Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 20
Helgarblað 5.–8. september 201420 Fréttir Hafa ekki greitt börnunum laun n Kvikmyndin Sumarbörn var tekin upp 2013 n Ellefu hafa leitað til lögfræðings S vokölluð mínútumynd klipparans Stefaníu Thors hefur vakið athygli víða á netinu og verið dreift yfir þrjátíu sinnum á Facebook. Í myndinni talar Kristjana Thors, aðalleikkona kvikmyndarinn- ar Sumarbarna, við áhorfandann og spyr einfaldrar spurningar. „Ég var að spá, hvenær fæ ég eiginlega greitt fyrir mína vinnu?“ Kristjana er sjö ára gömul og er í hópi fjórt- án barna sem léku í kvikmyndinni Sumarbörnum, en myndin var tek- in upp á Reykjanesi í september í fyrra. Ekkert barnanna hefur feng- ið greitt fyrir vinnu sína í myndinni en myndin fékk 90 milljóna króna styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands árið 2012, einn þann hæsta sem hefur verið veittur úr sjóðnum. Ell- efu manns, sem allir eru meðlim- ir í Félagi kvikmyndagerðarfólks, hafa leitað til lögfræðings vegna vangoldinna launa í tengslum við myndina. DV ræddi við nokkra sem unnu að gerð myndarinnar en hafa ekki fengið greitt nema að hluta til. Þeir vildu ekki koma fram undir nafni. „Þetta er náttúrlega bara vont fyrir allan iðnaðinn,“ sagði einn við- mælandi. „Þetta er mjög skrítið mál. Okkur finnst þetta öllum mjög skrít- ið mál,“ segir Hulda Helgadóttir, að- stoðarmaður leikmyndahönnuð- ar, en hún er í hópi þeirra sem hafa ekki fengið greitt fyrir vinnu sína. Framleiddu Okkar eigin Osló Fyrirtækið Ljósband ehf., sem var stofnað árið 2006 af þeim Önnu Maríu Karlsdóttur og Hrönn Kristinsdóttur, sér um framleiðslu Sumarbarna. Áður hefur Ljósband framleitt myndirnar Okkar eigin Osló, árið 2011, og Desember, árið 2009. Sumarbörn fjallar um tvíbura- systkinin Eydísi og Kára, sem eru send á Silungapoll vegna heimilis- erfiðleika og fátæktar. Börnin trúa því statt og stöðugt að dvölin verði stutt, en biðin veldur þeim síendur- teknum vonbrigðum. Dagarnir líða en Eydís, með sinn sterka lífsvilja og lífsgleði, yfirstígur hverja hindrunina á fætur annarri með ráðsnilld, dugn- aði og umhyggju fyrir bróður sínum. Með aðalhlutverk í myndinni fara Kristjana Thors, Stefán Örn Eggerts- son og Brynhildur Guðjónsdóttir. Vann allt að 14 klukkustundir á dag „Það er bara nákvæmlega satt og rétt að það er ekkert barn búið að fá borgað,“ sagði Matthías Matthí- asson tónlistarmaður í samtali við DV á miðvikudag. Matthías er fað- ir drengs sem lék í myndinni í fyrra, þá átta ára gamall. Líkt og aðrir leikarar og kvikmyndargerðarfólk gerðu foreldrar drengsins samn- ing við framleiðendur sem nú er búið að fara á bak við. Samkvæmt heimildum DV eru dæmi um að börn eigi eftir að fá greiddar allt frá 50 þúsund krónum upp í 300 þús- und krónur fyrir vinnu sína. „Minn vann þarna í einhverja hátt í tuttugu tökudaga. Dagar sem eru frá sex á morgnana til oft sjö, átta á kvöldin og ekki búinn að fá krónu borgaða,“ sagði Matthías, en þar sem tökur fóru fram í september þurfti að fá frí fyrir börnin frá skóla meðan á þeim stóð. Að sögn Matthíasar hefur ver- ið