Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Qupperneq 51
Helgarblað 5.–8. september 2014 Sport 51 Strákarnir í góðu Standi Emil Hallfreðsson Aldur: 30 ára Landsleikir/mörk: 36/1 Þó að Emil hafi blómstrað í ítölsku A- deildinni með Ver- ona gekk honum illa að brjótast inn í aðallið Íslands í síð- ustu undankeppni. Emil er gæðaleikmaður sem gæti vel komið inn í liðið gegn Tyrkjum. Rúrik Gíslason Aldur: 26 ára Landsleikir/mörk: 31/5 Rúrik er á mála hjá FC Kaupmannahöfn og spilaði hann allan leikinn í sigri liðsins gegn Ara Frey Skúlasyni og félögum í OB um síðustu helgi. Rúrik var þó utan hóps í leikjum þar á undan. Ólafur Ingi Skúlason Aldur: 31 árs Landsleikir/mörk: 18/1 Ólafur Ingi kemur reglulega við sögu hjá landsliðinu, nú síðast gegn Króöt- um í fyrri leiknum þar sem hann lék í stöðu hægri bakvarð- ar. Ólafur er fastamaður í liði Zulte-Waregem í Belgíu. Sölvi Geir Ottesen Aldur: 30 ára Landsleikir/mörk: 24/0 Sölvi leikur með FC Ural í Rússlandi þar sem hann er fasta- maður. Búast má við því að Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason muni þó halda sæti sínu í byrjunarliðinu gegn Tyrkjum. Viðar Örn Kjartansson Aldur: 24 ára Landsleikir/mörk: 1/0 Óhætt er að segja að Viðar Örn hafi farið fram úr vonum björtustu sparkspekinga á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. Hann hefur skorað 21 mark fyrir Vålerenga í Noregi í jafn mörgum leikjum og er markahæstur í deildinni. Það væri gaman að sjá hann fá tækifæri á móti Tyrkjum. Helgi Valur Daníelsson Aldur: 33 ára Landsleikir/mörk: 32/0 Helgi leikur með Belenenses í Portúgal, sem hefur spilað þrjá deildar- leiki. Helgi, sem er á sínu öðru ári með félaginu, hefur byrjað einn þeirra og komið inn á sem varamaður í öðrum. Hann gæti vel komið við sögu gegn Tyrkjum, eins og hann gerði í síðustu undankeppni. Þessir gætu líka spilað Mynd KSÍ/dAnÍeL RúnARS Gylfi Þór Sigurðsson Aldur: 24 ára Hæð/þyngd: 1,86/77 Staða: Miðjumaður Landsleikir/mörk: 24/5 n Gylfi Þór gekk í raðir Swansea í sumar, eftir tvö tímabil með Totten- ham. Óhætt er að segja að þessi magnaði leikmaður hafi fundið sig vel með gömlum samherjum því hann hefur farið á kostum í ensku úrvals- deildinni núna í upphafi tímabilsins, og átt lykilþátt í því að Swansea hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína. Hann hefur raunar komið að öllum mörkum Swansea á tímabilinu og er fullur sjálfstrausts. Frábær tíðindi fyrir íslenska landsliðið. Kolbeinn Sigþórsson Aldur: 24 ára Hæð/þyngd: 1,85/76 Staða: Framherji Landsleikir/mörk: 23/15 n Kolbeinn skrifaði á dögunum undir nýjan samn- ing við Ajax, þrátt fyrir að útlit hafi verið fyrir að hann færi frá félaginu í sumar. Kolbeinn átti ekki sérstöku gengi að fagna á síðustu leiktíð og skoraði ekki nema 10 mörk. Hann var ekki alltaf í sinni upp- áhaldsstöðu heldur var notaður úti á kanti. Fjórir leikir eru búnir á þessari leiktíð og hefur Kolbeinn byrjað þrjá þeirra. Honum hefur ekki tekist að skora í þeim en ætti þó að vera í góðu leikformi. Hannes Þór Halldórsson Aldur: 30 ára Hæð/þyngd: Ekki vitað/ekki vitað Staða: Markvörður Landsleikir/mörk: 21/0 n Hannes hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum og fyrr á þessu ári fór hann í atvinnumennsku til Noregs eftir að hafa leikið með KR um þriggja ára skeið. Hannes er á mála hjá Sandnes Ulf í norsku úrvalsdeildinni og hefur hann leikið alla leiki liðsins á tímabilinu. Liðið situr á botni deildarinnar og hefur því mikið mætt á Hannesi milli stang- anna. Hann hefur þótt standa sig vel og spilar