Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Page 20
20 Fréttir Helgarblað 30. maí –2. júní 2014 É g sé enga aðra lausn en að safna frárennsli saman í tank og keyra því í burtu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum. Þrátt fyrir að fullkomið þriggja þrepa skolphreinsikerfi sé í nýju gestastof- unni á Þingvöllum sem staðsett er á Hakinu, brún Almannagjár, segir Ólafur óvíst hvort kerfið hreinsi öll óæskileg efni frá frárennsli áður en það skilar sér aftur út í hraunið og að endingu í Þingvallavatn. „Það er ekkert óunnið skólp að renna út í Þingvallavatn og fráveitu- málum er háttað með besta mögu- lega hætti. Það er bara ekki eins gott og við hjá þjóðgarðinum viljum. Við erum stærstu fráveituaðilinn við vatnið og förum fram á að þessir hlut- ir séu í lagi hjá öðrum. Þess vegna eig- um við að vera til fyrirmyndar í þess- um málum. Vatnið á að njóta vafans.“ Fráveitumál sumarhúsa ófullnægjandi Fráveitumál við Þingvallavatn hafa verið mikið í umræðunni undan- farið. Vísir greindi frá því nýlega að athugun samstarfshóps Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands, sveitarfélaga og þjóðgarðsins á Þingvöllum um frá- veitu- og neysluvatnsmál sumarhúsa innan verndarsvæðisins leiddi í ljós að ekkert þeirra nærri 700 sumar- húsa sem standa á verndarsvæði uppfylli skilyrði sem gerð eru. Þá hefur einnig verið fjallað um hitamengun í suðurenda vatnsins af völdum Nesjavallavirkjunar. Ofan á þetta bætist síðan almenn aukning mengunar af völdum bílaumferðar og iðnaðar. Tærleikinn í húfi „Á Hakinu hefur þrennt valdið okk- ur vonbrigðum varðandi frárennsl- ismál,“ segir Ólafur. „Stöðin er of lítil miðað við fjölgun ferðamanna sem við finnum verulega fyrir enda leggja margir þeirra leið sína á Þingvelli. Við giskum á að um 500.000 manns komi á Hakið á ári. Í öðru lagi eru deildar skoðanir um það hvort þriðja þrepið í ferlinu hreinsi út köfnunar- efni,“ en aukning köfnunarefnis í vatninu gæti ýtt undir þörunga- myndun sem aftur leiddi til þess að Þingvallavatn gæti tapað sínum heimsfræga tærleika og bláma. „Í þriðja lagi höfum við verið ósátt við gerjun í rot- þróm þar sem hita- stigið á svæðinu er lágt.“ Ólafur segir að niðri á Þingvöllum taki jarðvegspúðinn mun betur við en uppi á Hakinu þar sem þar sé aðeins um hraun að ræða. „Fráveitumál eru langt frá því að vera í ólestri. Það er ekki málið heldur eigum við að vera í fararbroddi á svæðinu og í heiminum hreinlega þegar kem- ur að þessum málum.“ Ástæða til að hafa áhyggjur Í samtali við DV nýlega sagði Hilmar Malmquist, fyrrverandi forstöðu- maður Náttúrufræðistofu Kópavogs og vatnalíffræðingur, fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun áhrifa Nesjavallavirkjunar á Þingvalla- vatn og mengunar almennt. Hilm- ar, sem er nú forstöðumaður Nátt- úruminjasafns Íslands, hefur ásamt starfsfólki Náttúrufræðistofu Kópa- vogs rannsakað vatnið um árabil. „Almennt er köfnunarefni að aukast í vatninu vegna mengunar. Sennilega er eitthvað af því vegna mengunar frá Evrópu sem og iðnaði hér heima og vegna aukinnar bíla- umferðar og fráveitumála. Vatnið er einstakt á heimsvísu og þessu ber að taka alvarlega.“ Þá hefur Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, kvartað vegna áhrifa Nesjavallavirkjunar á vatnið. Hann segir kísilútfellingu hafa stóraukist síðan virkjunin tók til starfa fyrir 25 árum. „Á góðviðris- degi sést hvítur botn tíu metra frá landi. Það er kísill sem streymir und- an hrauninu frá virkjuninni. Þetta var ekki svona áður en virkjunin kom.“ n Vill keyra öllu skólpi í burtu n Vatnið á að njóta vafans n Fráveitumál sumarhúsa í ólestri Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður Segir þjóðgarðinn eiga að vera leiðandi í fráveitumál- um á svæðinu og í heiminum. myndir sigTryggur ari Þingvallavatn Hitamengun frá Nesjavöllum, hugsanlega aukin kísilútfelling, mengun vegna bílaumferðar og iðnaðar og loftslagsbreytinga meðal þess sem ógna vatninu. Við höfum kjark Gréta BjörG 3. sæti jóna BjörG 4. sætiGuðfinna 2. sætisveinBjörG Birna 1. sæti KosninGasKrifstofa suðurlandsBraut 24Hittu okkur á facebookfacebook.com/framsoknogflugvallarvinir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.