Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Qupperneq 11
Helgarblað 5.–8. september 2014 Fréttir 11 niðurstöður útreikninganna. En þetta er vissulega gleðilegt að sjá að þetta skuli hafa virkað svona vel.“ Aukast vinsældirnar? Ef horft er til þess hversu margir gagnrýndu skuldaleiðréttingar- áform Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar verður að segjast að þátttakan í þessari útfærðu, um- talsvert lágstemmdari útfærslu á loforðinu, gefur til kynna að Fram- sóknarflokknum hafi tekist nokkuð vel til að koma helsta kosningalof- orði sínu í verk, eða útgáfu af því. Fróðlegt er að rifja upp þau orð yfirhagfræðings Danske Bank, Lars Cristensen, í fyrra þegar efndirnar á skuldaleiðréttingarloforðinu voru kynntar í lok nóvember. Cristen- sen sagði að Íslendingar væru alltaf ginnkeyptir fyrir slíkum skyndi- lausnum: „Þannig var í pottinn búið þegar allt var á uppleið á Ís- landi. Þá vildi engin horfa til fram- tíðar. Þannig er þetta jafnframt í dag, þar sem stjórnmálamenn eru æstir í að senda öllum tékka til þess að tryggja vinsældir sínar til næstu ára.“ Spurningin sem eftir situr er hvort Framsóknarflokkurinn muni auka vinsældir sínar og fylgi vegna útfærslunnar á skuldaleið- réttingarloforðinu. Flokkurinn hef- ur upp á síðkastið mælst með á milli 12 og 13 prósenta fylgi sem þýðir fylgistap upp á um helming frá síðustu kosningum. Á næstu vikum mun liggja fyrir hversu mikla niðurfærslu hver umsækj- andi fær og í nóvember mun sjálf skuldaleiðréttingin verða fram- kvæmd með lækkun á höfuðstól húsnæðislána. Svik eða efndir? Þeir sem gagnrýna Framsóknar- flokkinn fyrir kosningaloforðið og efndirnar á því geta sannar- lega bent á að um svik við kjós- endur sé að ræða. Efndirnar á loforðinu voru allt annars en flokk- urinn sagði fyrir kosningarnar. Þá var talað um 300 milljarða leið- réttingu og „jafnvel“ meira eins og Sigmundur Davíð sagði fyrir kosn- ingarnar. Hins vegar er útfærslan á skuldaleiðréttingunni byggð á lof- orðinu sem Framsóknarflokkurinn gaf og skilyrti þátttöku sína í ríkis- stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn með. Skuldaleiðréttingin er því afkvæmi Framsóknarflokks- ins, vissulega með stuðningi og vilja Sjálfstæðisflokksins, en Bjarni Benediktsson lofaði engum slíkum leiðréttingum í aðdraganda kosn- inganna í fyrra og var opinberlega mjög gagnrýninn á tillögur Fram- sóknarflokksins. Góð staða Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkur Bjarna Bene- diktssonar er því kominn í þá væn- legu stöðu í stjórnarsamstarfinu við Framsóknarflokkinn að njóta bara hinna jákvæðu afleiðinga af skuldaleiðréttingunni en ekki hinna neikvæðu. Flokkurinn lofaði engum skuldaleiðréttingum í fyrra en þurfti að beygja sig undir vilja samstarfsflokksins og finna þá út- færslu sem nú hefur verið kynnt og nánast allir sem geta hafa nýtt sér. Bjarni sagði tillögur Fram- sóknarflokksins vera ábyrgðar- lausar fyrir kosningar en hefur nú tekið þátt í hófsamari útfærslu á þeim. Margir – ekki bara kjósendur Framsóknarflokksins – eru örugg- lega þakklátir ríkisstjórninni fyrir þessa útfærslu því hún skilar fólki möguleika á minni útgjöldum með lækkuðum skuldum. Sjálfstæðis- flokkurinn mun því væntanlega ekki líða fyrir skuldatillögurnar nema síður sé. Framsóknarflokknum mun hins vegar sjálfsagt verða refsað fyrir að svíkja stóru orðin í kosningabarátt- unni og er sú refsing að hluta til lík- lega komin fram í skoðanakönnun- um – fylgistap upp á helming. Hvort flokkurinn nær að bæta við sig fylgi aftur er óljóst en Sjálfstæðisflokk- urinn er stikkfrí af