Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 6
6 Fréttir Helgarblað 30. maí –2. júní 2014 Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Guðbjörg samdi um Glitnismál n Skriflegur samningur frá 2007 var til grundvallar hlutabréfasölu G uðbjörg Matthíasdóttir, fjárfestir og eigandi Ísfé­ lagsins í Vestmannaeyjum, hefur komist að samkomu­ lagi við slitastjórn Glitnis um uppgjör vegna mála sem hún átti útistandandi við bankann. Þetta segir lögmaður hennar, Sigur björn Magnússon: „Það er búið að komast að samningum við slitastjórnina og fella málið niður.“ Sigurbjörn segist ekki vilja nefna upphæðina sem samningarnir snúast um en segir að þeir hafi verið liður í „stærra uppgjöri“. Málið sem DV spurði Sigurbjörn um var riftunarmál vegna hluta­ bréfaviðskipta Guðbjargar við Glitni þann 26. september 2008, örfáum dögum fyrir fall bankans. Í þeim viðskiptum greiddi Glitnir tæplega fjóra milljarða króna fyrir 1,7 prósenta hlut hennar í bank­ anum. Glitnir höfðaði málið til að rifta umræddum viðskiptum. Sagði engan skriflegan samning Fjallað var um söluna á hlutabréf­ unum fyrir Héraðsdómi Reykja­ víkur á mánudaginn en samkvæmt því sem fram kom þar í máli Jó­ hannesar Baldurssonar, fyrrver­ andi framkvæmdastjóra hjá Glitni, var ekki gerður skriflegur samn­ ingur við Guðbjörgu um sölurétt á hlutabréfunum. Sagði Jóhannes að tjón bankans af viðskiptunum hefði verið „einhverjir milljarðar eða hundruð milljóna“. Samningur gerður árið áður Þessu neitar Sigurbjörn í sam­ tali við DV. „Það var til skriflegur samningur um söluréttinn. Það var alveg skýrt, allt skriflegt í þeim efnum. Þetta er rangt hjá Jóhann­ esi.“ Sigurbjörn segir að sá samn­ ingur hafi verið gerður ári áður, í september 2007, þegar Guðbjörg seldi þáverandi eiganda Glitnis, FL Group, hlutabréf í Trygginga­ miðstöðinni. Guðbjörg fékk greitt fyrir hlutabréfin í Tryggingamið­ stöðinni með reiðufé og eins með hlutabréfum í Glitni sem bankinn sölutryggði og hún hafði heimild til að selja í lok september 2008. Hafði tvo daga DV hefur áður fjallað um samning bankans og Guðbjargar, eða félags í hennar eigu sem heitir Kristinn ehf. Kristinn átti nærri 254 millj­ ónir hluta í Glitni þann 24. sept­ ember en samkvæmt samningn­ um sem gerður var í tengslum við söluna á hlutabréfunum í Tryggingamiðstöðinni þá mátti Guðbjörg selja hlutabréfin dagana 25. til 27. september og varð bank­ inn að kaupa þau á ákveðnu gengi. Slíkt fyrirkomulag heitir sölu­ trygging og tíðkaðist nokkuð í við­ skiptum með hlutabréf á Íslandi á þessum tíma, til dæmis í viðskipt­ um Glitnis og Pálma Haraldssonar með olíufélagið Skeljung. Að frá­ dregnum arðgreiðslum og þóknun fékk Guðbjörg tæplega 3,5 millj­ arða króna í sinn hlut í þessum viðskiptum. Guðbjörg hélt hins vegar eftir jafnstórum hluta í bankanum sem hún svo tapaði þegar bankinn hrundi nokkrum dögum síðar og bréfin í honum urðu verðlaus. Rannsökuðu þátt Glitnis DV greindi frá því í ársbyrjun 2010 að embætti sérstaks saksóknara hefði málið til rannsóknar. Þó var ekki um ræða þátt Guðbjargar í því heldur Glitnis þar sem ekki var til­ kynnt um viðskiptin á markaði líkt og hefði átt að gera í svo stórum hlutabréfakaupum. Bréfin voru keypt af Guðbjörgu á meira en 100 prósent yfirverði, á genginu 32,18 þegar markaðsverðið var 15,19, er hætt við því að tilkynning um slík viðskipti hefði getað haft neikvæð áhrif á hlutabréfaverð í bankanum ef þau hefðu spurst út. