Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 34
Helgarblað 30. maí –2. júní 201434 Fólk Viðtal
hluti Rússlands á því svæði; siglingar
verða meðfram ströndum Rússlands
og miklar auðlindir eru á þessum
slóðum. Reynslan á síðustu 10–15
árum sýnir að Rússland hefur tekið
á jákvæðan hátt þátt í þróun Norður
skautsráðsins, stuðlað að samningum
og samkomulagi á mörgum sviðum.
Um leið og við erum á varðbergi
þurfum við að muna að áhugi þeirra
sem fjær búa getur verið eðlileg
ur og skiljanlegur. Og í öllu starfi og
stefnumótun á norðurslóðum er brýnt
að virða hagsmuni og sjónarmið frum
byggjanna og annarra íbúa á svæðinu
og varðveita náttúruna og umhverfið.“
Íslendingar hafa sérstöku
hlutverki að gegna
En hvað með líkur á ófriði á þessum
slóðum vegna auðlinda og hags
muna?
„Það hefur tekist með þátttöku
Bandaríkjanna og Rússlands að breyta
þeirri spennu sem var á norður
slóðum á dögum kalda stríðsins í já
kvæða orku, samstarf sem hefur skilað
miklum árangri. Nýr sendiherra Rúss
lands á Íslandi gegndi til dæmis mikil
vægu hlutverki við gerð nýrra samn
inga um norðurslóðir.
Ég ítreka hins vegar oft og iðulega
að mikilvægast er, bæði fyrir okkur Ís
lendinga og aðra, að hafa ávallt í huga
að norðurslóðir eru heimkynni fólks
sem þar hefur búið í þúsundir ára,
fólks með sína eigin sögu og menn
ingu. Hagsmunir frumbyggjanna eru
ríkulegir og samfélög þeirra, hvort
heldur þau eru í Alaska, Kanada,
Grænlandi eða Rússlandi, eiga sér
merkilega sögu, eru miklu eldri en
ríkisvaldið á þessum svæðum. At
gangurinn á norðurslóðum má ekki
verða svo mikill að það gangi þvert á
hagsmuni þessa fólks. Í þeim efnum
höfum við Íslendingar sérstöku hlut
verki að gegna. Við erum lítil þjóð,
höfum háð okkar sjálfstæðisbaráttu,
munum erfiða tíma og glímu við ríki
sem vildu brjóta okkur á bak aftur,
ríki sem ógnuðu okkar réttindum,
sendu jafnvel flota til að stöðva útfær
slu landhelginnar. Það stendur engu
ríki á norðurslóðum nær en okkur Ís
lendingum að árétta réttindi og hags
muni frumbyggjanna.“
Siðferðilegt próf
„Þetta er siðferðilegt próf fyrir okkur
á Norðurlöndum og önnur ríki á
norður slóðum. Okkur er gjarnt að
setjast í dómarasæti gagnvart mann
réttindum í fjarlægum heimshlutum
en áttum okkur kannski ekki á því
að við erum líka prófuð hér á norð
urslóðum varðandi réttindi fólks,
einstaklinga, þorpa og samfélaga.
Það hefur verið lærdómsríkt fyrir
mig að kynnast frumbyggjum í Kanada,
Alaska, Grænlandi og Rússland, kynn
ast þeirra menningu, siðum og lífsbar
áttu. Ég hef kynnst merkum öldungi,
Edward Itta, sem reyndar kom hing
að á Arctic Circle í fyrra. Hann er einn
áhrifamesti talsmaður frumbyggja í
Alaska. Hans fólk hefur um aldir búið
í farsælu sambandi við náttúruna, þarf
að læra ensku í skólum því samfélagið
notar enn hið gamla tungumál frum
byggjanna. Í ræðu á ráðstefnu í Alaska
fyrir þremur árum sagði hann: „Þegar
hvíti maðurinn kom hófust vanda
málin.“ Það var sérkennilegt að vera
í Alaska á öðrum áratug 21. aldar og
hlýða á þessa niðurstöðu hins aldna
frumbyggjaleiðtoga.“
Fundir með frumbyggjum
Ólafur Ragnar hefur hitt fulltrúa
ættbálka víða á norðurslóðum, fór
meðal annars með þáverandi ríkis
stjóra Kanada til að ræða við höfð
ingja ættbálks sem býr í víðáttunni í
norðvestur hluta Kanada.
„Enginn þessara gömlu manna
talaði ensku, enginn frönsku heldur.
