Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 8
8 Fréttir Helgarblað 5.–8. september 2014 Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Gæti hafa eyðilagt sitt eigið dómsmál n Sturla vill fá útivistardóm n Fer sjálfur með málið n Gagnrýndi þingfestingu V ið megum ekki ganga á minn rétt,“ sagði vörubíl- stjórinn Sturla Jónsson við fyrirtöku í einkamáli hans gegn Íslandsbanka. Sturla hefur stefnt bankanum til að sanna að Íslandsbanki eigi skuld vegna láns sem hann fékk hjá Spari- sjóði vélstjóra. Að stefnunni stend- ur einnig eiginkona hans, Aldís Erna Helgadóttir. Sturla vísar í 34. grein þinglýsingarlaga þar sem segir að greiðslur verði inntar til þeirra sem heimild hafa eftir þinglýsingabók til að veita móttöku. „Veðbókarvottorðið mitt hefur ekkert breyst síðan 2008. Svo biður Byr hf. um nauðungarsölu og gögn send út í þeirra nafni. Þegar nauð- ungarsalan er heimiluð þá er spurt hver sé mættur fyrir gerðarbeið- anda og þá er það maður sem seg- ist vera fyrir Íslandsbanka. Þetta hef- ur verið grautur út í eitt,“ segir Sturla í samtali við DV, en Íslandsbanki keypti Byr sem kunnugt er árið 2011. Telur Sturla að bankinn geti ekki litið framhjá þessari grein þinglýs- ingarlaga og segir skuldabréfið ekki handhafabréf, heldur nafnbréf. Grandlaus og ólöglærður Á þetta vill Sturla láta reyna fyrir dómstólum og því stefndi hann Ís- landsbanka. Fyrirtaka í málinu fór fram á þriðjudag, en Sturla bókaði þar ýmsar athugasemdir við þing- festingu málsins sem aðstoðarmað- ur dómara sá um. Athygli vekur að Sturla ver sig sjálfur, en hann er ekki lögmenntaður og kom því vel á framfæri að hann væri „grandlaus og ólöglærður einstaklingur,“ við hvert tækifæri. Fyrirtakan fór fram í sal 301 í Héraðsdómi Reykjavíkur sem er fremur lítill en engu að síður fylltu stuðningsmenn Sturlu salinn og dómarinn virtist nokkuð gáttaður bæði á framferði Sturlu í dómsaln- um og fjöldanum sem fylgdist með. Sturla sagðist hafa fengið þær upplýsingar frá aðstoðarmanni dómara að hann ætti að spyrja dóm- ara við fyrirtöku, um hæfi aðstoðar- mannsins til þess að þingfesta mál- ið. Sturlu var tíðrætt um þetta en einnig það atriði að vafi léki á um- boði lögmannsins sem mætti við þingfestingu fyrir hönd Íslands- banka. Óskaði hann eftir því að fá útivistardóm sökum þess að lög- maðurinn hefði sannarlega ekki haft neitt umboð undir höndum til að sýna fram á að hann mætti mæta fyrir hönd bankans. Útivistardómur þýðir að dómari geti kveðið upp úr- skurð og orðið við kröfum stefn- anda, hafi stefndi ekki mætt fyrir dóminn og ekki gefið fullnægjandi skýringar á fjarveru eða veitt öðrum umboð til að mæta fyrir sína hönd. Gæti fengið frávísun Dómari virtist ekki átta sig á þessu í fyrstu, því hann þráspurði Sturlu hvort hann vildi ekki að málið fengi framgang en næsta skref hefði ver- ið aðalmeðferð þar sem munnlegur málflutningur hefði átt sér stað. Jafnframt þurfti dómarinn ítrekað að minna Sturlu á að hann stýrði þinghaldinu en ekki Sturla sjálfur, sem greip gjarna fram í fyrir dómara og lögmanni Íslandsbanka. Þegar dómari hafði áttað sig á kjarna málsins sagði hann athugasemdir Sturlu vera eitthvað sem ætti heima í málflutningi en ekki í fyrirtöku málsins og var lög- maður Íslandsbanka því sammála. Tók dómari það jafnframt fram að athugasemdir Sturlu gætu leitt til frávísunar málsins og sagði það afar sjaldgæft að stefnandi tefldi máli sínu í slíka hættu. Jafnan væri það verjandi sem reyndi að fá máli vís- að frá. Þannig virtist Sturla ekki gera sér grein fyrir því að tekið yrði tillit til þessara athugasemda í málflutn- ingi hans og varð niðurstaðan sú að engin tímasetning var ákveðin fyr- ir aðalmeðferð málsins heldur mun fara fram önnur fyrirtaka í málinu hinn 9. september. Dómari benti Sturlu að lokum á að fá sér lög- fræðing, en hann svaraði um hæl og sagðist hafa talað við yfir 20 lög- fræðinga en enginn vildi taka málið að sér. