Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Side 16
Helgarblað 30. maí –2. júní 201416 Fréttir „Þá ertu bara laminn“ n Leyniupptökur af innheimtu Hilmars og Davíð Smára n Hilmar vildi ekki hlusta á „kjaftæði“ D V sagði frá því á þriðjudag að hópur manna hefði gert uppreisn gegn Hilmari Leifs- syni vegna óhefðbundinna innheimtuaðgerða hans gegn fjölskyldumanni. Þar var sögð saga manns sem var rukkaður vegna bílaláns sem hann yfirtók 2006. Upp- haflega var lánið tvær milljónir sem hann hafði staðið skil á en upphæð- in sem hann var rukkaður um var sex milljónir. Maðurinn lýsti mikilli hræðslu og sagðist sofa með hlaðna byssu við rúmgaflinn til þess að geta verndað fjölskyldu sína. Á upptökum sem DV hefur undir höndum heyrist Hilmar með- al annars tala við meintan skuldara, sem gengur undir nafninu Einar, um það að ljúka eigi málinu. Það sem fram kemur á upptökunum gengur í berhögg við það sem Hilmar sagði við DV á dögunum þar sem hann sagðist ekki hafa verið í neinum innheimtu- aðgerðum, heldur hefði hann aðeins verið að aðstoða fjölskylduvin. Vildi hann vita hvort maðurinn gæti ekki gert eitthvað í skuldamálinu fyrir vin sinn. Aðspurður hvort hann hefði ógn- að manninum sagði Hilmar svo ekki vera. „Þetta var engin innheimta. Það er málið. Það var enginn að rukka einn eða neinn,“ sagði Hilmar. Segist hafa bjargað honum Fyrst ræða þeir saman á almennu nótunum og síðan segir Hilmar: „Heyrðu, hvað segið þið, eigum við ekki að ljúka þessu máli?“ Einar útskýrir málið út frá sinni hlið og virðast Davíð og Hilmar leggja nokkurn skilning í málið til að byrja með. Hilmar segir honum frá því að til hafi staðið að þekktir ofbeldismenn réðust á hann en hann hafi stopp- að það af. Þess má geta að þeir sem DV hefur rætt við og þekkja til segja það aldrei hafa staðið til að aðrir menn færu á eftir honum. Þessi hót- un Hilmars hafi verið til að hræða manninn þannig að hann kæmi út sem „góði gæinn“ eins og einn orð- aði það. Þó hafi hann viðhaft sömu kröfur og hann sagði mennina ætla að viðhafa. „Þú getur alveg fengið x og félaga á þig. Það munaði engu en við stoppuð- um það, þeir eru í gæslu núna … Þeir voru á leiðinni hingað sko. Ég stoppaði þá af,“ segir hann á upptökunni. „Þannig er þetta“ Þeir halda áfram að ræða málið fram og til baka þar til Hilmar segir: „Við náum ekki að bakka út úr þessu, þá færðu bara menn, þú skuldar þetta og þá ertu bara laminn. Nenni ekkert að hlusta á kjaftæði eins og þetta. Ef ég kaupi bíl og hann er í steik … og hann og hann og hann … þá, þannig er þetta. Þannig þú þarft einhvern veginn að gera þetta, tala við x eða x skiluru. Þetta lítur svona út.“ Vísar Hilmar þar í fyrrverandi eiganda bílsins annars vegar og hins vegar bílasalann. Þá kemur annar maður inn í sam- talið, vinur Einars, og segir: „Það hef- ur aldrei verið hægt að ræða þetta við x nema að því leyti að hann vill fá sex milljónir.“ Einar tekur undir og segir: „ Fyrir mér eru sex milljónir, alveg sama hvort að einhver komi og berji mig eða hvað sem gerist skiluru. Ég á ekki sex milljónir. Þær eru ekki til. Ég mun ekki finna þær alveg sama hvað menn segja.