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Það var til skrif­ legur samningur um söluréttinn. Samdi við Glitni Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona úr Eyjum, samdi við Glitni vegna mála sem voru útistandandi við bankann. Barnaheill safnar hjólum Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi hófst formlega á mánudag. Matthildur Eggertsdóttir, fjögurra ára leik­ skólastúlka, var fyrst til að gefa hjól, en hún kom með gamla hjólið sitt í Sorpu á Sævarhöfða. Þetta er í þriðja sinn sem Barnaheill stendur fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga. Söfnunin stendur til 15. júní og verður hjólum safnað á endurvinnslustöðvum Hringrásar og Sorpu á höfuð­ borgarsvæðinu. Hjólin eru ætluð börnum sem ekki eiga þess kost að kaupa sér reiðhjól. Hægt er að sækja um hjól hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og í Reykjanesbæ. Væntingar standa í stað Fleiri eru svartsýnir en bjartsýnir varðandi væntingar til efnahags­ og atvinnulífs. Þetta má lesa úr nýrri væntingavísitölu Gallup sem birt var í vikunni. Vísitalan hækkaði um 1 stig í maí frá apríl og mælist nú 83,6 stig. Í umfjöll­ un á vef Greiningar Íslandsbanka kemur fram að hækkunin komi í kjölfar töluverðrar lækkunar á vísitölunni í apríl. „Við reiknuð­ um með að lækkunin í apr­ íl myndi ganga talsvert til baka í maí, en ljóst er að það gekk ekki eftir.“ Er látið að því að liggja að verkföll framhaldsskólakennara og verkföll grunnskólakennara og flugfólks í maí hafi átt hlut að máli.“ Tilmæli um samstarf Samkeppniseftirlitið fylgist með fjölmiðlamarkaði S amkeppniseftirlitið beindi ákveðnum sjónarmiðum til fjölmiðlafyrirtækisins 365 og vefmiðilsins Eyjunnar vegna samstarfs þeirra. Þetta kemur fram í svari frá forstjóra Samkeppniseftirlitsins, Páli Gunnari Pálssyni, við fyrirspurn DV. Eigandi Eyjunnar, Björn Ingi Hrafnsson, stýrir nú sjónvarpsþætti á Stöð 2 sem ber heitið Eyjan og er þátturinn auglýstur á netmiðlinum. Lítið hefur komið fram um hvað felst nákvæmlega í samstarfinu en 365 hefur þó ekki keypt Eyjuna eftir því sem næst verður komist. Í svari Páls Gunnars segir að stofnunin sé ekki með samstarfið til skoðunar en hafi þó sett fram skoð­ anir um hvernig haga þyrfti samstarf­ inu til að það stæðist samkeppnislög: „Samkeppniseftirlitið er ekki með samstarf 365 og Eyjunnar til skoðun­ ar á þessu stigi. Áður hafa aðilar þó snúið sér til eftirlitsins vegna máls­ ins. Af því tilefni kom Samkeppnis­ eftirlitið á framfæri sjónarmiðum sem aðilar þyrftu að leggja til grund­ vallar við mat á því hvort samstarfið stæðist samkeppnislög, enda er það ávallt á ábyrgð aðila fyrirhugaðs samstarfs að meta slíkt. Á þessu stigi er eftirlitinu ekki kunnugt um hvort eða með hvaða hætti tekið hefur ver­ ið tillit til þessara sjónarmiða. Engar formlegar kvartanir hafa borist vegna samstarfsins.“ DV greindi frá því í síðustu viku að Samkeppniseftirlitið hefði kaup 365 á Konunglega kvikmyndafé­ laginu til skoðunar og tæki sér 120 daga í verkið. n ingi@dv.is Samskipti vegna samstarfs Samkeppniseftirlit Páls Gunnars Pálssonar beindi tilmælum til 365 og Eyjunnar vegna samstarfs fjölmiðlanna. Mynd SaMkeppnISeFtIRlIt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.