Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 27
Umræða 27Helgarblað 30. maí –2. júní 2014
Þ
egar Besti flokkurinn komst
nálægt því að ná meirihluta í
borginni með einni snarpri og
skemmtilegri kosningabaráttu
urðu sumir skelkaðir – öðrum leið
eins og þeir hefðu tekið þátt í byltingu.
Þegar þessi stóri hópur fólks, sex
borgar fulltrúar ásamt varaborgarfull-
trúum og fleirum sem tilheyrðu fram-
boðinu eða komu inn í störf á vegum
þess, kom inn í Ráðhúsið héldu sumir
að kaos væri framundan.
Það þarf ekki að ræða í löngu máli
að það öfuga gerðist. Eftir fjögurra ára
kaos, fjóra borgarstjóra og á köflum
algjört ráðaleysi í stjórn borgarinn-
ar fór borgarstjórnin að vinna á allt
annan hátt. Það er stundum sagt að
vandinn sé ekki að græða fé, heldur
að láta sér haldast á því. Það er ekki
alltaf vandi að vinna stríð, heldur að
varðveita friðinn. Sigur Besta flokks-
ins var ekki mesta byltingin í borginni
heldur árangurinn sem hann náði í
stjórn borgarinnar á sínu fjögurra ára
tímabili.
Arftaki Besta flokksins
Framhaldið er ekki síður byltingar-
kennt. Björt framtíð er arftaki Besta
flokksins en þrátt fyrir að hún bjóði
fram undir nýju nafni og með nýju
fólki að hluta getur hún vel haldið
tveimur þriðju hlutum fylgisins sem
Besti flokkurinn fékk og ríflega það
samkvæmt skoðanakönnunum. Þessi
árangur sýnir líka að Besti flokkurinn
kom ekki aðeins skikk á stjórn Reykja-
víkurborgar heldur hefur honum tek-
ist að skapa nýtt og varanlegt stjórn-
málaafl í borginni.
Í kosningabaráttunni nú hefur
Björt framtíð byggt á árangri Besta
flokksins, og hún hefur haldið þeirri
sérstöðu sem Besti flokkurinn skap-
aði á kjörtímabilinu. Við gerum okk-
ur grein fyrir því að borgarmálin eru
fyrst og fremst vinna með fólkinu
í borginni að því að gera umhverfi
okkar allra betra, mannvænlegra og
skemmtilegra. Þetta markmið krefst
þess að borgarfulltrúar stilli sig um
þá vinsælu iðju stjórnmálamanna að
eyðileggja hver fyrir öðrum og rífast
um mál vegna þess eins að þeir telja
sig vera pólitíska andstæðinga.
Hvetja almenning
til að vera með
Í borg þarf að leggja götur, skipuleggja
hverfi og svæði, tryggja eðlilegt fram-
boð á húsnæði, byggja upp skóla fyrir
börn og unglinga, skapa atvinnutæki-
færi og passa upp á að allir borgar-
búar, múslimar, kristnir og aðrir njóti
þeirra sjálfsögðu réttinda að stunda
trú sína eða trúleysi. Borgaryfirvöld
þurfa að hvetja fólk til að koma að
borðinu, fá almenning til þátttöku
í því að móta stefnu og skipulag og
jafnvel taka ákvarðanir. Þau þurfa
líka að leggja sig fram um að halda
umræðu um pólitík, mannréttindi,
samskipti ólíkra hópa og félaga vin-
samlegum, siðlegum og æsingalaus-
um. Það er vel þekkt staðreynd að
þeir sem eru í forystuhlutverki hverju
sinni hafa gríðarleg áhrif á samskipti
og skoðanaskipti. Það er vart hægt að
hugsa sér meira ábyrgðarleysi af leið-
togum en að stuðla að vanstillingu og
ófriði.