“ Í samtali við DV neitaði Hilmar að um innheimtu hefði verið að ræða. „Þetta var engin innheimta […] Ég viðurkenni það að ég fór og talaði við hann. Ég taldi mig vera að ræða við vin og kunningja. Ég hélt að ég gæti rætt þetta. Sannarlega voru bílaviðskipti þarna sem annar maður þarf að borga fyrir,“ segir hann. „Þá sagði hann bara nei, hann myndi ekki borga neitt.“ „Þó þú gerir það með löppunum á þér“ Því næst á upptökunni heyrist Hilmar segja: „Ef þú skuldar sex milljónir skiluru og einhver þarf að borga þær þá náttúrulega borgar þú þær bara þó þú gerir það með löppunum á þér ef menn rukka það þannig skiluru. Ég get ekki borgað skuldirnar mínar þannig með því að segja að ég eigi þær ekki til, ég fer bara og finn þær. Nú er ég bara að tala við þig. Svo það sé á hreinu, x segist hafa þurft að borga þetta út af einhverjum bílaviðskiptum við þig.“ Í samtali við DV segir Hilmar um þessi ummæli varðandi lappirnar á Einari: „Hann gerir ekkert sitjandi á rassgatinu. Þú drullast á lappir og gerir eitthvað. Menn þurfa að borga skuldirnar sínar – það þurfa allir að gera það.“ „Af hverju ertu að slá mig?“ Á annarri upptöku sem DV hefur undir höndum heyrast Einar, eigandi bílasölunnar sem sá um söluna á bílnum og Davíð Smári ræða um lán- ið og hvers vegna það sé statt eins og það er. Sá fundur átti sér stað 3. mars á bílasölunni sem Einar starfar á. Á upptökunni útskýrir Einar hvernig þetta líti út gagnvart honum en bílasalinn talar um að það sé vegna þess að vanskil hafi verið á einni greiðslu. Einar segir að bæði hann og fyrrverandi eigandi bílsins hafi gengið frá greiðslunni en það hafi ekki skilað sér. Á þessum tímapunkti samtalsins eru þeir búnir að fara fram og til baka yfir málið og málsaðilar orðnir nokkuð æstir. Bílasalinn: „Þú getur ekki sett þetta yfir á mig.“ Einar: „Ég er ekki að setja þetta yfir á einn né neinn. En nú er verið að hengja mig algjörlega fyrir þetta rugl.“ Bílasalinn: „En þú keyptir þenn- an bíl, Einar (annað nafn).“ Einar „Og hvað í andskotanum þó ég hafi keypt hann!“ Davíð Smári: „Strákar, ég nenni ekki að hlusta á þetta!“ Einar: „Þó ég hafi keypt bíl er þá eðlilegt að ég fái á mig handrukkara 8–10 árum seinna?“ Davíð Smári: „Af hverju ertu að æsa þig svona? Vertu ekki að æsa þig, þetta er þinn vinnustaður.“ Einar: „Og hvað með það, þetta fer geðveikt í taugarnar á mér.“ Davíð Smári: „Og hvað með það? Ég held að mönnum sé bara ekkert al- veg sama um það að þú sért öskrandi hérna fyrir framan alla.“ Einar: Nei, ókei.“ Davíð Smári: „Nei, ókei. Ef þú ætl- ar að hafa þetta svona þá skulum við bara hafa þetta svona. Og þá borgaru líka hverja einustu fokking krónu, ég skal alveg … (læti heyrast). Einar : Af hverju ertu að slá mig?“ Davíð Smári: „Af hverju er ég að slá þig? Af því þú öskrar ekkert á mig hérna! (mjög reiður) Ég er að reyna fokking hjálpa þér … fokking … Upptakan fjarar út en læti heyrast bak við. n M aðurinn sem hitti Hilmar Leifsson og Davíð Smára Helenarson á kaffihúsinu Mílanó fyrr í vetur og ætl- aði að mæta þeim fyrst á Geirsnefi og í Breiðholtinu segir í samtali við DV að hann hafi fundið sig til- neyddan til að bregðast við. Ekkert varð af hópslagsmálum en líkt og DV greindi frá á þriðjudag mætti sérsveit lögreglunnar á svæð- ið. Maðurinn er rúmlega þrítugur og stundar vaxtarrækt. Hann er vin- ur bílasalans og Einars, mannsins sem er sagður skulda sex milljónir vegna bílaláns. Maðurinn bland- aðist inn í málið þegar hann brá á það ráð sjálfur að