Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 26
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 26 Umræða Helgarblað 30. maí –2. júní 2014 Mér fannst þetta bara svo klikkað Framsókn í evrópsku ljósi María Ósk Jónsdóttir segist hafa hætt við að taka þátt í þætti Ásdísar Ránar. – DV.is M ér þykir miður að þú skyldir í dag er við mættumst á förn- um vegi kalla mig „ógeðs- lega rasista kellingu“, sagði Marta Bergmann á Facebook-síðu sinni í vikunni og beindi orðum sín- um til Egils Helgasonar fjölmiðla- manns. Egill hafði gagnrýnt Mörtu fyrir að taka undir orð oddvita Fram- sóknarflokksins í Reykjavík, Svein- bjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um að afturkalla lóð undir byggingu mosku í Sogamýrinni. Orð Sveinbjargar um afturköllun á lóð undir moskuna hafa vakið hörð viðbrögð. Stjórnmálafræðingur- inn Eiríkur Bergmann Einarsson sagði til dæmis að Framsóknar- flokkurinn væri farinn að daðra við þjóðernispopúlisma. Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur taldi að Framsóknarflokkurinn væri að prufukeyra andúð á innflytjendum í kosningabaráttu sinni og að skil- in milli hans og þjóðernispopúlískra flokka á meginlandi Evrópu væru endanlega horfin Moskumálið vekur upp ýmsar spurningar og er sú fyrsta og aug- ljósasta sjálfsagt sú hversu langt eigi að ganga í því að virða og sitja undir pólitískum skoðunum sem byggja á þjóðernishyggju, hatursá- róðri, rasisma, mannhatri og andúð á innflytjendum. Egill Helgason lét Mörtu Bergmann heyra sína skoðun á málflutningi hennar en bað hana jafnframt afsökunar á því að hafa verið dónalegur við hana. Okkur er kennt að virða skoðanir annarra og í vestrænum lýðræðisríkjum er tján- ingar- og skoðanafrelsi. Viðbrögð Egils í moskumálinu eru lýsandi fyr- ir spennuna sem leiðir af þessari spurningu: Hann hefur óbeit á skoðunum Mörtu en veit samt að hún verður að hafa rétt á að fá að viðra þær. Sams konar umræða fer nú fram í ýmsum löndum Evrópu, meðal annars í Svíþjóð þar sem Sænski demókrataflokkurinn – þjóðern- ispopulískur flokkur sem er mótfall- inn innflytjendum, nýtur sívaxandi stuðnings. Í síðustu þingkosning- um fékk flokkurinn tíu prósent at- kvæða, hann fékk tvo menn í kosn- ingum til Evrópuþingsins í vikunni og gæti fengið meira en 15 prósent í þingkosningunum í haust. Svíar vita ekki alveg hvernig þeir eiga að bregð- ast við uppgangi Sænska demókrata- flokksins þar sem meirihluti þjóðar- innar er andsnúinn flokknum og stefnu hans. Í vetur hafa í Svíþjóð komið upp erfiðleikar vegna þessa þar sem sum- ir fjölmiðlamenn hafa þótt of gagn- rýnir á flokkinn og að skoðanir þeirra sjálfra liti of mikið umræðuna um sænsk stjórnmál. Þannig var starfs- maður útvarpsstöðvarinnar P4 Rad- io Stockholm, Soran Ismail, sendur í leyfi frá störfum fram yfir þingkosn- ingarnar í haust eftir að hann hafði gagnrýnt sænsku demókratana harkalega í langan tíma og meðal annars sagst hata þá. Í kjölfarið fóru nokkrir aðrir starfsmenn sænska ríkis útvarpsins í frí sjálfviljugir til að sýna Ismail stuðning. Í lýðræðisríkj- um, sama hvort þau heita Ísland eða Svíþjóð, þykir ekki við hæfi fjölmiðla- menn, sérstaklega hjá ríkisrekn- um miðlum, hafi svo sterkar skoð- anir á tilteknum framboðum eða stjórnmálaflokkum. Ef slíkir flokkar ná eyrum kjósenda og eru kosnir til ábyrgðarstarfa á sviði stjórnmála með lýðræðislegum hætti þá má ekki mismuna þeim. Lýðræðið þarf að ráða för og