Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 30. maí –2. júní 201444 Lífsstíll
Elstu dætur
eru klárastar
Vísindamenn hafa fundið út að
konur sem eru elstar í sínum
systkinahópi eru líklegri til að
skara fram úr í lífinu.
Vísindamenn við háskólann
í Essex komust að því að elsta
systkinið er 16% líklegra til að
standa sig vel í skóla miðað
við yngri systkini sín. Ef elsta
systkinið er stúlka hækkar hlut-
fallið upp í 20%.
Dæmi um konur sem eru
elstar í sínum systkinahópi eru
Beyoncé, Hillary Clinton, Oprah
Winfrey og Sheryl Sandberg.
Rannsóknin var byggð á upp-
lýsingum um 1.503 systkini og
3.552 einstaklinga.
Of hátt kólesteról minnkar líkurnar
O
f mikið kólesterólmagn í
blóði er ekki aðeins slæmt
fyrir æðakerfið ef marka má
nýja rannsókn. Í rannsókn-
inni, sem fjallað er um í Washington
Post, kemur fram að of hátt kólester-
ól geti gert pörum erfiðara að eign-
ast barn.
Vísindamenn fylgdu 501 pari eft-
ir sem átti þá von í brjósti að eign-
ast erfingja. Í ljós kom að pörin áttu
erfiðara með að láta drauminn ræt-
ast ef annað hvort konan eða bæði
hún og maður hennar mældust með
of hátt kólesteról. Hins vegar virtist
ekki hafa áhrif ef aðeins maðurinn
mældist of hár en mestu neikvæðu
áhrifin voru ef bæði mældust með
of hátt kólesteról.
Vísindamaðurinn sem leiddi
rannsóknina, Enrique Schisterman,
útskýrir niðurstöðuna á þann veg
að kólesteról hafi mikil áhrif á fram-
leiðslu hormóna á borð við estrógen
og testósterón. „Fyrir vikið verður
annaðhvort of mikið af hormónum
eða of lítið af hormónum. Magnið
verður að vera rétt,“ lét Schisterman
hafa eftir sér en ítrekaði að niður-
stöðurnar mættu alls ekki að verða
til þess að barnlaus pör fjölmenntu
í apótek til að verða sér úti um kóle-
steróllækkandi lyf. „En pör sem vilja
eignast barn ættu að sjálfsögðu að
taka upp heilbrigðan lífsstíl,“ sagði
Schisterman. n
indiana@dv.is
Viltu verða ófrísk?
Eru þið búin að reyna lengi?
Heilbrigður lífsstíll hefur jákvæð áhrif.
Þriðji hver fær
það of fljótt
n Ótímabært sáðlát getur bundið endi á sambönd
Ó
tímabært sáðlát er einn al-
gengasti kynlífstengdi kvill-
inn sem hrjáir karlmenn en
talið er að þriðji hver karl
glími við of brátt sáðlát. En
það eru ekki aðeins karlar sem þjást
vegna kvillans því samkvæmt nýrri
rannsókn Andreu Burri, sálfræðings
við háskólann í Zurich, getur ótíma-
bært sáðlát einnig valdið andlegu
álagi á konur.
Burri og samstarfsmenn hennar
við háskólann í Zurich segja að ef
karlmenn hugsa of mikið um að hafa
stjórn á sáðláti geti það orðið til þess
að þeir hunsi þarfir makans, sem svo
getur haft alvarleg áhrif á sambandið.
Gleyma bólfélaganum
Í rannsókn Burri og félaga kom
fram að yfir 40% kvenna sögðu
stjórn karlmanns á sáðláti mikil-
væga fyrir fullnægjandi kynmök en
hins vegar sögðu þær lengd samfar-
anna ekki skipta mestu máli. Að sögn
kvennanna sem vísindamennirnir
ræddu við, en þær voru frá Mexíkó,
Ítalíu og Suður-Kóreu, er það versta
við of brátt sáðlát að þeir karlar sem
þjást af kvillanum einblína um of á
að reyna stjórna sáðlátinu sem verð-
ur til þess að þeir gleyma bólfélagan-
um og hans þörfum.
Stress og pirringur
Kvenkyns viðmælendur sögðu full-
nægjandi kynlíf ekki síður saman-
standa af kossum, faðmlögum og
örvandi snertingu en samförum. „En
ef karlmaðurinn er of upptekinn af
eigin vandamálum og frammistöðu
sinni er hann líklegri til að gleyma
öllu öðru,“ segir Burri og bætir við að
gæði kynmaka séu of oft metin eftir
tímalengd en ekki eftir því hvern-
ig parið upplifði ástarleikinn. „Þetta
getur svo orðið til þess að konan
verður stressuð og pirruð og, líkt
og karlinn, forðast kynlíf af ótta við
höfnun eða neikvæða reynslu. Kon-
ur í þessari stöðu upplifa þetta sem
þær hafi misst ákveðin lífsgæði sem
á endanum getur orðið til þess að
þær setja spurningarmerki við ástar-
sambandið í heild sinni.“
Getur bundið endi á sambönd
Að sögn Burri skiptir lengd samfara
aðallega máli fyrir konur sem eiga
ekki erfitt með að ná fullnægingu.