ábyrgðinni á óá- byrgu kosningaloforði en þátttak- andi í ábyrgari útfærslu. Endanleg áhrif kosningaloforðs Framsóknar, og efndanna, munu svo einungis koma í ljós þegar fyrir liggur hvernig skuldaniðurfellingin gekk fyrir sig sem og hvaða efna- hagslegu og samfélagslegu áhrif hún hafði. Stór spurning Ein af stóru spurningunum sem enn er ósvarað í framkvæmd leiðréttingarinnar er hvort bankaskatturinn svokallaði, sem nota á til að fjármagna 80 milljarða króna hluta af niðurfellingunni á næstu fjórum árum, heldur fyrir dómi. Ríkisstjórnin hyggst ná um 23 milljörðum króna inn í ríkissjóð með álagningu skattsins og ætlar að nota um 20 milljarða króna af skattinum til að fjármagna skulda- niðurfærsluna. Engin af slitastjórnum föllnu bankanna þriggja, Glitnis, Lands- bankans og Kaupþings, hefur sleg- ið því föstu að höfða dómsmál út af bankaskattinum. Steinunn Guð- bjartsdóttir, formaður slitastjórn- ar Glitnis, sagði hins vegar í við- tali við RÚV í vikunni að látið yrði reyna á lögmæti bankaskattsins að öllu óbreyttu. Sami tónn hefur verið í Steinunni síðastliðið ár, allt frá því fjárlagafrumvarp þessa árs var lagt fram, og hefur hún látið í veðri vaka að látið yrði reyna á lög- mæti bankaskattsins. Í viðtali við Viðskiptablaðið í maí í fyrra sagði Steinunn til dæmis: „Náist ekki samkomulag þá er ekki um annað að ræða en að láta reyna á réttmæti skattsins.“ Slitastjórnir munu hins vegar þurfa að borga skattinn þegar hann verður lagður á í lok mánaðarins. Í kjölfarið geta þeir eftir atvikum látið reyna á lögmæti hans fyrir dómi. Ríkissjóður mun því fá bankaskatt- inn greiddan, að minnsta kosti á þessu ári, og verður skorið úr rétt- mæti hans fyrir dómstólum. Reyn- ist bankaskatturinn ekki lögleg- ur mun ríkið þurfa að endurgreiða þrotabúunum hann. Efnahagslegt og pólitískt vafamál Þar sem skuldaleiðréttingarnar verða þá orðnar að lögum mun rík- isstjórnin því þurfa að fjármagna skuldaleiðréttingarnar með öðrum hætti en með bankaskattinum. Slík þróun myndi því þýða að taka þyrfti fé til þess annars staðar úr fjárlög- um og að öllum líkindum hafa póli- tískar afleiðingar fyrir báða ríkis- stjórnarflokkana, en þó sérstaklega Framsóknarflokkinn. Á meðan getur Framsóknar- flokkurinn hrósað happi yfir því að hafa náð að láta skuldaafskriftalof- orð sitt verða að veruleika að hluta til. Og Sjálfstæðisflokkurinn flýt- ur með og fær væntanlega sinn hluta af þakklætinu en ekkert af skömmunum, að minnsta kosti þar til annað kemur í ljós í kjölfarið á niðurstöðu dómstóla um lögmæti bankaskattsins og hversu vel geng- ur að framkvæma leiðréttinguna. n Saga leiðréttingarinnar n Lok umsókna um 80 milljarða leiðréttingu sem hófst með 300 milljarða loforði og tali um hrægamma fyrir kosningar í fyrra„Það sýnir að þetta var eitt- hvað sem beðið var eftir og menn voru tilbúnir til að taka þátt í Láta reyna á skattinn Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórar Glitnis, ætlar að láta reyna á bankaskattinn fyrir dómi. Skatturinn á að skila ríkissjóði 80 milljörðum upp í skuldaleiðréttinguna. Hrægammatalið hætt Framsóknarflokkurinn, meðal annars Frosti Sigurjónsson, beitti tali sínu um hrægamma – vogunarsjóðina – í aðdraganda kosninganna í fyrra en hætti því snarlega eftir þær. Söguleg leiðrétting Leiðréttingin, sem nú er ekki lengur hægt að sækja um, er söguleg fyrir margra hluta sakir. Loforðið um hana kom Framsóknar- flokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar í ríkisstjórn og skilyrti samstarf flokks hans við Bjarna Benediktsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.