ræða við Hilmar Leifsson vegna skuldarinnar eftir að Hilmar og Davíð Smári heim- sóttu bílasöluna. Maðurinn segir allt hafa verið í hers höndum á bílasölunni eftir heimsóknir Davíðs Smára og Hilmars og honum hafi brugðið mjög þegar hann heim- sótti hana. Herkví Líkt og DV hefur greint frá var Einar sendur í leyfi eftir að Davíð Smári og Hilmar heimsóttu hann á bílasöluna. Hann var frá vinnu launalaust í tvo mánuði vegna málsins. DV greindi frá því á þriðju- dag að bílasalan hefði verið í her- kví eftir atburðina og eftir að inn- heimtuaðgerðir hófust. Blöskraði „Mér blöskraði þetta svo mikið að ég varð bara að gera eitthvað. Ég svaf á þessu og velti því fyrir mér í nokkra daga og átti í innri baráttu. Á endanum var það þannig að ég fann þetta byggjast upp innra með mér – ég fann það svo sterkt í hjart- anu,“ segir maðurinn. „Þeir áttu þetta bara alls ekki skilið. Mér fannst þetta bara svo of- boðslega óréttlátt,“ segir hann. Eftir heimsóknina á bílasöluna tók hann því til sinna ráða. „Það var verið að hóta honum [Einari, innsk. blm.],“ segir hann og bætir við: „Það er bara ekki í lagi.“ Fór sjálfur „Ég fór sjálfur út frá þeim í miklu áfalli,“ segir hann og segist hafa tilkynnt bílasalanum og Einari að hann ætlaði sér að gera eitt- hvað í þessu. Þeir voru báðir mjög ákveðnir í því að þeir vildu ekki að maðurinn blandaði sér í málin. „Við viljum ekkert stríð,“ sögðu þeir við hann að hans sögn en honum fannst mikilvægt að láta þetta sig varða. „Ég hafði þá samband við Davíð Smára og bað hann um að koma á fundi. Ég vildi hitta þá báða saman og þeir vissu alveg nákvæmlega af hverju ég vildi hitta þá. Það er al- veg klárt mál,“ segir hann. Ákveðið var að hittast á kaffihúsinu Mílanó í Reykjavík. Þar voru Hilmar og Dav- íð Smári báðir með fjölskyldurnar sínar. Þeir færðu sig í annan enda salarins, að hans beiðni, til að ræða saman en til átaka kom líkt og DV hefur áður greint frá. „Á meðan ég ræddi við við Hilmar þóttist hann ekki kannast við neitt. Hann stóð svo upp og sparkaði í stólinn minn.“ Nokkru síðar mættust þeir á N1 í Ártúnsholti. Maðurinn segir að þegar þeir hittust þar hefði hann orðið fyrir miklu mótlæti og hótun- um í sinn garð og fjölskyldu sinnar. Það geti hann ekki látið viðgangast. Oft dæmdur fyrir ofbeldi Davíð Smári Helenarson er oft nefndur Dabbi Grensás í daglegu tali. Hann er þrítugur en hefur ítrekað fengið dóma fyrir líkamsárásir og á árunum 2003–2011 var hann dæmdur fimm sinnum fyrir slík brot. Samkvæmt heimildum DV er Davíð staddur erlendis um þessar mundir. Hann komst í fréttirnar sumarið 2007 fyrir að hafa ráðist á knattspyrnudómara í miðjum leik. „Ég verð greinilega að gera eitthvað í mínum málum, það er alveg augljóst. Þetta er bara endapunktur,“ sagði Davíð Smári í viðtali við Kastljós eftir atvikið. Greint var frá því í ársbyrjun 2008 að hann hefði ráðist á sjónvarps- manninn Sverri Þór Sverrisson, Sveppa, og kýlt hann. Davíð hringdi í Sverri stuttu síðar og baðst afsökunar. Á upptökunum hér til hliðar má lesa um samskipti Davíðs Smára við annan mann þar sem Davíð slær til mannsins við innheimtuaðgerðir. „Þeir áttu þetta bara alls ekki skilið“ Fór til fundar við Hilmar eftir innheimtu „Þeir voru á leiðinni hingað sko. Ég stoppaði þá af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.