fátt um svör frá framleiðendum en hann segir þá hafa sent foreldr- um póst fyrir um fjórum mánuðum síðan. Þar hafi komið fram að það sé ekki til peningur, að framleið- endur ætli samt að borga en þeir viti ekki hvernig eða hvenær. Munum leita allra leiða Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formað- ur Félags kvikmyndagerðarmanna, staðfesti í samtali við DV á þriðju- dag að ellefu félagsmenn væru með mál sitt hjá lögfræðingi félagsins, er varða vangoldnar verktakagreiðslur vegna Sumarbarna. „Ég þekki ágæt- lega til málsins og mér bara þyk- ir þetta alveg gríðarlega leiðinlegt en auðvitað stöndum við vörð um hag félagsmanna. Svona lítur ekki vel út fyrir bransann. Þeim til máls- bóta skilst mér að myndin hafi farið þrem dögum fram úr tökum en það hins vegar virðist ekki alveg útskýra málið,“ sagði Hrafnhildur. Að henn- ar sögn hafa þær Anna María og Hrönn frest til föstudags til þess að svara bréfi lögfræðings ellefumenn- inganna. Spurð hvort það sé venju- legt að svona langur tími líði án þess að fólk fái greitt vegna vinnu við kvikmyndir segir Hrafnhildur þetta því miður ekki vera einsdæmi. Fyr- ir henni sé þó alltaf mikilvægast að greiða fólkinu. „Þær hafa sýnt það og sannað að þær geta alveg fram- leitt myndir en það er bara eins og það hafi eitthvað farið úrskeiðis og þá fara hlutirnir svona. En það er samt okkar krafa að þessi laun verði greidd og við munum leita allra leiða til þess að tryggja það að okkar félagsmenn fái þetta fé,“ segir Hrafnhildur. Leikstjórinn svarar ekki Sumarbörn er fyrsta kvikmynd leik- stjórans Guðrúnar Ragnarsdóttur í fullri lengd, en Guðrún skrifaði einnig handritið að myndinni. Hún sagðist ekki vilja svara því hvort hún hefði sjálf fengið greitt frá fram- leiðendum fyrir vinnu sína vegna myndarinnar, þegar DV ræddi við hana á þriðjudaginn. „Það eru margir búnir að fá borgað, aðrir eiga eftir að fá borgað og þeir munu fá borgað,“ sagði Guðrún. Að öðru leyti kvaðst hún ekki geta svarað fyrirspurnum um málið og vísaði á framleiðendur myndarinnar. „Mjög erfið mynd“ „Þetta var mjög erfið mynd. Bæði að vinna með svona ungum börn- um og svo ýmislegt sem kom upp á á leiðinni, þannig að það hefur dregist hjá okkur að greiða. Hins vegar stendur til að greiða öllum og við erum í sambandi við þá sem við skuldum. Þannig að auðvitað er fólk orðið langþreytt, maður skilur það alveg, en þetta hefur ekki getað tek- ist öðruvísi,“ sagði Hrönn Kristins- dóttir, framleiðandi Sumarbarna, í samtali við DV á miðvikudag. Hrönn sagðist vonast til þess að búið yrði að greiða öllum að fullu í þessum mánuði. Áformað sé að frumsýna myndina öðru hvorum megin við áramót. Hrönn segir myndina hafa kostað 214 milljónir en að hún sé fjármögnuð með styrknum frá Kvik- myndamiðstöð, eigin framlagi, auk þess sem norskur meðframleiðandi komi að henni. Að hennar sögn hafa þær Anna María svarað bréfi lögfræðings kvikmyndagerðar- mannanna ellefu og lýst yfir „full- um greiðsluvilja um leið og pening- ur kemur inn“ en Hrönn segir að í bréfinu felist áskorun til þeirra um að greiða launin að fullu. Hún seg- ir