Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Page 51
Helgarblað 5.–8. september 2014 Sport 51 Strákarnir í góðu Standi Emil Hallfreðsson Aldur: 30 ára Landsleikir/mörk: 36/1 Þó að Emil hafi blómstrað í ítölsku A- deildinni með Ver- ona gekk honum illa að brjótast inn í aðallið Íslands í síð- ustu undankeppni. Emil er gæðaleikmaður sem gæti vel komið inn í liðið gegn Tyrkjum. Rúrik Gíslason Aldur: 26 ára Landsleikir/mörk: 31/5 Rúrik er á mála hjá FC Kaupmannahöfn og spilaði hann allan leikinn í sigri liðsins gegn Ara Frey Skúlasyni og félögum í OB um síðustu helgi. Rúrik var þó utan hóps í leikjum þar á undan. Ólafur Ingi Skúlason Aldur: 31 árs Landsleikir/mörk: 18/1 Ólafur Ingi kemur reglulega við sögu hjá landsliðinu, nú síðast gegn Króöt- um í fyrri leiknum þar sem hann lék í stöðu hægri bakvarð- ar. Ólafur er fastamaður í liði Zulte-Waregem í Belgíu. Sölvi Geir Ottesen Aldur: 30 ára Landsleikir/mörk: 24/0 Sölvi leikur með FC Ural í Rússlandi þar sem hann er fasta- maður. Búast má við því að Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason muni þó halda sæti sínu í byrjunarliðinu gegn Tyrkjum. Viðar Örn Kjartansson Aldur: 24 ára Landsleikir/mörk: 1/0 Óhætt er að segja að Viðar Örn hafi farið fram úr vonum björtustu sparkspekinga á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. Hann hefur skorað 21 mark fyrir Vålerenga í Noregi í jafn mörgum leikjum og er markahæstur í deildinni. Það væri gaman að sjá hann fá tækifæri á móti Tyrkjum. Helgi Valur Daníelsson Aldur: 33 ára Landsleikir/mörk: 32/0 Helgi leikur með Belenenses í Portúgal, sem hefur spilað þrjá deildar- leiki. Helgi, sem er á sínu öðru ári með félaginu, hefur byrjað einn þeirra og komið inn á sem varamaður í öðrum. Hann gæti vel komið við sögu gegn Tyrkjum, eins og hann gerði í síðustu undankeppni. Þessir gætu líka spilað Mynd KSÍ/dAnÍeL RúnARS Gylfi Þór Sigurðsson Aldur: 24 ára Hæð/þyngd: 1,86/77 Staða: Miðjumaður Landsleikir/mörk: 24/5 n Gylfi Þór gekk í raðir Swansea í sumar, eftir tvö tímabil með Totten- ham. Óhætt er að segja að þessi magnaði leikmaður hafi fundið sig vel með gömlum samherjum því hann hefur farið á kostum í ensku úrvals- deildinni núna í upphafi tímabilsins, og átt lykilþátt í því að Swansea hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína. Hann hefur raunar komið að öllum mörkum Swansea á tímabilinu og er fullur sjálfstrausts. Frábær tíðindi fyrir íslenska landsliðið. Kolbeinn Sigþórsson Aldur: 24 ára Hæð/þyngd: 1,85/76 Staða: Framherji Landsleikir/mörk: 23/15 n Kolbeinn skrifaði á dögunum undir nýjan samn- ing við Ajax, þrátt fyrir að útlit hafi verið fyrir að hann færi frá félaginu í sumar. Kolbeinn átti ekki sérstöku gengi að fagna á síðustu leiktíð og skoraði ekki nema 10 mörk. Hann var ekki alltaf í sinni upp- áhaldsstöðu heldur var notaður úti á kanti. Fjórir leikir eru búnir á þessari leiktíð og hefur Kolbeinn byrjað þrjá þeirra. Honum hefur ekki tekist að skora í þeim en ætti þó að vera í góðu leikformi. Hannes Þór Halldórsson Aldur: 30 ára Hæð/þyngd: Ekki vitað/ekki vitað Staða: Markvörður Landsleikir/mörk: 21/0 n Hannes hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og fyrr á þessu ári fór hann í atvinnumennsku til Noregs eftir að hafa leikið með KR um þriggja ára skeið. Hannes er á mála hjá Sandnes Ulf í norsku úrvalsdeildinni og hefur hann leikið alla leiki liðsins á tímabilinu. Liðið situr á botni deildarinnar og hefur því mikið mætt á Hannesi milli stang- anna. Hann hefur þótt standa sig vel og spilar