Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Síða 11
Helgarblað 13.–16. júní 2014 Fréttir 11 VATNSHELDAR TÖSKUR OG SJÓPOKAR margar gerðir, stærðir og l itir í húsi Hirzlunnar, Smiðsbúð 6, Garðabæ, s ími : 564 5040 Duffle Big Zip Rack-Pack X-tremer PS 10 Moto dry bag PD 350 Sölustaðir: Ellingsen Útilíf Smáralind og Glæsibæ PD 350 SyStur og dætur voru „off limitS“ n Hells Angels glímdu við fjárhagsvandræði n Var ráðlagt að hafa sig hæga árið 2012 af „kallinum“ Á hjólunum Mikilvægt var að hjólin yrðu komin í lag fyrir 1. maí. Hells angels Dagbækurnar – 3. hluti – S tjórnvöldum ber að grípa til aðgerða gegn súrnun sjávar vegna sívaxandi los- unar koltvísýrings í and- rúmsloftið. Súrnun sjávar norð- ur af Íslandi mælist nú tvöfalt hraðari en sunnar í Atlantshafi. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Nátt- úruverndarsamtaka Íslands sem haldinn var á miðvikudag. Í álykt- uninni kemur fram að slíkar að- gerðir gegn súrnun sjávar kalli á alþjóðlegt samstarf. „Þær þjóðir sem standa Íslendingum næst í baráttunni við loftslagsbreytingar eru þær sem byggja láglendar eyjar á borð við Seychelles-eyj- ar og Kiribati. Súrnun sjávar ógn- ar efnahag Íslands ekki síður en hækkun sjávaryfirborðs ógnar til- veru þeirra sem byggja láglend eyríki í Kyrrahafi, Indlandshafi og Karíbahafi,“ segir í ályktun- inni. Þar segir enn fremur að kalk- myndandi lífríki, kórallar og skel- dýr, séu í mestri hættu við súrnun hafsins. „Vísindamenn hér heima, milliríkjanefnd Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar og á vegum Norðurskautsráðsins hafa bent á að afleiðingarnar fyrir fjöl- breytni lífríkis í hafinu og fæðu- keðju nytjastofna geta orðið afar neikvæðar.“ Þá skiptir ekki síður máli, samkvæmt Náttúruverndar- samtökum Íslands, að við aukna súrnun missi hafið hæfileika sinn til kolefnisbindingar, sem eyk- ur enn á loftslagsvandann. Mik- ilvægt sé að efla rannsóknir á þessu sviði, bæði á alþjóðavísu og á hafsvæðinu í kringum Ísland. „Til að Íslendingar geti beitt sér í alþjóðasamstarfi gegn súrnun sjávar verður þjóðin að hafa trú- verðugleika á sviði loftslagsmála. Áform um olíuvinnslu á Dreka- svæðinu ganga þvert á fyrri stefnu Íslands í loftslagsmálum og rýra traust á Íslandi sem forystuafli gegn loftslagsbreytingum. Aðal- fundur Náttúruverndarsamtak- anna beinir því til stjórnvalda að leggja af áform sín um olíuvinnslu á Drekasvæðinu.“ n Áhyggjur af súrnun sjávar Vilja leggja af áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu Áhyggjuefni Náttúru- verndarsamtök Íslands segja að stjórnvöld verði að grípa til aðgerða vegna súrnunar sjávar norður af Íslandi. Þ að er mjög stutt í að við gerumst fullgildir meðlim- ir. Það er sama hvað verð- ur reynt, þá verðum við ekki stöðvaðir,“ sagði Einar Ingi Mart- einsson, betur þekktur sem Einar Boom, í viðtali við DV vorið 2010. Þá hétu Vítisenglar MC Prospect of Hells Angels Iceland og byggð- ist félagsskapurinn upp af aðil- um sem áður höfðu verið í vél- hjólaklúbbnum Fáfni. Einar Ingi varð formaður hópsins þegar Jón Trausti Lúthersson hætti í klúbbn- um, en það var áður en Fáfnir varð að stuðningshópi Hells Angels. Árið 2007 gaf ríkislögreglustjóri út skýrslu þar sem hann lýsti því yfir að tengsl Fáfnis við Hells Ang- els væri ógn við þjóðaröryggi Ís- lendinga enda væru Hells Angels skilgreind sem alþjóðleg glæpa- samtök sem stunduðu skipulagða glæpastarfsemi. Ferðuðust Meðlimir MC Iceland ferðuðust víða á þessum tíma til að heim- sækja Hells Angels-hópa erlend- is. Það var eitt af skilyrðunum fyrir því að þeir fengju aðgang að hópn- um, að kynna sér aðra hópa og gefa þeim færi á að kynnast þeim. Þeir voru það sem kallað er áhangend- ur Hells Angels og gátu því tekið upp nafnið með hliðsjón af því að þeir væru „prospect“ eða verðandi meðlimir. Á þessum tíma voru meðlimir vélhjólaklúbbsins sýni- legir og mikið var rætt um samtök- in bæði í fjölmiðlum og almennt. Þegar DV leitaði eftir svörum frá Hells Angels í Noregi um það hvort það gæti staðist að Hells Angels væru að ná fótfestu á Íslandi voru svörin eftirfarandi: „Ísland verð- ur blessað með alþjóðlegum mót- orhjólaklúbbi.