Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Page 40
Helgarblað 13.–16. júní 201440 Skrýtið  Milljón deyja vegna reykinga Kínverjar hafa um langt skeið verið miklir reykingamenn og er talið að reykingar dragi um milljón einstaklinga til dauða á hverju ári. Til að setja fjöldann í samhengi er þetta rúmlega allur íbúafjöldi Kýpur og þrefaldur íbúafjöldi Íslands. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur gefið það út að fyrir árið 2050 muni reykingar draga um þrjár milljónir íbúa til dauða. Fimmtán ótrúlegar staðreyndir um Kína n Milljón deyja vegna reykinga n 30 milljónir búa í hellum n Borða allra þjóða mest af svínakjöti K ína er eins og flestir vita fjöl­ mennasta ríki heims og eru þeir rúmlega fjögur þúsund sinnum fleiri en íbúar Ís­ lands. Eins og gefur að skilja er allt talsvert stærra og meira í Kína en gengur og gerist í öðrum meðal­ stórum ríkjum, hvað þá Íslandi. Business Insider tók á dögunum saman nokkrar ótrúlegar staðreyndir um þetta fjölmennasta ríki heims. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is  Milljónir trjáa í matprjóna Talið er að Kínverjar noti um 80 milljarða para af einnota matprjónum á ári. Prjónarnir eru alla jafna tuttugu sentímetrar að lengd og til að búa alla þessa prjóna til eru tuttugu milljónir trjáa felld á hverju ári. Flest trén sem felld eru vegna þessarar risavöxnu framleiðslu eru um tuttugu ára gömul.  Nota mest af sementi af öllum Kínverjar hafa byggt og byggt á undanförnum árum og framleiða allra þjóða mest af sementi. Svo mikil var framleiðslan árin 2011 og 2012 að þeir framleiddu meira magn en Bandaríkjamenn gerðu alla 20. öldina. Talið er að Kínverjar framleiði og noti um 60 prósent alls sements sem framleitt er á jörðinni.  30 milljónir búa í hellum Fjölmargir Kínverjar verða að gera sér að góðu að búa í hellum. Talið er að fjöldinn nemi um 30 milljónum og eru þeir flestir í Shaanxi- héraði sem er inni í miðju landi. Fjöldinn jafngildir öllum íbúum Sádi-Arabíu. Margir merkir menn hafa búið í hellum. Þannig var greint frá því að Xi Jinping, forseti landsins, hafi neyðst til að búa í helli um tíma þegar hann var sendur í útlegð í menningarbyltingunni árin 1966 til 1969.  Umhverfis jörðina – tvisvar Járnbrautarkerfi Kína hefur verið til lengi og enn eru nýjar brautir lagðar til að koma til móts við þarfir íbúa. Lengd þeirra jánbrautarteina sem eru í notkun í Kína er 93.000 kílómetrar. Til samanburðar er hringvegurinn, eða Þjóðvegur 1, samtals 1.332 kílómetrar að lengd. Teinarnir eru svo langir að þeir myndu ná rúmlega tvo hringi umhverfis jörðina.  Ótrúlegar kolabirgðir Kína býr yfir miklum kolabirgðum, eða þeim þriðju stærstu í heimi. Talið er að magnið nemi samtals 115 milljörðum tonna. Til samanburð- ar má geta þess að stærsta spendýr jarðar, steypireyðurin, er um það bil 200 tonn að þyngd. Þetta þýðir að kolabirgðir Kínverja eru álíka þungar og 575 milljónir steypireyða. Talið er að Kínverjar noti 49 prósent af öllum kolum sem unnin eru í heiminum.  Eyða meira og meira Sem fyrr segir hefur mikill uppgangur verið í efnahagslífinu í Kína á undanförnum árum og hafa margir íbúar nú meira á milli handanna en áður. Þetta mun ekki breytast ef marka má spár greiningaraðila. Talið er að einkaneysla muni aukast úr 2,03 billjónum (milljón milljónum) í 6,18 billjónir árið 2020.  Elska svínakjöt Já, Kínverjar borða um 52 milljónir tonna af svínakjöti á ári og neyta allra þjóða mest af því. Talið er að í Kína séu 475 milljónir svína, eða helmingur allra svína í heiminum.  Sjálfsvíg eru algeng Því miður eru sjálfsvíg býsna algeng í Kína og svipta 22,2 íbúar sig lífi af hverjum hundrað þúsund á ári hverju. Til saman- burðar er tíðnin 10,3 á hverja hundrað þúsund íbúa í Bandaríkjunum.  5.000 Eiffel-turnar af svínakjöti Kínverjar borða ekki núðlur í öll mál því svínakjöt á upp á pallborðið hjá þeim einnig. Árið 2012 var neyslan 52 milljónir tonna. Til samanburðar er Eiffel-turninn, eitt helsta kennileiti Parísar, tíu þúsund tonn. Magnið af svínakjöti sem Kínverjar láta ofan í sig jafngildir því þyngd um 5.200 Eiffel-turna.  Elska núðlur Árleg neysla Kínverja á núðlum er talsverð, en talið er að þeir hafi borðað 42,5 milljarða pakka árið 2011. Magnið myndi duga öllum íbúum Alsír í þrjár núðlumáltíðir á dag, allan ársins hring, en íbúar Alsír eru 38,7 milljónir talsins.  Jarðgas í bílförmum Nokkuð mörgum bílförmum meira að segja. Kína býr yfir ótrúlegu magni af jarðgasi þótt þeir séu að vísu aðeins í 13. sæti meðal þjóða hvað það varðar. Jarðgasið myndi duga til að fylla 1,24 milljarða sundlauga í ólympíustærð.  Bara eitt tímabelti Þó að Kína teygi sig yfir ansi stórt svæði er bara eitt tímabelti í landinu. Áður en Maó formaður ákvað árið 1949 að hafa bara eitt tímabelti voru þau fimm talsins. Þetta þýðir að í vissum landshlutum kemur sólin ekki upp fyrr en um klukkan tíu að morgni.  Sokkaborgin Datang Borgina Datang þekkja eflaust ekki margir, nema þeir séu sérlegir áhugamenn um sokka og uppruna þeirra. Í borginni eru framleidd átta milljarðar para af sokkum á hverju ári. Framleiðslan hefði árið 2011 dugað í eitt par fyrir alla jarðarbúa.  Ríkir eru býsna ríkir Milljarðamæringum hefur fjölgað ár frá ári í Kína en uppgangur í landinu hefur verið mikill. Tuttugu ríkustu Kínverjarnir eiga samtals um 145 milljarða Bandaríkjadala. Til samanburðar má geta þess að landsfram- leiðsla Ungverjalands er 124 milljarðar dala.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.