Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Side 23
Fréttir 23Helgarblað 13.–16. júní 2014 Ræktaði kannabis Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur dæmt karlmann á fimmtugs- aldri í fimm mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa í vörslum sínum 302 kannabis- plöntur og tæp fimm grömm af kannabislaufum. Efnin fund- ust í bílskúr að Eldshöfða í mars 2009. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi, en hann hefur ekki áður sætt refsingu svo kunnugt sé. Dómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tveggja ára. Auk þess að sæta fyrrgreindri refsingu var mann- inum gert að greiða málsvarnar- laun verjanda síns, 125.500 krónur, og annan sakarkostnað, 103 þúsund krónur. Fundu safn Sigmundar Iðnaðarmenn rákust á hluta af safni Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar forsætisráðherra undir gólffjölum í Útvarpshús- inu í Efstaleiti. Um er að ræða allnokkur skjöl og rit sem for- sætisráðherra hafði komið fyrir er hann starfaði hjá RÚV á árum áður, en skjölin eru frá því að RÚV var til húsa á Laugavegi. Er RÚV var flutt upp í Efstaleiti ákvað Sigmundur að bjarga fimmtíu kössum af „sögulegum verðmætum“, en Sigmundur sagði frá málinu í viðtali við DV árið 2012: „Kon- unni minni finnst þessi söfn- unarárátta fullmikið af því góða en ég hef tilhneigingu til að hirða hluti og geyma allt sem mér finnst sögulegt og sérstakt. Ég var að vinna á RÚV þegar flutt var af Laugaveginum upp í Efstaleiti og eins og oft í flutn- ingum rann æði á menn að henda og jafnvel því sem mér þótti söguleg verðmæti,“ sagði Sigmundur. „Ég tók mig til og reyndi að bjarga þessum minjum og hrúg- aði í eina 50 kassa. Sumir þeirra eru í geymslu en aðrir eru faldir í húsi Ríkisútvarpsins þar sem ég mun vísa á þá þegar menn hafa komið sér upp aðstöðu til að geyma þetta.“ Á vef RÚV er sagt frá fundin- um en skjölin fundust er gólf- fjalir voru rifnar upp á fimmtu- dag. „Starfsmenn RÚV hafa nú friðlýst svæðið og bíða þess að Sigmundur Davíð komi og vitji pappíranna. Þá vonast þeir til að hann vísi á hvar afganginn af safninu er að finna,“ segir í frétt RÚV. Harmleikur við Bleiksárgljúfur n Pino Becerra var 42 ára íþróttafræðingur n Enn leitað að íslensku konunni K onan sem lést í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð hét Pino Becerra. Hún var 42 ára gömul og frá Kanaríeyjum. Hún var íþróttafræðingur að mennt og hafði mikla reynslu af þjálfun. Hún flutti til Íslands í mars síðastliðnum. Mikil leit hefur verið gerð að ís- lenskri konu á fertugsaldri við gljúfrið síðastliðna tvo daga. Konan var á ferð með Pino. Samkvæmt upplýs- ingum DV dvöldu konurnar í sum- arbústað fjölskyldu þeirrar íslensku í Fljótshlíðinni. Leitin hófst á þriðjudag þegar haft var samband við Lands- björg og lögreglu þar sem ekkert hafði heyrst frá konunum frá laugardegi og til þriðjudags. Til íslensku konunn- ar hefur ekkert spurst fyrir utan spor sem leitað var eftir á fimmtudag og eru talin vera hennar. Hurfu á sunnudag Í fyrstu var talið að konurnar hefðu farið frá bústaðnum á laugardags- kvöldinu, en nú er talið líklegt að konurnar hafi farið út á sunnudags- morgninum. Föt sem fundust við hyl í gljúfrinu eru líklega af konunum, þó það hafi enn ekki verið full staðfest að sögn lögreglu. Allar líkur eru þó á því þar sem borin hafa verið kennsl á hluta fatnaðarins. Þykir líklegt að kon- urnar hafi ætlað að synda inni í gljúfr- inu. Samkvæmt upplýsingum DV er hitastig vatnsins í gljúfrinu um tvær gráður, 2°C. Vatnið er því mjög kalt og erfitt að synda í því til lengri tíma og auðvelt að ofkælast. Þá eru margir hylir í gljúfrinu sem eru varhugaverð- ir. Gljúfrið er bæði skuggsælt og ansi bratt. Dánarorsök Pino er ekki þekkt, en það er ekki talið að hana hafi bor- ið að með saknæmum hætti. