Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 45
Lífsstíll 45Helgarblað 30. maí –2. júní 2014
„Fyrir okkur er þetta eðlilegt“
Tina býr í nektarþorpi í Bretlandi
É
g var með slæma líkamsímynd.
Ég hafði farið í aðgerð og var
með risaör eftir það og maður
inn minn fór með mig í náttúru
sund,“ segir Tina Yates sem heillast
hefur af lífsstíl þeirra sem kjósa að lifa
lífinu nakin.
Tina tilheyrir sístækkandi hópi
þeirra sem tileinkað hafa sér þenn
an lífsstíl og býr núna í öðru stærsta
nektar þorpinu á Bretlandi, Spielplatz.
Eiginmaður hennar, Mark, dró hana
með sér á viðburð fyrir þá sem hafa
tileinkað sér þennan lífsstíl fyrir
nokkrum árum. Hún kom sjálfri sér á
óvart með því að samþykkja að mæta.
„Þarna fannst mér óþægilegt að
vera nakin fyrir framan hann, meira
að segja, svo við ákváðum að gera eitt
hvað í því. Þetta reyndist vera auðvelt
og hröð leið til að komast yfir það og
ég þurfti ekki á neinni annarri hjálp að
halda,“ segir hún.
„Og veistu hvað, ég tek ekki eftir
örinu lengur. Það veitir manni mikið
sjálfsöryggi. Þú veist að ég er sú sem
ég er, þú getur séð líf mitt á andlitinu
á mér og þú getur líka séð það á lík
ama mínum,“ segir Tina í samtali við
Daily Mail.
Þorpið sem Tina býr í er nektar
þorp sem komið var á laggirnar 1929.
„Nágrannar mínir eru á öllum aldri
og sumir meira að segja fæddust hér,“
segir Tina. „Þetta er bara lítið samfélag
þar sem allir þekkja alla.“
Þeir sem aðhyllast þessa stefnu
kjósa að vera án klæðnaðar svo lengi
sem þeim er ekki kalt. „Ef það er kalt,
þá förum við í föt.“ Sumir sem búa
í sama þorpi og Tina eru naktir við
nánast öll störf. Hún gengur ekki svo
langt og er í fötum þegar hún til dæm
is vinnur garðverk. Það er til þess að
forðast að rispast við garðvinnuna.
„Ég fer í buxur þegar ég er að vinna í
garðinum.“
Elska að vera nakin Tina og fólkið í
þorpinu er nánast alltaf nakið enda telja
þau það vera það eðlilegasta í stöðunni.
Þ
að er löglegt að ganga um
götur bæði New York og
Reykjavík berbrjósta. Það
mega bæði konur og karlar
gera að vild.
Þrátt fyrir það eru berbrjósta kon
ur á Facebook, Instagram og Vine
ritskoðaðar og myndum eytt út.
Þetta á við um Scout Willis,
dóttur Demi Moore og Bruce Willis,
sem hefur nú ákveðið að berjast á
móti kúgun samfélagsmiðlanna.
Mynd af henni í gagnsæjum toppi
var fjarlægð nýverið og í kjölfarið
ákvað Scout að ganga erinda sinna
í New York berbrjósta og gaf reglu
lega skýrslu á Twitter um framgang
mála.
Scout hefur með uppátæki sínu
hafið byltingu á samfélagsmiðlum
þar sem konur birta myndir af sér
berbrjósta. Myndirnar eru merktar
#FreeTheNipple. Eða frelsum geir
vörtuna.
Óljósar reglur og ritskoðun
Reglur Instagram um nekt eru afar
óljósar og orðaðar á þá leið að ef
viðkomandi myndi ekki vilja sýna
mynd eða myndband, barni, yfir
manni eða foreldrum þá sé það efni
óviðeigandi.
Þessar óljósu reglur eru ítrekaðar
með því að segja að Instagram
reikningi þaðan sem nekt eða óvið
eigandi efni sé deilt, verði eytt.
Hér á landi er ekkert ákvæði
í hegningar eða lögreglulögum
sem leggur blátt bann við nekt á
almannafæri. Í 209. grein hegn
ingarlaga er að vísu að finna bann
við því að særa blygðunarkennd
manna með lostugu athæfi en
sennilega þyrfti meira til en bara
nekt á almannafæri til þess að brot
ið yrði fellt undir þetta ákvæði.
