sínum á sjúkrahúsi skömmu síðar. „Það er ömurleg tilfinning að skjóta mann en ég vildi sjá börnin mín og eiginkonu mína aftur. Ég vildi ekki deyja,“ segir Derek. Refsað fyrir morð sem var framið 1981 Dómstóll í New York hefur dæmt 65 ára karlmann, Bartolomeo Vernace, í lífstíðarfangelsi fyrir að skjóta tvo til bana árið 1981. Vernace tilheyrði hinni alræmdu Gambino-mafíu en skotárásin átti sér stað á bar í Queens. Ástæða árásarinnar var sú að barþjónn á staðnum missti glas yfir kjól kærustu Vernace á þeim tíma. Starfsmenn barsins, Ric- hard Godkin og John D'Agnese, reyndu að ná sáttum vegna þessa en ekki fór það betur en svo að þeir voru báðir skotnir til bana. Myrtur fyrir að fara lengri leið Sextán ára unglingur frá Penn- sylvaníu í Bandaríkjunum skaut leigubílstjóra til bana á dögun- um. Ástæðan er sú að hann taldi bílstjórann vera að svindla á sér með því að fara lengri leið en hann þurfti að fara. Unglingur- inn, Aazis Richardson, var hand- tekinn skömmu eftir morðið sem átti sér stað síðastliðið föstudags- kvöld. Sagði Richardson þegar hann var handtekinn að bílstjór- inn hefði virt athugasemdir hans að vettugi og haldið áfram að fara ranga leið. Bílstjórinn sem um ræðir hét Vincent Darbenzio og hafði starfað sem leigubílstjóri í rúman mánuð. L ítið vissi Bobbie Roberts hver framvinda mála yrði þegar hún leitaði aðstoðar lögfræðingsins Steve Keeney til að innheimta líf- tryggingu dóttur sinnar, Deönu Wild, á sumarmánuðum 1987. Deana Wild hafði hrapað til bana í Big Sur, vinsælum ferða- mannastað í Kaliforníu, 2. apríl, en þar hafði hún verið á ferð með hjónum, Virginíu og Billy Joe McGinnis. Bobbie hafði keypt líf- tryggingu upp á 2.500 Bandaríkja- dali fyrir dóttur sína, til að eiga í handraðanum ef í harðbakkann slægi. Hún hafði árangurslaust reynt að fá líftrygginguna greidda en tryggingafélagið þrjóskaðist við, án skýringa. Úrskurðað sem slys Hin sorgmædda móðir snerti ein- hvern streng í Steve Keeney og augljós fátækt hennar gerði það að verkum að hann ákvað að veita henni liðsinni sitt. Þrátt fyrir að allt umleikis dauða Deönu benti til slyss, sem hafði reyndar verið niðurstaða lögreglu á sínum tíma, komst Steve fljót- lega að ýmsu sem ekki kom heim og saman. Lögregla hafði ekki eytt tíma í að taka ljósmyndir á vettvangi, enda hafði Virginía lofað að senda þeim myndir sem hún hafði tekið. Það gerði hún aldrei, en sendi þær þess í stað til móður Deönu – myndirnar sýndu Deönu brosandi skömmu áður en hún hrapaði til bana. Myndir frá krufningu Deönu vöktu einnig áhuga Steve, en þær sýndu hruflaðar hendur og brotnar neglur, sem benti til þess að Deana hefði hangið á höndunum í ör- væntingarfullri tilraun til að bjarga lífinu. Steve brettir upp ermar Í mars 1988 var að renna út frestur sem Steve hafði til að höfða mál á grundvelli manndráps. Hann lagði fram vitnisburð fólks sem hafði hitt Deönu og McGinnis-hjónin við Big Sur en samkvæmt þeim vitnisburði var Virginía missaga; hún ýmist sagði Deönu vera dóttur náins vin- ar eða verðandi tengdadóttur. Einnig komst Steve að því að Virginía hafði líftryggt Deönu fyrir 35.000 Bandaríkjadali daginn áður en hún hrapaði til bana; fyrsti rétt- hafi var sonur hennar frá fyrra hjónabandi, Joe Coates, en Virginía sjálf var annar rétthafi. Þrátt fyrir þessar upplýsingar höfnuðu yfirvöld í Monterey-sýslu að leggja fram kæru á hendur Virginíu, vegna skorts á sönnunar- gögnum. Steve sá fram á að þurfa að grafa dýpra og við þann