reglulega, sem er mikilvægt. Ef ekkert óvænt kemur upp á verður Hannes í markinu gegn Tyrklandi. Aron Einar Gunnarsson Aldur: 25 ára Hæð/þyngd: 1,77/70 Staða: Miðjumaður Landsleikir/mörk: 43/1 n Aron Einar Gunnarsson er fyrirliði íslenska liðsins og gríðarlega mikilvægur tengiliður milli varnar og sóknar. Aron leikur sem kunnugt er með Cardiff sem féll úr ensku úrvals- deildinni síðastliðið vor og leikur þar af leiðandi í Champ- ionship-deildinni. Aron hefur komið við sögu í fyrstu fjórum leikjum Cardiff á tímabilinu, þar af hefur hann þrisvar verið í byrjunarliðinu. Aron Einar ætti því að vera í ágætis standi fyrir leikinn gegn Tyrkjum og ef hann er heill þá verður hann í byrjunarliðinu. Það er ekki flóknara en það. frá síðustu undankeppni n Byrjum á heimaleik gegn Tyrkjum á þriðjudag … að Tyrkir eru í 32. sæti á styrk- leikalista Alþjóðaknattspyrnu- sambandsins. Íslenska liðið er hins vegar í 46. sæti. … að Tyrkir hafa leikið sjö leiki á þessu ári, allt vináttuleiki. Þeir hafa unnið sex þeirra, þar á meðal gegn Svíþjóð, Írlandi og Danmörku en eini tapleikurinn kom gegn Bandaríkjunum þann 1. júní síðastliðinn. … að Tyrkir leika heimaleiki sína í undankeppn- inni á Ataturk- leikvanginum í Istanbul. Völlurinn tekur 76 þúsund manns í sæti. Leikvangurinn var byggður árið 1999 í viðleitni Tyrkja til að fá Ólympíuleikana til Istanbul sum- arið 2008. Eins og flestir vita voru leikarnir haldnir í Peking. … að 20 af 24 leikmönnum sem Fatih Terim valdi í hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi spila með liðum í Tyrklandi. Aðeins Arda Turan (Atletico Madrid), Ömer Toprak (Bayer Leverkusen) Hakan Calhanoglu (Bayer Leverkusen) og Meclut Edinc (Saint Etienne) spila utan heimalandsins. … hins vegar spila einungis fjórir í íslenska hópnum með liðum á Íslandi. Þetta eru þeir Ingvar Jónsson (Stjarnan) Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik) Haukur Heiðar Hauksson (KR) og Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV). … að yngsti leikmaðurinn í hópi Tyrkja fyrir leikina gegn Íslending- um er hægri bakvörðurinn Ozan Tufan. Tufan er fædd- ur í mars 1995 og varð því 19 ára fyrr á árinu. Hann leik- ur með Bursaspor í heimalandinu. … að elsti leikmaðurinn í hópi Tyrkja er einnig sá leikjahæsti, Emre Belözoglu. Emre er fæddur 7. september 1980 og verður því 34 ára á sunnudag. … að elsti leikmaðurinn í íslenska hópnum er Gunnleifur Gunnleifsson. Gunnleifur er fæddur árið 1975 og verður því fertugur á næsta ári. … að yngsti leikmaðurinn í ís- lenska hópnum er Jón Daði Böðvars- son leikmaður Viking í Noregi. Jón Daði er fædd- ur árið 1993. … að þó Íslandi hafi haft yfir- höndina gegn Tyrkjum í innbyrðis viðureignum liðanna er saman- lögð markatala einungis 13–9 Ís- landi í vil. Það sem útskýrir þetta er 5–0 tap Íslands í Tyrklandi í undankeppni fyrir EM 1996. Leik- urinn fór fram 12. október 1994. … að Tyrkir hafa hæst komist í 5. sæti á styrkleikalista Alþjóða- knattspyrnusambandsins. Það gerðist í júní 2004 og voru þá leikmenn á borð við Nihat Kahveci í liðinu. Athygli vekur að þrátt fyrir þetta komust Tyrkir ekki á EM 2004 eftir að hafa tapað í umspili gegn Lettum. Lægst voru þeir aftur á móti í október 1993 þegar þeir voru í 67. sæti á styrkleika- listanum. … að Ísland hefur hæst komist í 37. sæti á styrkleikalista FIFA en það gerðist í september 1994. Lægst var Ísland hins vegar í júní 2012 þegar við sátum í 131. sæti á lista FIFA. Í dag er Ísland í 46. sæti. Vissir þú …
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.