Hins vegar er í lögreglusamþykkt
um margra sveitarfélaga að finna
ákvæði sem fela í sér bann við
ósæmilegri háttsemi og getur nekt á
almannafæri fallið þar undir.
Í þessum tilfellum er hvert til
vik skoðað fyrir sig. Mögulega hefði
Scout fengið tiltal lögreglu ef veg
farendum hefði fundist hún ögra
sér eða valda ónæði en lítið annað.
Engar refsireglur gilda um athæf
ið og sá sem kvartaði til lögreglu af
þeim sökum yrði líklegast að eiga
það við sjálfan sig að geta ekki verið
innan um fáklæddar konur.
Á sjöunda áratugnum brenndu
danskar og bandarískar konur
brjóstahaldara sína. Brjóstahaldar
arnir þóttu merki kúgunar. Svo virð
ist sem kvenfrelsis og kynlífsbylting
sjöunda og áttunda áratugarins fái
nú framhaldslíf vegna ritskoðunar á
samfélagsmiðlunum.
Rassar ferðalanga á netinu
Rassar eru í brennidepli líka. Söng
konan Megan Tonjes komst í frétt
ir nýlega eftir að hún birti mynd af
rassinum á sér á einum samfélags
miðla.
„Þetta er líkami minn,“ sagði
Tonjes. „Ég biðst afsökunar á því ef
hann lætur ykkur líða óþægilega,
en mér er alveg sama um skilgrein
ingar ykkar á nekt. Ég er ekki að gera
neitt sem myndi kallast kynferðis
legt. Af hverju er ég gerð ábyrg fyrir
þeim losta sem fólk finnur fyrir ef
það sér mig?“
Þá minnti Tonjes á að samfélags
miðlarnir hefðu opnað á vettvang
þar sem mannlegri reynslu er lýst
með myndum.
Í kjölfarið hafa myndir af berum
afturendum flætt um netið. Sér í lagi
myndum af ferðalöngum sem merkja
myndirnar @The_Topless_Tour.
Bæði karlar og konur virðast taka þátt
í uppátækinu af miklum móð. n
ritstjorn@dv.is
Frelsum
geirvörtuna
Brjósta- og bossabylting hafin á samfélagsmiðlum
Á rölti um borgina
Scout gengur berbrjósta
um New York-borg til að
mótmæla kúgun og rit-
skoðun samfélagsmiðla.
Bossar ferðalanga Það eru ekki bara
brjóst í brennidepli. Nýtt æði fer eins og
eldur í sinu alnetsins, ferðalangar birta
myndir af bossum.
Ritskoðuð Þessari mynd var eytt út af
Instagram. Mjög óljósar reglur gilda um
óviðeigandi efni og virðist sem ritskoðun
vefjarins sé ansi ströng.
Sápur úr
brjóstamjólk
Margir dásama virkni brjósta
mjólkur en yfirleitt snýr það að
neyslu hennar. Kínversk móðir
hefur hins vegar brugðið á það
ráð að móta sápur úr brjósta
mjólk sinni og selur þær á vef
síðunni Taobao. Móðirin fann
upp á þessu þegar sonur henn
ar vildi ekki brjóstamjólk leng
ur, hún vildi hins vegar að hann
fengi áfram að njóta gæða henn
ar og lét því afgangsmjólkina í
sápur. Sápurnar urðu vinsælar
meðal ættingja sem sögðu mjólk
ina hafa afar mýkjandi áhrif á
húðina. Hún brá því á það ráð
að prófa að selja þær á netinu til
þess að leyfa öðrum að njóta.
Sofía Vergara
ofar drottningu
Árlegur listi Forbes yfir 100 valda
mestu konur heims er áhuga
verður.
Í fyrsta sæti er kanslari Þýska
lands, Angela Merkel, og á eftir
henni fylgja fleiri öflugar konur á
borð við Melindu Gates, Hillary
Clinton, Michelle Obama, Oprah
og Beyoncé. Á listanum eru bæði
heimsleiðtogar, stjórnendur og
forstjórar en líka öflugar konur úr
afþreyingariðnaði. Margt kemur
á óvart á listanum þegar rýnt er
í hann. Leikkonan Sofía Vergara
er til að mynda í 32. sæti, þremur
sætum ofar en Elísabet drottning.
Auður og vinsældir hennar eru
mikilsmetnar en hún var með 30
milljónir dollara í tekjur í fyrra,
þá landaði hún samningum við
CoverGirl, Diet Pepsi og byrjaði
með eigin fatalínu.