andstæðingar þeirra þurfa að bíta í það súra epli. Slík mál eins og moskumálið á Ís- landi og mál Soran Ismail í Svíþjóð eru í vissum skilningi lýsandi fyr- ir þann veruleika sem er að verða til í Evrópu í dag. Í raun er um að ræða árekstra á milli ólíkrar heims- sýnar; hinnar frjálslyndu og alþjóð- legu og svo hinnar ófrjálslyndu og þjóðernis legu. Allt frá Íslandi og Sví- þjóð til Ungverjalands og Grikklands njóta stjórnmálaflokkar sem spila á þjóðernispopúlisma, gagnrýni á Evrópusambandið og andúð á inn- flytjendum aukins stuðnings. Nýaf- staðnar kosningar til Evrópuþings- ins eru í stórum dráttum sigur fyrir þjóðernispopúlíska flokka í Evrópu. Vandamálið, og hættan, er sú að aðr- ir stjórnmálaflokkar sem ekki hafa þessa þjóðernispopúlísku stefnu fari í auknum mæli að taka hana upp af því að farvegur virðist vera fyrir þjóð- ernis- og einangrunarhyggju. Þetta á við í flestum löndum Evrópu, allt frá Frakklandi til Íslands. Framsóknarflokkurinn hefur til að mynda löngum daðrað við þjóð- ernishyggju og eins andúð á inn- flytjendum og útlendingum. Vigdís Hauksdóttir hefur til dæmis sagt að flóttamenn á Íslandi eigi að bera ökklabönd, eins og fangar sem eru að ljúka afplánun, og nú kem- ur oddviti flokksins í Reykjavík með moskuútspilið án þess þó að Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson segi nokkuð við því. Er formaðurinn ekki að ljá hugmynd Sveinbjargar sam- þykki sitt með þögninni? Er þetta taktík hjá flokknum að leyfa einstaka frambjóðendum og þingmönnum óáreittum að halda fram ógeðfelld- um skoðunum í þeirri von að ein- hverjir kjósendur stökkvi á vagninn? Framsóknarflokkurinn getur ekki lengur haldið því fram að þessi upphlaup frambjóðenda og þing- manna flokksins séu einskærar til- viljanir. Flokkurinn veit sem er að margir Íslendingar eru ginnkeypt- ir fyrir þjóðernishyggju og andúð á útlendingum og alþjóðahyggju – hugmyndinni um Ísland fyrir Ís- lendinga – og reynir flokkurinn að spila á þessa strengi. Þarna liggja mörg atkvæði og með því að ala á fordómum getur Framsóknarflokk- urinn fært þessa kjósendur nær sér. Framsóknarflokkurinn hefur nú í fjöldamörg ár ekki staðið fyrir neitt sérstakt annað en popúlíska hentistefnu og atkvæðaveiðar með skyndilausnum. Formaður flokksins er sjálfur skyndilausn sem fundin var þegar flokkurinn var við það að hverfa í könnunum í kjölfar hrunsins og Sveinbjörg borgaroddviti er það líka eftir að Óskar Bergsson, Magn- ús Scheving og Guðni Ágústsson gengu úr skaftinu. Framsókn hopp- ar svo yfir leitt bara á einhvern kosn- ingavagn sem forystan heldur að geti skilað flokknum völdum. Síðast voru það stórfelldar skuldaafskriftir eða leiðrétting eins og flokkurinn kýs að kalla útspilið og nú átti það að vera „Rasismi fyrir Reykjavík“. Það er ástæða til að vera vel á verði, og stíga ákveðið niður fæti, þegar Framsóknarflokkurinn fetar sig inn á þessar þjóðernispopúl- ísku brautir í atkvæðaveiðum sínum. Flokkurinn veit að slíkur málflutn- ingur, eins og til dæmis í moskumál- inu, getur virkað í kosningum og stórsigrar þjóðernispopúlískra flokka í Evrópu geta ýtt enn frekar undir slíkan málflutning hjá flokknum. Á sama tíma er líka ljóst að þeir sem eru „pólitískt rétthugsandi“ þurfa að virða skoðana- og tjáningarfrelsi þingmanna og frambjóðenda Fram- sóknarflokksins, líkt og í moskumál- inu. Staðan getur því orðið snúin á Íslandi að þessu leyti, líkt og í Sví- þjóð, þar sem viss