“ Það var þó þvert á það sem bæði ríkislögreglustjóri og aðrir spáðu. Líkti prófessor í félagsfræði slíkum samtökum við krabbamein í samfélaginu enda fylgdi þeim oftast skipulögð glæpa- starfsemi. „Alls staðar þar sem Hells Angels hafa náð að skjóta rót- um hefur aukin skipulögð glæpa- starfsemi fylgt í kjölfarið,“ sagði ríkislögreglustjóri í ágúst 2009 og benti á að tilraunir Hells Angels til að ná fótfestu á Íslandi mætti rekja ein sjö ár aftur í tímann, hið minnsta, eða til ársins 2002. MC Iceland kom sér upp stuðn- ingsmannaneti annarra vélhjóla- klúbba hér á landi, meðal annars hópnum Souls of darkness. Strangar reglur giltu um þá með- limi líkt og aðra Hells Angels-með- limi og kastaðist stundum í kekki meðal þeirra. Mikið eftirlit Erlendir Hells Angels-meðlimir reyndu að komast til Íslands en var iðulega snúið við á Keflavíkurflug- velli. Dagbækurnar gefa þó til kynna að einhverjir aðilar hafi komist inn í landið. Samtökin skipulögðu þar að auki skemmtikvöld og veislur og líkt og áður sagði ferðuðust þau víða. Árið 2011 reyndist vera vendip- unktur í starfi samtakanna. Þá voru samtökin tengd við líkamsárás í Hafnarfirði rétt fyrir jólin. Einar Ingi var sagður tengjast árásinni, en var síðar hreinsaður af öllum ásökun- um á báðum dómstigum. Þegar hann sat í gæsluvarðhaldi var hann settur af sem formaður. Frá árinu 2012 hefur lítið borið á samtökun- um og hefur lögreglan sagt að sam- tökin glími við ákveðna leiðtoga- krísu. Þó megi ekki slá af eftirliti með samtökum á við Hells Angels, enda ekki hægt að útiloka endur- komu þeirra á Íslandi. n „Ísland verður blessað með alþjóðlegum mótorhjólaklúbbi“ Lögreglan fylgdist vel með Hells Angels Vildu koma hingað Hells Angels höfðu hugsað sér að koma til Íslands frá árinu 2002 segir lögreglan. Hér má sjá gamla hús Fáfnis sem með tíð og tíma varð að Hells Angels. í fyrsta og annað skiptið sem ein- hver mætti ekki átti að greiða fimm þúsund krónur í sekt til vítisengla. Sá sem skrópaði í þriðja sinn missti vestið sitt, það er einkennisbúning vítisengla, og það sett í box. Þeir sem ekki mættu á vaktir máttu búast við sömu viðurlögum. Þeir sem ekki höfðu komið hjólun- um sínum í stand fyrir 1. maí þetta árið urðu einnig sviptir vestinu sínu, en þá í þrjá mánuði, eða allt sumarið. Þeir sem urðu uppvísir að lyg- um eða svikum yrðu kosnir út í „bad standing“ sem þýðir tafarlaus brottvikning og getur þýtt enn fleiri viðurlög. Þá var ákveðið að fimmta regla klúbbsins væri sú að: Konur dættur [sic] systur, fyrrverandi off limit nema með leifi [sic] viðkom- andi member“. Þeir sem ætluðu svo að hætta í Hells Angels þurftu að greiða sex mánaða félagsgjöld, en þeir sem voru verðandi meðlimir og vildu hætta áttu að greiða þriggja mánaða félagsgjöld. Verndarsjóður En peningavandræðin sem blöstu við vítisenglum á þessum tíma voru fleiri. Vildu þeir koma sér upp svokölluðum „defence fund“ eða verndarsjóði sem nota átti fyrir meðlimi. Þeir gátu sótt styrki þang- að ef þeir þyrftu til dæmis á lög- fræðingum að halda eða kæmust í kast við lögin. Slíkir sjóðir eru vel þekktir og því einkennilegt að slíkur sjóður hafi ekki verið til frá upphafi. „Defence found [sic] það þarf að fara að gera eitthvað. Búa til pen- ing,“ segir í fundargerðabókinni hinn 19. janúar 2012. Ætla má að samtökin hafi verið að búa sig und- ir erfiða tíma, enda voru þau undir miklu eftirliti lögreglunnar. n „Óskar og Ingvar hittu kallinn í morgun og var hann rosa jákvæður og nefndi að gíra okkur niður og hætta þessum stórkarlaleik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.