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, segir lögreglu ekki enn hafa náð að móta atburðarás sem gæti líklega útskýrt hvarf kvennanna. „Nei, ég get ekki sagt það. Þetta er mjög óljóst því það er enginn til frásagnar.“ Mikill viðbúnaður Viðbúnaðurinn hefur verið mik- ill og leitarsvæðið er nú um 6,5 km radíus frá Bleiksárgljúfri. Þegar ljós- myndara DV bar að garði á fimmtu- dag hafði leitarsvæðinu verið lok- að af enda höfðu fundist fótspor eftir berfætta manneskju. Tilraunir voru gerðar til að staðfesta að sporin væru eftir íslensku konuna sem enn er leit- að að. „Þau eru innan leitarsvæð- isins sem við vorum með í gær og í nótt. Þetta er rúmum þremur kíló- metrum fyrir austan gljúfrið,“ sagði Sveinn. Sporin fundust við Marðar- árgljúfur sem er í útjaðri leitarsvæð- isins og í um 400 metra hæð yfir sjáv- armáli. Sporin voru fremur óljós sem gerði allar mælingar mjög erfiðar, en þó var unnið eftir þeim á fimmtudag. Leitinni var haldið áfram á öllu svæð- inu, en sérstakri athygli beint að þess- um sporum. Seinnipart fimmtudags streymdu björgunarsveitarmenn að leitarsvæð- inu og um klukkan þrjú voru margir að búa sig undir að hefja leit en voru ekki lagðir af stað. Leitarmenn höfðu þá leitað frá þriðjudagskvöldi og eru allt að 90 björgunarsveitarmenn sem taka þátt í leitinni. Þeir höfðu margir hverjir aðeins fengið um tveggja klukkutíma svefn á fimmtudags- morgun þegar leit hófst að nýju. Mat björgunarsveita er að fullleitað sé í Bleiksárgljúfri, en seinnipart fimmtu- dags var unnið að því að stífla aðra reinina í fossinum í Bleiksárgljúfri. Með því var vonast til þess að hægt sé að leita í skúta bak við fossinn. Þar höfðu köfunarhópar verið að störfum í sólarhring auk sérhæfðra leitarhópa og leitarhunda. Þegar DV náði tali af Sveini rétt áður en blaðið fór í prentun kom fram að leita átti áfram fram eft- ir kvöldi. Þá hafði leitin að konunni engan árangur borið en leitinni var fram haldið af fullum þunga. n Bleiksárgljúfur Bleiksárgljúfur er í Fljótshlíð. Það þykir mjög fallegt og er kjarri vaxið. Inn gljúfrið rennur Bleiksá og hár foss er inni í gljúfrinu. Hægt er að ganga að því bæði úr austurátt og vestur. Þegar ofar kemur í gljúfrið er það þver- hnípt, hyldjúpt og örmjótt. Það hefur fallið saman enn ofar í gilinu en hægt er að fara yfir og niður hinum megin við það, segir á vef Kötlu Geopark. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Þetta er mjög óljóst því það er enginn til frásagnar. Við svæðisstjórn Björgunarsveitir og lögregla stjórnuðu leitinni frá Emstruafleggjara. Umfangsmikil leit Björgunarsveitir hafa fínkembt svæðið jafnt á láglendi sem upp til fjalla. Myndir SigtryggUr Ari Við Fljótsdal Fótspor eftir berfætta manneskju fundust í grennd við þennan foss ofan við bæinn Fljótsdal. Leitarsvæðið Hér má sjá leitarsvæðið sem unnið er eftir. Það er um sex kílómetrar og nær því að Marðará, en við Marðarárgljúfur fundust fótsporin. Bleiksá rennur inn í Bleiksárgljúfur. Ætla má að leitarsvæðið nái í sex kílómetra radíus frá Bleiksárgljúfri samkvæmt upplýsingum DV. Fannst látin Pino Becerra var 42 ára gömul og frá Kanaríeyjum. Hún flutti til Íslands í mars síðastliðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.