fjármagn raðast inn eftir því sem verkinu vindi fram en að hennar sögn hafa um 80 prósent af laun- um verið greidd. DV fékk hvergi staðfestar upplýsingar um upphæð vangoldinna launa vegna Sumar- barna, né fjölda manns sem eiga óuppgert. Hins vegar sökum þess að engu af börnunum fjórtán hef- ur verið greitt laun og þessir ellefu kvikmyndagerðarmenn hafa aðeins fengið greitt að hluta til eða engu leyti, verður það að teljast ólíklegt hlutfall. Ekki náðist í Önnu Maríu Karlsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Heimilt að krefjast uppgjörs Í 13. grein í þriðja kafla reglugerð- ar um Kvikmyndasjóð, um greiðsl- ur styrkja, uppgjör og fleira, seg- ir að uppgjöri vegna styrkveitinga skuli skilað innan sex mánaða frá þeim tíma að verki telst lokið samkvæmt úthlutunarsamningi. Þá sé Kvikmyndamiðstöð heim- ilt að krefja styrkþega um uppgjör staðfest af löggiltum endurskoð- anda. Verði verulegar breytingar á handriti, fjármögnun eða kostn- aðaráætlun frá umsókn ber styrk- þega að tilkynna það Kvikmynda- miðstöð án tafar. Í slíkum tilvikum tekur forstöðumaður endanlega ákvörðun um hvort krefjast eigi endurgreiðslu styrks, að hluta eða öllu leyti, eða hvort lækka beri fjár- hæð styrks sem veittur hefur verið en er ógreiddur. „Mjög sárt ef rétt er“ Laufey Guðjónsdóttir, forstöðu- maður Kvikmyndamiðstöðvar, sagði í samtali við DV á miðviku- dag ekki komið að því gagnvart sjóðnum og samkvæmt samningi sem sjóðurinn gerði við framleið- endur Sumarbarna, að aðhafast eitthvað í málinu. „En hann mun koma og maður bara vonar að það sé hægt að kippa þessu í liðinn,“ segir hún. Að sögn Laufeyjar er al- gengur vinnslutími kvikmynda eitt til eitt og hálft ár. Hún segir Sum- arbörn ekki hafa verið óeðlilega lengi í vinnslu, eða um það bil ár eftir að tökum lauk. „En hins vegar þá er þetta náttúrlega mjög sárt ef rétt er, að fólk hafi ekki fengið neitt greitt eða ekki greitt að fullu,“ seg- ir Laufey. Til samanburðar má nefna að árið 2012, þegar Sumar- börn fékk styrkinn frá Kvikmynda- sjóði, fengu myndirnar Vonarstræti og París norðursins einnig úthlutað úr sjóðnum, sú fyrri 66 milljónir og seinni 65 milljónir. Líkt og kunnugt er voru báðar þessar myndir frum- sýndar á árinu. n Erla Karlsdóttir erlak@dv.is Munu fá borgað „Það eru margir búnir að fá borgað, aðrir eiga eftir að fá borgað og þeir munu fá borgað,“ sagði Guðrún Ragnarsdóttir, leikstjóri Sumarbarna, í samtali við DV. Mynd VEFur rÚV Átta ára fékk ekki greitt Matthías Matthíasson, eða Matti í Pöpunum eins og hann er gjarnan kallaður, segir átta ára gamlan son sinn ekki hafa fengið greidd laun fyrir vinnu sína í Sumarbörnum. Mynd Hörður SVEinSSOn Úr myndinni Að sögn Hrannar Kristinsdóttur, framleiðanda Sumarbarna, kostaði myndin 214 milljónir og var erfið í tökum. Þetta er skjáskot úr sýnishorni myndarinnar, sem birt var í október í fyrra. Mynd SKjÁSKOt Úr StiKLu „Minn vann þarna í einhverja hátt í tuttugu tökudaga. Dagar sem eru frá sex á morgnana til oft sjö, átta á kvöldin og ekki búinn að fá krónu borgaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.