Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Side 4
4 Fréttir Helgarblað 13.–16. júní 2014 Fjölbreyttar vörur í öllum litum fyrir bæjarhátíðina! FAXAFEN 11 • 108 REykjAvík • 534-0534 Útburðarmál höfðað gegn Ágústi Deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri tekur til varna F yrirtaka í aðfararmáli Íbúða- lánasjóðs gegn Ágústi Þór Árnasyni, aðjúnkt og deildar- formanni lagadeildar Háskól- ans á Akureyri, hefst í dag, föstudag, í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Í daglegu tali er um að ræða útburðar- mál þar sem lán frá Íbúðalánasjóði eru ávallt verðtryggð og er því um að ræða beina aðför gegn Ágústi Þór. Í samtali við DV segir Ágúst Þór að umrædd eign sé heimili hans í mið- bæ Akureyrar. „Það er ekkert komið í ljós hvort þetta verði útburðarmál, ég á eftir að taka til varna. Þessu er ekki enn lokið, en þetta er nógu óþægilegt fyrir svo ég vil ekki ræða þetta meira,“ segir hann. Auk þessa máls hefur Arion banki höfðað skuldamál gegn Ágústi. Aðalmeðferð í því máli verð- ur við Héraðsdóm Reykjavíkur næst- komandi septembermánuð. Hefur Ágúst Þór komið víða við, hann var einn aðalhöfunda skýr- slu Hagfræðistofnunar Háskóla Ís- lands um stöðu aðildarviðræðn- anna við Evrópusambandið og um tíma ritstjóri Tímans. Hann er framkvæmdastjóri Heimskauta- réttarstofnunar og var fyrsti fram- kvæmdastjóri Mannréttindaskrif- stofu Íslands. Hefur hann í seinni tíð nokkuð tjáð sig um endurskoðun stjórnarskrárinnar og var gagnrýninn á tillögur stjórnlagaráðs í umsögn sinni til stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar Alþingis. n hjalmar@dv.is Aðjúnkt Ágústi Þór verður mögulega gert að víkja úr hús- næði sínu í miðbæ Akureyrar. Jón Snorri fær vinnu á Bifröst n Var dæmdur fyrir skilasvik í fyrra n Rektor líkir honum við Jordan Belfort J ón Snorri Snorrason, fyrrum lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og forstöðu- maður MBA-náms, mun hefja störf við Háskólann á Bifröst á komandi misserum. Vilhjálmur Egils son, rektor Háskólans á Bifröst, ber Jón Snorra saman við úlfinn á Wall Street, Jordan Belfort, í samtali við DV. Jón Snorri var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyr- ir skilasvik árið 2013 fyrir að hafa sem eigandi og framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins Agli ehf. veðsett Sparisjóð Mýrasýslu 33,33 prósent vegna láns sparisjóðsins við iðnfyrir- tækið Sigurplast sem var í eigu Agla, þrátt fyrir að hafa hinn 14. júlí 2008 undirgengist kvöð um að veðsetja ekki né selja hluti Agla í Sigurplasti. Fyrsta kennsla í fimm ár Er þetta í fyrsta skipti frá því hann var fyrst ákærður sem hann sinnir al- mennum kennslustörfum. Strax og hann var ákærður fór hann í leyfi frá kennslu við Háskóla Íslands meðan sérstök nefnd skoðaði mál hans. Í upphafi þessa árs staðfesti Daði Már Kristófersson, deildarforseti félags- vís- indasviðs Há- skóla Íslands, í samtali við DV að Jón Snorri væri end- anlega hættur kennslu hjá skól- anum. Vil- hjálmur Egilsson segir enn óvíst nákvæmlega hvað hann muni kenna við háskólann. „Þetta er ekki komið svo langt enn þá en það eru pælingar varðandi símenntun. Það má segja að það væri helst þróunar- starf í því samhengi,“ segir hann. Tel- ur hann ekki alls kostar óvíst að Jón Snorri muni auk þessa kenna nám- skeið við skólann, þótt óákveðið sé hvaða námskeið það yrðu. Umdeild ráðning Segir Vilhjálmur að umræða hafi farið fram innan skólans um hvort æskilegt væri að ráða Jón Snorra. „Hann er búinn að taka sinn dóm. Það er spurning hvort það sé okkar hlutverk að refsa honum. Við rædd- um þetta hérna innandyra eftir að hann fékk dóm og það varð mjög víðtæk umræða um það. Spurn- ingin er hvenær mönnum er refsað og hver á að gera það. Eigum við að taka það að okkur að halda áfram að refsa viðkomandi?