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Veðbókarvott- orðið mitt hefur ekkert breyst síðan 2008. „Þetta hefur verið grautur út í eitt Sækir málið sjálfur Sturla Jónsson segist ekki hafa fengið neina lögfræðinga til að vinna fyrir sig og fer því með mál sitt gegn Íslandsbanka sjálfur. Hér sést hann ganga úr dómsalnum. Mynd SiGtRyGGuR ARi Ingólfur telur á sér brotið Leitar til Mannréttindadómstóls Evrópu L andslög hafa fyrir hönd Ing- ólfs Helgasonar sent kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna meintra brota gegn rétti hans til að velja sér verjanda. Þetta kemur fram á vef lögmannsstofunn- ar Landslaga en Ingólfur sætir ákæru fyrir meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik þegar hann gegndi starfi forstjóra Kaupþings banka hf. á Íslandi. Ingólfur er ákærður ásamt átta fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings banka hf. Á vef Landslaga kemur fram að með dómi Hæstaréttar Íslands, hinn 25. febrúar 2014, staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efni að afturkalla skipun Jóhannesar Bjarna Björns- sonar hæstaréttarlögmanns, verj- anda Ingólfs. Landslög segja þessa afturköllun hafa verið studda með þeim rökum að ekki væri útilokað að verjandinn yrði kvaddur til sem vitni í málinu þar sem ákæruvaldið hefði lagt fram í málinu endurrit af hleruðu símtali milli verjandans og annars sakborn- ings í málinu. Íslenskir dómstólar töldu rétt að afturkalla skipun verjandans á þess- um grundvelli þótt ákæruvaldið hefði lýst því yfir að það hefði ekki í hyggju að leiða verjandann sem vitni í málinu, en Landslög segja að ákæruvaldið hefði heldur ekki viljað útiloka að til þess gæti komið síðar. Með kæru sinni til Mannréttinda- dómstóls Evrópu heldur Ingólfur því fram að íslenskir dómstólar hafi brotið gegn rétti hans sem sakaðs manns til að njóta varnar af hálfu verjanda að eigin vali. Réttur sak- aðs manns að þessu leyti er talinn með grundvallar mannréttindum þeirra sem sæta ákærum samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu, að því er fram kemur á vef Landslaga. n birgir@dv.is Sætir ákæru ingólfur hefur ákveðið að leita til Mann- réttindadómstólsins vegna málsins. Litlum bolað burt MP banki rukkar þá smáu Hinn 1. ágúst hækkaði MP banki svokallað viðskiptagjald, sem innheimt er mánaðarlega af viðskiptavinum bankans ef umfang viðskipta þeirra er und- ir tveimur milljónum, úr 1.100 krónum upp í 5.000 krónur. Samanlagt nemur því árlegt við- skiptagjald þessara viðskipta- vina til bankans 60.000 krón- um, en var áður 13.200 krónur. Gjaldið hækkaði því um 354 prósent. Ólafur Vigfússon var í viðskiptum við MP banka þang- að til á miðvikudag, en þá barst honum tölvupóstur frá bankan- um, þar sem honum var tilkynnt að þar sem að umfang viðskipta hans væru samtals undir tveim- ur milljónum króna á mánuði myndi 5.000 króna gjaldið verða innheimt af reikningi hans mánaðarlega, nema að „umfang viðskipta aukist“. Ólafur var ekki sáttur með póstinn frá MP banka og sagði í kjölfarið upp viðskiptum. Hann birti svo færslu á Facebook-síðu sinni. „Í dag kl 13:15 gerði ég mér ferð í MP banka, tók út krónurn- ar mínar, lokaði reikningnum og sagði upp öllum viðskiptum. Um leið og ég baðst afsökunar á því að vera svona lítill og ómerki- legur viðskiptavinur bauðst ég til að auglýsa „upplýsta stefnu“ stofnunarinnar og segja öllum frá sem nenntu að hlusta,“ skrifar Ólafur í færslunni. Þegar breytingarnar voru til- kynntar í júní sagði Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, í samtali við Vísi að „stefna bank- ans er að vera ekki í þjónustu hins almenna bankaneytanda á markaði. Við veljum viðskipta- vini okkar vel. Til að geta þjónu- stað þá vel þá þurfum við að tak- marka þennan fjölda.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.