Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 52
52 Menning Helgarblað 30. maí –2. júní 2014 GusGus sendir frá sér plötuna Mexico Hitar upp fyrir Justin Timberlake Mexico, glæný plata frá GusGus, kemur út hér landi 11. júní – heil­ um tveimur vikum áður en hún verður fáanleg annars staðar í heiminum. Á plötunni fylgja þeir Birgir Þórarinsson, Daníel Ágúst, Högni Egilsson og Stephan Stephans­ sen eftir gífurlegum vinsældum Arabian Horse sem kom út árið 2011. Crossfade og Obnoxiously Sexual Smáskífa með laginu Crossfade kom einnig út á dögunum og hlustendur um allan heim hafa tekið henni fagnandi. Þann 3. júní er svo von á annarri smáskíf­ unni, Obnoxiously Sexual sem verður einnig fáanleg á Íslandi tveimur vikum áður en hún kem­ ur út í útlöndum. Útgáfutónleikar og Justin Timberlake GusGus fagnar plötunni með út­ gáfutónleikum í Vodafone höll­ inni þann 9. ágúst og seinna í sumar dreg­ ur aldeilis til tíðinda fyrir sveitina því hún var valin til að hita upp fyrir sjálfan Justin Timber­ lake á risatón­ leikum 24. ágúst, enda ákaflega sjaldgæft að heimamenn fái tækifæri til að stíga á svið á slíkum stórvið­ burðum. Auk þeirra GusGus­meðlima verður bandaríski plötusnúður­ inn Dj Freestyle Steve með upp­ hitunaratriði á tónleikunum. Blaðamaður The Guardian með í för Í júní efna Evrópustofa og Bíó Paradís til Evrópskrar kvik­ myndahátíðar. Þessu sinni verð­ ur boðið upp á brot af hinu besta í evrópskri kvikmynda­ gerð hringinn í kringum landið. Enginn aðgangseyrir verður á há­ tíðina. Hátíðin hefst í Mosfellsbæ með sérstakri viðhafnarsýningu í Hlégarði sunnudaginn 1. júní kl. 14.30 þar sem hin margverðlaun­ aða danska fjölskyldumynd Ant­ boy verður sýnd. „Við munum bjóða upp á þrjár kvikmyndir á hverjum stað – eina barnamynd og tvær fyrir eldri kynslóðina – og verður frítt inn á sýningar. Tilgangurinn er fyrst og fremst að kynna og breiða út evrópska menningu.“ Áætlanir um hringferðina hafi vakið athygli en blaðamaður breska dagblaðsins The Guardian mun slást í för og fjalla um há­ tíðina og hvernig hún fellur í kramið. Kvistar af sama meiði Tvær sýningar með úrvalsverkum úr safneign Listasafns Reykjavíkur T vær sýningar með úrvalsverk­ um úr safneign Listasafns Reykjavíkur verða opnaðar laugardaginn 31. maí kl. 16. á Kjarvalsstöðum; Reykjavík, bær, bygging og Hliðstæður. Á sýningunni Reykjavík, bær, bygging má sjá hvernig borgin kom íslenskum listmálurum fyrir sjónir á hundrað og tveggja ára tímabili, allt frá 1891 til 1993. Á sýningunni eru málverk eftir helstu frumherja íslenskrar mynd­ listar. Einnig eru á sýningunni úr­ valsverk næstu kynslóðar, sem komst til þroska á öðrum og þriðja ára­ tug aldarinnar, þeirra Snorra Arin­ bjarnar, Gunnlaugs Scheving, Nínu Tryggvadóttur og Louisu Matthí­ asdóttur. Sýningarstjórar eru Hafþór Yngvason og Aðalsteinn Ingólfsson. Verkin á sýningunni Hliðstæðum spanna 73 ára tímabil en þar er verkum ólíkra listamanna spilað saman, tveimur eða þremur í senn, til að draga fram líkindi þeirra á milli. Í bókmenntum er talað um hliðstæður. Í flestum tilfellum eiga lista­ mennirnir fátt sameiginlegt. Þeir eru afsprengi mismunandi tíma, inn­ blásnir af ólíkum hugmyndum og liststefnum. En þeir eru þó kvistar af sama meiði. Sem listmálarar standa þeir frammi fyrir sambærilegum val­ kostum og á stundum má finna hlið­ stæður í verkum þeirra sem geta vakið nýjan skilning og opinberað forsendur að baki verkanna. Sýn­ ingarstjóri er Hafþór Yngvason. n Gunnlaugur Blöndal. Kötlugos 1918. Tvær sýningar úr safneign Listasafns Reykjavíkur verða opnaðar á laugardag. Sumarið í ár byrjar mun betur en hið skelfilega og sólarlausa sumar 2013. N ú þegar fyrsti eiginlegi sum­ armánuðurinn er að hefj­ ast er ekki seinna vænna að að velta fyrir sér stór­ myndum sumarsins. Sú var tíðin að velgengni mynda valt að mestu á nafni aðalleikarans, og stærstu stjörnurnar gátu fengið upp í 20 milljónir dollara á mynd. Sá tími er að mestu liðinn. Nú er miðað við önnur þekkt vörumerki, nefnilega nöfnin á persónunum sem stjörnu­ rnar leika. Ekki lengur kanónur Vissulega eru framhaldsmyndir ekk­ ert nýtt í Hollywood, en undanfar­ in ár hefur orðið stöðugt meira af endurgerðum og endurræsingu af þekktum myndum. Godzilla er ekki framhaldsmynd, heldur endur­ ræsing á mynd frá 1998 sem sjálf var endurgerð á mynd frá 1954. Og engin stórstjarna í burðarhlutverki, nema þá skrímslið sjálft. Það sama gildir um ofurhetjumyndir sum­ arsins. Amazing