Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 30
Helgarblað 30. maí –2. júní 201430 Umræða
H
úsnæði er langstærsti
liður í framfærslukostn
aði flestra fjölskyldna. Það
veltur því mikið á því hvaða
kostnaður er lagður á hús
næði hvort endar ná saman í heim
ilisrekstrinum.
Stærsti kostnaður við húsnæði
er ekki byggingarkostnaður, heldur
vextir. Sá liður hefur auðvitað stór
hækkað eftir að verðtrygging var
innleidd og lánastofnunum veitt
frelsi til að ákveða vexti. Það á jafnt
við hvort sem sá sem býr í íbúðinni
er skráður eigandi eða leigjandi.
Þannig hefur sú frumþörf að hafa
þak yfir höfuðið verið gerð að fé
þúfu fyrir lítinn hóp auðmanna með
vaxtaokri.
Stórfelldur eignamissir fjölda
fólks í kreppunni stafar af uppsöfn
uðu vaxtaokri. „Velferðarstjórn“
Samfylkingar og Vinstri grænna
ákvað að tryggja að fjárplógsmenn
bankanna héldu fengnum hlut og
í kjölfarið voru þúsundir manna
bornar út á götu. Fjárfestar byrjuðu
að kaupa íbúðir á hrakvirði til að
leigja þessu sama fólki á okurverði,
eða til ferðamanna á ennþá hærra
verði.
Öngþveiti
Þannig hefur skapast öngþveiti í hús
næðismálum alþýðunnar í Reykjavík
sem þegar hefur aukið á ýmis félags
leg vandamál og ójöfnuð í borginni.
Fjöldi fólks býr í óíbúðarhæfu hús
næði eða hefur engan samastað.
Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa
hvorki hreyft hönd né fót til að bregð
ast við þessum vanda sem heldur
áfram að vaxa á meðan húsnæðis
braskararnir brýna klærnar.
Í aðdraganda kosninganna
hefur Samfylkingin kynnt áform
um byggingu 2.500–3.000 leigu
íbúða í Reykjavík. Ef þetta verður
að veruleika er ekki fyrirséð hverj
ir hafa efni á að búa í þessum íbúð
um eða hvort þetta nær að vega
upp á móti þeim fjölda íbúða sem
braskararnir ná að leggja undir sig
á sama tíma. Enda er í hæsta máta
ótrúverðugt að flokkar sem stóðu að
því að hrekja fólk úr húsum sínum
á síðasta kjörtímabili hafi nú tekið
sinnaskiptum.
Hvað vill Alþýðufylkingin?
Alþýðufylkingin hefur markað þá
stefnu að fjármálastarfsemi í landinu
verði aðeins rekin á félagslegum
grunni og allir hafi rétt til íbúðarhús
næðis með vaxtalausri fjármögnun. Í
þeim anda leggjum við til að Reykja
víkurborg geri áætlun um að útvega
öllum sem á þurfa að halda félags
legt húsnæði, með forgangi fyrir þá
sem hafa brýnasta þörf.
Félagslegt húsnæði er ekki hægt
að braska með til að auka af því
gróðann eða reka fólk út til að leigja
ferðamönnum. Þetta er dæmi um að
félagslegar lausnir eru lykillinn að
því að auka jöfnuð og velferð. n
Hvers vegna er húsnæðisvandi í Reykjavík?
Þ
essi grein er í mínu nafni,
Halldórs Auðar Svanssonar,
oddvita Pírata í Reykjavík.
Hún er hins vegar skrifuð
sem samvinnuverkefni
frambjóðenda Pírata þar sem við
vinnum öll samtímis í sama texta á
netinu.
Þannig vinna Píratar. Við nýtum
tæknina á jafnræðisgrundvelli.
Meðal grunngilda okkar eru
gagnsæi og valddreifing. Gagnsæ
stjórnsýsla tryggir ábyrga ákvarðana
töku og dregur úr spillingu og sér
hygli. Þegar allur almenningur hefur
jöfn tækifæri til að rýna í gögn á borð
við bókhald og taka þátt í ákvarðana
töku getum við öll stýrt borginni í
rétta átt saman.
