Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Side 6
6 Fréttir Helgarblað 30. maí –2. júní 2014 Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Guðbjörg samdi um Glitnismál n Skriflegur samningur frá 2007 var til grundvallar hlutabréfasölu G uðbjörg Matthíasdóttir, fjárfestir og eigandi Ísfé­ lagsins í Vestmannaeyjum, hefur komist að samkomu­ lagi við slitastjórn Glitnis um uppgjör vegna mála sem hún átti útistandandi við bankann. Þetta segir lögmaður hennar, Sigur björn Magnússon: „Það er búið að komast að samningum við slitastjórnina og fella málið niður.“ Sigurbjörn segist ekki vilja nefna upphæðina sem samningarnir snúast um en segir að þeir hafi verið liður í „stærra uppgjöri“. Málið sem DV spurði Sigurbjörn um var riftunarmál vegna hluta­ bréfaviðskipta Guðbjargar við Glitni þann 26. september 2008, örfáum dögum fyrir fall bankans. Í þeim viðskiptum greiddi Glitnir tæplega fjóra milljarða króna fyrir 1,7 prósenta hlut hennar í bank­ anum. Glitnir höfðaði málið til að rifta umræddum viðskiptum. Sagði engan skriflegan samning Fjallað var um söluna á hlutabréf­ unum fyrir Héraðsdómi Reykja­ víkur á mánudaginn en samkvæmt því sem fram kom þar í máli Jó­ hannesar Baldurssonar, fyrrver­ andi framkvæmdastjóra hjá Glitni, var ekki gerður skriflegur samn­ ingur við Guðbjörgu um sölurétt á hlutabréfunum. Sagði Jóhannes að tjón bankans af viðskiptunum hefði verið „einhverjir milljarðar eða hundruð milljóna“. Samningur gerður árið áður Þessu neitar Sigurbjörn í sam­ tali við DV. „Það var til skriflegur samningur um söluréttinn. Það var alveg skýrt, allt skriflegt í þeim efnum. Þetta er rangt hjá Jóhann­ esi.“ Sigurbjörn segir að sá samn­ ingur hafi verið gerður ári áður, í september 2007, þegar Guðbjörg seldi þáverandi eiganda Glitnis, FL Group, hlutabréf í Trygginga­ miðstöðinni. Guðbjörg fékk greitt fyrir hlutabréfin í Tryggingamið­ stöðinni með reiðufé og eins með hlutabréfum í Glitni sem bankinn sölutryggði og hún hafði heimild til að selja í lok september 2008. Hafði tvo daga DV hefur áður fjallað um samning bankans og Guðbjargar, eða félags í hennar eigu sem heitir Kristinn ehf. Kristinn átti nærri 254 millj­ ónir hluta í Glitni þann 24. sept­ ember en samkvæmt samningn­ um sem gerður var í tengslum við söluna á hlutabréfunum í Tryggingamiðstöðinni þá mátti Guðbjörg selja hlutabréfin dagana 25. til 27. september og varð bank­ inn að kaupa þau á ákveðnu gengi. Slíkt fyrirkomulag heitir sölu­ trygging og tíðkaðist nokkuð í við­ skiptum með hlutabréf á Íslandi á þessum tíma, til dæmis í viðskipt­ um Glitnis og Pálma Haraldssonar með olíufélagið Skeljung. Að frá­ dregnum arðgreiðslum og þóknun fékk Guðbjörg tæplega 3,5 millj­ arða króna í sinn hlut í þessum viðskiptum. Guðbjörg hélt hins vegar eftir jafnstórum hluta í bankanum sem hún svo tapaði þegar bankinn hrundi nokkrum dögum síðar og bréfin í honum urðu verðlaus. Rannsökuðu þátt Glitnis DV greindi frá því í ársbyrjun 2010 að embætti sérstaks saksóknara hefði málið til rannsóknar. Þó var ekki um ræða þátt Guðbjargar í því heldur Glitnis þar sem ekki var til­ kynnt um viðskiptin á markaði líkt og hefði átt að gera í svo stórum hlutabréfakaupum. Bréfin voru keypt af Guðbjörgu á meira en 100 prósent yfirverði, á genginu 32,18 þegar markaðsverðið var 15,19, er hætt við því að tilkynning um slík viðskipti hefði getað haft neikvæð áhrif á hlutabréfaverð í bankanum ef þau hefðu spurst út. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Það var til skrif­ legur samningur um söluréttinn. Samdi við Glitni Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona úr Eyjum, samdi við Glitni vegna mála sem voru útistandandi við bankann. Barnaheill safnar hjólum Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi hófst formlega á mánudag. Matthildur Eggertsdóttir, fjögurra ára leik­ skólastúlka, var fyrst til að gefa hjól, en hún kom með gamla hjólið sitt í Sorpu á Sævarhöfða. Þetta er í þriðja sinn sem Barnaheill stendur fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga. Söfnunin stendur til 15. júní og verður hjólum safnað á endurvinnslustöðvum Hringrásar og Sorpu á höfuð­ borgarsvæðinu. Hjólin eru ætluð börnum sem ekki eiga þess kost að kaupa sér reiðhjól. Hægt er að sækja um hjól hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og í Reykjanesbæ. Væntingar standa í stað Fleiri eru svartsýnir en bjartsýnir varðandi væntingar til efnahags­ og atvinnulífs. Þetta má lesa úr nýrri væntingavísitölu Gallup sem birt var í vikunni. Vísitalan hækkaði um 1 stig í maí frá apríl og mælist nú 83,6 stig. Í umfjöll­ un á vef Greiningar Íslandsbanka kemur fram að hækkunin komi í kjölfar töluverðrar lækkunar á vísitölunni í apríl. „Við reiknuð­ um með að lækkunin í apr­ íl myndi ganga talsvert til baka í maí, en ljóst er að það gekk ekki eftir.“ Er látið að því að liggja að verkföll framhaldsskólakennara og verkföll grunnskólakennara og flugfólks í maí hafi átt hlut að máli.“ Tilmæli um samstarf Samkeppniseftirlitið fylgist með fjölmiðlamarkaði S amkeppniseftirlitið beindi ákveðnum sjónarmiðum til fjölmiðlafyrirtækisins 365 og vefmiðilsins Eyjunnar vegna samstarfs þeirra. Þetta kemur fram í svari frá forstjóra Samkeppniseftirlitsins, Páli Gunnari Pálssyni, við fyrirspurn DV. Eigandi Eyjunnar, Björn Ingi Hrafnsson, stýrir nú sjónvarpsþætti á Stöð 2 sem ber heitið Eyjan og er þátturinn auglýstur á netmiðlinum. Lítið hefur komið fram um hvað felst nákvæmlega í samstarfinu en 365 hefur þó ekki keypt Eyjuna eftir því sem næst verður komist. Í svari Páls Gunnars segir að stofnunin sé ekki með samstarfið til skoðunar en hafi þó sett fram skoð­ anir um hvernig haga þyrfti samstarf­ inu til að það stæðist samkeppnislög: „Samkeppniseftirlitið er ekki með samstarf 365 og Eyjunnar til skoðun­ ar á þessu stigi. Áður hafa aðilar þó snúið sér til eftirlitsins vegna máls­ ins. Af því tilefni kom Samkeppnis­ eftirlitið á framfæri sjónarmiðum sem aðilar þyrftu að leggja til grund­ vallar við mat á því hvort samstarfið stæðist samkeppnislög, enda er það ávallt á ábyrgð aðila fyrirhugaðs samstarfs að meta slíkt. Á þessu stigi er eftirlitinu ekki kunnugt um hvort eða með hvaða hætti tekið hefur ver­ ið tillit til þessara sjónarmiða. Engar formlegar kvartanir hafa borist vegna samstarfsins.“ DV greindi frá því í síðustu viku að Samkeppniseftirlitið hefði kaup 365 á Konunglega kvikmyndafé­ laginu til skoðunar og tæki sér 120 daga í verkið. n ingi@dv.is Samskipti vegna samstarfs Samkeppniseftirlit Páls Gunnars Pálssonar beindi tilmælum til 365 og Eyjunnar vegna samstarfs fjölmiðlanna. Mynd SaMkeppnISeFtIRlIt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.