Spider­Man 2 skart­ aði hinum annars óþekkta Andrew Garfield og Captain America 2 skart­ aði Chris Evans. X­Men: Days of Fut­ ure Past státaði af mörgum þekkt­ um leikurum, en eina stórstjarnan var Hugh Jackman, sem sjálfur var lítt þekktur þegar hann fyrst lék Wolverine fyrir 14 árum. Helsta undantekningin frá reglunni er Iron Man, þar sem Robert Downey Jr. var notaður til að selja hugmyndina um Járnmanninn. En síðan fyrsta myndin leit dags­ ins ljós árið 2008 hefur mikið vatn runnið til sjávar og framleiðendur hafa komist að því að þeir geta spar­ að peninginn sem annars hefði far­ ið í stjörnurnar (sem hvort eð er eru með grímu helminginn af tímanum) og notað hann í tæknibrellur í stað­ inn. Að apa eftir öðrum Þetta hefur bæði kosti og galla. Síð­ ur þarf að skrifa handrit sem eru sér­ hönnuð að ímynd stórstjarna, en á móti kemur að nafn stjörnunnar getur ekki lengur selt nýja hugmynd og því þarf að notast við þær gömlu sem þegar eru kunnuglegar. Trans­ formers­mynd sumarsins er ekki aðeins sú fjórða í röðinni heldur er hún byggð á leikföngum sem allir þeir sem ólust upp á 9. áratugnum kannast við, en það eru einmitt þeir sem nú fara með börnin í bíó. Dawn of the Planet of the Apes er framhald af hinni afbragðsgóðu Rise of the Planet of the Apes frá 2011 og um leið prequel (formynd?) að Planet of the Apes frá 2001, en hún var endur­ ræsing á hinum þekktu myndum 7. og 8. áratugarins með Charlton Heston. Mark Wahlberg lék í þeirri fyrstu, en hefur nú flutt sig yfir í Transformers, á meðan hinn sjald­ séði Gary Oldman leikur í nýjustu apamyndinni. Barnamyndir sumarsins Þekktar persónur koma ekki síð­ ur fyrir í barnamyndum sumarsins. Töfralandið Oz er teiknimynd sem er framhald af einni þekktustu mynd sögunnar, reyndar frá 1939, og hafa tvær aðrar framhaldsmyndir verið gerðar, sú síðasta í fyrra. Maleficient er á hinn bóginn leikin mynd sem er formynd að teiknimyndinni um Þyrnirós, frá þeim tíma þegar ævin­ týri og ekki teiknimyndasögur voru sá sagnabrunnur sem helst var leit­ að til. Ein af frumlegri teiknimynd­ um seinni ára, How to Tame Your Dragon, fær framhald og spurning hvernig tekst að endurtaka leikinn, á meðan Planes: Fire and Rescue er framhald myndar sem var útúrdúr af Cars og flestum fannst óþörf. Stærsti leikari í heimi Ein af fáum Hollywood­stórstjörn­ um sem enn er treyst til að bera uppi rándýrar brellumyndir byggðum á lítt þekktu efni er Tom Cruise. Hann lék í hinni ágætu Oblivion í fyrra og nú í Edge of Tomorrow, sem ný­ lega hefur verið frumsýnd hérlend­ is. Vonandi tekst honum að standast freistinguna að endurræsa Battlefi­ eld Earth sem trúbróðir hans John Travolta lék í um árið, en Cruise er heldur ekki laus við framhalds­ bakteríuna. Mission Impossible 5 er væntanleg á næsta ári, þar sem hann leikur ásamt Paulu Patton sem síðast sást í 2 Guns Baltasars. Verr hefur gengið hjá Arnold Schwarzenegger að fóta sig eftir að hann yfirgaf pólitíkina, en nafn hans var fyrir 20 árum nóg til að tryggja miðasölu á allt nema gamanmyndir. Nýjasta mynd hans Sabotage verð­ ur frumsýnd hér um miðjan júní en hefur ekki fengið góða dóma vestra. Mun yngri leikari sem leikur í sinni síðustu mynd er hinn látni Paul Walker, en myndin Brick Mansion verður frumsýnd á næstunni. Walker var þó enginn Heath Ledger og varla er hægt að búast við Dark Knight hér. Poppstjarna með pappahöfuð Fyrrverandi samstarfsmaður hans, Vin Diesel, leikur í einni af forvitni­ legri sumarstórmyndunum. Guardi­ ans of the Galaxy er byggð á Marvel­ teiknimyndasöguhetjum sem eru þó mun minna þekktar en Spider­ Man, Captain America eða X­Men. Vel hefur tekist til með þær Mar­ vel­myndir sem þegar eru komnar í ár og vonandi tekst þeim að halda dampi. Wachowski­systkinin tak­ ast á við að búa til sinn eigin ævin­ týraheim í Jupiter Rising, sem von­ andi verður meira í ætt við Matrix en Matrix Revolutions. Brick Mansion Hinn látni Paul Walker fer með aðalhlutverk í myndinni Brick Mansion sem verður frumsýnd á næstunni. Walken verður í mynd Eastwood Jersey Boys eftir Clint Eastwood fjallar um kvartettinn The Four Seasons og skartar Christopher Walke Stórmyndir SumarSinS Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Sabotage Arnold Schwarzenegger tekst ekki að fóta sig jafnvel í sumarsmellunum og áður. Sabotage fær enga stjörnudóma. Maleficent Formynd að teiknimyndinni um Þyrnirós með Angelinu Jolie í aðalhlutverki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.