reglulega, sem er mikilvægt. Ef ekkert óvænt kemur upp á verður Hannes í markinu gegn Tyrklandi. Aron Einar Gunnarsson Aldur: 25 ára Hæð/þyngd: 1,77/70 Staða: Miðjumaður Landsleikir/mörk: 43/1 n Aron Einar Gunnarsson er fyrirliði íslenska liðsins og gríðarlega mikilvægur tengiliður milli varnar og sóknar. Aron leikur sem kunnugt er með Cardiff sem féll úr ensku úrvals- deildinni síðastliðið vor og leikur þar af leiðandi í Champ- ionship-deildinni. Aron hefur komið við sögu í fyrstu fjórum leikjum Cardiff á tímabilinu, þar af hefur hann þrisvar verið í byrjunarliðinu. Aron Einar ætti því að vera í ágætis standi fyrir leikinn gegn Tyrkjum og ef hann er heill þá verður hann í byrjunarliðinu. Það er ekki flóknara en það. frá síðustu undankeppni n Byrjum á heimaleik gegn Tyrkjum á þriðjudag … að Tyrkir eru í 32. sæti á styrk- leikalista Alþjóðaknattspyrnu- sambandsins. Íslenska liðið er hins vegar í 46. sæti. … að Tyrkir hafa leikið sjö leiki á þessu ári, allt vináttuleiki. Þeir hafa unnið sex þeirra, þar á meðal gegn Svíþjóð, Írlandi og Danmörku en eini tapleikurinn kom gegn Bandaríkjunum þann 1. júní síðastliðinn. … að Tyrkir leika heimaleiki sína í undankeppn- inni á Ataturk- leikvanginum í Istanbul. Völlurinn tekur 76 þúsund manns í sæti. Leikvangurinn var byggður árið 1999 í viðleitni Tyrkja til að fá Ólympíuleikana til Istanbul sum- arið 2008. Eins og flestir vita voru leikarnir haldnir í Peking. … að 20 af 24 leikmönnum sem Fatih Terim valdi í hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi spila með liðum í Tyrklandi. Aðeins Arda Turan (Atletico Madrid), Ömer Toprak (Bayer Leverkusen) Hakan Calhanoglu (Bayer Leverkusen) og Meclut Edinc (Saint Etienne) spila utan heimalandsins. … hins vegar spila einungis fjórir í íslenska hópnum með liðum á Íslandi. Þetta eru þeir Ingvar Jónsson (Stjarnan) Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik) Haukur Heiðar Hauksson (KR) og Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV). … að yngsti leikmaðurinn í hópi Tyrkja fyrir leikina gegn Íslending- um er hægri bakvörðurinn Ozan Tufan. Tufan er fædd- ur í mars 1995 og varð því 19 ára fyrr á árinu. Hann leik- ur með Bursaspor í heimalandinu. … að elsti leikmaðurinn í hópi Tyrkja er einnig sá leikjahæsti, Emre Belözoglu. Emre er fæddur 7. september 1980 og verður því 34 ára á sunnudag. … að elsti leikmaðurinn í íslenska hópnum er Gunnleifur Gunnleifsson. Gunnleifur er fæddur árið 1975 og verður því fertugur á næsta ári. … að yngsti leikmaðurinn í ís- lenska hópnum er Jón Daði Böðvars- son leikmaður Viking í Noregi. Jón Daði er fædd- ur árið 1993. … að þó Íslandi hafi haft yfir- höndina gegn Tyrkjum í innbyrðis viðureignum liðanna er saman- lögð markatala einungis 13–9 Ís- landi í vil. Það sem útskýrir þetta er 5–0 tap Íslands í Tyrklandi í undankeppni fyrir EM 1996. Leik- urinn fór fram 12. október 1994. … að Tyrkir hafa hæst komist í 5. sæti á styrkleikalista Alþjóða- knattspyrnusambandsins. Það gerðist í júní 2004 og voru þá leikmenn á borð við Nihat Kahveci í liðinu. Athygli vekur að þrátt fyrir þetta komust Tyrkir ekki á EM 2004 eftir að hafa tapað í umspili gegn Lettum. Lægst voru þeir aftur á móti í október 1993 þegar þeir voru í 67. sæti á styrkleika- listanum. … að Ísland hefur hæst komist í 37. sæti á styrkleikalista FIFA en það gerðist í september 1994. Lægst var Ísland hins vegar í júní 2012 þegar við sátum í 131. sæti á lista FIFA. Í dag er Ísland í 46. sæti. Vissir þú …

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.