Ekki hefðbundin
Björt framtíð greinir sig frá hefð-
bundnari stjórnmálaflokkum á ein-
faldan hátt: Hún er ekki bundin á
klafa hugmyndafræðilegra hefða og
hún starfar í grasrótinni. Í kosninga-
baráttunni hefur áhersla okkar verið á
að ná til fólks með lágmarks tilkostn-
aði. Við höfum heimsótt vinnustaði
og stofnanir og nýtt félagsmiðla.
Kosningabaráttan hefur kostað sam-
tals þrjár og hálfa milljón sem við telj-
um vel sloppið. Það er borgarbúum í
hag að sem mest sé dregið úr kostn-
aði við kosningabaráttu. Enda nægar
leiðir til kynningar og umræðu án
þess að farið sé út í dýra ímyndarsmíð
eða auglýsingamennsku. Og okkur
hefur gengið vel, mjög vel.
Því fleiri borgarfulltrúa sem Björt
framtíð fær, þeim mun meiri styrk
hefur hún til að halda áfram því starfi
sem Besti flokkurinn hefur unnið.
Núverandi meirihlutasamstarf hefur
verið farsælt og við viljum halda því
áfram. Góð kosning Bjartrar fram-
tíðar eykur líkurnar á öflugu fram-
haldi. Við komum inn í borgarstjórn
fyrir fjórum árum með óreyndan hóp
fólks. Núna endurtökum við leikinn
með fólki af sama tagi en með meiri
reynslu. Björt framtíð lyftir flokks-
drunganum af borgarmálunum:
Stefnan birtist í verkunum. n
H
ann hafði lengi róið einn
á lítilli trillu og hafði þol-
að marga ágjöfina, þannig
að hann ætlaði ekki að láta
slæma spá eyðileggja fyrir sér
daginn. Hann stakk putta upp í loft,
gáði til veðurs og lagði frá landi.
Þegar hann var kominn þangað
sem hann var vanur að leggja netin,
hvíslaði innri rödd því að honum, að
fiskurinn væri utar í flóanum. Hann
lullaði út flóann, lagði netin og beið
í nokkrar klukkustundir. Þetta hafði
hann stundað árum saman; stund-
um með stórkostlegum árangri.
Veðurútlitið var orðið afar slæmt
þegar hann byrjaði að draga netin.
En hann lét sig hafa það; dró tvær
trossur og fyllti dekkið af fiski. Hann
gerði að veiðinni. En vegna þess
að hann hafði dreymt fyrir miklu
fiskiríi, ákvað hann að draga eina
trossu í viðbót. Dekkið glitraði allt af
fiski og óveður virtist í aðsigi. Á með-
an hafaldan byrjaði að kasta trill-
unni til og frá, ákvað kallinn að taka
inn eina trossu til viðbótar. Og þegar
því var lokið, sá hann að naumast
myndi sæma að skilja þá síðustu
eftir. Hann fór að bauju, dró tross-
una og þegar drætti lauk, var skollið
á hið versta veður. Nú sigldi hann af
stað; setti allt í botn og var svo hepp-
inn að hann hafði fárviðrið að mestu
í bakið.
Sjórinn kastaði sér annað slagið
yfir dugguna og kallinn var smeykur.
Lestin var troðfull af fiski og dekk-
ið iðaði af þorski, ýsu og ufsa. Hann
hafði aldrei séð annað eins. Í versta
veltingi hrukku golþorskar útbyrðis.
Þetta var versti helvítis barning-
ur sem kallinn hafði komist í. Alltaf
bætti í vindinn og alltaf þykknaði
yfir. Hann hugsaði með sér að vænt-
anlega hefði farið betur ef hann
hefði bara asnast til að vera ekki
svona óendanlega gráðugur. Núna
var hann með fulla trillu af fiski. En
útlitið var svo skelfilegt að hann sá
engan kost sem sýndi honum að
hann gæti hugsanlega náð landi,
því alltaf magnaðist óveðrið og nú
var ágjöfin slík að engu var líkara en
öldurnar myndu ná að færa bátinn
á kaf.
