Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 64
Helgarblað 30. maí –2. júní 2014 41. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Undan hverju var hann að hlaupa? Enginn flengdur fyrir límmiða n Fyrir rétt tæpri viku voru Píratar í Reykjavík gagnrýndir fyrir að líma miða merkta flokkn- um víðs vegar um miðborgina. Létu þó sumir ekki segjast líkt og sjá mátti á spjallsíðu flokks- ins á Facebook á miðvikudag. Þar deildi einn Pírati ljósmynd sem sýndi umræddan miða límdan á enni brjóstmyndar Davíðs Odds- sonar í ráðhúsinu. Þingmannin- um Helga Hrafni Gunnarssyni var ekki skemmt yfir þessu. „Ég er nú ekki að leggja til að neinn verði flengdur á almannafæri fyrir þetta, en mér finnst þetta bara ekki gefa rétt skilaboð,“ skrifaði hann. Gúrkutíð hjá ráðherra n Félags- og húsnæðismálaráð- herra, Eygló Harðardóttir, virð- ist hafa tekið ástfóstri við agúrk- ur af Facebook-vegg hennar að dæma. Á miðvikudag hóf ráð- herra að deila myndum af græn- metinu og spurði hún meðal annars aðstoðarmann forsætis- ráðherra, Jóhannes Þór Skúla- son, hvort hann ætti myndir af Sigmundi Davíð haldandi á gúrkum. Því næst deildi ráðherra mynd af kjól búnum til úr gúrkum. „Er ekki kom- inn tími til að íhuga dress- ið fyrir kosn- ingavökuna?“ spurði Eygló. Í heildina voru stöðu- uppfærslur hennar um agúrkur sex talsins á einum sólar hring. Framsókn „the real thing“ n Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, hældi oddvita Fram- sóknarflokksins, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, á bloggi sínu á dögunum fyrir kröftuga baráttu. Samkvæmt Birni einkennist hins vegar kosningabarátta Sjálfstæðis- flokks af ládeyðu. „Listi sem leggur áherslu á að nota slagorðið „dá- samlegur“ stundar ekki neikvæða kosningabaráttu og telur ekki einu sinni miklu skipta að auðvelda kjósendum valið með því að draga skýr skil á milli sín og keppi- nauta sinna. Þessi átakafælni leiðir einfaldlega til þess að kjósend- ur halla sér að „the real thing“ en ekki eftirlík- ingum,“ skrifar Björn. Gæði fara aldrei úr tísku Hitastýrð blöndunartæki Stílhrein og vönduð Hljóp í 35 tíma og 43 mínútur Gunnlaugur Júlíusson tók þátt í Grand Union Canal Race í annað skipti Á meðan flestir landsmenn tóku því rólega síðustu helgi hljóp Gunnlaugur Júlíusson 240 kíló- metra leið frá Birmingham í Englandi, með bökkum Grand Union- skipaskurðarins, til London. Þetta er í annað skipti sem Gunnlaugur tekur þátt í hlaupinu sem nefnist Grand Union Canal Race. 110 hlauparar lögðu úr hlaði klukk- an 6 á laugardagsmorgni. 35 klukku- stundum og 43 mínútum síðar kom Gunnlaugur í mark, í tuttugasta og níunda sæti. Þá hafði tæplega helm- ingur þátttakenda helst úr lestinni, en 61 keppandi kláraði hlaupið. Einungis 10 drykkjarstöðvar eru á leiðinni, en þar geta hlaupararnir skipt um skó og föt og fengið sér næringu. Gunnlaugur segist hafa gætt sér á próteindrykk, borðað kjöt- bollur og fengið enskan morgunverð á sunnudagsmorgninum. Á áningarstöðunum er þó enginn tími fyrir hvíld og má ekki dvelja á hverj- um þeirra lengur en í 40 mínútur. Í undirbúningi fyrir hlaupið hef- ur Gunnlaugur hlaupið 70 til 90 kílómetra á viku, en þó ekki lengra en 30 til 40 kílómetra í hvert skipti. „Það sem skiptir máli í þessu er að hafa reynslu og geta fyrirbyggt vandræði – fyrirbyggja blöðrur, skafsár og reyna að fyrirbyggja að maginn fari upp í loft og svo fram- vegis,“ segir Gunnlaugur. Hann segir andlegu hliðina vera hluta af áskor- uninni. „En mér líkar það ekkert illa að vera svona einn með sjálfum mér í þennan tíma. Maður er bara að hugsa allan tímann um eitthvað sem skiptir máli.“ Veðrið gerði keppendum erfitt fyrir í ár, en á laugardeginum rigndi samfleytt í 12 tíma. „Stígurinn var blautur og víða undirlagður af leðju og vatni,“ útskýrir Gunnlaugur. Því segir hann erfitt að bera saman ár- angurinn í ár og þegar hann tók þátt fyrir tveimur árum þegar aðstæður voru umtalsvert betri. n Stoltur Gunnlaugur er eini Íslendingurinn sem hefur tekið þátt í Grand Union Canal- hlaupinu. MynD GunnlauGur JúlíuSSOn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.