Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Qupperneq 44
Helgarblað 13.–16. júní 201444 Lífsstíll Hringur sýnir hver hringir Frumkvöðullinn Christina Mercando átti við það vanda- mál að stríða að erfitt var fyrir fjölskyldu hennar og vini að ná í hana. Það var svo einn daginn sem Mercando fékk hugmynd sem hún taldi að gæti verið lausn á vandamáli hennar. Hún taldi svar- ið vera tískufylgihlut sem konur bæru á sér. Úr varð snjallhringur- inn Ringly, hringur sem breytir um lit eftir því hvað gerist í snjall- síma notandans. Hringurinn verður til dæm- is grænn þegar einhver hringir eða blár þegar hún fær skilaboð á Facebook. Ringly-hringurinn er líka búinn mótor sem hrist- ist léttilega þegar einhver hringir eða sendir skilaboð. Með Ringly fylgir svo app sem hægt er að nota til að stjórna litabreytingum á hringnum. Böggull fylgir þó skammrifi og þarf notandinn að sjálfsögðu að hlaða hringinn á tveggja til þriggja daga fresti. Það er því spurning hvort það sé ekki nóg að þurfa sí- fellt að hlaða símann og tölvuna eða hvort notendur nenni að bæta enn einu tækinu við sem þarf að hlaða reglulega. Hringarnir kosta líka skildinginn en stykkið kostar um 15.000 krónur í forsölu en kemur til með að kosta tæplega tvöfalt meira í almennri sölu. Mercando náði að afla yfir einni milljón dala fyrir verkefninu hjá fjárfestum og munu fyrstu hr- ingarnir fara í sölu í haust. Telur kaloríurnar Tæki sem skannar mat og gefur upp næringargildi Þ etta hljómar kannski eins og eitthvað úr Star Trek-þætti en fyrirtækið SciO segist hafa þróað tæki sem gerir notand- anum kleift að skanna matvöru og fá uppgefið hvað næringarinnihald hans er. Í kynningarmyndbandi frá fyrir- tækinu skannar notandinn til dæmis epli og upplýsingarnar birtast innan nokkurra sekúndna á snjallsíma hans. Tækið er mjög handhægt og pass- ar til dæmis vel á lyklakippu. Fram- leiðandinn segir að tækið noti sömu tækni og stjarneðlisfræðingar noti til að greina úr hverju fjarlægar stjörnur eru gerðar, aðferð sem kallast litrófs- greining. Tækið nemur hvaða frum- eindir maturinn inniheldur og ber þær saman við þekktar matvörur úr gagnagrunni til að finna réttar upp- lýsingar um næringargildi. Eins og svo mörg fyrirtæki í dag safnar fyrirtækið fé fyrir verkefninu á vefnum Kickstarter, en ekki virð- ast þeir vera í vanda með fjármögn- un þar sem að tæp þriðja hálf milljón bandaríkjadala hefur safnast, sem er fjórfalt það fjármagn sem fyrirtækið falaðist eftir. Tækið er þó takmarkað á vissan hátt, til að mynda getur það bara greint matvöru sem er þegar í gagna- grunninum og auk þess skannar tæk- ið bara hluta vörunnar, þannig að ekki er víst hvort það geti greint allt innihald. n A pple hélt sína árlegu ráð- stefnu fyrir hugbúnaðar- þróendur á dögunum. Þar fékkst staðfest að Apple hyggðist þróa hugbúnað fyr- ir raftæki sín sem einblínir á heilsu notandans. Forritið, eða appið eins og það kallast, heitir Apple Health og er tilgangur þess að safna saman þeim gögnum sem forrit í símanum eða spjaldtölvunni safna um not- andann. Áður fyrr þurfti notandinn að opna hvert forrit fyrir sig til að sjá upplýsingarnar, en með Health-app- inu getur notandinn séð allar upplýs- ingarnar á einum stað, settar fram á einfaldan máta. Vilja að læknar noti tæknina með sjúklingum sínum Forritið sýnir ekki einungis gögn um hversu langt notandinn hefur geng- ið heldur mun forritið geta sýnt hjartslátt, blóðsykur og kólesteról. Sumt getur notandinn séð með því að ganga með einhvers konar tæki, til dæmis heilsuarmband, en ann- að þarf að slá inn sjálfur. Svo virð- ist sem Apple horfi til framtíðar hvað varðar þessa byltingu í heilsutækni sem undið hefur upp á sig síðustu ár. Apple vill að notendur og ekki síð- ur læknar byrji að nota tæknina að staðaldri. Upplýsingarnar munu til dæmis gagnast læknum til að fylgjast með heilsu sjúklinga sinna. Starfa með rannsóknarstofnunum Apple hefur unnið náið með lækna- og rannsóknarstofnuninni Mayo Cl- inic, sem er ein sú fremsta í heimi á sínu sviði. Í mars tilkynnti stofnun- in um niðurstöður rannsóknar sem þeir gerðu á sjúklingum sem notuðu tækni sér til aðstoðar. Rannsóknin var framkvæmd á sjúklingum sem voru að ná sér eft- ir hjartaáfall. Hluti sjúklinganna not- aði app til að fylgjast með heilsu sinni, þeir slógu inn upplýsingar á borð við þyngd og blóðþrýsting og einnig hversu mikla hreyfingu þeir stunduðu. Appið greindi svo gögnin og kom með ráðgjöf varðandi hreyf- ingu og mataræði sjúklinganna. Niðurstöðurnar leiddu svo í ljós að aðeins 20 prósent þátttakendanna voru lagðir inn aftur eftir 90 daga en 60 prósent þeirra sem nutu engrar að- stoðar gegnum appið voru lagðir inn eftir sama tíma. Fleiri sjá möguleika Það eru fleiri fyrirtæki sem sjá möguleika í að heilsuvæða snjall- síma og önnur tæki. Samsung kynnti til dæmis á dögunum til sögunnar svipað forrit og einnig tæki sem ætlað er að fylgjast með heilsu notandans. Samsung segir að sitt tæki geti mælt ýmislegt í líkama notandans og jafn- vel einnig hvað er í loftinu í kringum hann. Það er spurning hvernig neytendur komi til með að taka þessum nýjung- um og hvort þær verði jafn algengar í notkun og Apple vonar. Búist er við að Apple hefji á árinu sölu á tæki svipuðu og Simband, en ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. n jonsteinar@dv.is Snjallsíminn mun vakta heilsuna Af hverju vilja fyrirtæki fylgjast með heilsu notenda sinna? Apple Health Svona munu heilsugögn birtast notandanum í iPhone. Of hár blóðþrýstingur? Apple sér fyrir sér að í fram- tíðinni geti notandinn nýtt sér snjallsímann til að fylgjast með heilsunni. Heilsuarmband frá Apple vænt- anlegt? Margir telja að Apple vinni nú að einhvers konar tæki sem snúi að heilsu notandans og veðja flestir á að það verði einhvers konar úr eða armband. EyeSlices augnpúðar Ferskari augu á 5 mínútum Púðana má nota í 10 skipti facebook.com/Eyeslices/IcelandUpplýsingar um sölustaði:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.