Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 18
Helgarblað 5.–8. september 201418 Fréttir Mótlæti og sigrar sveins andra n Ferill Sveins Andra Sveinssonar rakinn n Þjóðþekktur lögmaður S veinn Andri Sveinsson hef- ur verið þjóðþekktur mað- ur í nærri aldarfjórðung; fyrst sem umdeildur borg- arfulltrúi á þrítugsaldri, svo sem lögmaður sakborninga í mörg- um þekktari sakamálum síðari tíma. Fyrir vikið hefur hann verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum. Það vakti til dæmis eftirtekt þegar hann tók saman við sér mun yngri konu, fyrirsætuna Kristrúnu Ösp Bark- ardóttur. Fyrir mánuði steig síð- an nítján ára stúlka fram, Rebekka Rósinberg, og sagði frá ástarsam- bandi sínu við Svein Andra þegar hún var sextán ára gömul. Sveinn Andri hefur nú krafið DV um tíu milljónir fyrir að birta viðtalið við Rebekku. Las Moggaleiðara tíu ára Á yngri árum Sveins lá leið hans upp á við. Framan af leit út fyrir að hann gæti orðið framtíðarleiðtogi Sjálf- stæðisflokksins. Á síðasta ári sínu við Menntaskólann í Reykjavík, árið 1983, var Sveinn kosinn inspector scholae en að menntaskóla loknum tók við lögfræðinám við Háskóla Ís- lands. Í viðtali við Fréttablaðið árið 2006 skýrði Sveinn af hverju hann valdi lögfræði: „Ég held ég hafi bara farið í lögfræðina af því að pabbi var þar. Þetta lá bara einhvern veg- inn í loftinu.“ Árið 1986 hófst þó stjórnmálaþátttaka Sveins af krafti, hann tók til starfa sem blaðamaður Morgunblaðsins og var síðla árs kos- inn í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, en þá var Þór Sigfússon formaður samtak- anna. Í viðtali við Vikuna árið 1994 sagði Sveinn að hann hafi ekki mun- að eftir sér öðruvísi en hægrisinnuð- um og tíu ára gamall hafi hann byrj- að að lesa leiðara Morgunblaðsins. Úthlutað sæti Árið 1987 tók Sveinn í fyrsta skipti þátt í framboði Vökulistans til stúd- entaráðs. Vöku var þó haldið utan stjórnar það árið en næsta ár sigraði Vaka kosningar og varð Sveinn þá formaður stúdentaráðs. Samhliða því hélt Sveinn áfram í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins og starfaði þá náið með Ólafi Stephensen, fráfar- andi ritstjóra Fréttablaðsins, sem þá var formaður Heimdallar. Tveim- ur árum síðar bauð Sveinn sig fram sem formaður Heimdallar en laut í lægra haldi fyrir Birgi Ármannssyni. Þrátt fyrir tap í þeim kosningum var Sveini úthlutað tíunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórn- arkosninga af uppstillingarnefnd fulltrúaráðs árið 1990. Niðurlæging í prófkjöri Það ár vann Sjálfstæðisflokkurinn stórsigur og flaut Sveinn því inn í borgarstjórn aðeins 26 ára gam- all. Hann varð formaður stjórn- ar Strætisvagna Reykjavíkur en það átti eftir að verða eitrað epli, þar sem helstu deilur þetta kjörtímabil snerust um einkavæðingu strætis- vagna. Fyrir næstu kosningar var haldið prófkjör og stefndi Sveinn þá á fimmta sætið. Þrátt fyrir að eyða langmestu fé í auglýsingar af öll- um frambjóðendum, milljón króna, fékk Sveinn hörmulega kosningu og endaði í 18. sæti. Þessi kosning virð- ist hafa haft talsverð áhrif á Svein. Nærri tíu árum síðar var Sveini Andra þetta hugleikið í nærmynd í Fréttablaðinu. „Ég hef svo sem ver- ið að vasast í pólitík lengi, en ég hef bara ekki efni á því áhugamáli,“ sagði hann þá. Í viðtali við Fréttablaðið ári síðar minntist hann aftur á tapið og sagði Sveinn þá að hann hafi lent í „hakkavélinni og tapaði hressilega“. Varði þekkta glæpamenn Næstu árin eftir prófkjörið bar ekki mikið á Sveini Andra. Komst hann helst á síður dagblaða vegna for- mennsku hjá íþróttafélaginu Fram en við því embætti tók hann árið 1994. Meðfram formennsku sinnti hann hefðbundnum lögfræðistörf- um og var meðal annars verjandi eins sakbornings í stóra fíkniefnamálinu