Kallinn ákvað að grípa til sinna
ráða, hann göslaðist út á dekkið og
hóf að henda fiski fyrir borð, á með-
an trillan sigldi í átt að landi.
Svo gerðist það að ein aldan skall
á bátnum, fyllti hann af sjó. Kallinn
lá við stefni trillunnar, þá sá hann
fiskiflugu koma í gegnum sortann,
hún settist á stefnið og skömmu síð-
ar var trillan komin á bólakaf.
Einhvern veginn í ósköpunum
náði kallinn landi og við illan leik
náði hann að bæ einum sem var við
sjávarsíðuna. Fólkið á bænum tók á
móti honum og annaðist hann.
Þegar hann var að ná heilsu, var
hann spurður út í ófarirnar.
Kallinn klóraði sér í kollinum og
sagði: -Það var ein helvítis flugu-
hlussa sem gerði á endanum útaf við
trilluna mína góðu. n
Er hugur fer um andans æðstu svið
og öllum hlutum verða menn að safna,
í amstri dagsins lítið lærum við
og lengi fá hér mistökin að dafna.
Þegar fiskisagan flýgur„Hann hafði aldrei
séð annað eins.
Kristján Hreinsson
Skáldið
skrifar
Bjarta byltingin
Myndin Sauðburður Það er ærin vinna fyrir bændur landsins að sitja yfir ám í sauðburði. Sauðburði lýkur senn og styttist í að fé fari á fjall. Mynd Sigtryggur Ari
„Við þurfum ekki að
eyða og spenna til
að ná góðri kosningu.
S. Björn Blöndal
oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík
Kjallari
1 Táningsstúlkum hópnauðgað og þær
hengdar í tré Lögreglan á Indlandi
rannsakar nú óhugnanleg morð í Katra
Shahadatganj-þorpi í Badaun á Indlandi.
Tvær táningsstúlkur fundust látnar
hangandi úr tré við þorpið í gærmorgun
en lögreglan telur að sögn BBC að þeim
hafi verið nauðgað af hópi manna.
Lesið: 9.096
2 Lýstu yfir vantrausti á Sveinbjörgu: Sagði
„krúttlegt“ og færslan var
fjarlægð Samband ungra fram-
sóknarmanna, SUF, sendi frá sér ályktun
aðfaranótt fimmtudags þar sem lýst var
yfir „fullkomnu vantrausti“ á Svein-
björgu B. Sveinbjörnsdóttur, oddvita
Framsóknar í Reykjavík. Stuttu síðar
voru öll ummerki um færsluna fjarlægð
af vefnum.
Lesið: 6.144
3 Sigmundur um moskuummælin: „Með
ólíkindum hvað menn leggj-
ast sumir lágt“ Forsætisráðherra
segir ótrúlegt hversu langt margir
seilast til þess að ná höggi á pólitíska
andstæðinga. Hann ætlar ekki að tjá sig
efnislega um ummæli oddvita Fram-
sóknar í Reykjavík um moskur á Íslandi.
Lesið: 5.688
4 Leiðast kamrar, tjald-botnar og prímusar
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ætlar
í veiði með eiginmanni sínum í sumar.
Henni finnst fátt skemmtilegra en að
ferðast um Ísland á sumrin þótt henni
leiðist tjaldútbúnaður.
Lesið: 4.372
5 Lögreglan þurfti að hjálpa unglingum heim
af skólaballi Lögregla þurfti að hafa
afskipti af ungmennum á skóladansleik
sem voru ölvuð og þurftu hjálp heim.
Lesið: 1.346
Mest lesið
á DV.is
Ég er skrifaður inn í
eitthvert leikrit
Hilmar Leifsson um átök sem snúa að honum. – DV
Mér leiðast kamrar
og tjaldbotnar
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir um sumarfrísáform sín. – DV
Mér finnst
þetta sorglegt
Sóley tómasdóttir segir Framsókn ekki eiga erindi í borgarstjórn. – Vísir