gröft komst hann að ýmsu úr fortíð Virginíu sem ekki þoldi dagsbirtu. Og bálið brennur Keeney komst að því, til að byrja með, að Deana var gift Jay nokkrum Wild. Þau höfðu gengið í það heilaga 1985 en Jay var í sjóhernum og langar fjarvistir höfðu tekið sinn toll í sambandi þeirra. Engu að síð- ur hafði Deana vonað að þau gætu náð saman að nýju. McGinnis-hjónin höfðu gert sér dælt við Deönu og þrábeðið hana að búa hjá þeim, og að lokum lét hún undan – reyndar hafði hún á orði við systur sína að McGinn- is-fjölskyldan væri hálf undarleg. Steve átti síðar eftir að komast að því að mat Deönu var rétt svo ekki væri meira sagt. Steve rakti sögu Virginíu til Íþöku í New York þar sem hún fæddist 1932. Hún kynntist fyrsta eiginmanni sínum, Richard Coates, þegar hún barðist við elda í vel tryggðri hlöðu föður síns. Richard og Virginía eignuðust tvo syni, en Virginía hafði lítinn áhuga á sonum sínum, var enda önnum kafin við að innheimta tryggingafé vegna elda sem virtust kvikna lon og lon við heimili hjón- anna. Að lokum varð Coates nóg boðið og skildi við Virginíu. Fleiri eldsvoðar og dótturdauði Virginía flutti heim til föður síns og skömmu síðar fuðraði það upp og fylgdi eldsvoðanum fjárhagslegur ávinningur. Í reynd virtist sem öll heimili Virginíu væru einstaklega eldfim – vel tryggð. Árið 1972 dó þriggja ára dóttir Virginíu. Henni hafði tekist að flækja reipi um hálsinn, á heimili þeirra í Louisville í Kentucky. Dauðsfall- ið var úrskurðað sem slys og virtist engum sem að rannsókninni komu undarlegt hvernig þriggja ára stúlku tókst að binda reipi í bjálka sem var í 240 sentimetra hæð, enda hafði Virginía skorið dóttur sína niður áður en lögreglu bar að. Virginía fékk greidda líftryggingu dóttur sinnar. Þegar þarna var komið sögu var Virginía gift Sylvester „Bud“ Rear- den. Hann fékk krabbamein 1974 og tókst Virginíu að telja heilbrigð- isyfirvöldum trú um að hún væri hjúkrunarfræðingur og því vel fær um að annast eiginmanninn heima fyrir. Bud fór yfir móðuna miklu og enn og aftur átti Virginía erindi í tryggingafélagið. Málalyktir Skömmu áður en Deana mætti örlögum sínum hafði Virginía sinnt veikri móður sinni, en allt kom fyr- ir ekki; móður hennar varð ekki lífs auðið. Með þetta í farteskinu tókst Steve Keeney að leggja fram kæru á hendur Virginíu tveimur dögum áður en frestur til þess rann út. Þrátt fyrir að móttaka tvær stefn- ur lét Virginía ekki sjá sig og tókst Keeney að telja yfirvöld í San Diego á að kæra Virginíu fyrir morð, ekki síst í ljósi þess að líftrygging Deönu hafði verið keypt í þeirra umdæmi. Þá hafði einnig komið í ljós að Deana hafði innbyrt þunglyndis- lyf skömmu fyrir dauða sinn. Um- ræddu lyfi hafði ekki verið ávísað til Deönu heldur Billys Joe Mc Ginnis, skömmu fyrir dauða Deönu. Virginía og Billy Joe, sem þá voru skilin, voru ákærð fyrir morð, en Billy Joe dó í fangelsi, úr al- næmi, áður en réttarhöld hófust yfir honum. Virginía hins vegar var sakfelld, 30. mars 1993, og fékk lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn. n n Margt kom upp úr kafinu við rannsókn á dauða Deönu Wild„Virginía hafði lítinn áhuga á sonum sínum, var enda önnum kafin við að innheimta tryggingafé vegna elda. Morðóður brennuvargur Með Billy Joe Deana virðist vera afslöppuð með Billy Joe, enda sennilega undir áhrifum lyfja. Á brúninni Billy Joe með hönd á baki Deönu, kannski rétt áður en hann ýtti henni fram af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.