“ spyr rektor. „Það eru nú margir sem hafa hætt í öðrum skólum sem hafa kom- ið til okkar, það er ekki bara hann. Fólk fer nú á milli skóla,“ segir Vil- hjálmur spurður um hvort það sé ekki óheppilegt fyrir orðstír Háskól- ans á Bifröst að maður sem hafi ver- ið látinn fara frá Háskóla Íslands fari beint til þeirra. Nemendur geta lært af mistökum Segir Vilhjálmur að sakaferill Jóns Snorra geti mögulega komið sér vel fyrir nemendur og þeir lært af hans mistökum. „Það gæti verið mjög eðli- legt að hann yrði spurður um þetta í tímum. Var ekki hérna einhver mað- ur sem búin var til um heil bíómynd sem kom hérna og hélt erindi? Það var mikil umræða um það í samfélaginu og fyllti hann ekki bíóið? Spurningin er hvort eitthvað sé að sækja til við- komandi einstaklings. Sá var dæmdur með stæl en hann fer um heiminn og fólk hlustar á hann,“ segir Vilhjálmur. „Hvar liggja mörkin?“ „Væri betra að hafa dæmdan nauð- gara hérna?“ svarar Vilhjálmur spurð- ur um hvort helsti munurinn á Jóni Snorra og öðrum afbrotamönnum snúi ekki fyrst og fremst að því að hans brot voru innan þeirrar greinar sem hann mun nú kenna. „Nei, en fyrst þú spyrð að þessu þá er hægt að spá í það hvaða refsibrot væru tæk að þínu mati?“ spyr Vilhjálmur. Spyr blaða- maður þá á móti hvort ekki væri best að hafa kennara með hreina sakaskrá. „Það eru nú allir sammála um það. Svo er það spurning um það hvenær á að afskrifa viðkomandi talent. Hvar liggja mörkin?“ n „Væri betra að hafa dæmdan nauðg­ ara hérna? Dæmdir fyrir umfjöllun Fréttastjóri DV, Ingi Freyr Vilhjálmsson, ásamt ritstjórum DV, þeim Jóni Trausta Reynissyni og Reyni Traustasyni, voru dæmdir í Hæstarétti til þess að greiða Jóni Snorra miskabætur vegna umfjöllunar DV um að Jón Snorri sætti lögreglurannsókn. Þá höfðu þrjár kærur á hendur honum verið sendar lögreglu og voru þar til skoðunar. Þeir voru því dæmdir fyrir að segja að verið væri að „rannsaka“ Jón Snorra en ekki að mál hans væru til „skoðunar“. Hæstiréttur taldi að með notkun orðsins væri „gerð atlaga að mannorði stefnda“. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Rektor Vilhjálmur Egilsson segir að mikið hafi verið rætt innanhúss hvort skólinn ætti að ráða Jón Snorra. Nýr starfskraftur Jón Snorri tekur til starfa við Háskólann á Bifröst. Líklegt er að hann taki að sér þróunarvinnu við símenntun. MyNd SigtRyggUR ARi Viltu vinna miða? Ljósmyndasamkeppni DV DV efnir um helgina til ljós- myndasamkeppni á DV.is. Í verðlaun eru tveir miðar á Secret Soltice-hátíðina sem fram fer í Laugardalnum í Reykjavík helgina 20. til 22. júní. Verðmæti vinningsins er um 40 þúsund krónur. Ljósmyndarar DV velja á mánudagsmorgun tíu bestu sumarmyndirnar sem berast á netfangið sumarmyndir@dv.is um helgina og efna í kjölfarið til Facebook-kosningar á DV.is á vefnum. Sú mynd sem fær flest atkvæði vinnur. Sigurvegarinn verður tilkynntur næstkomandi föstudag, í helgarblaði DV. Dæmdur í 10 ára fangelsi Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir Stefáni Reyni Heimissyni, 34 ára karlmanni sem nam tíu ára stúlku á brott og nauðgaði henni. Stefán nam stúlkuna á brott í Vesturbænum í maí í fyrra og ók með hana í Heiðmörk þar sem hann nauðgaði henni. Hér- aðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt hann í sjö ára fangelsi en Hæstiréttur þyngdi dóminn í tíu ára fangelsi. Í dómsorði Hæsta- réttar segir að brotin hafi verið „þaulskipulögð“ og að þau lýsi „styrkum og einbeittum brota- vilja hans“. Þá var kynferðisbrotið framið á „sérstaklega meiðandi hátt“, og á „varnarlausu barni, sem átti sér einskis ills von“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.