tilhneiging er fyrir hendi til að reyna að koma í veg fyr- ir að hatursfullum skoðunum gegn fólki á grundvelli trúarbragða eða lit- arhafts sé útvarpað. Sem betur fer er hins vegar ekki líklegt að aðrir stjórn- málaflokkar í landinu feti inn á þess- ar brautir þjóðernishyggju og popúl- isma, að minnsta kosti hefur það ekki verið raunin síðustu árin eftir að Frjálslyndi flokkurinn var og hét. n Sólkonungur toppar Ólafur Arnarson, hagfræðingur og bloggari, hefur slegið í gegn með bók sinni, Skuggi sólkonungs sem fjallar um Davíð Oddsson eins og flestir vita. Sólkonungurinn skaust efst á metsölulista Eymundsson og ljóst að hún nýtur lýðhylli. Í bók- inni er grjóthörð gagnrýni á leið- togann og ferill hans frá einkavæð- ingu og til Morgunblaðsins rakinn. Víst er að Ólafi veitir ekki af sölunni og velgengninni en Friðrik J. Arngrímsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri LÍÚ, vann gegn hon- um meiðyrðamál og ýtti Ólafi út í gjaldþrot. Benedikt í vanda Benedikt Jóhannesson, útgefandi og stjórnmálamaður, er í vanda vegna uppnáms sem orðið hefur vegna vals á áhrifamestu konum Íslands. Fullyrt er að konum hafi verið boð- ið að vera í blaðinu gegn því að borga yfir 100 þúsund krónur. Ásthildur Sturludóttir, bæjar- stjóri í Vestur- byggð, hefur upp- lýst að henni hafi verið boðin aðild. „Frjáls verslun bauð mér í tölvupósti að vera þátt- takandi í „veglegu afmælis riti“ um áhrifamestu konurnar á Íslandi. Það kostar reyndar 127 þús plús vsk!,“ skrifaði hún. Benedikt hefur brugðist við með því að segja aug- lýsing blaðsins hafi verið illa orðuð og viðtöl séu aldrei seld. Sundlaug Lilju Á Hofsósi og í nágrenni njóta hjónin Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir vinsælda. Þau reka hestabúgarð á Hofi í nágrenni þorpsins. Hofsósbúar njóta þess að hafa eina fallegustu og sérstæðustu sund- laug sem fyrir- finnst á landinu. Úr lauginni má njóta útsýnis yfir Skagafjörðinn. Það merkilega er að Lilja Pálma- dóttir og félagar hennar byggðu laugina og gáfu Hofsósbúum. Hjónin eru gjarnan í Skagafirði án þess að vera mjög upptekin af auð sínum eða frægð. Baltasar þeytist þess í milli um heiminn og leik- stýrir Hollywood-myndum. Eyðimörk Framsóknar Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, leið- togi Framsóknar í Reykjavík, er á góðri leið með að hala inn fylgi sem nægir til að sleppa inn í borg- arstjórn og rjúfa þar með eyði- merkurgönguna sem staðið hefur í eitt kjörtímabil. Fylgið sem hún dregur að með velþóknun Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar for- manns er að mestu tilkomið vegna þeirrar skoðunar frambjóðandans að afturkalla eigi leyfi til byggingar mosku í Reykjavík. Þetta er fylgi af sama toga og Frjálslyndi flokk- urinn sótti í á sínum tíma þegar hann reif sig upp úr algjörri eymd og endaði með yfir 7% fylgi með því að tala gegn útlendingum og höfða til rasista. Sá flokkur þurrk- aðist síðan út eins og þekkt er. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Leiðari „Sem betur fer er hins vegar ekki lík- legt að aðrir stjórnmála- flokkar í landinu feti inn á þessar brautir þjóðern- ishyggju og popúlisma. Smjörklípa Sigmundar Umsjón: Henry Þór Baldursson Miklu meira en mínar væntingar voru Kári Stefánsson um lífssýnasöfnun ÍE. – DV Mér fannst orðið „múslimur“ ekki fyndið Guðrún Bryndís Karlsdóttir um andrúmsloftið í Framsókn. – DV.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.