Öllum stjórnmálaöflum er mikil
vægt að hafa heilsteypta hugmynda
fræði til að tryggt sé að öll stefnumál
þeirra séu í „takti“. Það er munurinn
á Pírötum og ýmsum öðrum flokk
um. Við höfum alltaf Píratagildin
þegar á reynir og þau leiða okkur í
gegnum þau flóknu úrlausnarefni
sem iðulega koma upp í stjórnmál
um.
Nú eru Píratar að verða ansi stór
hópur af fólki með miklar hugsjónir
og flest okkar eru vön því að hugsa
mjög sjálfstætt – og allir eru jafn
ir þegar kemur að umræðu og lýð
ræðislegri ákvarðanatöku. Við segj
um því stundum að það að koma
Pírötum saman til að taka sameig
inlega ákvörðun sé eins og kettir að
reyna að smala sjálfum sér. Smölun
in gengur samt oft furðu vel þar
sem hugsjónir okkar eru svo líkar í
grunninn – þess vegna erum við jú í
sama flokki.
Píratar hafa sýnt það á Alþingi
að allir geta komið jafnt að borðinu
og tekið þátt í góðri ákvarðanatöku.
Þingmenn funda reglulega með
grasrót flokksins til að segja frá störf
um sínum og fá athugasemdir við
þau – og svo spjalla auðvitað allir
saman á netinu og greiða atkvæði
um stefnumál.
Þegar við Píratar komumst í
borgar stjórn munum við innleiða
okkar aðferðir í stjórnsýslu borgar
innar, sem reyndar hafa verið notað
ar víða erlendis með góðum árangri.
Vefir á borð við Betri Reykjavík
eru ágætis byrjun en það má gera
mun betur.
Nú hafa Píratar opnað vef sem
kallast Öryggisventillinn. Þessi vefur
gerir almenningi kleift að mótmæla
og mæla með einstökum þingmálum
á Alþingi. Vefurinn er hannaður
þannig að auðvelt er fyrir aðra að að
laga hann að sínum vefkerfum. Til
dæmis væri ekkert mál fyrir Reykja
víkurborg að setja Öryggisventilinn
upp í sínum kerfum. Þá gætu borgar
búar fylgst með hvað sé í gangi í Ráð
húsinu og gefið álit á því.
Þetta er aðeins ein hugmynd af
mörgum um það hvernig við getum
innleitt raunverulegt þátttökulýð
ræði í borginni.
Í kosningabaráttunni höfum við
séð óánægju meðal borgarbúa. Fólki
finnst ansi oft að það sé ekki nógu vel
upplýst um stjórnsýsluna og að það
hafi ekki nógu mikil áhrif á hana.
Besta leiðin til að draga úr óánægj
unni væri að opna stjórnsýsluna og
bæta upplýsingaflæðið þannig að
allir sitji við sama borð og finni virki
lega fyrir því að við búum öll í sömu
borg og getum byggt hana saman.
Píratar vilja vinna fyrir ykkur og
með ykkur – ef þið kjósið okkur sem
samstarfsfélaga. n
F
agurgali stjórnmálaflokka
er nú að ná hámarki í að
draganda sveitarstjórnar
kosninganna á laugardag.
Allir reyna flokkarnir að gera
hosur sínar grænar fyrir kjósend
um, Dögun í Reykjavík ekkert síður
en aðrir.
Kjósendur hljóta að máta áhersl
ur flokkanna við eigin áherslur og
spyrja hvaða fulltrúar séu líklegastir
til að tala máli þeirra á vettvangi
borgarmála á komandi kjörtímabili.
Hugtök og efndir
Ég ætla að freista þess að gefa innsýn
í þá merkingu sem Dögun í Reykjavík
leggur í þau hugtök sem flokkarnir
flestir vilja krýna sig með, mann
réttindi, lýðræði, gagnsæi og ein
hverjir þeirra myndu einnig nefna
umhverfisvernd og jöfnuð. Á allt
þetta leggjum við ríka áherslu og þá
ekki síst á það sem síðast er talið,
jöfnuð. Ríku samfélagi eins og okkar
ber að útrýma fátækt. Það er ólíðandi
að fólk þurfi að búa við skort og hús
næðisleysi. Engu að síður er sú raun
in í Reykjavík árið 2014. Og furðu
lítið um það rætt.
Velferð og mannréttindi
Sá skilningur sem við leggjum í hug
takið mannréttindi er yfirgripsmikill.
