Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 36
Helgarblað 30. maí –2. júní 201436 Fólk Viðtal S amkvæmt stjörnuspekinni er ég fædd meyja en rísandi ljón. Gulli stjörnuspekingur segir að þess vegna þurfi ég stundum að draga mig í hlé og eiga skjól fyrir veðrum lífsins, og horfa inn á við. En svo rísi ljónið upp í mér með vissu millibili og þá kem ég stökkvandi fram og krefst athygli og umsvifa. Eflaust er þetta rétt. Ég þarf mín rólegu tímabil en svo þarf ég fé- lagsskap og fá að skína. Þannig hef- ur allt mitt líf verið þegar ég hugsa um það,“ segir rithöfundurinn, fræði- maðurinn og fyrrverandi alþingis- konan Ólína Þorvarðardóttir. Sjálfkjörinn foringi Það er alltaf fjör í kringum Ólínu. Hún er dugleg, fylgin sér og hefur setið í fleiri félögum en hún hefur tölu á. „Fyrsta félagið sem ég stofnaði var leyniklúbburinn Ægisdætur. Þá var ég 10 ára og sjálfkjörinn foringi í her- skáum flokki stelpna sem kölluðu sig nöfnum á borð við Alda, Hrönn, Bylgja og Bára. Við gerðum usla í hverfinu með broddstafi við hönd og skutum strákunum skelk í bringu. Ég er alin upp á þeim tíma þegar börn voru send í sveit á sumrin, og sama gilti um mig. Í sveitinni þýddi ekkert að hafa mig til inniverka, ég vildi hvorki passa börn né vaska upp. Ég vildi hamast í útiverkunum, vaka yfir sauðburði, stinga úr fjárhúsinu, fara í göngur og réttir. Ég var skáti og mjög virk í félagslífi. Það kom strax fram í mér. Ef ég sé gott málefni verð ég yfirleitt að blanda mér í það, þótt ég hafi róast með árunum.“ Sýslumannsdóttir á Ísafirði Ólína ólst upp á Miklubrautinni í Reykjavík. Þegar pabbi hennar, Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson, varð sýslumaður á Ísafirði árið 1973 fluttist fjölskyldan vestur á Ísafjörð. „Á þeim tíma voru sýslumenn „yfirvaldið“ á staðnum, þeir voru bæjarfógetar, lög- reglustjórar og dómarar, bæði rann- sökuðu mál og dæmdu. Mig langaði að fara á heimavist og fékk að fara á heimavistarskólann að Núpi áður en ég sameinaðist fjölskyldunni á Ísa- firði. Ég áttaði mig ekki á því fyrr ég var komin vestur að staða mín var þar orðin allt önnur en fyrir sunnan. Nú var ég sýslumannsdóttir og það var talað um þetta nýja fólk í bænum. Allt í einu fann ég fyrir athygli og að það urðu til sögur. Því hafði ég aldrei kynnst fyrr og eftir á að hyggja var þetta erfitt. Svona lagað loðir gjarn- an við smábæjarsamfélög; dálítil tor- tryggni út í þá sem koma utan frá. Og kannski ekki mjög vönduð umræða.“ Ófrísk 16 ára Ólína gaf bæjarbúum safaríkt slúður þegar hún varð ófrísk í gaggó, þá 16 ára. „Ég varð strax skotin í strák og hálfu áru síðar var ég orðin ólétt eft- ir hann. Þetta var auðvitað feitur biti að smjatta á fyrir söguberana. Á þessum tíma var ekki hægt að kaupa þungunarprufur úti í búð svo ég fór á spítalann til að fá úr þessu skorið og fékk að vita að ég væri komin þrjá mánuði á leið. Ég fór á miðjum skóladegi, og kom til baka í löngufrí- mínútunum. Fréttin hafði borist á undan mér í skólann, áður en ég náði að ganga til baka. Það fékk mjög á mig, enda var ég varla búin að með- taka þetta sjálf,“ segir hún og bætir við að drengurinn hafi fæðst þegar hún var nýbyrjuð í Menntaskólanum á Ísafirði. „Jón Baldvin Hannibalsson var þá skólameistari. Hann ætlaði ekki að taka við mér út af þessu, en lét sér samt segjast. Þannig var mórall- inn á þessum tíma.“ Fann ástina Fljótlega slitnaði upp úr sambandi Ólínu og barnsföður hennar en innan skamms kynntist hún mannsefninu sínu, Sigurði Péturssyni, í mennta- skólanum. „Það brann saman með okkur á busaballi haustið 1977. Við urðum bara hrifin og síðan hafa okkar leiðir legið saman. Hann gekk syni mínum í föðurstað og við eignuðumst fjögur börn til viðbótar. Við Siggi erum lík að sumu leyti, en samt ólík að öðru leyti. Við höfum bæði sagnfræðiáhuga og mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum, bókmenntum og pólitík. Ætli fólk líti ekki svo á að hann sé rólegi og yfirveg- aði aðilinn í hjónabandinu en ég sé göslarinn. Hann er jú rólyndari en ég, það hefur alltaf verið meiri gusugang- ur í kringum mig í gegnum tíðina. Samt er ekki allt sem sýnist í þessu. Við vegum hvort annað upp.