Þeir töluðu bara tungumálið sem
hafði verið þeirra um aldir. Tungumál
sem átti engin óhlutbundin hugtök
heldur er byggt á fyrirbærum úr nátt
úrunni.
Svo hef ég líka heimsótt norður
svæði Rússlands, ættbálkana sem
búa í auðnum Síberíu, eiga hvergi
fastan samastað og flytja með hrein
dýrahjörðinni eins og þeir hafa gert
um árþúsundir.
Þessir fundir með frumbyggjum
hafa fyllt mig auðmýkt gagnvart
menningu þeirra og lífsbaráttu, lær
dómunum sem þeir geta fært okkur.
Þegar þú spyrð mig hvað beri að var
ast, þá set ég þess vegna efst á lista að
við megum ekki gleyma því að fram
tíð norðurslóða snýst fyrst og fremst
um þetta fólk, þeirra menningu,
tungumál og heimkynni.“
Ábyrgð Íslendinga
„Margir foringja frumbyggjasamfé
laganna á norðurslóðum horfa til Ís
lands. Þeir þekkja til sögu okkar, vita
að við vorum nýlenda, höfðum fyrir
200 árum engin pólitísk réttindi og
háðum fyrir þeim harða baráttu.
Þeir sjá í sögu okkar eins konar
spegilmynd af þeim prófraunum sem
þeir sjálfir þurfa að takast á við.“
Þriðji póllinn
„Loftslagsbreytingar munu hafa áhrif
á alla jarðarbúa,“ sagði Rajendra
Pachauri, formaður IPCC, Milli
ríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna
um loftslagsbreytingar, í tilefni út
gáfu nýrrar skýrslu um áhrif loftslags
breytinga á líf á jörðinni. Niðurstöður
hennar eru að loftslagsbreytingar af
mannavöldum munu á næstu áratug
um hafa gríðarleg áhrif á lífríki og líf
fólks í öllum heimsálfum.
Ólafur Ragnar hafði forgöngu um
að bjóða Pachauri til Íslands fyrir
nokkrum árum og hann mun reynd
ar að öllum líkindum koma hingað
í haust á annað þing Arctic Circle.
Pachauri og fleiri vísindamenn frá
Kína og Indlandi hafa á síðari árum
notað heitið „Þriðji póllinn“ yfir
jöklana á Himalajasvæðinu.
Á leiðinni til Bútans
„Fyrst fannst mér þetta skrýtin en
skemmtileg orðanotkun en auðvitað
er hún rétt. Það eru í raun þrjú svæði
sem eru þakin jöklum í heiminum:
Norðurslóðirnar, Suðurskautslandið
og Himalajafjöllin. Eitt af því sem
hefur verið ánægjulegt við þátttöku
í samvinnu vegna norðurslóða er
hvernig okkur hefur tekist að hjálpa
þjóðunum á Himalajasvæðinu að
efla samstarf og rannsóknir á sínum
heimaslóðum, bæði með fundum á
Íslandi, á Indlandi og í Kína.
Í haust verður svo fundur í Bútan
þar sem þessari samræðu verður
haldið áfram. Þjóðirnar á Himalaja
svæðinu munu verða fyrir gríðarlegu
tjóni vegna bráðnunar jökla. Rúmir
tveir milljarðar jarðarbúa eru á einn
eða annan hátt háðir vatnsbúskapn
um og fljótunum sem eiga uppruna
sinn á Himalajasvæðinu. Þessi tvö
svæði, norðurslóðir og Himalaja
svæðið, eru fremsta víglínan í lofts
lagsbreytingum komandi ára.“
Einingarmál Íslendinga
„Hlutverk og staða okkar Íslendinga á
norðurslóðum getur orðið efniviður í
víðtæka samstöðu, líkt og einhugur
inn sem einkenndi samþykkt Alþingis
á norðurslóðastefnunni gaf fyrirheit
um. Það er þörf á því að þjóðin eigi
slík einingarmál sem snerta grund
völl og stöðu okkar í veröldinni.
Það hefur ekki alltaf verið raunin.
