Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 24
Helgarblað 30. maí –2. júní 201424 Fréttir Erlent FAGURLISTADEILD - FRJÁLS MYNDLIST Námið í Fagurlistadeild er fjölþætt, þriggja ára sérhæft nám sem veitir starfsmenntun í frjálsri myndlist. Nemendur fá nauðsynlega þjálfun og tilsögn sem gerir þá hæfari til að takast á við ólík viðfangsefni og fjölbreyttar aðferðir í listsköpun sinni. Námseiningar: 180 LISTHÖNNUNARDEILD - GRAFÍSK HÖNNUN Í grafískri hönnun er lögð áhersla á tækniþekkingu og frumlega framsetningu hugmynda. Á þremur árum öðlast nemendur yfirgripsmikla þekkingu og þjálfun í faginu, sem gerir þá hæfa til að fást við krefjandi verkefni á sviði hönnunar fyrir prentmiðla og margmiðlun. Námseiningar: 180 MYNDLIST - HÖNNUN - ARKITEKTÚR Alhliða undirbúningur fyrir nám í hönnun og listum. Listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir framhaldsnám á sviði myndlistar, hönnunar og arkitektúrs. Eins árs hnitmiðað 72ja eininga heildstætt nám í sjónlistum. auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaárið 2014-2015 Umsóknarfrestur til 4. júní. Nánari upplýsingar á www.myndak.is Sími 462 4958 Skóli með sterkan prófíl 1974-2014 L ondon var kókaínhöfuðborg Evrópu árið 2013. Er neysla kókaíns hvergi meiri en í London sé miðað við fjöl- mennustu borgir Evrópu. Þetta er samkvæmt niðurstöðum sem birtar voru í European Drug Report 2014. Sýni sem tekin voru úr skólpvatni úr mörgum af stærstu borgum Evrópu sýna þetta. Samkvæmt niðurstöðunum fund- ust 711 míkrógrömm af benzoy- lecgonine fyrir hverja þúsund íbúa í London. Efnið sem um ræðir er undirstaðan í kókaíni og finnst enn þegar líkaminn hefur unnið úr því. Til samanburðar fundust 393 míkrógrömm fyrir hverja þúsund íbúa Amsterdam í Hollandi og 233 míkrógrömm fyrir hverja þúsund íbúa Mílanó á Ítalíu. Niðurstöðurnar koma í sjálfu sér ekki á óvart sé litið til ummæla forsvarsmanna Drinking Water Inspectorate, sem fylgist með gæð- um drykkjarvatns, á dögunum. Var fullyrt að kókaínneysla í borginni væri svo mikil að drykkjarvatn væri farið að mengast. Þrátt fyrir mikla neyslu íbúa London hefur neysla á efninu farið minnkandi samfleytt frá árinu 2008, að sögn breska blaðsins Mirror. Kókaín og exstasy eru algeng- ustu fíkniefnin í flestum stórborgum Evrópu, að Austur-Evrópu undan- skilinni þar sem metamfetamín er vinsælast. n Mesta neyslan í London London er kókaínhöfuðborg Evrópu Kókaín Neyslan í London er svo mikil að hún er farin að menga drykkjarvatn. Skíðaleiga á vonarvöl n Nígerskur frumkvöðull stofnaði sandskíðaleigu í Sahara n Viðskiptin eru dræm U m þrjátíu ár eru liðin frá því stórhuga frumkvöðull frá Níger kom auga á við- skiptatækifæri. Hann ákvað að koma upp skíðaleigu í Sahara-eyðimörkinni. Hann hef- ur ekki beinlínis orðið ríkur af upp- átækinu en heldur enn úti starf- seminni, þó viðskiptavinir séu fáir sem engir. BBC segir sögu frum- kvöðulsins Abdelkader Baba, á vef sínum. Skíðin voru keypt, eins og flest annað í sjoppunni, snemma á níunda áratugunum. Baba býður upp á nokkur sett af skíðum, fáein bretti auk einhvers konar sleða, ef maður vill heldur sitja þegar maður rennir sér niður sandöldur Sahara- eyðimerkurinnar. Skíðaskórnir