Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Page 38
Helgarblað 13.–16. júní 201438 Neytendur Fjórtán ódýr og góð tjaldsvæði n Nokkur góð tjaldsvæði sem finna má víðs vegar um landið N ú eru sumarfríin fram und­ an hjá mörgum og margir kannski farnir að huga að því hvert skuli halda. Það er misjafnt hvað fólk kýs að gera í sumarfríinu, margir fara í bú­ stað eða halda út fyrir landsteinana, en svo eru margir sem kjósa að ferð­ ast innanlands og gista á tjaldsvæð­ um víðs vegar um landið. DV hefur hér tekið saman lista yfir nokkur góð tjaldsvæði sem finna má á landinu til að ferðalangar geti glöggvað sig á hvar gott sé að stoppa og reka niður tjaldhælana. Í úttektinni er verð á nótt fyrir börn og fullorðna tekið inn í reikn­ inginn og önnur aðstaða sem í boði er á svæðinu, svo sem rafmagn og heitt vatn. Aldur barna sem með eru í för geta haft mikil áhrif á verðið og það er mjög mismunandi við hvaða aldur er miðað á hverjum stað. Að sjálfsögðu spilar líka inn í hversu langt þarf að keyra á tjald­ svæðið og svo framvegis, en þessi út­ tekt ætti að gefa fólki hugmynd um kostnað og hvar vel búin og ódýr tjaldsvæði er að finna. Listinn er ekki tæmandi, enda eru yfir tvö hundruð tjaldstæði á landinu, en tiltekin voru þau tjald­ stæði sem þóttu skara fram úr varð­ andi aðstöðu og verð. Upplýsingar eru fengnar af vefnum tjalda.is og eftir tilvikum hjá rekstraraðilunum sjálfum og ættu að vera nýjar, en gott er að hringja á undan sér og athuga með verðið og vera viss hvaða að­ staða sé til staðar. n Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is Tjaldsvæðið Hafnarfirði n Fullorðnir: 1.200 kr. n Börn: 600 kr. fyrir 13 ára og eldri n Rafmagn: 800 kr. n Internet: 500 kr. Höfuðborgarsvæðið Sturta Snyrting Rafmagn Heitt vatn Leikvöllur Þvottaaðstaða n Hafnarfjörður x x x x x x n Laugardalur x x x x x x n Mosfellsbær x x n Mosskógar x x x x Vesturland n Á Eyrunum, Lýsudal x x x x x n Búðardalur x x x x x x n Áningin, Kverná x x x x n Húsafell x x x x x x Vestfirðir n Patreksfjörður x x x x x n Tálknafjörður x x x x x x n Bjarkalundur x x x x x n Súðavík x x x x x Norðurland n Ásbyrgi x x x x x x n Blönduós x x x x x x n Dalvík x x x x x n Hofsós x x x x x Austurland n Borgarfjörður eystri x x x x x x n Egilsstaðir x x x x x x n Fljótsdalsgrund x x x x n Hallormsstaðask. x x x x x Suðurland n Árnes x x n Ölfus x x x n Geysir x x x x x x n Laugaland x x x x x Suðurnes n Garðskagi, Garði x x n Grindavík x x x x n Íþróttamiðst., Garði x n Sandgerði x x x x x Þetta er í boði á tjaldsvæðunum Mosfellsbær n Fullorðnir: 900 n Börn: Frítt 6 ára og yngri n Rafmagn: 700 Tjaldsvæðið Borgarnesi n Fullorðnir: 950 kr. n Börn: Frítt Tjaldsvæðið Búðardal n Fullorðnir: 1.000 kr. n Börn: Frítt yngri en 12 ára n Rafmagn: 700 kr. Bjarkalundur n Fullorðnir: 1.200 kr. n Börn: Frítt undir 12 ára Tálknafjörður n Fullorðnir: 1000 kr. n Börn: Frítt undir 12 ára n Rafmagn: 800 kr. Blönduós n Fullorðnir: 800 kr. n Börn: Frítt undir 12 ára Hofsós n Fullorðnir: 1.100 kr. n Börn: Frítt undir 12 ára Borgarfjörður eystri n Fullorðnir: 1.000 kr. n Börn: Frítt undir 15 ára Egilsstaðir n Fullorðnir: 1.200 kr. n Börn: Frítt undir 15 ára Geysir n Fullorðnir: 1.500 kr. n Börn: 500 kr. (8–15 ára) Ölfus n Ókeypis Grindavík n Fullorðnir: 950 kr. n Börn: Frítt undir 15 ára Sandgerði n Fullorðnir: 800 kr. n Börn: Frítt undir 13 ára Gist í tjaldi Það getur verið skemmtilegt að gista í tjaldi ef aðstaðan á tjaldsvæðinu er góð. Hvað kostar útilegan? Það getur verið dýrt að fara með alla fjölskylduna í útilegu yfir heila helgi. Það þarf að gera ráð fyrir bensínkostnaði, mat, skemmtunum og kostnaði við gistingu. Hér kemur dæmi um hvað ein helgi á tjaldstæði í hjólhýsi kostar fyrir hjón með tvö börn. Gert er ráð fyrir gistingu, sundferðum og bensínakstri til og frá höfuðborgarsvæðinu. Tjaldstæðið í Húsafelli var val­ ið af handahófi fyrir dæmið. Frá Reykjavík til Húsafells eru um það bil 110 kílómetrar og miðað er við að bifreiðin eyði 8 lítrum hverja 100 kílómetra. Gistingin í Húsafelli kostar samtals 8.000 krónur fyrir tvo fullorðna og tvö börn yfir helgi ásamt rafmagni báða dagana. Gert er ráð fyrir að fjölskyldan skelli sér í sundlaugina á svæð­ inu báða dagana. Fyrir fullorðna kostar 700 krónur í laugina og 400 krónur fyrir börn. Heildarkostnaðurinn fyrir þetta yrðu tæplega 17.000 krónur. Þá er ekki gert ráð fyrir matar­ kostnaði eða auka bensínkostn­ aði, en það er líklegt að flestir aki þó nokkuð meira en bara á tjald­ svæðið og beint til baka í borgina. Einnig telst líklegt að flestir komi til með að eyða meiru í af­ þreyingu í ferðinni. Eldsneytiskostnaður: Vegalengd: Um það bil 220 kíló­ metrar Bensínverð: 247.5 kr/l Bensínkostnaður: 4.356 kr. Gisting í tvær næt­ ur: 2 fullorðnir: 4.000 kr. 2 börn per nótt: 2.000 kr. Rafmagn: 2.000 kr. Samtals: 8.000 kr. Sundferð báða dagana 2 fullorðnir: 2.800 kr. 2 börn: 1.600 kr. Samtals: 4.400 kr. Heildarkostnaður: 16.756 kr. Bensínstöðvar bættu ráð sitt Í lok apríl fór fulltrúi Neyt­ endastofu á allar bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu til að kanna hvort verðmerkingar væru í sam­ ræmi við lög og reglur. Könnun­ inni var svo fylgt eftir núna í lok maí með seinni heimsókn. Farið var á þær tíu bensínstöðvar sem stofnunin hafði gert athugasemd­ ir við í fyrri ferð. Athugað var hvort verðmerkingar á vörum inni í verslun og á bensíndælu væru í samræmi við lög og regl­ ur. Einnig voru tíu vörur teknar af handahófi og samræmið athug­ að á milli hillu­ og kassaverðs. Könnunin leiddi í ljós að allar tíu bensínstöðvarnar höfðu farið eft­ ir fyrirmælum Neytendastofu og bætt verðmerkingar sínar. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.