Við þekkjum öll ágreininginn um
NATO, herinn og Evrópusambandið
og það skiptir okkur miklu máli að
eining skapist um framgöngu okkar á
norðurslóðum. Það er ein af ástæðum
þess að ég hef varið miklum tíma og
kröftum í þessi málefni. Ég er sann
færður um að öflug uppbygging á
þessu sviði, aukin þekking, vitund og
vilji sé traust akkeri í framtíðinni.“
Sviss norðurslóða
„Við erum lítil þjóð án þeirra víðtæku
hagsmuna sem stærri ríkin hafa. Líkt
og Sviss varð á dögum kalda stríðsins
vettvangur þar sem allir gátu komið
saman og átt árangursríkar samræð
ur tel ég að Ísland geti skapað sér við
líka stöðu á norðurslóðum; orðið eins
konar þorpstorg þar sem menn koma
saman til jákvæðra samræðna og
samstarfs. Það þarf slíkan vettvang.“
Áhersla á Bandaríkin
Ólafi Ragnari hefur oft verið legið á
hálsi fyrir að leggja áherslu á sam
skipti við Rússland og Kína. Hann
segist hins vegar hafa lagt mesta
áherslu á að efla margvísleg samskipti
við Bandaríkin.
„Staðreyndin er sú að það er ekkert
land sem ég hef alla mína forsetatíð
lagt jafnmikla rækt við og Bandaríkin.
Ég hef farið þangað fleiri ferðir til fjöl
þættari funda en til nokkurs annars
lands; ekkert ár liðið án slíkra ferða.
Þegar bankarnir hrundu og fjár
málakreppan skall yfir leituðu ég og
fleiri íslenskir ráðamenn leiða til að fá
aðstoð og samstarf við forystumenn
í bandarísku stjórnkerfi og fjármála
lífi. Þá var okkur kurteislega bent á að
þeir hefðu öðru að sinna en að hjálpa
íslensku efnahagslífi. Það var merki
leg reynsla að fá slík svör á þessum
örlagaríku dögum 2008.
Í dag er staðan hins vegar breytt.
Nú vita ráðamenn í Bandaríkjun
um að norðurslóðir eru nýr grund
völlur traustrar samvinnu við Ísland.
Þess vegna sendi Hillary Clinton
ræðu sem hún tók upp á heim
ili sínu í Washington á fyrsta þing
Artic Circle sem haldið var í Reykja
vík í fyrra. Þess vegna sendi núver
andi utanríkis ráðherra John Kerry
einnig ávarp á það þing. Í fyrra átti
ég marga fundi í Washington með
þingmönnum í öldungadeildinni um
málefni norður slóða og sams kon
ar áhugi kom fram í síðasta mánuði
þegar ég sótti málþing og ráðstefnur
í nokkrum borgum Bandaríkjanna.
Bandaríkin munu á næsta ári taka við
forystu í Norðurskautsráðinu og þess
vegna skipta næstu misseri miklu
máli í þessum efnum.“
Samstarf við Hillary
Clinton og John Kerry
Ólafur Ragnar þekkir bæði Hillary
Clinton og John Kerry og hefur gert
lengi.
„Ég hef notið þeirrar gæfu að
þekkja Hillary og John mjög lengi. Ég
hitti John Kerry fyrst fyrir um 30 árum
þegar hann var nýorðinn öldunga
deildarþingmaður. Það sama má
segja um Hillary og Bill Clinton. Áður
en ég varð forseti var mér boðið ásamt
nokkrum öðrum erlendum stjórn
málamönnum að sitja þing demókrata
1992 þegar Clinton var valinn forseta
frambjóðandi. Hinn einlægi áhugi
Hillary á málefnum norðurslóða gerði
það að verkum að á fundinum heima
hjá henni í George town í fyrra þegar
hún var hætt sem utanríkisráðherra
var hún strax til búin að leggja stofnun
Arctic Circle lið.
Ef Hillary verður kosin næsti
forseti Bandaríkjanna þarf Hvíta
húsið enga fræðslu frá mér eða öðr
um um málefni norðurslóða,“ seg
ir Ólafur Ragnar og brosir. „Hún er
einn af þeim stjórnmálamönnum
veraldar sem hefur hvað mesta þekk
ingu, innsæi og reynslu í málefnum
norður slóða; var fyrsti utanríkisráð
herra Bandaríkjastjórnar sem mætti
á ráðherrafund Norðurskautsráðsins.
Það sama gildir um John Kerry.
Fyrir um tveimur árum sat ég fá
mennan kvöldverð í Boston þar sem
Kerry hélt ræðu um norðurslóðir
og talaði blaðlaust í einn og hálfan
klukkutíma. Það sýndi þekkingu hans
á málefninu. Slíka leiðtoga er gott að
hafa sem hauka í horni norðurslóða.“
Rökrætt við Pútín
Rússar hafa sóst eftir samvinnu Ís
lands og Rússlands með sérstöku til
liti til mikilvægis Norðurslóða á kom
andi árum og áratugum og Ólafur
Ragnar hefur átt marga fundi um
slíka samvinnu. Á dögunum rataði
hann í fréttir norskra fjölmiðla eftir
ummæli á ráðstefnu í Bodö um áhrif
deilnanna um Úkraínu á samvinnu á
norður slóðum.