um aldamót. Með tíð og tíma urðu sakamál fyrirferðarmeiri hjá Sveini Andra og vöktu þau störf þó nokkra athygli. Árið 2006 fór Sveinn Andri í viðtal við Fréttablaðið þar sem að- alumræðuefni var hvernig væri að hafa skjólstæðinga sem væru þekkt- ir morðingjar, fíkniefnasmyglarar og barnaníðingar. „Þetta eru eðlileg- ir náungar eins og ég og þú. Flestir þeirra sem eru í afbrotum hafa leiðst út í þetta út af persónulegum vanda- málum og þá oftast vegna fíkniefna,“ sagði Sveinn þá. Fljótlega var far- ið að tala um hann sem „stjörnu- lögfræðing“ og viðurnefnið iðulega kirfilega tengt Sveini Andra. „Frumsýnir kærustuna“ Árið 2007 dregur til tíðinda í einkalífi Sveins þegar hann skildi við eigin- konu sína til þrettán ára, Erlu Árna- dóttur, en saman eiga þau fjögur börn. Eftir skilnaðinn keypti hann sér hvítan sportbíl og fór að stunda líkamsrækt af krafti. Í viðtali við DV á sínum tíma skýrði Sveinn frá helstu ástæðunni fyrir dugnaði hans við lík- amsrækt. „Ég fylgi alltaf markmið- um mínum og þrjóskast áfram. Ég er fanatískur í því sem ég geri,“ sagði Sveinn þá. Á þessu tímabili varð Sveinn nær vikulegur gestur í „fólki í fréttum“-síðum dagblaða og kvenna- mál hans urðu umtöluð. Sagðar voru fréttir með fyrirsögnunum á borð við þessa: „Sveinn Andri frumsýndi kærustuna“. Samband hans við fyr- irsætuna Kristrúnu Ösp fékk mikla athygli, ekki síst í ljósi þess að hún er 27 árum yngri en Sveinn Andri og einna þekktust fyrir samband sitt við fótboltamanninn Dwight Yorke. Samband þeirra stóð stutt, það var opinberað í apríl árið 2011 en þau voru hætt saman í júní sama ár. Ári síðar fæddi Kristrún son en þar sem vafi lék á faðerni drengsins fór hún í faðernispróf áður en drengurinn var eignaður Sveini Andra. n Rebekka Rósinberg, sem heldur því stað- fast fram að Sveinn Andri sé faðir eins og hálfs árs gamals sonar síns, segir í samtali við DV að hún hafi leitað til lögmanns og nú sé í vinnslu faðernismál gegn Sveini. Hún segir sömuleiðis að það komi mjög vel til greina að hún fari í skaðabótamál gegn honum. „Ég mun gera það en það er ekkert ferli hafið. Hann er allavega ekki enn þá búinn að neita barninu né biðja um DNA. Það verður líklegast farið fram á meðlag,“ segir Rebekka. Barnið eignaðist hún þegar hún var 17 ára en hún kynntist Sveini þegar hún var 16 ára. Hún segist vera mjög brotin eftir óformlegt samband sitt við Svein og hafi hún þurft að kljást við kvíða og þunglyndi í kjölfar þess. „Eftir að ég fór að vinna í mínum málum fór ég að átta mig á því hvað þetta hefur haft mikil áhrif á mig og hvernig hann braut á mér. Ég var svo ung og hann nýtti sér það,“ sagði hún í viðtali við DV í upphafi ágústmánaðar. Fyrir þá umfjöllun hefur Sveinn Andri krafið DV um tíu milljónir króna en hann telur að vegið hafi verið að friðhelgi einkalífs síns. Rebekka telur kröfu Sveins vera „fárán- lega“. „Ég sendi honum skilaboð í gær [þriðjudag] og spurði hann hvort hann vildi hitta mig. Ég sagði honum að hann skuldaði mér útskýringu þar sem ég hef alið upp barnið hans í tvö ár. Það minnsta sem ég á skilið er smá útskýring. Það koma bara „seen“ og engin svör. Þá sagði ég: „þú getur líka bara hunsað mig eins og barnið“. Hann „seen-aði“ það líka og „block-aði“ mig svo,“ segir Rebekka. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Þú getur líka bara hunsað mig eins og barnið“ Sveinn Andri lokaði á Rebekku á Facebook 2010 2006 2004 2003 1993 1987 Líkamsrækt Sveinn Andri tók sig á og fór að stunda líkamsrækt af fullum krafti. Komið víða við Sveinn Andri er þekktur flestum landsmönnum fyrir stjórnmálaþátttöku sem og lögmannsstörf. Hann var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á árunum 1990 til 1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.