Fyrir þær konur sem eigi erfitt með
að fá fullnægingu eða fái yfirhöfuð
ekki fullnægingu skipti tíminn ekki
máli heldur sé það athöfnin, inni-
legheitin og ástleitnin sem sé mik-
ilvægust. Hún segir enn fremur
að þótt talið sé að konur ýki gjarn-
an þegar of brátt sáðlát maka ber á
góma þá skipti lengd samfaranna
þær minna máli en natni þeirra á
öðrum sviðum í kynlífinu.
Rannsókn Burri leiðir í ljós að
of brátt sáðlát geti bundið endi
á jafnvel hin hamingjusömustu
ástar sambönd. Flestar kvennanna
sögðust hafa verið ánægðari kyn-
ferðislega í fyrri samböndum þar
sem of brátt sáðlát var ekki vanda-
mál. „Afleiðingarnar eru oft mun
meiri en kvillinn segir til um,“ segir
Burri og bætir við að í öfgafyllstu til-
fellunum hafi kvillinn haft áhrif á
löngun kvenna til að eignast barn
með maka sínum ef hann hafi átt
það til að fá sáðlát áður en samfar-
irnar hefjast. n
Ótímabært sáðlát getur haft alvarleg
andleg áhrif á karlmenn og maka þeirra.
Þótt kvillinn hafi verið þekktur í rúm 100
ár vita sérfræðingar lítið um ástæðu
hans. Í tveimur rannsóknum sem birtust
á sama tíma í Sexual Medicine og Journal
of Sexual Medicine er fjallað um kvillann
í von um að niðurstöðurnar eigi eftir að
ýta undir betri greiningar og meðferðir.
Dr. Serafoglu kom að annarri rannsókn-
inni. Hann segir mikilvægt að greint sé á
milli vandamáls sem hafi verið frá fyrstu
kynlífsreynslu (e. lifelong) og áunnins
vandamáls (acquired) til að auðvelda
frekari rannsóknir á vandamálinu.
Í rannsóknunum er ný skilgreining á
vandamálinu.
Einkenni of bráðs sáðláts:
n Sáðlát verður alltaf eða næstum alltaf
innan við mínútu eftir að samfarir hefjast
(lifelong).
n Tími að sáðláti hefur styst niður í þrjár
mínútur eða minna og hefur neikvæð áhrif
á sjálfsmynd einstaklings (acquired).
n Vangeta til að fresta sáðláti.
n Afleiðingar af ótímabæru sáðláti eru
neikvæðar, stress, pirringur og vonbrigði og
eða einstaklingur forðast að stunda kynlíf.
Hvað er of brátt sáðlát?
Frammistöðukvíði Karl-
menn sem fá það of snemma
eiga það til að einblína um of á
eigin frammistöðu en gleyma
þörfum bólfélagans.„Afleiðingarnar
eru oft mun
meiri en kvillinn
segir til um
Vilja karlmann-
legri menn
Getnaðarvarnarpillan er notuð
um allan heim af meira en 60
milljónum kvenna. Síðan hún
kom á markaðinn hefur hún
breytt ýmsu í lífi kvenna en sam-
kvæmt nýrri rannsókn sem birtist
í The Journal of Sexual Medicine
eru tengsl milli notkunar pillunn-
ar og smekk kvenna á útliti vænt-
anlegra maka. Í ljós kom að kon-
ur á pillunni höfðu meiri áhuga
á vöðvastæltum og karlmannleg-
um mönnum á ákveðnu tímabili
í tíðahringnum (milli 11 og 21
dags) en á öðrum tímabilum.
Rifrildi tengd
dauðsföllum
Tíð rifrildi geta aukið hættu á
ótímabæru dauðsfalli. Þetta er
niðurstaða rannsóknar sem birt-
ist á netmiðlinum Journal of
Epidemiology & Community
Health.
Samkvæmt niðurstöðunum á
þetta einkum við um karla og at-
vinnulausa. Þar kemur fram að
sterkt félagslegt net og heilbrigð
sambönd séu góð fyrir almenna
heilsu.
10.000 einstaklingar á aldrin-
um 36 til 52 ára svöruðu spurn-
ingum auk þess sem sjúkrasaga
þeirra var skoðuð milli áranna
2000 og 2011. Á tímabilinu létust 4
prósent kvenkyns þáttakenda og 6
prósent karlanna. Næstum helm-
ingur lést úr krabbameini. Eftir
að hafa tekið áhrif breytna á borð
við kyn, hjúskapar- og félagslega
stöðu kom í ljós að áhyggjur og
rifrildi við maka og börn auka lík-
urnar á dauða umtalsvert.