Við komumst fljótlega að þeirri
niðurstöðu að nánast allt sem flokk
að er sem velferðarmál megi líta
á sem mannréttindi. Það flokkast
þannig undir mannréttindi að hafa
húsnæði og að sjálfsögðu eru það
mannréttindi lítilla barna að búa
ekki við fátækt. Tillögur okkar ganga
út á að forgangsraða á öllum sviðum
í þágu þeirra sem búa við neyð, eru
án húsnæðis og hafa ekki í sig og á.
Viljum ljá þeim rödd
Við höfum leitast við að ljá þeim rödd
sem hafa hana ekki svo sem utan
garðsfólki og hygg ég að ekkert fram
boð hafi hamrað eins á því og okkar
hve mikilvægt það er að tryggja öll
um húsnæði og mannsæmandi að
stæður.
Sinnuleysi stjórnenda Reykja
víkurborgar varðandi uppbyggingu
félagslegs húsnæðis á liðnu kjör
tímabili hefur haft alvarlegar af
leiðingar.
Markvissar lausnir
í húsnæðismálum
Við viljum að Félagsbústöðum hf.
verði þegar eftir kosningar falið að
byggja upp 300–400 bráðabirgða
íbúðir fyrir þá sem verst eru sett
ir á húsnæðismarkaðnum og eiga
skilgreindan rétt til leiguíbúða hjá
borginni. Slíkt húsnæði verði sett
upp í sem flestum hverfum. Félags
bústöðum hf. verði jafnframt falin
stjórn stórfelldrar uppbyggingar
leiguhúsnæðis á vegum borgarinnar.
Ýmsar aðrar tillögur höfum við sett
fram til að bæta kjör tekjulágra og
millitekjuhópa á húsnæðismarkaði.
Stolt af okkar góða brúarsmið!
Málefni innflytjenda nálgumst við
einnig sem mannréttindamál og
er það ekki að ástæðulausu að Sal
mann Tamimi skipar þriðja sæti á
listanum, maður sem býr sjálfur yfir
reynslu innflytjanda til Íslands og er
auk þess frábær brúarsmiður hópa í
millum.
Við teljum að fyrir íslenskt samfé
lag sé það grundvallaratriði að stuðla
að sátt og gagnkvæmri virðingu allra
einstaklinga í samfélaginu, óháð
uppruna og að mikilvægt í því efni sé
að tryggja börnum af erlendum upp
runa kennslu í móðurmáli sínu auk
íslenskunnar.
Hve djúpt ristir lýðræðisástin?
Við höfum sett fram ítarlegar til
lögur um beint lýðræði og aðkomu
borgarbúa almennt að ákvörðunar
töku. Okkur er fullkomin alvara að
fara að vilja íbúanna. Þetta segj
ast reyndar aðrir flokkar vilja gera
en spyrja má hvort hugur fylgi máli
þegar sömu flokkar og tala máli lýð
ræðisins hunsa vilja yfirgnæfandi
meirihluta borgarbúa sem augljós
lega er andvígur því að flugvöllurinn
verði fluttur úr Vatnsmýrinni?
Og hvað með gagnsæi?
Allir segjast vilja gagnsæi í stjórn
sýslunni. Eitthvað stóð nú á því að
opnað væri bókhaldið í Orkuveit
unni þegar hún sýslaði með sölu
hlutabréfa á dögunum, nokkuð sem
skipti borgarbúa miklu máli bæði
sem eigendur og notendur Orku
veitunnar og sem útsvarsgreiðend
ur. Aftur þarna er talað fagurlega en
efndir dræmar þegar til kastanna
kemur.
Óttumst ekki dóm sögunnar
Við biðjum kjósendur að íhuga
hvaða framboð þeir telja líklegast
til að standa við gefin fyrirheit. Við
myndum ekki óttast stranga dóma
sögunnar ef okkur auðnaðist að fá
fulltrúa kjörinn í komandi kosning
um. n
Dögun í Reykjavík og dómur sögunnar
Þorleifur Gunnlaugsson
oddviti Dögunar í Reykjavík
Kjallari
Þorvaldur Þorvaldsson
oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík
Kjallari
Byggjum borgina okkar – saman
Halldór Auðar Svansson
oddviti Pírata í Reykjavík
Kjallari