Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 68
Helgarblað 30. maí –2. júní 20144 Sjómannadagur Fleiri konur en karlar keppa a f tuttugu og tveimur kepp- endum sem hafa skráð sig eru fimmtán konur,“ seg- ir Hjalti „Úrsus“ Árna- son sem stendur fyrir afl- raunakeppninni Sterkasti maður Íslands. Keppnin, sem ber yfirskrift- ina Culiacan-mótið, fer fram um helgina í tilefni af sjómannadags- gleðinni, Hátíð hafsins. „Þetta er í fyrsta sinn sem við bjóðum upp á kvennaflokka og í fyrsta sinn sem við bjóðum upp á -90 kílóa flokk karla.“ Crossfit-æðið eykur áhuga Hjalti segir crossfit og þá miklu lík- amsræktarbylgju sem gengið hef- ur yfir landið ástæðuna fyrir því að þátttaka í léttari flokkum er jafn góð og raun ber vitni. „Þessi mikli áhugi á crossfit og líkamsrækt í þeim dúr hefur aukið áhuga á kraftsportinu, kraftlyftingum og ólympskum lyft- ingum til muna. Almenningur hefur meiri áhuga á þessu og miklu fleiri eru í frábæru formi. Þessi mikli fjöldi sem er að skila sér í kvennaflokkun- um er gott dæmi um það,“ en keppt verður í -75 og +75 kílóa flokkum kvenna. „Þetta er gríðarlega jákvæð þró- un og maður finnur það að almennt er meiri áhugi fyrir þessu sporti en undanfarin ár.“ Hjalti segir vinsældir Hafþórs Júlíusar Björnssonar einnig spila þar inn í. „Hafþór hefur auðvit- að verið að gera ótrúlega hluti og er einn sá besti í heiminum í dag. Síðan hefur hann einnig verið áberandi út af hlutverki sínu í þáttunum Game of Thrones,“ segir Hjalti en Hafþór var hálfu stigi frá því að hampa titl- inum Sterkasti maður heims fyrr á árinu. Keppa ekki við risana Frá árinu 2009 hefur Hjalti boðið upp á -105 kílóa flokk í keppninni Sterkasti maður Íslands. „Núna bætum við -90 við og eftirspurnin er mikil. Ef þú ert nautsterkur og 80 kíló þá ertu samt ekki að fara keppa við menn eins og Hafþór. Enda er hann 100 kílóum þyngri og það væri lítil sanngirni í því.“ Hjalti stefnir á að fjölga mótum fyrir konur í sumar en hann viður- kennir að þessi mikla aðsókn hafi komið sér á óvart. „Við erum með fleiri mót í sumar og erum að skoða núna að stækka þau. Þetta eru frá- bær tíðindi og vonandi eitthvað sem er komið til að vera.“ Atlassteinar og orkukubbar Keppnin fer fram laugardaginn 31. maí við Kaffivagninn á Granda og hefst klukkan 13.00. Keppt verður í ýmsum greinum og má þar nefna atlassteina, orkukubbagöngu, bíla- drátt, öxullyftu og sirkuslóð. „Þyngdirnar í hverri grein verða aðlagaðar að þyngdarflokkunum. Til dæmis er konurnar sem taka þátt í -75 flokknum að bera 55 kílóa kubb en þyngstu strákarnir bera 105 kíló í hvorri hendi.“ Hjalti segist vera skoða hvort honum takist að útbúa svoköll- uð sirkuslóð fyrir kvennaflokkinn í tæka tíð. „Sirkuslóðin eru gríðar- stór og þeim þarf að lyfta upp fyrir haus. Tómt sirkuslóð með engu inni í er 63 kíló. En stelpurnar vilja ólmar spreyta sig á þeim.“ n n Sterkasti maður Íslands á Hátíð hafsins n Keppt í léttari flokki Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Konur í meirihluta Í fyrsta skipti er keppt í -75 og +75 kílóa flokkum kvenna sem og -90 kílóa flokki karla. myndir sigtryggur Ari Skálaberg endurnefnt Ilvileq Fer á makrílveiðar um miðjan júní Skálaberg var endurnefnt Ilvileq fyrr í mánuðinum og mun fara á makrílveiðar um miðjan júní. Brim seldi skipið til Artic Prime Fisheries á Grænlandi í lok síð- asta árs en Brim á meirihluta í því félagi. Í kjölfar þessa var skipið endurnefnt og málað. Skipið er líkt og DV hefur greint frá ríkulega útbúið og var eitt fullkomnasta veiðiskip ís- lenska flotans. Skipið er af nýrri gerð frystitogara þar sem mikið er lagt upp úr aðbúnaði áhafnar einnig er skipið sérstaklega styrkt og hannað fyrir veiðar við erfiðar aðstæður í Norður-Atlantshafi. Meðal annars er skipið búið fjór- um togvindum og er með 10.000 hestafla aðalvél en það er 3.435 tonn að stærð, 16 metra breitt og 74,50 metra langt. Skipið keypti Brim frá Argentínu haustið 2012, en það hét áður Ezperanza del Sur, eða Von suðursins. Kaupverðið var um 3,5 milljarðar króna og var það í slipp í fjóra mánuði eftir kaupin, þar sem það var meðal annars málað blátt. Guðmundur kvaðst hafa haft trú á því að hægt væri að gera skipið út í íslenskri lögsögu en ákvörðun hafi verið tekin um að selja skipið vegna erfiðra að- stæðna og sligandi veiðigjalds, þar sem veiðigjaldið væri nú reiknað út frá þorskígildiskíló- um. Skipið verður gert út frá Grænlandi og verður með græn- lenska og íslenska áhöfn. Arctic Prime Fisheries starfrækir þrjár fiskverkanir á Grænlandi en er með höfuðstöðvar í Qagortog. Þaramajónes Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, veitti fyrir skemmstu verðlaun í keppninni EcoTrophelia Ís- land sem Matís, ásamt Nýsköp- unarmiðstöð Íslands, Háskóla Íslands og fjölmörgum stofnun- um heima og erlendis standa að. Verðlaunin voru afhent á Ný- sköpunartorgi Samtaka iðnaðar- ins í Háskólanum í Reykjavík. Tvö lið kepptu til úrslita. Annað liðið skipuðu þær Brynja Einarsdóttir, Guðjóna Björk Þor- bjarnardóttir og Hrefna Lind Einarsdóttir og voru þær með vöruna BEjuicy sem er frost- þurrkaður grænmetissafi á duftformi. Hitt liðið skipuðu Christopher Melin og Páll Arn- ar Hauksson með vöruna Fjöru sem er þaramajónes. Svo fór að þaramajónes tryggði Christoph- er Melin og Páli Arnari Hauks- syni sigurinn í EcoTrophelia Ís- land að þessu sinni. „ Í fyrsta sinn sem við bjóðum upp á kvennaflokka og í fyrsta sinn sem við bjóðum upp á -90 kílóa flokk karla. Kraftar í kögglum Hjalti segir að þeim fjölgi sem eru í góðu formi. Óárennileg Það verður tekið á því á Granda á laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.