eru stórir og miklir, eins og annar bún- aður frá þessum tíma, og líklega sjóðheitir, enda hannaðir til að verja fætur fyrir kulda. Þjónustan er, sem fyrr segir, í eyðimörkinni sjálfri og það er engin loftkæling í búllunni. Hitastigið á svæðinu getur farið yfir 45 gráð- ur, þegar verst lætur. „Þetta er eins og einhver blási á andlitið á manni með heitri hárþurrku,“ skrifar blaða- maðurinn. Enginn komið frá 2007 Reksturinn gengur frekar illa. Enginn hefur að sögn staðarhaldara komið til þess að leigja skíði síðan 2007. Eigandinn sjálfur hefur raun- ar ekki prófað búnaðinn síðan þá. Engir ferðamenn eru leng- ur á svæðinu, því vopnuð mannrán og aðrir glæpir eru tíðir. Eigandinn sér þó enga ástæðu til að taka niður skiltið, enda er um þekkt fyrirbæri á svæðinu að ræða. Skíðaleigan er nokkurs konar kennileiti þorpsins Agadez, sem er í miðju landinu. Um tíma, á blóma- skeiði skíðaleigunnar, komu ferðamenn reglulega til að prófa. „Við þurftum að fara á fætur fyrir sex á morgnana því hit- inn eftir að sólin kem- ur upp er óbærilegur.“ Skíðaleiguna heim- sóttu ferðamenn með- al annars frá Englandi, Ástralíu, Svíþjóð, Slóvakíu og Japan, að sögn Baba. En hvernig kvikn- aði þessi klikkaða hug- mynd? Jú, Baba sá Evrópubúa í sjónvarpinu, renna sér á skíðum. Hann hafði oft séð kamel- dýr renna niður sandöldur og lagði saman tvo og tvo. „Mér fannst til- valið að prófa þetta.“ Hann samdi við vini sína sem tóku þátt í Dakar- rallinu til að útvega sér skíði hand- an eyðimerkurinnar – þeir áttu jú leið hjá. Ástríðufullur safnari Að sögn blaðamanns þýðir Baba „danger“, eða hætta. Sjálfur segist Baba hafa verið óttalegur vand- ræðagemsi á yngri árum, þótt blaðamaður segi erfitt að ímynda sér það. Búð hans er full af mun- um; alls kyns ílátum, kössum, forn- munum og minjagripum, sem hann hefur suma búið til sjálfur. Í æsku bjó hann nefnilega til litla bíla úr vír- um og fékk þannig ástríðu fyrir handverki. Hann safnar myntum frá ýmsum heims- hornum. Baba er safnari en ekkert sérstakur sölumaður, að sögn blaðamanns, sem segir frá því að Baba hafi ekki haft nokkurn áhuga á að selja honum nokkurn skap- aðan hlut. Hann sé þó mjög áfjáður í að sýna það sem hann eigi. Hann sýnir blaða- manni rós úr sandi, brot úr meintum loftsteini og forna smámynt, svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að þrátt fyrir að viðskiptin séu ekki blómleg um þessar mundir, þá hefur Baba hitt og þetta fyrir stafni. Hann er ekkert sér- staklega bjartsýnn á að fólk muni vilja skíða á sandöldum í náinni framtíð. „Ekki á meðan Evrópulöndin banna þegnum sínum að heimsækja Níger. Ég er ekki viss um að ég muni nota skíðin aft- ur,“ segir hann og held- ur áfram. „Þeir segja að þetta sé al-Kaída og öðrum herskáum hópum að kenna, en það er synd. Dauðinn er alls staðar. Fólk deyr í Evrópu líka. Fólk ætti að vera frjálst ferða sinna.“ n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Ég er ekki viss um að ég muni nota skíðin aftur Eigandinn Baba er safnari og hefur ýmislegt fyrir stafni. Á hausnum Það getur verið óþægilegt að detta á sandskíðum. Viðskiptin lítil Enginn hefur komið frá árinu 2 007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.