Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Qupperneq 38
Helgarblað 13.–16. júní 201438 Neytendur Fjórtán ódýr og góð tjaldsvæði n Nokkur góð tjaldsvæði sem finna má víðs vegar um landið N ú eru sumarfríin fram und­ an hjá mörgum og margir kannski farnir að huga að því hvert skuli halda. Það er misjafnt hvað fólk kýs að gera í sumarfríinu, margir fara í bú­ stað eða halda út fyrir landsteinana, en svo eru margir sem kjósa að ferð­ ast innanlands og gista á tjaldsvæð­ um víðs vegar um landið. DV hefur hér tekið saman lista yfir nokkur góð tjaldsvæði sem finna má á landinu til að ferðalangar geti glöggvað sig á hvar gott sé að stoppa og reka niður tjaldhælana. Í úttektinni er verð á nótt fyrir börn og fullorðna tekið inn í reikn­ inginn og önnur aðstaða sem í boði er á svæðinu, svo sem rafmagn og heitt vatn. Aldur barna sem með eru í för geta haft mikil áhrif á verðið og það er mjög mismunandi við hvaða aldur er miðað á hverjum stað. Að sjálfsögðu spilar líka inn í hversu langt þarf að keyra á tjald­ svæðið og svo framvegis, en þessi út­ tekt ætti að gefa fólki hugmynd um kostnað og hvar vel búin og ódýr tjaldsvæði er að finna. Listinn er ekki tæmandi, enda eru yfir tvö hundruð tjaldstæði á landinu, en tiltekin voru þau tjald­ stæði sem þóttu skara fram úr varð­ andi aðstöðu og verð. Upplýsingar eru fengnar af vefnum tjalda.is og eftir tilvikum hjá rekstraraðilunum sjálfum og ættu að vera nýjar, en gott er að hringja á undan sér og athuga með verðið og vera viss hvaða að­ staða sé til staðar. n Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is Tjaldsvæðið Hafnarfirði n Fullorðnir: 1.200 kr. n Börn: 600 kr. fyrir 13 ára og eldri n Rafmagn: 800 kr. n Internet: 500 kr. Höfuðborgarsvæðið Sturta Snyrting Rafmagn Heitt vatn Leikvöllur Þvottaaðstaða n Hafnarfjörður x x x x x x n Laugardalur x x x x x x n Mosfellsbær x x n Mosskógar x x x x Vesturland n Á Eyrunum, Lýsudal x x x x x n Búðardalur x x x x x x n Áningin, Kverná x x x x n Húsafell x x x x x x Vestfirðir n Patreksfjörður x x x x x n Tálknafjörður x x x x x x n Bjarkalundur x x x x x n Súðavík x x x x x Norðurland n Ásbyrgi x x x x x x n Blönduós x x x x x x n Dalvík x x x x x n Hofsós x x x x x Austurland n Borgarfjörður eystri x x x x x x n Egilsstaðir x x x x x x n Fljótsdalsgrund x x x x n Hallormsstaðask. x x x x x Suðurland n Árnes x x n Ölfus x x x n Geysir x x x x x x n Laugaland x x x x x Suðurnes n Garðskagi, Garði x x n Grindavík x x x x n Íþróttamiðst., Garði x n Sandgerði x x x x x Þetta er í boði á tjaldsvæðunum Mosfellsbær n Fullorðnir: 900 n Börn: Frítt 6 ára og yngri n Rafmagn: 700 Tjaldsvæðið Borgarnesi n Fullorðnir: 950 kr. n Börn: Frítt Tjaldsvæðið Búðardal n Fullorðnir: 1.000 kr. n Börn: Frítt yngri en 12 ára n Rafmagn: 700 kr. Bjarkalundur n Fullorðnir: 1.200 kr. n Börn: Frítt undir 12 ára Tálknafjörður n Fullorðnir: 1000 kr. n Börn: Frítt undir 12 ára n Rafmagn: 800 kr. Blönduós n Fullorðnir: 800 kr. n Börn: Frítt undir 12 ára Hofsós n Fullorðnir: 1.100 kr. n Börn: Frítt undir 12 ára Borgarfjörður eystri n Fullorðnir: 1.000 kr. n Börn: Frítt undir 15 ára Egilsstaðir n Fullorðnir: 1.200 kr. n Börn: Frítt undir 15 ára Geysir n Fullorðnir: 1.500 kr. n Börn: 500 kr. (8–15 ára) Ölfus n Ókeypis Grindavík n Fullorðnir: 950 kr. n Börn: Frítt undir 15 ára Sandgerði n Fullorðnir: 800 kr. n Börn: Frítt undir 13 ára Gist í tjaldi Það getur verið skemmtilegt að gista í tjaldi ef aðstaðan á tjaldsvæðinu er góð. Hvað kostar útilegan? Það getur verið dýrt að fara með alla fjölskylduna í útilegu yfir heila helgi. Það þarf að gera ráð fyrir bensínkostnaði, mat, skemmtunum og kostnaði við gistingu. Hér kemur dæmi um hvað ein helgi á tjaldstæði í hjólhýsi kostar fyrir hjón með tvö börn. Gert er ráð fyrir gistingu, sundferðum og bensínakstri til og frá höfuðborgarsvæðinu. Tjaldstæðið í Húsafelli var val­ ið af handahófi fyrir dæmið. Frá Reykjavík til Húsafells eru um það bil 110 kílómetrar og miðað er við að bifreiðin eyði 8 lítrum hverja 100 kílómetra. Gistingin í Húsafelli kostar samtals 8.000 krónur fyrir tvo fullorðna og tvö börn yfir helgi ásamt rafmagni báða dagana. Gert er ráð fyrir að fjölskyldan skelli sér í sundlaugina á svæð­ inu báða dagana. Fyrir fullorðna kostar 700 krónur í laugina og 400 krónur fyrir börn. Heildarkostnaðurinn fyrir þetta yrðu tæplega 17.000 krónur. Þá er ekki gert ráð fyrir matar­ kostnaði eða auka bensínkostn­ aði, en það er líklegt að flestir aki þó nokkuð meira en bara á tjald­ svæðið og beint til baka í borgina. Einnig telst líklegt að flestir komi til með að eyða meiru í af­ þreyingu í ferðinni. Eldsneytiskostnaður: Vegalengd: Um það bil 220 kíló­ metrar Bensínverð: 247.5 kr/l Bensínkostnaður: 4.356 kr. Gisting í tvær næt­ ur: 2 fullorðnir: 4.000 kr. 2 börn per nótt: 2.000 kr. Rafmagn: 2.000 kr. Samtals: 8.000 kr. Sundferð báða dagana 2 fullorðnir: 2.800 kr. 2 börn: 1.600 kr. Samtals: 4.400 kr. Heildarkostnaður: 16.756 kr. Bensínstöðvar bættu ráð sitt Í lok apríl fór fulltrúi Neyt­ endastofu á allar bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu til að kanna hvort verðmerkingar væru í sam­ ræmi við lög og reglur. Könnun­ inni var svo fylgt eftir núna í lok maí með seinni heimsókn. Farið var á þær tíu bensínstöðvar sem stofnunin hafði gert athugasemd­ ir við í fyrri ferð. Athugað var hvort verðmerkingar á vörum inni í verslun og á bensíndælu væru í samræmi við lög og regl­ ur. Einnig voru tíu vörur teknar af handahófi og samræmið athug­ að á milli hillu­ og kassaverðs. Könnunin leiddi í ljós að allar tíu bensínstöðvarnar höfðu farið eft­ ir fyrirmælum Neytendastofu og bætt verðmerkingar sínar. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.