“ Sambandið kraftaverk Hún játar að það hafi verið skemmti- legt að geta deilt hugðarefnum sínum með makanum. „Við erum þannig lífsförunautar og ég get ekki hugs- að mér hvernig tilveran hefði annars verið. Það er gjöf að eiga maka sem maður getur talað við um það sem maður hefur áhuga á og deilt gleði og sorgum með. Ég hef alltaf getað treyst á hans félagsskap og stuðning og hef endurgoldið það. Við höfum einfald- lega verið til staðar fyrir hvort ann- að, bæði í áhugamálum og í alvöru, án þess að binda hvort annað um of. Þegar maður er ungur gengur maður fagnandi á móti lífinu en þegar mað- ur þroskast lítur maður um öxl og horfir yfir veg sinn. Þá sér maður hvar og hvenær kraftaverkin áttu sér stað. Það þarf fjarlægð til að átta sig á því hvað maður er lánsamur og hvað hef- ur haft raunverulegt gildi. Auðvitað veit maður þegar maður kynnist maka sínum að það er mikils virði en á meðan maður er í núinu áttar mað- ur sig ekki endilega á því hvaða þýð- ingu það hefur. Ekki fyrr en árin eru farin að líða. Ég gerði mér strax grein fyrir því þegar við kynntumst að ég vildi vera með þessum manni en í dag sé ég betur hvað við eigum vel saman. Ég gæti ekki hugsað mér tilveruna án hans og er ekkert viss um að við ættum vel heima í samböndum við einhverja aðra en nákvæmlega við hvort annað.“ Óléttan góður löðrungur Hún viðurkennir að hafa sem ungling- ur verið að flýta sér að verða fullorðin. „Andinn var þannig á Ísafirði. Margar jafnöldrur mínar voru farnar að byggja hús með sínum mönnum fyrir tvítugt. Fólk fór strax að vinna og það þótti ekkert tiltökumál að eignast barn, þó að 17 ár þættu kannski full ungt. Mér finnst stundum, þegar ég lít til baka, ég tilheyra kynslóð sem er á mörkum tveggja tíma. Nútíminn var að halda innreið sína á Ísafirði en var samt ekki alveg kominn, togstreita var milli menntafólks og vinnandi fólks og tortryggni út í menntun. Ef ég hefði ekki orðið ófrísk að honum Dodda mínum er ég ekki viss um að ég hefði gengið menntaveginn. Ég var bara farin að vinna í fiski í öllum skólafríum og hafði engin sérstök framtíðaráform önnur en þau að þéna pening þegar mér var skellt nið- ur á jörðina við það að verða ólétt. Þá varð ég að setjast niður og hugleiða hvað ég ætlaði að gera við líf mitt, hvað ég vildi verða og hvort þetta barn breytti einhverju. Þetta var góð- ur löðrungur,“ segir hún og bætir við að þótt hún hafi fengið góðan stuðn- ing heima fyrir hafi það verið talsvert áfall að verða ófrísk svo ung. Barnsfæðingin bylting „Mamma og pabbi sögðu ekki neitt. Þau studdu mig bara en álösuðu mér aldrei. Þau reyndust mér eins og klett- ar. Ég var með barnið fyrstu fjögur árin Ástir og átök Ólínu Það gustar reglulega um Ólínu Þorvarðardóttur sem segist þó alls ekki átakasækin manneskja. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Ólínu um óléttu á unglingsaldri, ástina sem hún fann í menntó, þingsetuna sem hún saknar ekki og skapið sem hún segir hafa róast með árunum. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Ef ég sé gott málefni verð ég yfirleitt að blanda mér í það, þótt ég hafi róast með árunum. Sækist ekki í átök Ólína segist ekki átakasækin manneskja en viðurkennir að vera allt annað en skap- laus. Mynd SIgtryggur ArI „Sjálfsagt er ég umdeild, hver getur verið óumdeildur eftir tæp 56 ár, þar af hálfa ævina í opinberri umræðu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.