„Ég hef átt margvíslegar viðræður
við Pútín í gegnum tíðina. Þegar ég
fór í opinbera heimsókn til Rússlands
fyrir meira en áratug var það ég sem
setti norðurslóðir á dagskrá í þeirri
heimsókn. Þá var svar Pútíns á þá leið
að það væri mál sem fyrst og fremst
ætti að ræða við einstaka fylkisstjóra
en ekki við þá í Kreml. Þá var hug
mynd hans sú að norðurslóðir væru
jaðarmál í Rússlandi.
Nú hefur orðið grundvallar
breyting hvað þetta snertir. Rússar
hafa tekið virkan þátt í að móta
Norður skautsráðið á jákvæðan hátt.
Þeir hafa leyst deilumál sín við Noreg
og verið ásamt Bandaríkjunum í
fararbroddi við gerð samninga um
björgun á norðurslóðum, mengun
vegna olíuslysa og vísindarannsóknir.
Fyrir fjórum árum beitti Pútín
sér fyrir því að Rússneska landfræði
félagið, sem á sér langa og merka
sögu, stofnað um miðja nítjándu
öldina, færi að halda árlegar ráð
stefnur um norðurslóðir. Pútín
hefur komið á þær allar og flutt þar
athyglisverðar ræður um mikilvægi
samstarfs.
Norðrið hefur sérstakan sess í
rússneskum vísindum og menningu.
Mér hefur fundist að nálgun Rússa
að málefnum norðurslóða á síðustu
árum sé á vissan hátt mótuð af því að
þeir gera sér skýra grein fyrir því að
náttúruöflin og veðráttan á norður
slóðum er svo kröftug að ekkert eitt
ríki getur glímt við norðurslóðir án
samstarfs við aðra.
Harður bylur og frosthörkur að
vetri fela í sér krafta sem tæknin ræður
lítið við og þess vegna er samvinnan
forsenda árangurs. Líkt og við þekkj
um hvernig eldgos og jökul hlaup
ógna mannvirkjum vita þeir sem al
ast upp á norðurslóðum í Rússlandi
að náttúran setur mannlegu valdi af
gerandi mörk. Ég held að það sé ein af
ástæðum þess að þeir vilja efla sam
vinnu á norðurslóðum og enn sem
komið er hefur hún gengið vel.
Ég lýsti því eins og þekkt er á ráð
stefnu í Noregi fyrir tveimur mánuð
um eða svo að menn yrðu að passa sig
á því að blanda ekki saman deilumál
um í öðrum heimshlutum við þróun
samstarfs á norðurslóðum. Það kom
ekki fram í fréttum, sem norskir fjöl
miðlar fluttu um þennan atburð, að
í salnum var stór hópur stúdenta frá
Rússlandi og Úkraínu. Þeim hitnaði
mjög í hamsi þegar fulltrúi norska
utanríkisráðuneytisins fór að blanda
þessum málum saman. Viðbrögð
mín voru að draga úr þeirri spennu
sem hafði myndast í salnum.“
Lærdómsrík vegferð
Ólafur Ragnar segir að þátttaka í
samvinnu á norðurslóðum hafi
breytt sér. „Þótt ég liggi ekkert sér
staklega andvaka yfir því hvort ég sé
að breytast,“ segir hann og hlær.
„Vegferðin hefur verið lærdóms
rík. Hún hefur breytt mér, dýpkað
reynslu mína og gefið mér fjölþætt
ari sýn. Hún hefur líka sýnt mér að
erindi annarra þjóða við Íslendinga
getur tekið hröðum breytingum.
Það er lærdómur sem skiptir okkur
miklu.“ n
„Asíuþjóðirnar hafa
séð samhengið á
milli ofsaveðra á þeirra
heimaslóðum og breytinga
á ísnum í okkar heimshluta.
„Þessir fundir með
frumbyggjum
hafa fyllt mig auðmýkt.
Ólafur og hvítabjörninn Ævintýri Ólafs Ragnars
á norðurslóðum hafa verið mörg og leitt hann um
veröldina alla. Hvítabjarnarskinnið er gjöf frá græn-
lensku landstjórninni til Bessastaða á öðru ári Ólafs
Ragnars Grímssonar í embætti; þetta er fyrsta gjöf
Grænlendinga til Bessastaða. mynd SigtRygguR aRi