Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Page 32
Helgarblað 13.–16. júní 201432 Fólk Viðtal É g ráðlegg engum að leggja þetta fyrir sig – ekki nema ástríðan sé til staðar því þetta er hugsan- lega með erfiðari störfum sem hægt er að velja sér. En svo, þegar þetta fer að rúlla og þú verður betri og stærri nöfn vilja vinna með þér, verður þetta auðveldara – eins og með flest annað,“ segir kvikmynda- og sjónvarpsframleiðandinn Margret Hrafnsdóttir sem er stödd hér á landi, meðal annars við tökur á sjónvarps- þáttum sem sýndir verða hér á landi í haust. Erfið meðganga Margret og eiginmaður hennar, Jón Óttar Ragnarsson, hafa búið í Banda- ríkjunum síðustu 22 árin með stutt- um hléum þar sem þau hafa unnið hörðum höndum að því að koma sér áfram í kvikmyndabransanum. Nú, segir Margret, eru þau loksins far- in að sjá fram á að uppskera árangur sem erfiði. Mörg spennandi verkefni eru fram undan. Þar á meðal stór- myndirnar Terra Infirma sem þurfti að endurfjármagna að hluta til aftur, sem var að klárast, og Kill the Poet, en bankahrunið setti stórt strik í reikn- inginn með þá síðarnefndu. „Meðgangan er búin að vera erfið og fæðingin enn erfiðari. Við þurftum að endurfjármagna eftir bankahrun. Það hefur kostað gríðarlega mikið að halda verkefninu áfram. Ég mæli ekki með því að fólk sé með of mörg stór gæluverkefni í gangi í einu. Hins vegar er það á hreinu, eins og Sherry Lansing hefur sagt, að hennar reynsla var sú að allar bestu myndirnar sem hún kom að voru þær sem voru erfiðastar í meðgöngu og fæðingu,“ segir hún en Lans- ing var einhver farsælasti yfirmað- ur framleiðslustúdíós í Hollywood til margra ára og öflugur framleið- andi mynda eins og Fatal Attraction og The Accused og hafði yfirumsjón með gerð Titanic og Forrest Gump hjá Paramount-kvikmyndaverinu. „Meðaltími stórmynda í fram- leiðslu eru sex til átta ár. Við höfum verið í átta ár með Kill the Poet þang- að sem hún er stödd núna. Og það án ríkisstyrkja. Við höfum þurft að koma okkur þangað öðruvísi.“ Oft íhugað uppgjöf Margret viðurkennir að starf fram- leiðandans sé það slítandi að hún hafi íhugað að snúa sér að öðru. „Margoft hefur mig langað til þess en að mínu mati er Kill the Poet meistaraverk. Þegar þú hefur Hollywood-elítuna með þér í verki veistu að þú ert með eitthvað spennandi í höndunum. Við erum viss um að myndin eigi eftir að vekja mikla athygli, bæði á íslensk- um listamönnum og Íslandi yfirhöf- uð. Hún á svo marga stuðningsmenn úti í heimi,“ segir hún og bætir við að tökur hefjist vonandi í haust. „Það er samt ekkert komið fyrr en það er komið. Svoleiðis virkar þessi heim- ur. Það skiptir ekki máli hversu öfl- ugir fjárfestar eru á bak við verkefnin – ekkert er klárt fyrr en það er klárt.“ Kill the Poet fjallar um skáldið Stein Steinar og samband hans við listakonurnar Nínu Tryggva og Lou- isu Matthíasdóttur. Anita Briem og Nína Dögg Filippusdóttir leika lista- konurnar en myndin verður bæði á íslensku og ensku og mun því eiga möguleika á verðlaunahátíðum í flokknum Besta erlenda myndin og þangað stefnir Margrét. „Mér finnst leiðinlegt að stefna lágt í lífinu og miðað við það fólk sem hefur bor- ið myndina á höndum sér er það vel mögulegt. Það er einmitt út af svona rullum sem menn fá tilnefningar.“ Stórfjölskyldur þeirra Jóns Óttars Lifir ekki í lúxus Margret Hrafnsdóttir lét ung að sér kveða þegar hún stjórnaði eigin útvarpsþætti á Bylgjunni aðeins 17 ára. Nokkrum árum seinna hafði hún náð sér í 25 árum eldri athafnamann og flutt með honum til Los Angeles til að láta draumana rætast. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Margreti um sambandið við Jón Óttar, aldursmuninn, fjölskylduna, frægðina, kjaftasögurnar, áfengis- meðferðina sem bjargaði henni og kvikmyndabransann í Hollywood en þau Jón Óttar eru loksins að uppskera árangur sem erfiði eftir áralanga þrotlausa vinnu. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Þetta var stórkostlega skemmtilegur tími en skuggahliðarnar voru líka margar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.